fordæmi í íslenskum rétti, fyglt og hafnað og rök skúla f.fyglisemi Flashcards

1
Q

Vísað til fordæma Hæstaréttar og hvernig þeim er fylgt í framkvæmd

A

Hæstiréttur tók til starfa árið 1920 en þá einkenndust framsetningar dóma af stuttum röksemdafærslum og forðast var að segja e-ð umfram það sem nauðsynlegt var til úrlausnar máls. Almennar eða fræðilegar hugleiðingar dómara tíðkast því ekki í íslenskri dómaframkvæmd. Einnig eru beinar tilvísanir til fordæma frekar sjaldgæfar, sbr. engilsaxneskum rétti þar sem undantekning er ef ekki er vísað til fordæma. Skipta má Hæstaréttardómum, þar sem fordæmum hefur verið fylgt, í fimm flokka:
1. Dómur hefur ekki að geyma tilvísun til fordæmis, en er efnislega í samræmi við fyrr dómsúrlauns
2. Dómur hefur ekki að geyma tilvísun til fordæmis, en forsendur eru eins orðaðar og í fyrri dómsúrlauns
3. Dómur vísar til ótilgreindra dóma eða dómvenju
4. Dómur vísar til tiltekins dóms til stuðnings niðurstöðu en jafnframt eru færð fram önnur sjálfstæð rök dómst til stuðning niðurstöðu, en jafnframt eru fræð fram önnur sjálfstæð rök fyrir niðurstöðu
5. Dómur vísar til tiltekins dóms til stuðnings niðurstöðu án þess að vísa til nokkurra annarra raka

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q
  1. Ekki vísað til fordæmis en er efnislega í samræmi við fyrri dómsúrlausn.
A

Sennilega er þetta algengasta notkun á fordæmum í íslenskri dómaframkvæmd. Hér er ekki um beinar tilvísanir að ræða og er því oft og tíðum erfitt að segja til um hvort verið er að fylgja fordæmi eða hvort niðurstaðan hefði orðið sú sama án tillits til fordæmisins. Því er ekki að finna neinar sérstakar upplýsingar um skuldbindingargildi fordæma í þessum dómum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q
  1. Ekki vísað til fordæmis en forsendur eru eins orðaðar og í fyrri dómsúrlausn
A

Stundum koma fram lykilsetningar í dómum sem teknar eru upp í síðari dómsúrlausn, sbr. Hrd. Stjörnugrís þar sem orðrétt var tekið upp úr Hrd. Samherji: „Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg. Í Stjörnugrís-málinu hefur verið litil til dóms í Samherja-málinu sem bindandi fordæmi, það kemur þó ekki beint fram í dómnum. Því er aðeins tekið undir þann rökstuðning sem fram kom í fyrra máli án þess að hann sé talinn bindandi og gefa dómar sem þessir því tæplega miklar vísbendingar um hvaða gildi fordæmi er talið hafa í dómaframkvæmd HR.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q
  1. Vísað til ótilgreinda dóma eða dómvenju
A

Oft er vísað til „dómvenju” eða jafnvel „fordæma” í dómum HR, á ákveðnum sviðum, án þess þó að nánar sé tilgreint hvaða dóma eða venja verið er að vísa til. Í Hrd. vanhæfi héraðsdómara var því haldið fram að vanhæfi eins héraðsdómara leiddi til vanhæfis allra dómara við dómstólinn. Í forsendum HR sagði m.a. „[leiðir það] af langri dómvenju, að vanhæfi eins héraðsdómara til að fara með mál hefir ekki sjálfkrafa áhrif á hæfi annarra dómara […] þó þeir starfi við sama dómstól”. Hér er vísað til fyrri dóma sem sjálfstæðra réttarheimilda, þrátt fyrri að vera ekki tilgreindir nákvæmlega.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q
  1. Vísað til tiltekins dóms til stuðnings niðurstöðu sem jafnframt önnur rök styðja
A

Oft er vísað til dóms „meðal annars” og öðrum sjálfstæðum rökum einnig bætt við. Dæmi um þetta er Hrd. dómur ranglega nefndur úrskurður þar sem deilt var um hvort unnt væri að áfrýja úrskurði sem héraðsdómari hafði ranglega nefnt dóm. Í forsendum var vísað til laga og ályktana sem draga mætti af þeim, en einnig Hæstaréttardóms sem fordæmi. Hér er vísað til tiltekins dóms sem sjálfstæðs rökstuðnings fyrir lagalegri niðurstöðu en ekki sem fyrirmyndar. Þegar vísað er „meðal annars” til tiltekins dóms getur það verið vegna þess að um fleiri fordæmi sama efnis er að ræða og ekki skiptir meginmáli til hvaða fordæmis er vísað. Oft kemur þetta til af því að niðurstaða grundvallast á skýringu settra laga og tilvitnað fordæmi snýst um skýringu á þeim.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q
  1. Vísað til tiltekins dóms til stuðnings niðurstöðu án þess að vísað sé til annarra raka
A

Á síðustu áratugum hefur dómum Hæstaréttar fjölgað þar sem vísað er til fordæmis sem meginrökstuðnings fyrir niðurstöðu. Í Hrd. áhættutaka farþega ölvaðs ökumanns ‘99, þar sem vísað var til áhættutökudóms frá ’96 þar sem „ var skorið úr ágreiningi varðandi áhættutöku […] verður ekki komist hjá að staðfesta þá niðurstöðu [niðurstaða héraðsdóms, skv. fordæmi]”. Hér er fordæmi gefið mikið vægi þar sem talið er óþarfi að endurtaka rökstuðning fyrir niðurstöðu hins fordæmisgefandi dóms, m.ö.o. dómur Hæstaréttar er talinn bindandi sem fordæmi, án tillits til þess hvort rökin fyrir hinni fordæmisgefandi niðurstöðu voru góð eða slæm.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Fordæmum hafnað í dómaframkvæmd

A

Dómstólar kunna að hafna fordæmum, með tvenns konar hætti: 1) hafnað að fordæmi eigi við. Í slíkri niðurstöðu felst bein viðurkenning á því að fordæmið sé binandi þótt túlkun þessi leiði til þess að því sé ekki beitt í einstökum tilviki. 2) fordæmi hafnað beint eða óbeint, jafnvel þótt ljóst sé að það eigi við.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Fordæmum hafnað án rökstuðnings

A

Dæmi eru um að HR hafi horfið frá fordæmum án þess að færður hafi verið fram sérstakur rökstönungur eða vísað hafi verið til fyrri fordæma, sbr. Hrd. skipti fólks í óvígðri sambúð. Þar var deilt um andvirði íbúðarhúss sem reist hafði verið meðan á sambúð M og K stóð, en húsið hafði verið þinglýst eign M. Skv. fyrri dómum HR hafði maka í óvígðri sambúð einungis verið dæmd laun fyrir vinnu við sameiginlegt heimilishald (ráðskonukaup). Í forsendum HR sagði hins vegar að líklegt væri að K hafi innt nokkurt fé af hendi vegna byggingarstarfseminnar og þótti rétt að dæma henni fjárgreiðslu vegna hlutdeildar hennar í eigninni. Ekki var vikið að fyrri fordæmum í dóminum. Hér virðist gildi fordæma vera lítið eða ekki neitt og benda dómar sem þessir til þess að fordæmi sé ekki talið til réttarheimilda íslensks réttar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Vikið frá fordæmum berum orðum

A

Dæmi eru um að HR víki frá fyrri fordæmum vísvitandi, þ.e. vísi til fordæma sinna en komist þó að þeirri niðurstöðu að rétt sé að víkja frá þeim. Skýrasta dæmið um þetta er Hrd. 1990 aðskilnaðardómur þar sem málið snérist um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds í héraði þar dómsvaldið var í höndum sýslumanna og bæjarfógeta sem jafnfram hefði með höndum lögreglustjórn. Í málinu lágu fyrir dómar Hæstarréttar þar sem þetta var talið standast en hér komst HR þó að þeirri niðurstöðu að viðkomandi dómara hefði borið að víkja sæti vegna vanhæfis, byggt á þeirri reglu að dómari gæti ekki talist hæfur til að fara með mál ef hann (eða yfirmaður) hefðu farið með formlega stjórn lögreglurannsóknar. Dómurinn reyndi í forsendum sínum að sýna fram á ný atvik sem réttlæti að horfið sé frá fordæmum réttarins.

Annað skýrt dæmi er Hrd. eigin sök farþega ölvaðs ökumanns/slys í Vestfjarðargöngunum en þar var vikið frá rótgróinni dómvenju um að farþegi sem tæki sér far með ölvuðum ökumanni, vitandi af ölvun hans, fyrirgerði rétti sínum til skaðabóta. „Í ljósi þróunar skaðabótaréttar hér á langi og annars staðar má fallast á að efni séu til að [reglan um áhættutöku farþega ölvaðs ökumanns] sæti nú endurskoðun.” Dómurinn gerir tilraun til að réttlæta frávikið og gefur það til kynna að réttinum þyki fráleitt að fordæmin séu þýðingalaus eða heimilt sé að horfa algerlega framhjá þeim.

Dómtúlksdómur þar sem erlendur maður var ákærður og sakfelldur fyrir brot á lögum. Maðurinn var ekki íslenskumælandi og þurfti aðstoð túlks en leggja átti kostnað við það ofan á málskostnað. Var hins vegar talið rétt að kostnaður við túlk greiddist úr ríkissjóði, en hér voru lög túlkuð út frá reglum þjóðarréttar.

Að öllu þessu sögðu má draga þá ályktun að hæstaréttardómar gefi ekki tilefni til að ætla að gildi fordæmis sem réttarheimild sé ekki neitt. Í dómum sem þessum er fordæmi talið hafa vægi til rösktuðnings, jafnvel þótt niðurstaðan verði sú að fordæmi sé ekki fylgt vegna þess að önnur atriði vegi þyngra á metunum. Hæstiréttur virðist því ekki telja sig algerlega óbundinn af fordæmum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q
A

Dómar þar sem reynir á frávik frá fordæmum berum orðum
1. Dómtúlksdómur
2. Eigin sök farþega/slys í Vestfjarðargöngum
3. Aðskilnaðardómur
Dómur þar sem hafnað án rökstuðnings
Hrd. Skipti fólks í óvígri sambúð
Ekki vikið frá fordæmi:
1. Áhættutaka ölvaðs ökumans ‘99

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Rök fyrir fylgisemi við fordæmi – Skúli Magg

A

Rök Skúla fyrir fylgisemi við fordæmi eru sex:
1. Gildi laganna er einkum fóglið í því að veita skýrar og fyrirsjáanlegar reglur
2. Að víkja frá fordæmi má lílja við afturvirka lagasetningu
3. Jafnræðisrök
4. Ef fordæmum er ekki fylgt skapast óvissa
5. Það felst í sjálfu lagahugatkinu, skv. Sigurði Líndal, að lög séu tt. stöðug og það bindi hendur dómstóla að vissu marki
6. Almenn rök laganna og hinnar lagalegu aðferðar

Gildi laganna er einkum fólgið í því að veita skýrar og fyrirsjáanlegar reglur. Lögin koma þannig í veg fyrir óvissu og öryggisleysi í samskiptum manna og samskiptum þeirra við ríkisvaldið. Með þessi rök í huga er fylgisemi við fordæmi æskileg, ef ekki nauðsynleg, að ákveðnu marki.
Ef vikið er frá fordæmi, sem menn treystu að yrði fylgt, má jafna því við afturvirka lagasetningu – reglur sem menn gátu ekki séð fyrir þegar þeir höfðu háttsemi í frammi. Slík afturvirkni er misalvarleg, en ef um refsingar eða íþyngjandi viðurlög er að ræða er ljóst að vegið er að grunnreglum réttarríkisins.
Það styðst við jafnræðisrök að fylgja fordæmum, þ.e. að sambærileg mál fái sambærilega úrlausn. Þótt formlegt jafnræði sé tryggt með fordæmisréttinum verður efnislegt jafnræði þó ekki tryggt með honum, en þrátt fyrir að jafnræði verði ekki að fullu tryggt með fordæmisréttinum eru frávik frá fordæmum til þess fallin að grafa undan jafnræði.
Sé fordæmum ekki fylgt er það til þess fallið að auka á óvissu um niðurstöðu dómstóla og efni gildandi réttar. Þannig er fylgisemi við fordæmi til þess fallin að þjóna gildi laganna í íslensku samfélagi.
Skv. Sigurði Líndal felst það í sjálfu lagahugtakinu að lög séu tt. stöðug og það bindi hendur dómstólanna að vissu marki. Verða þessi orð ekki túlkuð á annan veg en að fordæmi hafi réttarheimildarlegt gildi, a.m.k. að vissu marki, m.ö.o. sýnast almenn rök laganna og hinnar lagalegu aðferðar mæla með fylgisemi við fordæmi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Rök gegn fylgisemi - skúli magg

A

Rök Skúla gegn fylgisemi eru þrenn:
1. Margir telja að dómstólar eigi að hafa talsvert svigrúm til að hnekkja „röngum” eða „óeðlilegum” fordæmum:
a. Aðskilnaðardómur
b. Slys í Vestfjarðargöngunum
c. Réttlát og sanngjörn niðurstaða
2. Sá sem hafnar því alfarið að taka tillit til fordæmis í íslenskri réttarframkvæmd hafnar því að byggja beri dómsúrlausn á almennt viðurkenndum réttarheimildum sem farið er með skv. almennt viðurkenndum aðferðum.
a. Hafnar hinni lagalegu aðferð
3. Fáir hafna fordæmum alfarið

Með því að hafna alfarið að taka tillit til fordæmis í íslenskri réttarframkvæmd hafnar hinni lagalegu aðferð þar sem um leið er því hafnað að byggja beri dómsúrlausn á almennt viðurkenndum réttarheimildum sem farið er með skv. almennt viðurkenndum aðferðum. Sennilega eru fáir á þeirrar skoðunar að þeir hafni því fotakslaust að fordæmi skipti máli við lagalega niðurstöðu. Margir eru hins vegar þeirrar skoðunar að dómstólar eigi að hafa svigrúm til að hnekkja „röngum” eða „óeðlilegum” fordæmum, sbr. aðskilnaðardómnum og Hrd. slys í Vestfjarðargöngunum. Í þessum dómum kann einmitt að vera að finna lykilinn að hinni lagalegu aðferð frekar en að þeir séu til marks um ranga dóma. Þar með sé áhersla lögð á að réttlát og sanngjörn niðurstaða náist í hverju og einu dómsmáli. Til þess þarf þó að fórna nokkrum fyrirsjáanleika og réttarvissu, svo rétturinn þokist til betri vegar, t.d. með því að hnekkja ranglátri niðurstöðu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly