Fimmti fyrirlestur Flashcards
Hvað eru tálknbogar?
Pharyngeal arches kallast tálknbogar því þeir verða að tálknum í fiskum. Eru 6 og mynda ákveðna strúktúra í höfuð og hálsi. 5 tálknbogin sér þó ekki um neina myndun. Myndast í lok 4. viku.
Segðu frá tálknboga 1.
Ítauguð af trigeminal taug sem er fimmta heilataugin. Skiptist í maxillary og mandibular hluta. Er með Meckel fósturbrjósk sem myndar malleus og incus, premaxilla, maxilla, kinnbein, hluta gagnaugabeins og hluta af mandibula.
Myndar tyggivöðvana m. temporalis, m. masseter og m. pterygoidei. Myndar einnig vöðvana M.digastricus, me tensor palatini, m. mylohyoideus og m. tensor tympani.
Segðu frá tálknboga 2.
Er með Reichert fósturbrjósk sem myndar ístað, processus styloideus gagnaugabeins og áframhaldandi ligament stylohyoideum. Myndar efri hluta corpus ásamt tungubeini. Vöðvar sem tálknbogi 2 myndar er m. stapedius, m. digastricus, m.stylohyoideus, m. auricularis ásamt mímetískum andlitsvöðvum. Er ítaugaður af N. facialis sem er sjöunda heilataugin (n. VII).
Segðu frá tálknboga 3.
Ítaugaður af N. glossopharyngeus sem er níunda heilataugin (n. IX). Fósturbeinið myndar neðri hluta corpus ásamt tungubeini. Myndar vöðvann M. stylopharyngeus.
Segðu frá tálknboga 4. og 6.
Ítaugaðir af N. vagus sem er tíunda heilataugin. Greinin laryngeus superior ítaugar 4. bogann en laryngeus recurrens ítaugar 6. bogann. Fósturbrjóskið myndar brjóskgrind barkakýlis: C.thyroidea, c. cricoidea, c.arytenoidea, c.corniculata og cuneiformis.
4. bogi myndar vöðvana, m.cricothyroideus, m.levator veli palatini og m. constricto pharyngis. 6. bogin myndar innri vöðva barkakýlis.
Hvað er Pólun/Polaritas?
Sést fyrst í fósturþroska sem primitive streak. Segir þá hvað er höfuðendi og hvað afturendi.
Hvað er Ectodermal Placodes/ Taugafrög?
Myndar ganglion og taugar ásamt neural crest. Myndar Taug V, VII, VIII, IX og X.
Segðu frá tunguvöðvum.
Verða til frá paraxial mesodermi. Ítauguð af heiltaug XII (n. hypoglossus). Vöðvarnir skiptast í ytri og innri vöðva. Ytri vöðvarnir kallast genioglossus, hypoglossus, styloglossus og palatoglossus. Innrivöðvarnir eru superior longitudinal, inferior longitudinal, verticalis og transversus.
Segðu frá tyggivöðvum.
Tyggivöðvarnir eru 4. Masseter, sphenomandipularis (stundum talinn hluti af temporal vöðva, stundum ekki). medial pterigoid og lateral pterigoid vöðvar.
Skýrðu frá myndun tungu.
Hefur þrjár taugar sem ítauga sig, bragðtaug, skyntaug og hreyfitaug. Myndast að mestu leiti frá fyrsta tálknboga, þaðan koma hliðlægar útbunganir og fyrri median útbungunin. Frá 2,3 og efri hluta 4 tálknboga kemur seinni median útbungunin. Frá neðri hluta 4. tálknboga kemur þriðja median útbungunin sem seinna myndar epiglottis.
Skýrðu frá myndun tanna.(Odontogenesis)
Oral epithelium kemur frá endoderm lagi. Gerist í fimm stigum:
- dental lamina: gerist á 6. viku. Epithelial þykknun .
- Dental bud: á 7. viku. 10 separ í hvorum kjálka vaxa niður í mesoderm.
- Dental cap: á 9. viku. dental papilla vex inn í neðri hluta dental bud.
- Dental Bell: á 12. viku. Mesoderm frumur sérhæfast í odontablasta og framleiða predentin og kalkar í dentin.
- Myndun tannrótar: Verður til vegna epithelial rótarslíður. Dentin er lagt og þrengir að neðsta hluta rótar. Frumur næst dentini sérhæfast í cementoblasta sem leggja cementum.
Hver er ítaugun M. digastricus?
Tvær taugar ítauga M. digasticus. Bæði nervous trigeminus og nervous facialis.
Hvað eru tálknpokar?
Leiða til myndunar líkamshluta á 5. viku fósturvísisþroska.
Hvað myndast útfrá 1. tálknpoka?
Kokhlust og miðeyra sem tengjast fyrstu tálknskoru sem verður hlust í hljóðhimnu.
Hvað myndast útfrá 2. tálknpoka?
En 3. tálknpoka?
- Verður að hálskirtlum.
2. Verður að hóstakirtli og neðri kalkkirtlum.