Þriðji fyrirlestur Flashcards
Hvað eru helstu atburðir þriðju viki fósturþroska?
Þriðja kímlag fóstursskjaldar myndast. Frumrák (primitive streak) myndast. Seilstrengur myndast (notochord) Genastýrður tilflutningur frumna. Þroskun næringarlagsins (trophoblasts). Somitar myndast.
Hvað er Primitive Streak?
Höfuðendi kallast primitive node sem samanstendur af upphækkuðu svæði sem umlykur primitive pit. Frumur frá epiblasti færast til frumrákar og og fer undir epiblastið og þar myndast mesodermið. Hverfur stuttu eftir fjórðu viku fósturþroska.
Hvað er FGF8?
fibroblast growth factor 8 stjórnar flutningi frumna og sérhæfingu þeirra í mesodermi. Frumurnar sjálfar mynda þetta hormón.
Hvernig myndast Endoderm?
Sumar frumurnar sem koma frá epiblasti ryðja einnig burt hypoblast frumunum og mynda þar endoderm.
Hvernig myndast Ectoderm?
Frumurnar sem verða eftir í epiblast laginu mynda endoderm.
Hvað er prechordial plate?
Er staðbundin þykknun í hypoblast laginu sem verður seinna framendi fósturskjaldar. Þarna mætast svo hypoblast og epiblast lögin. Þ.e. mesoderm myndast aldrei á milli á þessu svæði.
Lýstu myndun Notochord/Seilstrengs.
Frumurnar sem fara inn í primitive pit færast áfram og ná til prechordal plate. Þær bætast inn í hypoblast lagið og þá eru þar tvö frumulög sem mynda notochord. Seinna mynda þær svo definitive notochord sem er fyrir neðan neural tube. Myndar lengdarás fósturs. Er frummyndun hryggjarsúlu.
Hvað er Nodal?
Er gen sem hefur áhrif á myndun frumrákar. Hefur einnig áhrif á myndun vinstri hliðar fósturskjaldar.
Hvað er Lefty 2 og Lefty 1?
Eru gen sem hafa áhrif á tjáningu og myndun vinstri hliðar fósturskjaldar.
Hvað er Sonic Hedgehog?
Passar að boð um myndun vinstri hliðar fari ekki yfir og tjái gen á hægri hlið.
Hvað er Snail?
Er möguleiki að sjái um myndun hægri hliðar. En myndun hægri hliðar fósturskjaldar er ekki jafn þekkt og myndun vinstri hliðar.
Hvernig myndast Paraxial mesoderm?
Myndast út frá frumum sem flytjast til hliðarflata node og höfuðenda frumrákar. Myndar svo somitomera og somita.
Hvernig myndast Intermediate mesoderm?
Myndast út frá frumum sem flytjast frá miðhluta rákarinnar. Myndar seinna þvagkerfi og kynfæri. Tengir einnig saman paraxial mesoderm og lateral plate mesoderm.
Hvernig myndast Lateral Plate Mesoderm?
Myndast út frá frumum sem koma frá afturenda frumrákar. Myndar seinna æðabelg.
Hvað er Cloacal Plate?
Er í afturenda fósturs á svæði þar sem epiblast og hypoblast lög eru þétt saman og mesoderm aðskilur ekki. Færist kviðlægt. Hefur dæld við rófuna sem kallast proctodeum.