Þrengjandi lögskýring Flashcards

1
Q

Þrengjandi lögskýring - skilgreining

A

Þrengjandi lögskýringu má skilgreina svo að um sé að ræða lögskýringarleið sem felur í sér að 1) tilvik er látið falla utan við lagaákvæði þegar vafi liggur fyrir um merkingu þess að loknu heildarmati á innra og ytra samhengi ákvæðisins eða 2) sérstök og knýjandi rök réttlæti að ákvæðið sé túlkað þröngt þótt með því sé vikið frá merkingu ákvæðisins sem leiðir af textaskýringu. Samkvæmt skilgreiningunni geta forsendur fyrir beitingu þrengjandi lögskýringar verið tvenns konar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

1.

A

Annars vegar kann vafi um merkingu lagaákvæðis að rísa þegar við textaskýringu í ljósi fyrirliggjandi tilviks. Dæmi má taka um hvort hamstur falli innan bannreglunar við að fara með húsdýr inn í hljómskálagarðinn. Heildstætt mat á innra og ytra samhengi lagaákvæðisins kann að leiða til þeirrar ályktunar að rétt sé að túlka ákvæðið þrengjandi þannig að hamstrar falli utan við hugtakið húsdýr í bannreglunni. Þrengjandi lögskýringu er þá beitt sem aðferð til úrlausnar í tilvikum þegar vafi rís um merkingu ákvæðis

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

2.

A

Beiting þrengjandi, eins og rýmkandi, lögskýringar kann hins vegar að horfa við með öðrum hætti. Af textaskýringu kann að virðast að ljóst tilvik falli undir lagaákvæði. Heilstætt mat á samhengi þess kann á hinn bóginn að leiða til þeirrar ályktunar að sérstök og knýjandi rök talin réttlæta að ákvæðið sé túlkað þrengjandi þannig að tilvikið sé látið falla utan við regluna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Leiðbeiningarregla og hrd.

A

Leiðbeiningarregla: Leiki vafi á um merkingu ákvæðid, og ljóst þykir í vafatilvikum að láta hjá líða að virkja réttaráhrif efnisreglunnar, þá kunna að standa rök til þess að túlka ákvæðið þröngt.
Hrd. Hofstaðir kröfðust A og G viðkurkenningar á bótarétti þeirrar úr hendi íslenska ríkisins vegna skerðingar á eignarréttindum jarðarinnar Hofstaða. Vísað til 35.gr. og 36.gr. laga um náttúruvernd. HR hafnaði því að skýra bótareglu eftir skýru orðalagi heldur túlkaði ákvæðið þröngt þar sem annars myndi skapast of víðtækur bótaréttur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Lögskýringarreglur

A
  1. Túlka ber refsiákvæði þrengjandi þegar vafi leikur á hvort tilvik falli undir (in dubio pro reo – vafi kemur sökunaut í hag), sbr hrd. Kyrrsetningarheimild
  2. Túlka ber þröngt lagaákvæði sem veita stjórnvöldum heimildir til að taka íþyngjandi ákvarðanir, sbr. Eldeyjarrækja
  3. Almenn lögskýringarregla að túlka beri skattlög þröngt – hins vegar ekki fortakslaus regla, sbr hrd Hátún. 6 þar sem hafnað var að túlka orðið íbúarhúsnæði svo þröngt að það taki einungis til húsnæðis sem leigt er út í atvinnuskyni
  4. Almenn lögskýringarregla að túlka beri undantekningarreglur laga þröngt, sbr hrd. Helmingarskiptaregla hjúskaparlaga þar sem HR taldi ekki rétt að víkja frá meginreglu hjúskaparlaga
    a. Undanþágur frá greiðslu skatta – almennt ber að túlka skattalagaákvæði þröngt, en hvernig ber að túlka ákvæði skattalaga sem kveða á um skilyrði fyrir því að sleppa við að greiða skatta, sbr hrd laugarásbío þar sem starfsemi elliheimila var undanþegin skattaákvæðum laga. Elliheimilið Hrafnista rak einnig Laugarásbíó og sótti um undanþágur af rekstri laugarsbíó en ákvæðið var túlkað þröngt
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly