Stjórnsýsluréttur Flashcards

1
Q

Hvað er stjórnsýsluréttur

A

Stjórnsýsluréttur er það svið innan lögfræðinnar sem fæst við réttarreglurnar sem gilda um framkvæmdarvaldið.

Um er að ræða verkefni, valdheimildir og málsmeðferð stjórnvalda sem þau sinna samkvæmt stjórnarskrá og lögum á hverjum tíma

Fræðigreinin stjórnsýsluréttur telst til opinbers réttar (allsherjarréttar)

Stjórnsýsluréttur skiptist í almennan og sérstakan hluta

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Almenni hlutinn

A

fjallar um þær reglur sem eiga við á öllum eða flestum sviðum stjórnsýslunnar óháð því málefnasviði sem á reynir hverju sinni. Leitast er við að lýsa þeim reglum sem gilda um skipulag stjórnsýslunnar, verkefni og valdheimildir stjórnvalda, málsmeðferð og efni stjórnvaldsathafna, eftirlit með stjórnvöldum bæði innan og utan stjórnkerfsins og upplýsingarétt borgaranna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Sérstaki hlutinn

A

er fjallað um þær reglur sem gilda á einstökum sviðum stjórnsýslunnar, svo sem innan almannatryggingakerfisins, skattakerfisins, á sveitarstjórnarstiginu eða innan lögreglunnar. Stundum eru þau flokkup sem sérstök réttarsvið, svo sem almannatrygginga-, skatta-, sveitarstjórnar- og lögregluréttur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hugtökin stjórnsýsla og framkvæmdarvald

A

Stjórnvöld fara jafnan með stjórnsýsluvald, þ.e. vald til gefa einhliða, bindandi fyrirmæli um málefni borgaranna

Hugtakið
Framkvæmdarvald er skilgreint neikvætt, sem sá hluti ríkisvaldsins sem fellur utan við dómsvald og löggjafarvald

hugtakið stjórnsýsla er að jafnan skilgreint með formlegum hætti, sem samnefni yfir allar þær stofnanir sem fara með framkvæmdarvald í merkingu 2.gr.stjórarskráinnar. við notum líka hérna gjarnan hugtakið stjórvöld. þannig t.d er hægt að segja “stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið”

Hugtakið stjórnsýsla hefur líka efnismerkingu, og merki þá verkefnin sem stjórnvöldin annast

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Stjórnvaldsákvarðanir

A

eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka og beinast að ákveðnum einstaklingum eða fyrirtækum og binda á aðila sérstaklega
o T.d skylda börn í skóla

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Stjórnvaldsfyrirmæli:

A

eru t.d. reglugerðir (reglugerðir eru lang algengustu almennu stjórnvaldsfyrirmælin). Almenn stjórnvaldsyfirmæli eru reglur sem binda marga/alla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

-

A

Stjórnvöld þurfa lagaheimildir til að beita valdi, hvort sem er með stjórnvaldsyfirmælum eða stjórnvaldsákvörðunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Stjórnvaldsákvarðanir eru flokkaðar í ?

A

Fastmótaðar lagaheimildir kveða á með nákvæmum eða skýrum hætti um efni ákvörðunar eða þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo hún verði tekin. Stjórnvald hefur ekki val.
- T.d að gefa út ökuskírtini

Matskenndar lagaheimildirnar eftirláta stjórnvöldum að leggja mat á málsatvik í ljósi þeirra viðmiða eða sjónarmiða sem fram koma í heimildinni eða leiða af henni um efni ákvörðunar eða skilyrði fyrir töku hennar. Stjórnvald hefur mat á að velja ákvörðun
- T.d stjórvald að ráða í starf

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Einkenni íslenskrar stjórnsýslu

A

Ráðherrastjórnsýsla

Lögbundin stjórnsýsla

Endurskoðun dómstóla ef á reynir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Ráðherrastjórnsýsla

A

Stjórnsýslan skal almennt byggð upp með þeim hætti að yfirstjórn hennar sé í höndum ráðherra sem ber ábyrgð á stjórnarframkvæmd gagnvart Alþingi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Lögbundin stjórnsýsla

A

Það er undirstöðuregla íslenskrar stjórnskipunar að stjórnsýslan sé lögbundin en þessi regla er nefnd lögmætisreglan

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Endurskoðun dómstóla ef á reynir

A

Að uppfylltum ákveðnum réttarfarsskilyrðum skera dómstólar úr ágreiningi um hvort stjórnvöld hafi byggt ákvarðanir sínar á lögum og málefnalegum sjónarmiðum eða hvort þær hafi farið í bága við lög. Þessi réttur til að láta reyna á lögmæti stjórnvaldsathafna fyrir dómstólum er varinn í stjórnarskrá

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Lögmætisreglan

A

Felst að fyrirmæli stjórnvalda, þ.á.m. ákvarðanir, reglugerðir og ýmsar aðrar athafnir þeirra, verða að vera í samræmi við lög og eiga sér viðhlítandi stoð eða heimild í lögum

Í lögmætisreglunni felast tvenns konar undirreglur
Formregla
Heimildarregla (lagaáskilnaðarregla)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Formregla

A

Mega fyrirmæli og athafnir stjórnvalda ekki ganga í berhögg við lög. Ákvarðanir stjórnvalda mega því ekki vera að efni til andstæðar þeim almennu réttarreglum sem gilda um þau málefni er ákvörðun varðar. Brjóti ákvörðun í bága við lög er hún ólögmæt að efni til. Dæmi um HRD þar sem stjórnvaldsákvörðun var ekki talin fullnægja formreglu lögmætisreglunnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Heimildarregla

A

Samkvæmt heimildarreglunni (lagaáskilnaðarreglunni) þá er áskilið (=skilyrði) að stjórnvöld hafi heimild í lögum til að gefa fyrirmæli (beita valdi).

hafa áhrif heimildarreglunnar verið orðuð svo að borgararnir megi gera hvað eina sem ekki er bannað í lögum en stjórnvöld geti aðeins íþyngt borgurunum með ákvörðunum sínum ef þau hafa til þess sérstaka heimild í lögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

HRD kennarastaða

A

V sótti um stöðu kennara við grunnskóla og hlaut ekki starfið vegna V hafði átt í forsjárdeilu vegna barna sinna auk þess að eiga í deilu við hreppsnefnd um innheimtu gjalda. HRD: forsjárdeilur og deilur við hreppsnefnd geta samkvæmt efni sínu ekki komið til skoðunar við veitingu kennarastöðu. Akvörðunin var því ólögmæt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

UA bókasafnsekt

A

A hefði fengið sektir fyrir að skila seint bókum sem A fengið á láni. A taldi skort á lagaheimildum um sektir
* Landsbókasafnið hefði ákveðið að gefa sektir en voru ekki búin að fá leyfi. Því gátu þeir ekki sektað hana því framkvæmdin braut í bága við lög.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

UA flutningur Fiskistofu

A

Reyndi á ráðagerð ráðherra að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnafirði til Akureyrar. Umboðsmaður taldi slík ákvörðun þyrfti að eiga sér stoð í lögum frá Alþingi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

UA löggilding rafverktaka

A

deilt var um hvort ákvæði reglugerðar, sem gerði ráð fyrir að löggilding rafverktaka væri tímabundin til fimm ára, hefði næga lagastoð en skilyrðið var kveðið í ákvæði. Umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði reglugerðarinnar ætti sér ekki næga stoð í lögum

þetta er dæmi um reglugerð var ekki talin fullnægja heimildarreglu lögmætisreglunnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Uppbygging Stjórnsýslukerfisins

A

Helstu einkenni stjórnsýslukerfisins eru ráðherrastjórnsýsla og faglegt embættiskerfi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

ráðherrar

A

Ráðherra hver á sínu sviði fer í reynd með æðstu yfirstjórn stjórnsýslunnar

Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum, þeir geta þurft að bera þessa ábyrgð lagalega. Þeir bera einnig pólitíska ábyrgð gagnvart alþingi. Alþingi getur lýst yfir vantrausti yfir ráðaherra og þarf hann þá að segja upp störfum

  • Stjórnsýslulegt, stjórnunarlegt og rekstrarlegt forræði ráðherra: Felur í sér að hann er æðsti embættismaður stjórnsýslukerfis ráðuneytisins og hefur boðvald yfir öðrum starfsmönnum. Allar ákvarðanir ráðuneytisins eru almennt teknar í nafni ráðherra og starfsmenn þess hafa ekki sjálfstæðar stjórnunarheimildir. Enginn greinar munur er gerður á stjórnsýslulegri stöðu ráðherra og ráðuneytis
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

UA Geysir Green Energy

A

-

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

HRD 2001 Stjörnugrísmál II

A

Umhverfisráðuneytið gaf heilbrigðisnefnd álit um Stjörnugrísmálið sem ritað var af starfsmönnum ráðuneytisins og ráðherra kom ekki nálægt en það var samt sem áður í umboði hans og því hafði hann látið í ljós álit sitt áður en málið var kært til hans sem æðra stjórnvald. Allar ákvarðanir ráðuneytis eru almennt teknar í nafni ráðherrans.

Dómurinn endurspeglast framgreint sjónarmið um að allar ákvarðanir ráðuneytisins eru almennt teknar í nafni ráðsherrans enda hafi starfsmenn hans engar sjálfstæðar stjórnunaheimildir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Álit UA einelti

A

komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að ávallt hvíldi skylda á ráðherrum til að bregðast við í tilefni af því að starfsmaður undirstofnunar kvartar yfir lögbroti forstöðumanns stofnunarinnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Reglan um sjálfræði ráðherra:

A

Ráðherra en ekki ríkisstjórn er handhafi opinbers valds og tekur ákvarðanir og ber ábyrgð gagnvart Alþingi

26
Q

Stigveldi

A

Stjórnsýslan skiptist í skýrt afmörkuð stig sem hvert um sig lýtur boðvaldi næsta stigs fyrir ofan og ber ábyrgð gagnvart því. Boðvald ráðherra gagnvart stofnunum ætti að takmarkast sem allra mest við forstöðumann. Stigveldi leysir ráðherra undan afskiptum af smærri málum og veitir honum tækifæri til að einbeita sér að stefnumótun og stærri ákvörðunum.

27
Q

Lægra sett stjórnvald

A

Sérstakt stjórnvald sem heyrir undir yfirstjórn ákveðins ráðherra og er ekki hluti af ráðuneytinu. Hann ber heimild og skyldu til eftirlits með rækslu starfa lægra settra stjórnvalda.

Meginregla: hægt er að kæra ákvörðun lægra setts stjórnvalds til ráðherra nema á annan veg sé mælt í lögum

28
Q

Meðferð mála fyrir stjórnvöldum

A

Þegar stjórnvöld setja reglur (almenn stjórnvaldsfyrirmæli), s.s. reglugerðir þá taka þær gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Frá þeim tíma eru þær almennt bindandi.
⎻ Almenn stjórnvaldsfyrirmæli mega ekki brjóta í bága við lög og stjórnvöld þurfa líka að jafnaði skýrar heimildir í settum lögum frá Alþingi til að setja slík fyrirmæli sem binda hendur borgaranna.

Þegar stjórnvöld taka einstakar ákvarðanir sem binda tiltekna (ákveðna) einstaklinga eða fyrirtæki, t.d. þegar barn er tekið af heimili eða þegar gefið er út byggingarleyfi, þá taka þær gildi við birtingu fyrir viðkomandi aðila.

Lögmætisreglan gildir líka við töku stjórnvaldsákvarðana.

29
Q

Lögfestar grundvallarreglur hafa verið festar í stjórnsýslulögum

A

o Andmælareglan
o Rannsóknarreglan
o Meðalhófsreglan
o Jafnræðisreglan

30
Q

Réttmætisreglan

A

Stjórnvaldsathafnir skulu byggjast á málefnalegum sjónarmiðum.

er ekki skráð í lög

31
Q

Verðleikareglan

A

velja skuli hæfasta umsækjandann þegar opinbert starf er auglýst

32
Q

Aðili máls

A

: Einstaklingur eða lögaðili sem á beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn máls.

Almennt er sá talin aðili að máli, sem á einstaklegra, beinna og lögvarinn hagsmuna að gæta, þannig eru þeir sem bera fram kærur eða kvartanir yfirleitt taldir aðilar að stjórnsýslumáli, enda eigi þeir slíkra hagsmuna að gæta

(Ómögulegt er hins vegar að gefa ítarlegar leiðbeiningar um það hvænar maður telst aðili máls og hvenær ekki, heldur ræðst það af málatvikum hverju sinni)

33
Q

HRD Samkeppnismál

A

 Hér reyndi á afmörkun hugtaksins aðili máls.
 S kærði E til Samkeppnisstofnunar (SKST) fyrir brot á samkeppnislögum.
 SKST ákvað að gera S að aðila máls.
 E kærði þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála en henni fékkst ekki breytt.
 E höfðar þá mál til að fá úrskurð nefndarinnar felldan úr gildi. Héraðsdómur fellst á kröfur E um að S ætti ekki að vera aðili máls.
 Hæstiréttur var hins vegar ekki sammála héraðsdómi.
 S var skv. honum úrskurðaður aðili máls þar sem
* - S lagði fram kæruna og vanalega þýðir það að hann geti verið aðili máls.
* Háttsemi E hafði mikil skaðleg áhrif á rekstur S og hafði því bein áhrif.

34
Q

Álit UA fósturforeldrar:

A

Hér reyndi á afmörkun hugtaksins aðila máls. A og B, fósturforeldrar D, kvörtuðu yfir úrskurði kærunefndar barnavernarmála þar sem staðfest var ákvörðun barnaverndarnefndar um umgengni D við kynforeldra sína.
Málið snerist aðallega um það hvort A og B yrði veitt aðild að málinu sem varðaði fósturbarn þeirra, D.
Í úrskurði UA kom fram að A og B hefðu þekkt D lengi og vitað hvað væri honum fyrir bestu og að þau hefðu verulegra hagsmuna að gæta í málinu.
Hann gat því ekki fallist á niðurstöðu kærunefndar barnaverndarmála varðandi ákvörðun barnaverndarnefndar.

35
Q

Stjórnsýsla

A

sú starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið

36
Q

Stjórnvaldsákvörðun

A

Ákvörðun sem tekin er í skjóli stjórnsýsluvalds og er beint milliliðalaust út á við að tilteknum aðila eða aðilum og með henni er kveðið á bindandi hátt um rétt eða skyldur þeirra í ákveðnu og fyrirliggjandi máli.

37
Q

Álit UA úrskurður ríkissóknara

A

Á það reyndi hvort úrskurður ríkissaksóknara í tilefni af kæru brotaþola á ákvörðun lögreglustjóra um að fella mál á hendur sakborningi niður hafi talist stjórnvaldsákvörðun. UA komst að því að svo hefði verið.

38
Q

Álit UA vinnuframlagi hafnað

A

A var sagt upp störfum og vísaði framkvæmdastjóri X honum í tímabundið leyfi fyrst. Taldi hann að þessar ákvarðanir hefðu byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum sem tengdust vanskilum hans við sjóðinn X. UA fjallaði um hvort það hefði verið stjórnvaldsákvörðun að senda hann í leyfi og komst að því að svo hefði verið

39
Q

Helstu reglur í stjórnsýslulöginum – réttindi aðila máls

A

Gildissvið lagaanna
Andmælareglan
Rannsóknarreglan
Leiðbeiningarskylda
Meðalhófregla
Jafnræðisregla
Réttur til rökstuðnings
Réttur til að gangs að gögnum máls
Réttur til að kæra

Þetta eru réttindi aðila máls. Aðilar máls eiga rétt á að tjá sig um málið áður en ákvörðun er tekin.

40
Q

Andmælareglan

A

Aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft

Ekki verður tekin ákvörðum um réttarstöðu aðila fyrr en honum hafi verið gefinn kostur á því að kynna sér málsgögn og málsástæður og tjá sig um málið. Tilgangur reglunnar er að stuðla að því að mál verði betur upplýst

41
Q

Álit UA greiðsluþáttaka lyfs:

A

Taldi umboðsmaður að lyfjagreiðslunefnd áður en tók ákvörðun um að afturkalla greiðsluþáttöku vegan sérlyfsins X, hefði borið á eigin frumkvæði að veita A hf. Tækifærir til að koma að athugasemdum vegna upplýsinga sem nefndinni bárust við meðferð málsins.
o Meginreglan er sú að aðili máls á rétt á að tjá sig um efni máls nema undantekningar eigi við- Andmælareglan

42
Q

Álit UA kaup á ábúðarjörð:

A

A kvartar yfir synjun landbúnaðarráðuneytisins á ósk hennar um að neyta kaupréttar á ábúðarjörð sinni samkvæmt jarðalögum en jörðin var í eigu Landgræðslu ríkisins. Hún fékk ekkki að tjá sig um umsögninga áður en ráðuneytið tók beiðni hennar og var það brot á andmælareglunni.

43
Q

Rannsóknareglan

A
  • Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því
  • Í reglunni felist hins vegar ekki að stjórnvald þurfi sjálft að afla allra upplýsinga
  • Þær kröfur sem rannsóknareglan gerir til stjórnvalda er afstæð að efni til. T.d snúist ákvörðun stjórnvalds um mikilvæga fjárhagslega eða félagslega hagsmuni aðila máls (fjölskyldumál,atvinnuréttindi), verði gerðar meiri kröfur til þess að stjórnvald hafi undirbúið og rannsakað málið
44
Q

HRD brottvísun útlendings

A

Reyndi á dómsmálaráðuneytið hefði gætt rannsóknarreglu áður en það staðfesti ákvörðun Útlendingaeftirlitsins sem meðal annars kvað á um að vísa útlendingi úr landi. Við úrlausn málsins var vísað í lagaheimild sem háð var því að hann væri hættulegur hagsmunum almennings. Þetta var byggt á því að hann var talinn geðveikur og hafði áður framið ofbeldisverk í heimalandi sínu. Stuðst var við gömul læknisfræðigögn og ekki var þess gætt að síðan þau voru gefin út hafði heilsufar mannsins batnað. Hann hafði t.d. fengið lausn undan öryggisgæslu í heimalandi sínu.Var því krafa útlendingsins tekin til greina. Rannsóknarreglu 10.gr. 37/1993 hafði ekki verið framfylgt.

45
Q

Leiðbeiningarskylda

A

Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þess. Berist stjórnvaldi skriflegt erindi, sem ekki snertir starfssvið þess, ber því að framsenda erindið á réttan stað svo fljótt sem unnt er

Stjórnvald getur veitt upplýsingar bæði skriflega og munnlega og geta þær verið almennar, t.d á formi auglýsinga og sérstakra bæklinga. Einnig einstaklingsbundnar sé eftir þeim leitað

46
Q

Álit UA Innheimtustofnun sveitarfélaga

A

A kvartaði yfir því að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði ekki svarað þremur bréfum hans vegna meðlagsgreiðslna með dóttur hans. Stofnunin bar ákveðna leiðbeiningaskyldu gagnvart honum.

47
Q

Meðalhófsreglan

A

Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til

48
Q

HRD framkvæmdarstjóri jafnréttisstofu:

A

Reyndi á hvort félgasmálaráðherra hefði gætt grundvallarreglna stjórnsýsluréttar við aðkomu sína að starfslokum V sumarið 2003. V hafði sem formaður Leikfélags Akureyrar staðið að ráðningu leikhússtjóra sem var talin andstæð jafnréttislögum og til að skapa frið um starfsemi Jafnréttisstofu hætti V störfum eftir fund með félagsmálaráðherra sem gætti ekki meðalhófs.

49
Q

Jafnræðisreglan

A

Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum

50
Q

Álit UA ráðning grunnskóla

A

ráðning í starf deildarstjóra í grunnskóla í sveitarfélaginu Y að A var þáttakandi í pólítísku starfi, bæjarstjórn. Umboðsmaður taldi að af jafnræðisreglu stjórnsýslulaga leiddi að almennt væri óheimilt að líta til stjórnmálaskoðana við ráðingu í opinbert starf. Niðurstaða hans var að sveitarfélagið hefði ekki sýnt fram á að það hefði verið málefnaleft eða heimild að lögum að byggja á þessu sjónarmiði við ráðninguna

51
Q

Álit UA reynslulausan erlendra afpláunarfanga

A

A kvartaði yfir úrskurði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins þar sem synjun fangelsismálastofnunar um að veita honum reynslulausn að liðnum helmingi refsitímans var staðfest. Kvörtun A laut meðal annars að því að í máli hans hefði ekki verið gætt jafnræðis og samræmis í lagalegu tilliti með hliðsjón af úrlausnum fangelsismálayfirvalda í öðrum málum. UA komst að því að þetta hafi farið í bága við jafnræðisregluna.

52
Q

Álit UA fjárhagsaðtsoð sveitarfélaga

A

A kvartaði yfir tveimur úrskurðum úrskurðarnefndar félagsþjónustu þar sem annars vegar var staðfest ákvörðun félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar um að synja beiðni hans um leiðréttingu á fjárhagsaðstoð á tilteknu tímabili og hins vegar staðfest ákvörðun félagsmálaráðs um að synja honum um jólauppbót. Það braut í bága við jafnræðisregluna því aðeins grunnupphæð hjá fólki 18-24 ára var skert.

53
Q

Réttur til rökstuðnings

A

Sú meginregla gildir að stjórnvöldum ber aðeins að rökstyðja ákvarðanir ef beiðni um það kemur frá aðila máls eftir að ákvörðun hefur verið birt honum. Aðili máls á ekki rétt á rökstuðningi í þremur tilvikum:
1. Ef umsókn aðila hefur verið tekin til greina að öllu leyti
2. Ef um er að ræða einkunnir sem veittar eru fyrir frammistöðu á prófum
3. Ef um er að ræða styrki á sviði lista, menningar og vísinda.

54
Q

Álit UA ofgreiddar atvinnuleysisbætur:

A

úrskurðarnefd atvinnuleysistrygginga og vinnumakraðsaðgerða hefði hvorki rökstutt nægilega að A bæri að greiða 15% álag á greiðslur. Vinnumálastofnun gat ekki rökstutt hvernig lagaskilyrði fyrir endugreiðslu ættu við í máli A

Reyndi á réttur til rökstuðnings

55
Q

Réttur til aðgangs að gögnum máls og upplýsingalög

A

Aðili máls á rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varða. Fari aðili fram á að fá afrit eða ljósrit af málsskjölum ber stjórnvaldi að verða þeirri beiðni nema skjölin séu þess eðlis eða fjöldi þeirra svo mikill að það sé verulegum vandkvæðum bundið

  1. gr. stjórnsýslulaga er regla um takmörkun á upplýsingarétti málsaðila.
    Heimilt er að neita aðila um gögn ef hagsmunir hans víkja fyrir mun ríkari hagsmunum (almanna- eða einka). Er þetta þröng undantekningregla.

Álit UA greiðsluþátttaka

Ákvæði stjórnsýslulaga um aðgang að gögnum vörslum stjórnvalda veita aðeins aðila máls þennan rétt. Um rétt almennings til að ganga úr vörslum stjórnvalda fer eftir öðrum lögum.

56
Q

Álit UA greiðsluþátttaka

A

-

57
Q

Stjórnsýslukæra – Réttur til að kæra ákvörðun

A

Ef stjórnvald kemst að niðurstöði í máli einstaklings eða lögaðila sem hann er ósáttur við er það meginregla stjórnsýslulaga að hann getur kært þá ákvörðun til æðra stjórnvalds ef því er að dreifa , svo sem til ráðherra. Stjórnsýsluákæra skal að jafnaði borin fram innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, nema sérstaklega sé kveðið á um aðra kærufresti í lögum. Ef kæra berst að liðnum kærufresti ber stjórnvaldi að vísa henni frá nema afsakanlegt verið talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæla með því að kæran sé tekin til meðferðar. Ef meira en ár er liðið er stjórnvaldi óheimilt að sinna kærunni.

58
Q

Kvörtun til umboðsmanns alþingis

A

Kvörtun til umboðsmanns alþingis: Hver sá sem telur sig hafa verið beittan rangsleitni af hálfu aðila sem fellur undir stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga eða aðila sem fer að öðru leyti með opinbert vald getur kvartað af því tilefni til umboðsmanns Alþingis. Kvörtun skal vera skrifleg og berast innan árs frá því að stjórnsýsluathöfn sú er um ræðir var til lykta leidd. Umboðsmaður hefur hins vegar ekkert vald itl þess að knýja á um úrbætur hjá stjórnvöldum eða að þau greiði bætur o.s.frv. heldur aðeins látið í ljós álit sitt hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og beint því til stjórnvalds að það verði lagfært.

59
Q

Hlutverk umboðsmanns

A

Hlutverk umboðsmanns Alþingis er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögunum og að tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.

60
Q
A