14. kafli Flashcards
Hvað er landsframleiðsla?
Verðmæti alls þess sem er framleitt á landinu á einu ári.
Hvað eru afskriftir?
Rýrnun sem verður á verðmæti véla eða búnaðar vegna aldurs og notkunar. Kostnaður fyrirtækja vegna notkunar fjármagnsins.
Hver er munurinn á vergri landsframleiðslu og hreinni landsframleiðslu?
Munurinn er afskriftirnar.
Hvaða hugtak er notað um muninn á þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu?
Hreinar þáttatekjur
Hvað er hrein landsframleiðsla?
Verg landsframleiðsla að frádregnum afskriftum.
Hvað eru hagsveiflur?
Þegar landsframleiðsla sveiflast milli þenslu- og samdráttaskeiða.
Hvað er samdráttaskeið?
Tímabil sem einkennist af atvinnuleysi, minnkandi eftirspurn, stöðugu eða lækkandi verðlagi, minni hagnaði eða tapi.
Hvað er kreppa?
Langvarandi samdráttatímabil.
Hvað er útflutningur?
Verðmæti vöru og þjónustu sem seld er fyrir erlendan gjaldeyri.
Hvað er innflutningur?
Verðmæti allrar innfluttrar vöru og þjónustu. Allt sem við greiðum með gjaldeyri.
Hvað eru fjárfestingar?
Eyðsla fyrirtækja.
Hvað eru skattar?
Tekjur ríkisins sem við borgum. Skiptast í beina og óbeina.
Hvað eru útgjöld hins opinbera?
Eyðsla ríkisins.
Hvað er vísitala?
Tala sem sýnir breytingar á einhverju yfir ákveðið tímabil, t.d. breytingar á verðlagi, gengi, innflutningi eða landsframleiðslu.
Hvað er verðbólga?
Hækkun á almennu verðlagi á tólf mánaða tímabili.