Lögskýringargögn Flashcards

1
Q

Breytilegt vægi lögskýringargagna

A

Breytilegt vægi lögskýringargagna við túlkun lagaákvæða má skipta í fjóra flokka: tegund, efni, eftir framsetningu og aldri, eftir efni og málefnasviði. Þau eru leiðbeiningarsjónarmið sem meta verður í hverju tilviki fyrir sig.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

tegund

A

Tegund – algengast er í dómaframkvæmd og af UA að vísað sé til aths. greinargerða. Að mati þeirra sem leysa úr ágreiningsmálum hafa greinargerðir meira vægi en aðrar, við túlkun lagaákvæða. Þessu eru fræðimenn sammála. Þessir aðilar eru þó allt eins til í að horfa til annarra tegunda lögskýringargagna, einkum nefndarálita og umræðna á Alþingi. Framsöguræður eru þá taldar hafa meira vægi en aðrar ræður. Tímasetning getur líka haft áhrif, t.d. eru nefndarálit samþykkt nær lokafrágangi en greinargerð. Róbert R. Spanó er á því að greinargerðir ættu almennt ekki að hafa meira vægi en nefndarálit við túlkun lagaákvæða

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Efni, hrd.

A

Efni – ef deilt er um hvort tilvikið X falli undir lagaákvæðið Y og orðalag þess sker ekki úr, er ljóst að vægi lögskýringargagna við túlkun ákvæðis er að jafnaði mikið ef þar er beinlínis tekin afstaða til álitaefnisins, af eða á.
Hrd. Fjörður-skipverji: reyndi á túlkun á hugtakinu „skipverji” í sjómannalögum og þá hvort það tæki aðeins til fastráðinna skipverja en ekki lausráðinna, en þetta réði því hvort skipverjinn fengi bætur. Í héraði var dæmt svo að hugtakið næði einungis til fastráðinna og Fjörður hf. sýknað af kröfu skipverjans. HR taldi hins vegar að hugtakið næði yfir lausráðna starfsmenn líka, rétturinn horfði til athugasemdar í greinargerð frumvarps sjómannalaga.
Hrd. Skinkumál – deilt um hvort ákvæði búvörulaga takmarkaði innflutning landbúnaðarvara eða hvort umsögn Framleiðsluráðs landbúnaðarins nægði. Meirihluti HR taldi umsögn duga en minnihlutinn taldi að svo væri ekki. Meiri og minnihluti túlkaði lögskýringargögn laganna á misjafnan hátt og veitti gögnunum mis mikið vægi. Meirihluti taldi lskg. gefa skýra vísbendingu um hvernig túlka bæri lögin en minnihluti taldi að gefa bæri meira vægi að löggjafinn hafi ekki mælt fyrir um efnislega breytingu á lögunum.
Hrd. Spölur ehf. – deilt um hvort skattgjald vegna afhendingar veglykils teldist til skattskyldrar veltu, þ.e. hvort afhending veglykils væri liður í veitingu skattskyldrar þjónustu. Taldi HR svo vera og studdist við afmarkaðar upplýsingar um þann skilning sem leggja átti í ákvæði í athugasemdum við það í frumvarpinu.
Álit UA aðgangur brotaþola að gögnum – kvartað undan því að ríkissaksóknari hefði ekki brugðist við beiðni lögmans síns um aðgang að gögnum sakamáls áður en hann felldi niður málið. Reyndi á hvort brotaþoli ætti rétt á að fá afrit af gögnum málsins á grundvelli ssl. Sagði svo í lögskýringargögnum að hann ætti rétt á afritum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Framsetning lagaákvæðis og aldur þess

A

lagaákvæði eru ýmist fastmótuð eða matskennd. Þá hafa þau ýmist að geyma hátternisreglur eða valdbærnireglur. Því fastmótaðra sem lagaákvæði er orðað, því minna vægi hafa lögskýringargögn við túlkun þess, en sé lagaákvæði orðað með matskenndum hætti, t.d. almennt orðuð regla, kunna lögskýringargögn að hafa aukið vægi til nánari afmörkunar á inntaki þess og til greiningar á markmiðum ákvæðisins. Aldur kann einnig að skipta máli, því eldra sem ákvæði er því minna vægi hafa lögskýringargögn þar sem aðstæður breytast frá því sem var er lögin voru sett.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Efni og málefnasvið lagaákvæðis
hrd.

A

greining á efni og málefnasviði lagaákvæðis kann að skipta verulegu máli þegar lagt er mat á það vægi sem rétt er að veita upplýsingum sem fram koma í lögskýringargögnum. Sé um íþyngjandi lagaákvæði að ræða eða það leggur byrðar á borgarana kann að vera minna svigrúm til að líta til lögskýringargagna. Þetta á einkum við á ýmsum sviðum opinbers réttar. Meira svigrúm er til að líta til lskg. ef ákvæði er ívilnandi fyrir borgarann.
Hrd. arnarvarp í Miðhúsaeyjum – reyndi á hvort maður sem rekið hafði niður staura við hreiðurstað arnar yrði sakfelldur fyrir að raska hreiðurstað. Í ákvæði var talað um „lífsvæði” og var ekki talið nægilega skýrt hvaða svæði það væri og var maðurinn því sýknaður. HR sagði ríkar skýrleikakröfur þyrfti að gera til löggjafans í þessum málum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

árekstur lagaákvæðis og lögskýringargagna

A

Texti lagaákvæðis hefur svo forgang andspænis ósamrýmanlegum upplýsingum í lögskýringargögnum. Þetta styðst við þá réttlætingarástæðu að birt lagaákvæði nýtur stöðu réttarheimildar en ekki lögskýringargögn. Dæmi um þetta er Hrd. dráttarvélardómur þar sem deilt var um gildi ábyrgðarskírteinis sem kvað á um minni rétt en lög kváðu á um. Lögskýringargögn bentu til takmarkaðs vægis lagaákvæðisins en það gekk framar lögskýringargögnunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly