Vökvajafnvægi 1 og 2 (vökva- og elektrólýtajafnvægi) Flashcards
Hreyfing vökva- og elektrólýta
- Flæði
- Virkur flutningur
- Osmósa
- Síun
Flæði: Ekki orkurkræfur flutningur (fiskur syndir í sjó með straumnum)
Virkur flutningur: Orkukræfur flutningur (synt á móti straumnum)
Osmósa: Passífur fluttningur, agnir fara frá hærri styrk í lægri til að jafna styrk beggja vegna frumuhimnu
Síun: Gerist þegar blóð þrýstist út í háræðar og myndar hydrostatískan þrýsting, þrýstir vökva og elektrólýta út af frumuhimnu, innan æðakerfis
Hvað er Kolloid?
- dæmi um kolloid
Stórar sameindir sem leysast illa upp, sitja í því hólfi sem þær eru settar í
Dæmi: Blóðhluti
Hvað er Kristalloid?
Dæmi um kristalloid
Smáar sameindir sem eru uppleystar í vökva og fara auðveldlega yfir frumuhimnu, oft gefið í æð sem bæta fólki upp salt og vatn
Dæmi: Ringer og NaCl
Hvað er ísótónískt ástand og dæmi um ísótónískan vökvi?
Jafn styrkur innan æðakerfis og frumum (270-310 mOsm/kg)
- dæmi um vökva: Ringer eða NaCl 0,9
Hvað er HYPER-tónískt ástand og dæmi um hypertónískan vökva?
Meiri styrkur utan frumna, vatn streymir úr frumunni og inn í æðakerfið og fruman skreppur saman (>310 mOsm/kg)
- dæmi um vökva: Glúkósi 10%, Glúkósi 50%
Hvað er HYPO-tónískur osmóstyrkur?
Minni styrkur uppleystra efna inni í frumunni –> hún fyllist af vatni <270 mOsm/kg
- dæmi um vökva: NaCl 0,45% og sæft vatn
Hvað á einstaklingur að taka mikið inn af vökva á sólarhring?
- hvaðan kemur vökvinn?
um 2500 ml inn
- við fáum 1500ml af vökva um munn, 1000ml af vökva úr mat og 200ml úr efnaskiptum líkamans og þannig er heildarþörf líkamans ca 2500ml
Hvað á einstaklingur að útskilja miklum vökva á sólarhring?
- Hvaðan losum við?
um 2500 ml út
- þvagútskilnaður er 1500ml, hægðir 100-200ml og svo er það vökvatap sem þarf að áætla (sem er ekki hægt að mæla ss. vökvatap sem á sér stað um lungu) 400ml og síðan um húð 400ml. 100ml + af svita.
Hvernig getur hjúkrunafræðingur nýtt þekkinguna um hversu mikið einstaklingur á að taka inn / út af vökva?
Hjúkrunafræðingur á að vita að ef sjúklingur er að drekka meira en hann útskilur –> safnar vökva og þyngist
Ef sjúklingur drekkur minna en útskilur –> vatnsskortur.
þurfum að fylgjast með hvenær/hvað sjúkl borðaði síðast, á hann að vera fastandi, hvenær pissaði ofl.
Hvað heldur vökvajafnvægi í líkamanum?
- Nýrun
- ADH (halda í vatn og minnka þvag)
- Renín-Angíótensín-Aldósterónkerfi
- ANF/ANP
Hvað er Insensible loss?
Tap á vökva á þeim stöðum í líkama sem erfitt er að mæla t.d er ekki hægt að mæla það sem tapast um lungu
Hvað er Sensible loss?
Tap á vökva í gegnum þvagkerfi og meltingarvegi, getum mælt þetta.
(þvag, uppköst, magasafa sem kemur frá sondu, linar hægðir og hægðir frá stóma t.d)
Hvða er eðlilegt vökvatap með hægðum?
100-200ml
Hvað má þvagútskilnaður ekki fara undir?
þvagútskilnaður má ekki fara undir 30 ml/klst
Hvað er vökvaskortur / ísótónískt vökvatap?
Líkami tapar vatni og elektrólýtum úr utanfrumuvökva (hypovolemia)
Hvað er Vökvaþurrð / HYPER-tónískt vökvatap?
Skortur á vatni og salt situr eftir. Osmólaþéttni og natríumþéttni hækkar. Vatn fer úr millifrumuvefjum og frumum í æð. Fruma þornar upp.
Hvað er vökvaþurrð / HYPO-tónískt vökvatap?
Skortur á natríum (og kalíum) og skortur á vatni. Vatn fer úr utanfrumuvökva yfir í frumur. Fruma bólgnar (T.d afleiðingar af Inf. NaCl 0,45%)
Hverjir eru áhættuþættir vökvaskorts?
- Tap um húð: vessi frá sárum, svitamyndu, hiti, áreynsla
- Tap um meltingarveg: niðurgangur, uppköst
- Tap um nýru: mikilll þvagútskilnaður
- Minnkuð inntaka vökva, t.d fastandi sjúkl á sjúkrahúsi
- ónákvæm vökvaskráning á inntöku / útskilnaður
- Blæðing
- Flutningur vökva í þriðja hólf (uppsöfnun vökva í millifrumefni eða kviðarholi t.d)
Hverjir eru áhættuþættir vökvaþurrðar?
- Minnkuð inntaka vökva: geta ekki náð í vökva án hjálpar (óáttaðir, rúmfastir) og geta ekki tjáð sig um þorstann (ungabörn).
- ónákvæm vökvaskráning á inntöku /útskilnaður
- Aldraðir: seinkað þorstaviðbragð
- Tap á vökva vegna uppgufunar: langvarandi sótthiti t.d
- Tap á vökva: diabetic ketoacidosis (hár blóðsykur), uppköst, niðurgangur
- Sondunæring án nægilegrar vatnsinntöku
Drekkur eldri kynslóðin meira en yngri kynslóðin?
Nei, minna.
- í fyrsta lagi vegna þess að aukið fituhlutfall en minni vöðvar og fita geymir minni vökva en vöðvar þannig að heildarmagn vökva hjá öldruðum fer úr 60% í 50%
- í öðru lagi, skert geta nýrna til að aðlagast vatnstapi og natríum tapi
- þriðja lagi, minnkað þorstaviðbragð vegna hormóna ójafnvægis, það verður aukin seyting á ANP
Hver eru einkenni vökvaskorts?
- Hraður hjartsláttur
- lágur bþ
- dræmur þvagútskilnaður
- þyngdartap
Hver eru einkenni vökvaþurrðar?
- svimi
- slappleiki
- mikill þorsti
- þurrar slímhúðir
- seinkuð háræðafylling
- einkenni ofgnóttar natriums
Hvernig lýsir vökvaskortur sér ?
- Natíum gæti verið eðlilegt eða hækkað
- Hemóglóbín og hematókrít gæti lækkað ef blæðing
- Kreatín og urea gætu verið hækkað (merki um skerta starfsemi nýrna)
- Eðlisþyngd þvags er hækkuð
- Serum osmolality er hækkað
Hvernig lýsir vökvaþurrð sér?
- Natríum er hækkað
- Hematókrít er há (segir til um seigju blóðs)
- Eðlisþyngd þvags er hækkuð
- Serum osmolality er hækkað > 300 mOsm