Fyrsti fyrirlestur Flashcards
Hvenær verður frjóvgun?
Við samruna eggfrumu og sæðisfrumu.
Hvað er mítósa?
Mítósa er kynlaus skipting frumu. Fruman skiptir sér í tvennt og báðar dótturfrumur eru fullkomnar eftirmyndir af móðurfrumunni. Með alveg eins erfðaefni og hún.
Hvað er meiósa?
Er kynskipting. Fruma þarf erfðaefni frá bæði föðurfrumu og móðurfrumu til að mynda dótturfrumur. Gerist í tveimur stigum Meiósu I og Meiósu II.
Hvað gerist við frjóvgun?
Okfruma verður til með tvöfalt magn litninga, 23 frá hvoru foreldri. Kyn okfrumunnar ákvarðast og mítósuskipting hefst.
Útskýrðu Spermatogenesis.
Primordial germ frumur myndast í epiblast kímlagi á annarri viku fósturþroska og færast yfir í vegg blómabelgs nálægt afturenda fósturvísis. Eru síðan komnar í frumstæða kynkirtla í lok 5. viku. Þeir sitja svo í afturvegg líkamshols fósturvísis. Kynkirtlarnir vaxa svo í strengjum niður í mesenchyme bandvefinn og setjast primordial germ frumurnar að í strengjunum. Þær liggja svo í dvala fram að gelgjuskeiði og þroskast þá yfir í kynfrumur.
Útskýrðu Spermiogenesis.
Eru þroskabreytingar sæðisfrumu sem valda útlitsbreytingum hennar. Flagellum myndast og verður að hala. Acrosome myndast og sertoli frumur éta upp umfrymi og eftur verður halinn, hausinn og mitochondria á milli þess.
Nefndu hluta sæðisfrumu og störf hvers hluta.
Acrosome: Er höfuðið og inniheldur kjarna og ensím sem hjálpa frumunni að komast inn fyrir verndarlög eggfrumu.
Miðhluti er aðallega með hvatbera og veitir frumunni orku (ATP) til að hreyfa sig áfram.
Hali (flagella) : Er sá hluti frumunnar sem hreyfir hana áfram.
Seminiferous tubules
Eru sáðpíplur og myndast út frá sex cords (kynstrengjum) Þar á sér stað myndun sæðisfrumna (spermatogenesis).
Hvað gerir FSH hormónið?
Það kemur frá heiladingli og hefur áhrif á virkni Sertoli frumna og einnig áhrif á myndun sæðisvökva.
Hver er virkni LH (Luteinizing hormone) hjá karlkyni?
Binst leydig frumum sem framleiða testósterón sem að hefur áhrif á virkni Sertoli frumna við þroskun sæðisfrumna.
Hvernig skiptast chromosome.
Hver fruma fær 23 pör af litningum, 46 litninga. 23 litningar frá föðurfrumu og 23 frá móðurfrumu. 22 pör eru autosome en hitt parið eru kynlitningar. Ef einstaklingur er með XX kynlitninga er það kvenkyn, en karlkyn með XY litninga.
Hvað er gamete?
Er þroskuð kynfruma, eggfruma eða sæðisfruma. Þær hafa alltaf aðeins 23 litninga sem sameinast í 46 litninga í okfrumu.
Hvað er Crossover/Krossun?
Gerist í Meiósu I. Þá skiptast hlutar af litningum sín á milli í pari til að veita meiri genabreytileika.
Hvað eru skautfrumur(polar bodies)?
Hver primary oocyte sem er forstig kynfrumu skiptir sér í fjórar dótturfrumur. En aðeins ein verður að þroskaðri dótturfrumu. Hinar verða að skautfrumum sem seinna deyja.
Hver er þroskaferill (oogenesis) eggfrumu á fósturstigi?
Er þroskaferill kynfrumu úr primordial oocyte til fullþroska eggfrumu. Primordial oocyte myndast í epiblast kímlagi fósturs á annari viku og flyst í vegg blómabelgs. Þaðan flytjast þær í frumstæða kynkirtla og eru sestar þar á 5. viku. Þær ummyndast svo í primary oocytes á 7. mónuði. Eftir að þær hafa myndast fara þær í meiósu og fara í dvala þegar profasa er lokið þar til á gelgjuskeiði.