Vökvajafnvægi 1 og 2 (vökva- og elektrólýtajafnvægi) Flashcards

1
Q

Hreyfing vökva- og elektrólýta
- Flæði
- Virkur flutningur
- Osmósa
- Síun

A

Flæði: Ekki orkurkræfur flutningur (fiskur syndir í sjó með straumnum)

Virkur flutningur: Orkukræfur flutningur (synt á móti straumnum)

Osmósa: Passífur fluttningur, agnir fara frá hærri styrk í lægri til að jafna styrk beggja vegna frumuhimnu

Síun: Gerist þegar blóð þrýstist út í háræðar og myndar hydrostatískan þrýsting, þrýstir vökva og elektrólýta út af frumuhimnu, innan æðakerfis

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er Kolloid?
- dæmi um kolloid

A

Stórar sameindir sem leysast illa upp, sitja í því hólfi sem þær eru settar í

Dæmi: Blóðhluti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er Kristalloid?
Dæmi um kristalloid

A

Smáar sameindir sem eru uppleystar í vökva og fara auðveldlega yfir frumuhimnu, oft gefið í æð sem bæta fólki upp salt og vatn

Dæmi: Ringer og NaCl

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er ísótónískt ástand og dæmi um ísótónískan vökvi?

A

Jafn styrkur innan æðakerfis og frumum (270-310 mOsm/kg)
- dæmi um vökva: Ringer eða NaCl 0,9

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er HYPER-tónískt ástand og dæmi um hypertónískan vökva?

A

Meiri styrkur utan frumna, vatn streymir úr frumunni og inn í æðakerfið og fruman skreppur saman (>310 mOsm/kg)
- dæmi um vökva: Glúkósi 10%, Glúkósi 50%

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er HYPO-tónískur osmóstyrkur?

A

Minni styrkur uppleystra efna inni í frumunni –> hún fyllist af vatni <270 mOsm/kg
- dæmi um vökva: NaCl 0,45% og sæft vatn

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað á einstaklingur að taka mikið inn af vökva á sólarhring?
- hvaðan kemur vökvinn?

A

um 2500 ml inn
- við fáum 1500ml af vökva um munn, 1000ml af vökva úr mat og 200ml úr efnaskiptum líkamans og þannig er heildarþörf líkamans ca 2500ml

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað á einstaklingur að útskilja miklum vökva á sólarhring?
- Hvaðan losum við?

A

um 2500 ml út
- þvagútskilnaður er 1500ml, hægðir 100-200ml og svo er það vökvatap sem þarf að áætla (sem er ekki hægt að mæla ss. vökvatap sem á sér stað um lungu) 400ml og síðan um húð 400ml. 100ml + af svita.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvernig getur hjúkrunafræðingur nýtt þekkinguna um hversu mikið einstaklingur á að taka inn / út af vökva?

A

Hjúkrunafræðingur á að vita að ef sjúklingur er að drekka meira en hann útskilur –> safnar vökva og þyngist
Ef sjúklingur drekkur minna en útskilur –> vatnsskortur.

þurfum að fylgjast með hvenær/hvað sjúkl borðaði síðast, á hann að vera fastandi, hvenær pissaði ofl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað heldur vökvajafnvægi í líkamanum?

A
  • Nýrun
  • ADH (halda í vatn og minnka þvag)
  • Renín-Angíótensín-Aldósterónkerfi
  • ANF/ANP
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er Insensible loss?

A

Tap á vökva á þeim stöðum í líkama sem erfitt er að mæla t.d er ekki hægt að mæla það sem tapast um lungu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er Sensible loss?

A

Tap á vökva í gegnum þvagkerfi og meltingarvegi, getum mælt þetta.
(þvag, uppköst, magasafa sem kemur frá sondu, linar hægðir og hægðir frá stóma t.d)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvða er eðlilegt vökvatap með hægðum?

A

100-200ml

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað má þvagútskilnaður ekki fara undir?

A

þvagútskilnaður má ekki fara undir 30 ml/klst

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað er vökvaskortur / ísótónískt vökvatap?

A

Líkami tapar vatni og elektrólýtum úr utanfrumuvökva (hypovolemia)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er Vökvaþurrð / HYPER-tónískt vökvatap?

A

Skortur á vatni og salt situr eftir. Osmólaþéttni og natríumþéttni hækkar. Vatn fer úr millifrumuvefjum og frumum í æð. Fruma þornar upp.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað er vökvaþurrð / HYPO-tónískt vökvatap?

A

Skortur á natríum (og kalíum) og skortur á vatni. Vatn fer úr utanfrumuvökva yfir í frumur. Fruma bólgnar (T.d afleiðingar af Inf. NaCl 0,45%)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hverjir eru áhættuþættir vökvaskorts?

A
  • Tap um húð: vessi frá sárum, svitamyndu, hiti, áreynsla
  • Tap um meltingarveg: niðurgangur, uppköst
  • Tap um nýru: mikilll þvagútskilnaður
  • Minnkuð inntaka vökva, t.d fastandi sjúkl á sjúkrahúsi
  • ónákvæm vökvaskráning á inntöku / útskilnaður
  • Blæðing
  • Flutningur vökva í þriðja hólf (uppsöfnun vökva í millifrumefni eða kviðarholi t.d)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hverjir eru áhættuþættir vökvaþurrðar?

A
  • Minnkuð inntaka vökva: geta ekki náð í vökva án hjálpar (óáttaðir, rúmfastir) og geta ekki tjáð sig um þorstann (ungabörn).
  • ónákvæm vökvaskráning á inntöku /útskilnaður
  • Aldraðir: seinkað þorstaviðbragð
  • Tap á vökva vegna uppgufunar: langvarandi sótthiti t.d
  • Tap á vökva: diabetic ketoacidosis (hár blóðsykur), uppköst, niðurgangur
  • Sondunæring án nægilegrar vatnsinntöku
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Drekkur eldri kynslóðin meira en yngri kynslóðin?

A

Nei, minna.
- í fyrsta lagi vegna þess að aukið fituhlutfall en minni vöðvar og fita geymir minni vökva en vöðvar þannig að heildarmagn vökva hjá öldruðum fer úr 60% í 50%
- í öðru lagi, skert geta nýrna til að aðlagast vatnstapi og natríum tapi
- þriðja lagi, minnkað þorstaviðbragð vegna hormóna ójafnvægis, það verður aukin seyting á ANP

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hver eru einkenni vökvaskorts?

A
  • Hraður hjartsláttur
  • lágur bþ
  • dræmur þvagútskilnaður
  • þyngdartap
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hver eru einkenni vökvaþurrðar?

A
  • svimi
  • slappleiki
  • mikill þorsti
  • þurrar slímhúðir
  • seinkuð háræðafylling
  • einkenni ofgnóttar natriums
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvernig lýsir vökvaskortur sér ?

A
  • Natíum gæti verið eðlilegt eða hækkað
  • Hemóglóbín og hematókrít gæti lækkað ef blæðing
  • Kreatín og urea gætu verið hækkað (merki um skerta starfsemi nýrna)
  • Eðlisþyngd þvags er hækkuð
  • Serum osmolality er hækkað
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvernig lýsir vökvaþurrð sér?

A
  • Natríum er hækkað
  • Hematókrít er há (segir til um seigju blóðs)
  • Eðlisþyngd þvags er hækkuð
  • Serum osmolality er hækkað > 300 mOsm
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvernig leiðréttum við vökvaskort?

A
  • Vökvi um munn
  • Ef per os vökvagjöf nægir ekki þarf að gefa vökva, gjöf ísótínískra vökva t.d NaCl og RA (kristalloid vökvar)
  • Albúmín, blóðgjafir (kolloid vökvar)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Hvernig leiðréttum við vökvaþurrð?

A
  • Vökvagjöf um munn, setja markmið
  • Gjöf vökva, gjöf saltrfría vökva líkt og Glúkósa 5% og ísótónískra vökva (RA)
  • Blóð sjúkliings er með hátt osmolaritet, ekki æskilegt að gefa hypertóníska vökva
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Hvað er vökvasöfnun / ísótónísk vökvasöfnun?

A

Líkami heldur í vatn og salt í svipuðu hlutfalli í utanfrumuvökva (hypervolemia)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Hvað er Ofvöknun / hypotínísk vökvasöfnun?

A

Of mikið vatn situr eftir í utanfrumuvökva miðað við hlutfall elektrólýta. Osmólaþéttni og natríumþéttni líkamans lækkar. Vatn dregst inn í frumur og þær bólgna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Hvað er ofvöknun / hypertónísk vökvasöfnun?

A

Of mikið salt situr eftir/kemur inn í utanfrumuvökva. Osmólaþéttni og natríumþéttni hækkar. Vatn leitar úr frumu og þær skreppa saman. (t.d afleiðingar inf. NaCl 3% eða gjöf bíkarbónats)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Hverjir eru áhættuþættir vökvasöfnunar?

A
  • Mikil inntaka saltlausna í æð (NaCl / RA)
  • mikil gjöf blóðhluta
  • Mikil inntaka salts í fæðu eða frá lyfjum
  • Hjartabilun
  • nýrnabilun
  • skorpulifur
  • sterameðferð (corticosterar)
  • Hyperaldósterónismi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Hverjir eru áhættuþættir ofvökvunar ?

A
  • SIADH (alvarlegur skortur af natríum ásamt ofgnótt vökva í líkama)
  • Hröð gjöf Glúkósa 5% í æð
  • Psycogenic polydipsia
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

Hver eru einkenni vökvasöfnunar?

A
  • Hraður hjartsláttur, púls
  • BÞ hækkar (í fyrstu)
  • Bjúgur (pitting edema/lungnabjúgur)
  • þyngdaraukning
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
33
Q

Hver eru einkenni ofvökvunar?

A
  • Aukinn heilabjúgur, höfuðverkur, persónuleikabreytingar, breyting á meðvitund
  • ógleði, uppköst, vöðvakrampar
  • Einkenni skorts á natríum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
34
Q

Hvað er bjúgur?

A

of mikill millifrumuvökvi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
35
Q

Afhverju myndast bjúgur?

A
  • þyngdaraflið
  • lokur bláæða í fótum (bila / virka ekki)
  • lágur styrkur próteina í blóðvökva (algengasta orsök hjá vannærðu fólki)
  • aukið gegndræpi háræða
  • sjúkdómar (t.d hjartabilun og nýrnabilun)
36
Q

Meðferð við bjúg?

A
  • Teygjusokkar
  • Hálega (hafa útlimi í hálegu)
  • Þvagræsilyf
37
Q

Hvernig lýsir Vökvasöfnun sér?

A
  • Natríum gæti verið eðlilegt
  • Kalíum gæti verið lágt
  • Hematókrít gæti lækkað vegna þynningar
  • Serum osmolality er lækkað
  • Vökvasöfnun á röntgenmynd af lungum
38
Q

Hvernig lýsir ofvöknun sér?

A
  • Natríum er lágt (<125 mmol/L)
  • Serum osmolality er lækkað (< 280 mOsm/kg)
39
Q

Hvernig leiðréttum við vökvaofsöfnun?

A
  • Vökvatakmörkun
  • Takmörkun á salt inntöku
  • þvagræsilyf
  • önnur lyf, s.s morfín, nitroglycerín (til að meðhöndla lungnabjúg)
  • lyf sem styrkja samdrátt hjarta
  • blóðskilun ef þvagræsilyf duga ekki til
40
Q

Hvernig leiðréttum við ofvöknun?

A
  • Leiðrétta undirliggjandi orsök
  • Takmarka vökvainntekt, um munn / í æð
  • Forðast að nota hypotónískar lausnir og IV Glúkósa 5%
  • Hypertónískar lausnir eru notaðar í alvarlegum tilfellum til þess að draga vökva úr frumu, þarf að fylgjast náið með sjúklingi
41
Q

Hver er viðhaldsvökvaþörf fastandi sjúklinga á sjúkrahúsum?

A
  • 20 ml/kg/sólarhring
42
Q

Viðhaldsþörf í aðgerð og fyrstu klst eftir aðgerð?

A

30-40 ml/kg/sólarhring

43
Q

Hvernig er viðhaldsvökvagjöf barna?

A
  • 1000 ml/sólarhr fyrir fyrstu 10kg
  • 500 ml/sólarhr fyrir næstu 10kg
  • 20 ml/kg fyrir næstu kg

Að reikna: fyrir 22kg barn –> 1544 ml/Sólarhr
- 1000ml + 500ml + 44
=> 20ml/22kg = 44ml = 1544 ml/sól –> 64 ml/klst

44
Q

Hvað er blóðhagur?

A

þar fæst m.a mæling á Hgb (hemoglóbín) og Hct (hematokrít)

45
Q

Hvað er Hematókrít?

A

Hlutfall rauðra blóðkorna í rúmmáli
- 37-55% misjafnt milli kynja
- Hátt Hct - þurr
- Lágt Hct - þunnur

46
Q

Hvað er osmolality?

A

Styrkur agna í blóðrúmmáli
- normalgildi 280-300 mOsm

47
Q

Eðlisþyngd þvags
- há, normal og lág

A
  • Há eðlisþyngd > 1,030 g/ml - vökvaskortur
  • Normal eðlisþyngd 1,020-1,30 g/ml
  • Lág eðlisþyngd < 1,010 g/ml - of mikil vökvainntekt, skert nýrnastarfsemi
48
Q

þættir sem hafa áhrif á vökvajafnvægi og elektrólýtajafnvægi?

A
  • Natríum / kalíum pumpan
  • líffæri og innkirtlakerfið
  • Tap elektrólýta með svita
  • Upptaka elektrólýta um meltingarveg
  • þvagræsilyf
  • IV vökvar
49
Q

Hver eru viðmiðunargildi natríum ?

A

135-145 mmól/L

50
Q

Hver er megin elektrólýtinn í utanfrumuvökvanum?

A

Natríum

51
Q

Hvað stjórnar natríum?

A

Vökvajafnvægi

52
Q

Hvernig er jafnvægi viðhaldið?

A
  • Viðhaldið með flæði sem fyrir natríum jónir í frumu og kalíum út um frumur
53
Q

Hvað er Natríum-kalíum dælan?

A

Pumpan er orkukræfur flutningur og stuðlar að leiðni taugaboða

54
Q

Hvar finnum við natríum?

A

Mat

55
Q

Afhverju binst natríum, klóríði og bíkarbónati?

A

Til að viðhalda sýrubasa jafnvægi

56
Q

Natríum jafnvægi er viðhaldið af ?

A

ADH

57
Q

Jafnvægi natríum er háð…?

A

neyslu á salti og hvernig salt frásogast í ristli

58
Q

Aukin / minnkuð natríuminntekt

A

Aukin: veldur auknu rúmmáli utanfrumuvökva

Minnkuð: veldur minnkuðu rúmmáli utanfrumuvökva

59
Q

Ofgnótt á natríum veldur…?

A

auknum þorsta, losun á ADH, nýru halda í vatn og blóð þynnist

60
Q

Skortur á natríum veldur…?

A

minnkað þorstaviðbragð, bælir seytingu á ADH, nýrun útskilja vatn, aldósteróni er seytt til að halda í natríum.

61
Q

Áhættuþættir natríum ójafnvægis
- Skortur

A

a) skortur á utanfrumuvökva (vökvatap utan nýrna og vökvatap um nýru)

b) Eðlilegt rummál utanfrumuvökva (SIADH, höfuðáverkar, aðrar orsakir

c) Ofgnótt utanfrumuvökva (bráð og langvinn nýrnabilun, hjartabilun og skorpulifur)

62
Q

Áhættuþáttur natríum ójafnvægis
- Ofgnótt

A

a) Vatnstap í miklu magni: vegna hita, oföndun, niðurgangur, vatnsskortur, hitastroke

b) upphleðsla natríums: gjöf í æð, gjöf sondumats án nægilegrar inntöku vatns, óhófleg inntaka salts

c) þvaghlaupssýki (diabetes insipidus)

63
Q

Hver eru fyrstu einkenni natríum-skorts?

A

Fyrstu einkenni koma frá heila- og taugakerfi: höfuðverkur, svefnhöfgi, rugl, samhengislaust tal (og verða alvarlegri eftir því sem gildi lækka), krampar, skert meðvitund, dauði

64
Q

Skortur á natríum - hin einkenni?

A
  • Stoðkerfi: vöðvakippir
  • Meltingarkerfi:magakrampar, lítil matarlyst, ógleði, uppköst (Na gildi 115-120 mmol/L)
  • Ef skortur á utanfrumuvökva: þurrar slímhúðir munns, réttstöðubþ-fall, seinkaður teygjanleiki húðar, hraður hjartsláttur
  • Ef ofgnótt á utanfrumuvökva: hár bþ, hraður skoppandi púls, þyngdaraukning
65
Q

Hver eru einkenni ofgnótts natríums?

A
  • Æsingur, óáttun, rjóð húð, máttleysi, lágur hiti, þorsti, óeirð, vöðvakippir
  • Ef vatnstap í miklu magni: þurrar slímhúðir munns, lítill þvagútskilnaður, réttstöðubþ-fall
  • Ef upphleðsla á natríum, koma fram einkenni vökvasöfnunar: hoppandi púls, mæði, hár bþ
  • Alvarleg einkenni: þreyta (fatigue), minnkuð meðvitund, óáttun, krampar
66
Q

Hvaða hjúkrunameðferð er beitt þegar sjúklingur er með natríum skort?

A
  • Mæla LM, meta einkenni vökvaskorts/vökvasöfnunar
  • Meta meðvitundarástand og einkenni frá MTK
  • Miðar að því að gefa Na og takmarka inntöku vatns
  • Meta vökvainntekt og vökvatap
  • Rannsóknarniðurstöður
  • Meta vel ef verið er að gefa hypertónískar lausnir
  • Hvetja til að borða saltríka fæðu ef þolir (ekki með hjartasjúkdóm)
  • Vökvatakmörkun 500-1000ml / dag
  • vigta sjúkl daglega
  • Gjöf IV NaCl 0,9 (Na+ má ekki hækka hratt)
67
Q

Hvaða hjúkrunameðferð er beitt þegar sjúklingur er með ofgnótt af natrium?

A

Sama og í skorti á natríum nema ekki gefa natríum heldur natríumskert fæði

68
Q

Hvað er klóríð?

A

Er í utanfrumuvökva, starfar með natríum til að viðhalda blóðrúmmáli.
Fylgir natríum þegar það er endurupptekið frá nýrum. Meginuppistaða í magasýru (HCl) og tekur þátt í stjórnun sýrubasa jafnvægis.
- Viðmiðunarmörk: 95-108 mmol/L

69
Q

Hvert er viðmiðunargildi Kalíum?

A

3,5 - 5 mmol/L

70
Q

Hver er megin elektrólýtinn í innanfrumuvökvanum?

A

Kalíum

71
Q

Hvað hjálpar Kalíum við?

A
  • flutning rafboða hjá frumum
  • vöðvasamdrátt beinagrindar-, hjarta- og sléttra vöðva
72
Q

Hvert er hlutverk kalíum?

A
  • Stjórnar flutningi næringarefna gegnum frumuhimnur
  • Stuðlar að heilbrigðu taugakerfi
  • Efnahvörf í frumum
  • Vinnur með natríum að eðlilegu vökvajafnægi í líkamanum
  • Tekur þátt í að viðhalda sýrubasajafnvægi
  • Viðheldur jöfnum bþ
73
Q

Áhættuþættir fyrir skort á kalíum?

A
  • ónóg inntaka K+ (alkóhólismi, anorexía)
  • Tilfærsla K+ yfir frumuhimnu (t.d insúlín)
  • Tap K+ um meltingarveg (uppköst, niðurgangur og tap á magasafa)
  • Tap K+ um nýru (þvagræsilyf, t.d Furosemide/Lasix)
74
Q

Áhættuþættir fyrir ofgnótt a kalíum?

A
  • Fölsk /hemólýsa við töku blóðsýni)
  • Óhófleg inntaka / gjöf
  • Losun K+ úr vefjum (vefjadrep, bruni, rhabdomyolysa)
  • Tilfærsla K+ úr vefjum (Acidosa, insúlínskortur)
  • Minnkaður útskilnaður K+ um nýru (vökvaskortur, nýrnabilun)
75
Q

Hver eru alvarlegustu einkenni skorts á kalíum?
- og önnur einkenni?

A
  • Alvarlegustu: frá hjarta og æðakerfi - hjartsláttartruflanir, veikur óreglulegur púls, breytingar á hjartalínuriti (T bylgja, ST hækkun)
  • Meltingarkerfi: lítil matarlyst, uppköst, ógleði, minnkuð garnahljóð, minnkaðar garnahreyfingar
  • Heila- og taugakerfi: þreyta
  • Stoðkerfi: vöðvaþreyta, náladofi, krampar í fótum, auknir reflexar
76
Q

Hver eru alvarlegustu einkenni ofgnótts kalíums?
- og önnur einkenni

A
  • Alvarlegustu: frá hjarta og æðakerfi - hjartsláttaróregla eða hjartastopp, hægur hjartsláttur, óreglulegur púls, T-bylgja verður áberandi og QRS complex verður smátt og smátt gleiðari
  • Meltingarkerfi: áhrif á sléttu vöðva í meltingarvegi, mikil virkni meltingarvegar, magakrampar, niðurgangur
  • Heila- og taugakerfi: rugl, pirringur, sinnuleysi
  • Stoðkerfi: náladofi, minnkaðir reflexar
77
Q

Hvaða fæða er ríkt af kalíum?

A
  • Grænmeti: avoado, hrá gulrót, bökuð kartafla, hrár tómatur, spínat
  • Ávextir: þurrkaðir ávextir, banani, apríkósur, hunangsmelóna, appelsína
  • Kjöt/fiskur: þorskur, kálfakjöt, svínakjöt
  • Drykkir: mjólk, appelsínusafi….
78
Q

Hvert er viðmiðunargildi kalsíums?

A

4,5 - 5 mmol/L

79
Q

Hverjir eru áhættuþættir kalsíumójafnvægis ?

A
  • Tíðarhvörf hjá konum
  • Fyrirburar
  • Kalkkirtlar fjarlægðir eða gallaðir
80
Q

Hvernig tengjast aukinn aldur og kalsíum?

A
  • Minni geta þarma til endurupptöku
  • Meira útksilið um nýru
  • Kalsíum fer úr beinum
  • Minnkuð hreyfing
  • D-vítamín skortur
  • Erfðir, lífsstíll
81
Q

Einkenni skorts á kalsíum?

A
  • Kvíði, óáttun, pirringur
  • náladofi í kringum munn, fingur, tær
  • liðverkir, kippir, skjálfti, krampar
  • minnkað útfall hjarta, hjartsláttaróregla
  • spasmi í barka, berkjum
  • stökkar neglur, tannskemmdir
82
Q

Einkenni ofgnótts kalsíum?

A
  • þreyta, óáttun, depurð, persónuleikabreytingar
  • hjartsláttaróregla, hægur hjartsláttur, hjartastopp
  • einkenni frá meltingarvegi, þorsti, lystarleysi, ógleði, uppköst, hægðatregða
83
Q

Hver er hjúkrunameðferð við kalsíumójafnvægi

A
  • Fylgjast vel með öndunarkerfi (skortseinkenni)
  • Fylgjast vel með hjarta- og æðakerfi
  • Vernda sjúklings sem er ringlaður
  • Meta vökvainntekt og vökvatap
  • Rannsóknarniðurstöður
  • Fræða um mikilvægi hreyfingar
  • Fræða um mataræði (trefjar, kalsíum í fæði )
  • andlegur stuðningur
84
Q

Hvert er viðmiðunargildi Fosfats?

A

1,8 - 2,6 mmol/L

85
Q

Fosfat
- hvar
- hlutverk
- skortur
- ofgnótt

A
  • í innanfrumuvökva
  • einnig í utanfrumuvökva og beinum
  • Mikilvægt hlutverk í uppbyggingu frumuhimnu
  • Er meginuppistaða í ATP (orkuefni líkamans)
  • Ójafnvægi yfirleitt afleiðingar sjúkdóma
  • Skortur: náladofi, vöðvaþreyta, vöðvaverkur, breyting á andlegu ástandi, krampi
  • Ofgnótt: dofi í kringum munn og fingrum, krampari vöðvum
86
Q

Hvað geyma bein mikið af fosfati (%)?

A

85%

87
Q

HCO3- bíkarbónat
- Hvar
- Hlutverk

A

Bæði innan og utanfrumuvökva, aðalhlutverk er stjórnun sýrubasa jafnvægi.
Nýru: útskilja bíkarbónat í utanfrumuvökva, nýmynda bíkarbónat, taka upp bíkarbóna.
Ekki tekið inn með fæðu: verður til vegna efnaskiptaferlis