Settur réttur í rýmri merkingu Flashcards

1
Q

Gert ráð fyrir að fleiri geti sett almennar reglur

A

Vald til að setja almennar reglur er ekki einvörðungu í höndum Alþingis og forseta Íslands, heldur er gert ráð fyrir að forseti geti sett almenn fyrirmæli með atbeina og ábyrgð ráðherra, Alþingi geti sett slíkar reglur án atbeina forseta, ráðherrar og lægra sett stjórnvöld hafi samskonar heimildir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Sett lög í rýmri merkingu

A

Sett lög í rýmri merkingu eru þær almennu reglur sem framkvæmdarvaldshafar setja á grundvelli 2.gr stjskr og hafa gildi að lögum, bæði inn á við gagnvart stofnunum ríkis og/eða sveitarfélaga, eða út á við gagnvart borgurum. Þau nefnast í einu nafni stjórnsýslufyrirmæli. Greinarmunur eru á þeim og stjórnvaldsákvörðunum sem handhafar framkvæmdarvalds taka þar sem er kveðið á um réttindi borgara og skyldur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

stjórnvaldsákvarðanir
Stjórnvaldsfyrirmæli

A

Stjórnvaldsákvarðanir eru ákvarðanir stjórnvalda sem beint er til ávðeins eða ákveðinna aðila og mælir fyrir um rétt hans eða skyldur sem taka þarf til ákvörðunar, s.s. byggingarleyfi, veitingarleyfi, skipun embættismanna o.fl.

Stjórnsýslufyrirmæli eru fyrirmæli sem beint til allra sem hlut eiga að máli, oftast ótiltekins fjölda manna. Þessi fyrirmæli hafa að geyma réttarreglur. Þeim má skipta í flokka

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Stjórnsýslufyrirmæli forseta Íslands

A

Forsetaúrskurðir
- HRD skipan ákæruvalds á varnarsvæðinu
Tilskipun
Reglugerðir

Stjórnsýslufyrirmæli forseta Íslands eru þrenn skonar: forsetaúrskurðir, tilskipun og reglugerðir. Stjórnsýslufyrirmæli hafa ekki lagagildi, svo lögum verður ekki haggað með þeim, sbr. Hrd. Skipan ákæurvalds á varnarsvæðinu þar forsetaúrskurður get ekki breytt lögbundinni skipan ákæruvalds í landinu, heldur þurfti bráðabirgðalög til

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Stjórnvaldsfyrirmæli Alþingis

A

Þingályktanir eru viljayfirlýsingar Alþingis sem sæta sérstakri meðferð, þ.e. koma ekki frá framkvæmdarvaldinu, sæta einfaldri meðferð (ræddar við tvær umræður) en lagafrumvörp og þurfa ekki undirskrift forseta. Þær standa því skör lægri en sett lög, sbr. Hrd. Bifreiðaeinkasala ríkisins þar sem reyndi á hvort ráðherra hefði verið heimilt að fylgja ekki þingsályktun um skipun þriggja manna nefndar til að úthluta bifreiðum, skv. Lögum hafði ráðherra úthlutanrvaldið og var því ekki skylt að fara að ályktuninni. Þingsályktanir fela það í sér að þingið setur framkvæmdarvaldinu, ráðherra, fyrirmæli sem hann verður að framfylgja að viðlagðri ráðherraábyrð. Þær fela yfirleitt ekki í sér almennar reglur sem beinast að borgurnum og eru birtar í A- deild stjórnartíðinda

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Stjórnsýslufyrirmæli framkvæmdarvaldsins

A

o Reglugerðir
o Tilskipun
o Reglur
o Gjaldskrá
- HRD rafveita hfj
o Augýsing
o Erindisbréf
o Ráðuneytisbréf (stjórnarráðsbréf)

Stjórnsýslufyrirmæli framkvæmdarvaldsins eru reglugerðir (algengast), tilskipanir, reglur, gjaldskrá, auglýsing, erindis- og ráðuneytisbréf. Reglugerðir stafa yfirleitt frá ráðaherra eða lægra settum stjórnvöldum í hans umboði. Reglur eru jafngildar reglugerðu. Tilskipanir eru nú með öllu horfnar. Gjaldskrá eru gjaldskrár stofnana eða fyrirtækja sem hljóta staðfestingu ráðherra, sbr hrd. Rafveita Hafnarfjarðar þar sem vísað var til gjaldskrár í reglugerð og því var heimilt að setja skilmála í gjaldskrá sem ekki voru í reglugerð. Auglýsingar um einstakar ákvarðanir stjórnvalda skipta oft og iðulega miklu máli um framkvæmd laga. Erindisbréf eru svo yfirleitt almenn fyrirmæli um ýmist verktengt innan stjórnsýslunar, oft varðandi einstaka starfsmenn eða hóp þeirra. Staða þeirra sem réttarheimildar er oftast áþekk og reglugerða og þó standa þau skör lægra þar sem þau eru reglugerðum oft til fyllingar. Ráðuneytisnbréf eru stundum birt í B-deild stjórnartíðinda þegar þau teljast hafa almennt gildi. Þau eru þá til amennrar leiðbeiningar um lagaframkvæmd og um leið lögskýringargögn, en hafa ekki að geyma almennar réttareglur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Eftirlit með framkvæmdarvaldinu

A

Löggafinn felur með þessum hætti handhafa framkvæmdarvalds, oftast ráðherra, að útfæra nánar í stjórnsýslufyrirmælum þann vilja sem lýsir sér í settum lögum í þrengri merkingu. Því þarf alþingi að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu og hefur á sínum snærum tvær stofnanir til þess, Ríksendurskoðun og umboðsbann Alþingis. Dómstólar hafa svo eftirlit með því að framkvæmdarvaldið gangi ekki lengra en löggjafinn heimilar því

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly