Verkir, mat og grunnhugtök (gera líka verkjaverkefnið !) Flashcards
Hver er skilgreiningin á verkjum?
Verkur er óþægileg skynjun og tilfinningaleg reynsla sem tengist, eða líkist, raunverulegum eða hugsanlegum vefjaskaða.
Verkur er það sem einstaklingur segir að sé verkur og er til staðar þegar hann/hún segir svo vera
Hver eru flokkunarkerfi verkja?
- Styrkur: t.d litlir, miðlungs/meðal, miklir
- Hversu lengi þeir vara: bráðaverkir, langvinnir/krónískir verkir
- Meinafræði: vefjaverkur, taugaverkir
- Gerð eða heilkenni: s.s krabbameinsverkir, bakverkir, vefjagigt, mígreni, sigðkornablóðleysi
Hverjar eru algengar gerðir verkja?
- Verkir v/meðferðar
- Eftir skurðaðgerð
- Krabbameinsverkir
- Gigtarverkir
- Taugakvilli
- Bakverkir
- Sigðkornablóðleysi
Hvað eru bráðir verkir?
- Ákv tímamörk
- orsakir oft þekktar
- minnkar ef því sem líkaminn grær
- vefjaskaði yfirleitt til staðar
- sympatísk taugasvörun til staðar = ,,verkjalegur sjúklingur’’
Hvað eru langvinnir verkir?
- Hafa ekki þekktan tilgang
- orsök getur verið óþekkt
- vara lengur en áverki eða eru ótengdir áverkar
- dauft yfirbragð, einkenni um depurð
- aðlögun ósjálfráða taugakerfisins: sjúklingur ´synir ekki dæmigerð ,,verkjaeinkenni’’
Hvað er líkamlegur vefjaverkur?
- Vel afmarkaður
- óþægilegur, nagandi, sláttur
- Virkjun sársaukanema í húð og dýpri vefjum
- T.d meinvörp í beinum, áverki s.s skurður
Hvað er líffæraverkur - vefjaverkur
- Illa afmarkaður
- Djúpur, þrýstingur, krampakenndur, leiðir út frá sér
- virkjun sársaukanema vegna þenslu, togs eða bólgu
- t.d garnastífla, gallsteinar
Hvað eru taugaverkir?
- Verkur sem á upptök sína eða orsakast vegna áverka eða vanstarfsemi í taugakerfinu
- Getur falið í sér bæði jákvæð og neikvæð skyn- og hreyfieinkenni
- Ekkert eitt einnkenni segir til um hvort ttaugaverki er að ræða. Einkenni geta verið mjög ólík milli einstaklinga
Taugaverkir
- hvaða 3 einkenni hafa ákveðið spágildi?
- Stingir (tingling)
- Dofi (numbness)
- Verkur við venjulega snertingu
Hvað er Verkjaþröskuldur (pain threshold) ?
minnsta áreiti sem framkallar verk
Hvað er Verkjaþol (pain tilerance) ?
Verstu verkir sem einstaklingur er tilbúinn að þola eða getur þolað
Hvað er ofursársaukanæmi (hyperalgesia) ?
Aukin svörun við áreiti sem venjulega veldur verk
Hvað er Sársaukaofskynjun (allodynia) ?
Verkur við áreiti sem venjulega veldur ekki verk
Hvað er Staðvilluverkur (referred pain) ?
Verkur sem ekki á upptök sín á þeim stað sem hann finnst
Hvað er fíkn ? En sýndarfíkn?
Fíkn: sjúkdómur sem einkennist af skorti á stjórn á lyfjanotkun og notkun þrátt fyrir skaðleg áhrif
Sýndarfíkn: hegðun sem fylgir vanmeðhöndlun verkja, það fer að sýna hegðun sem minnir á það að vera með fíknisjúkdóm. Hættir ef viðkomandi fær viðunnandi verkjameðfeðr