eðli máls sem lögskýringarsjónarmið Flashcards

1
Q

Eðli máls sem lögskýringarsjónarmið

A

Þegar fjallað er um eðli máls á sviði lögskýringarfræði verður að gera grein fyrir tveimur ólíkum tegundum hugtaksins eðli máls.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

1.

A

Annars vegar getur eðli máls vísað til eðli hlutanna, t.d. þegar deilt er um hvað felst í orðinu sími, sem fram kemur í lagaákvæði, sbr hrd. Sími Þar sem HR vísaði til þess að eðli málsins samkvæmt fæli í sér heimild til að hlera síma einstaklnings í sér að einnig fáist upplýsingar úr samtölum þeirra sem einstaklingurinn á í símasamskiptum við.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

2.

A

Hins vegar tekur eðli máls til þess að valinn er valkostur við lögskýringu, sem telst, þegar á heildina er litið, leiða til sanngjarnar og haganlegrar efnisreglu. Þessi sjónarmið má nefna almenn matskennd lagasjónarmið, sem dæmi má nefna 36.gr. um samningslaga um að samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andsætt góðri viðskiptavenju að bera han fyrir sig. S.S. Þegar lagaákvæði er orðað með matksenndum og opnum hætti eða í formi svigrúms – eða vísireglna, kallast þar almennt matskennd lagasjónarmið, sbr 36.gr. samningslaga. Aðrar tegundir almennra matskenndra lagasjónarmiða eru almenn lagasjónarmið í þessari merkingu er þær grundvallarröksemdir eða þau réttarpólitísku stefnumið, sem búa að baki viðurkenningu á gildi annarra réttarheimilda, og varpa ljósi á eðli þeirra og innbyrgðis samhengi. Hér má sem dæmi nefna réttaríkissjónarmiðið og jafnræðissjónarmiðið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly