Fjórði fyrirlestur Flashcards
Hverju veldur halasveigja?
Hún veldur þvi að tengistilkurinn ásamt allantois og naflastrengsæðum færast kviðlægt. Endagörn og proctodeum afmarkast. Hali fóstursins afmarkast en hverfur svo seinna.
Hvað verður um hliðarfellingar?
Hliðarfellingarnar seigjast ventralt og taka amnion himnuna með sér sem veldur því að amnion holið umlykur allt fóstrið.
Myndun hliðarfellinga leiðir til:
Að líkamsveggir fósturs myndast. Intraembryonic cavity afmarkast frá extraembryonic cavity (chorionic cavity). Blómabelgur skiptíst í forstig garnar og gang sem kallast vitelline duct sem sest í naflastreng.
Hvað gerist á 5. viku fósturþroska?
Höfuð fósturs verður áberandi stórt vegna mikillar stækkunar höfuðhluta taugapípu. Sérhæfing verður á ectodermi höfuðs í placodae, sem er forstig augna og eyrna.
Kímbogarnir koma fram. Somitar sjást. Hjartabunga er áberandi. Limasprotar koma fram á 4-5. viku. Endoderm sérhæfist í þekju og kirtla maga, þarma og öndunarfæra. Í þekju þvagblöðru og forstig lifrar og briskirtils.
Hvað gerist á 6. viku fósturþroska?
Höfuðið stækkar, útlimasprotarnir skiptast í hluta og byrjar að mótast fyrir fingrum.
Hvað gerist á 7. viku fósturþroska?
Höfuðið er orðið enn stærra. Somitar sjást ekki lengur á yfirborði fósturs. Staða útlima breytist.
Hvað gerist á 8. viku?
Höfuð er næstum jafn stórt og fósturbolur. Aug, nef og eyru greinileg og augun snúa fram. Hálssvæði byrjar að afmarkast. Útlimir komnir með næstum endanlegt form. Neuromuscular kerfi er orðið nægjanlega þroskað til þess að hreyfingar útlima byrja. Forstig húðar myndað út frá ectodermfrumum.
Hvaða tímabil er fósturskeið?
Er frá 9.-38. viku fósturþroska. Þar hefst frekari vefjamyndun og hraður vöxtur fóstursins. En vöxtur höfuðs minnkar.
Hvað er fylgja?
Er líffæri utan fósturs, þar sem fóstur- og móðurblóð koma í nána snertingu og fóstrið fær næringuna sína þaðan.
Hvaða breytingar verða á þriðja mánuði fósturþroska?
Andlitið verður greinilegra. Útlimir ná hlutfallslegri lengd. Ytri kynfæri byrja að myndast. Einhver virkni er í vöðvum.
Hvaða breytingar verða á fjórða og fimmta mánuði fósturþroska?
Fóstrið lengist og þyngist nokkuð. Á fimmta mánuði getur móðir fundið hreyfingar fósturs.
Hverjar eru breytingar trophoblasts á fósturskeiði?
Free villi byrja að myndast frá fyrrum stem villi og fara inn í lacunur.
Hvernig er myndun fylgju?
Fylgja er úr tveimur megin hlutum. Chorion(fósturhluta) og decidual (móðurhluta. Chorion myndast af trophoblasti og extraembryonic mesodermi sem hefur villi sem fara á ákveðinn hluta belgsins sem kallast þá villi placentae.
Hvað er chorion frondosum?
Villi sem eru á öllu yfirborði chorion mynda síðan chorion frondosum á embryonic pole. Myndar fósturhluta fylgju.
Hvað er Decidua?
Decidua er legslíhúð í óléttu.Skiptist í þrjá hluta. Decidua basalis myndar móðurhluta fylgju. Decidua capsularis er yfir abembryonic pole. Decidua parietalis er sá hluti sem klæðir þa sem er eftir af legholinu. Decidua capsularis eyðist eftir því sem fóstrið stækkar og kemst þá chorion í beina snertingu við decidua parietalis og verður samvaxta henni en legholið hverfur.