Réttarfar Flashcards

1
Q

Réttarfar

A

er sú fræðigrein lögfræðinnar, þar sem fjallað er um dómstóla og meðferð mála fyrir þeim. Dómsmál skiptast í grófum dráttum í einkamál og sakamál

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Dómstólar

A

Dómstólar eru sjálfstæðar ríkisstofnanir sem leysa endanlega úr margvíslegum réttarágreiningi í þjóðfélaginu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Mannréttindasáttmáli Evrópu

A

Segir til um réttláta málsmeðferð. Aðilar dómsmáls skuli að meginstefnu standa jafnt að vígi fyrir dómi og málsmeðferðin skal vera munnleg og milliliðlaus
Þegar íslenskir dómstólar leysa úr álitaefnum á sviði réttarfars taka þeir m.a. mið af því hvernig ákvæði MSE, sem lúta að réttarfari, hafa verið skýrð af MDE

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

HRD aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdarvalds

A

Maður var bæði fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu og lögreglustjóri. Í dómi hæstaréttar kom fram að þetta hefði verið brot á 1. mrg. 6. gr. mannréttindasáttmálans þ.e. að ekki sé um að ræða óvilhallan dómstól í merkingu málsgreinarinnar. Því var áfrýjaði dómurinn felldur úr gildi og málinu vísað til nýrrar dómsmeðferðar og dómsálagningar.

Glæra: „Í máli þessu er ekkert fram komið, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn.“

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Réttur til að bera mál undir dómstóla 1.mgr. 70.gr. stjkr

A

Samkvæmt stjórnarskránni ber öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyrandi hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðilia.
- Menn geta þó samið um að leyst skuli úr ágreiningi þeirra á milli af gerðardómi.

  • „Fallast ber á það með sóknaraðila að löggjöf, sem við þessar aðstæður takmarkar rétt manns til fá úrlausn dómstóla um málefni er varða hagsmuni hans, brjóti gegn 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“

HRD 2000, 4394 (419/2000)
- Faðir barn gat ekki höfðað mál til að fá faðernisviðurkenningu (móðir og bara gátu bara gert það). HRD taldi að þessi skipan væri anstæð SS (réttur til að bera mál undir dómstóla).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Jafnræði aðila fyrir dómi

A

Jafnræði á að ríkja milli aðila dómsmáls meðan það er til meðferðar fyrir dómi. Það þýðir að dómari má á engan þeirra halla undir rekstri málsins. Allir eiga rétt til að vera viðstaddir þinghöld í málinu og sérhver aðili á rétt til að leggja fram af sinni hálfu þau gögn sem hann vill, svo og að kynna sér þau gögn sem aðrir hafa lagt fram. Einnig að tjá sig um málið og meðferð þess.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

HRD 2002 (kvikmynd)

A

Framleiðendur myndarinnar vildu leggja fram sýningu á myndinni fyrir dómstólum en vildu ekki leyfa aðilum málsins að sjá. Dómendur myndu því fá að kynna sér sönnunargögn en ekki málsaðilar

ekki var jafræði aðila fyrir dómi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

HRD 2008

A

Verjandi ákæra var ekki gefinn kostur að kynna sér ákveðið ágreiningsatriði og braut því gegn jafnræðisreglunni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Opinber málsmeðferð

A

Dómþing skal háð í heyranda hljóði, nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggi ríkisins eða hagsmuna málsaðila (t.d. þar sem tekist er á um viðkvæm einkamálefni). Í lýðræðisríki á almenningur að geta fylgst með störfum dómstólanna, á sama hátt og störfum þjóðþingsins og sveitarstjórna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Munnleg málsmeðferð

A

Dómsmál eru nær undantekningalaust flutt munnlega fyrir dómi, auk þess sem málsmeðferðin er að stórum hluta munnleg. Vitni skulu mæta á dómþing og gefa þar munnlega skýrslu.Þó er jafnt stefna og ákæra í sakamáli á skriflegu formi og önnur skjöl í dómsmálum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Milliðalaus málsmeðferð

A

Málsmeðferð er bein eða milliliðalaus ef sami dómari annast meðferð máls frá upphafi og þar til dómur er upp kveðinn. Þegar aðilar máls færa sönnunargögn fyrir dóm er sagt að sönnunarfærsla sé bein og milliliðalaus ef sá dómari, sem leggur dóm á málið, getur kynnt sér sönnunargögnin af eigin raun.
- Betra til að meta háttsemi vitna, hvort framburður sé trúverðugur, dómari þarf að geta spurt vitnið sjálfur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Fljótvirk/hröð málsmeðferð

A

Menn eiga rétt á því að fá úrlausn fyrir dómstóli innan hæfilegs tíma. Það þýðir að hraða á meðferð dómsmála, eftir því sem kostur er. Markmið reglunnar að koma í veg fyrir að mál dragist á langinn. Dómari getur þess vegna gripið fram fyrir hendur málsaðilanna um rekstur málsins.
* Dómari getur synjað um frestun, hagsmunir fyrir þjóðfélagið og aðilina að leyst sé úr dómsmálum

HRD 1998
o Málareskur hafði staðið yfir í mörg ár, ekki var gefinn frestur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Sjálfstæður og óvilhallur dómstóll

A

Gengið er út frá því að dómstólarnir séu óháðir og óhlutdrægir. Þeir sem gegna dómstörfum verða að njóta sjálfstæðis í störfum sínum og mega ekki vera neinum háðir, hvorki handhöfum löggjafar- eða framkvæmdarvalds né öðrum, svo sem einstaklingum eða einkafyrirtækjum. Dómarar skulu eingöngu fara eftir lögum. Þeir mega hvorki hafa sjálir sérstakra hagsmuna að gæta í málinu né vera náskyldur eða hafa önnur náin tengsl við aðila málsins eða aðra þá sem málið varðar sérstaklega. Standi svo á er sagt að dómarinn sé vanhæfur til að fara með málið og verður hann að víkja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Frjálst sönnunarmat

A

Það er hlutverk aðila dómsmála að færa sönnunargögn fyrir dóm, t.d. leggja fram skjöl og leiða vitni til skýrslutökum en verkefni dómara er að leggja mat á sönnunargildir þessara gagna við úrlausn málsins. Dómari er ekki bundinn sérstökum settum reglum þegar hann leggur mat á gildi sönnunargagna, heldur á hann einvörðungu að styðjast við lögfræðiþekkingu sína og heimbrigða skynsemi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hlutverk dómstóla og skipun dómara

A

Dómstólar eru ríkisstofnanir sem hafa einkum það hlutverk að leysa endanlega úr réttarágreiningi milli manna. Dómstólar skulu vera sjálfstæðir og óháðir öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Til þess að tryggja það eru dómarar skipaðir ótímabundið í embætti sem þýðir að ekki er mögulegt að víkja þeim úr starfi nema þeir hafi brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum. Samkvæmt stjórnarskránni verður það þó aðeins gert með dómi, þannig dómstólarnir skera sjálfir endanlega úr því hvort það skuli gert

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Almennir dómstólar

A

Leysa úr öllum dómsmálum, jafnt einkamálm og sakamálum, nema þau eigi undir sérrdómstóla eða gerðardóma. Þeir eru hérðaðsdómur og Hæstiréttur. Máli sem dæmt hefur verið í héraði verður almennt áfrýjað til Landsréttar og síðan í undantekningartilvikum til Hæstarréttar sem kveður þá upp endanlegan dóm í málinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Héraðsdómstólar

A

Eru átta talsins

Vald héraðsdómstólanna er bundið við landfræðilega afmörkuð dómumdæmi þótt þeir geti í undantekningartilvikum dæmt mál, sem heyra til annarra umdæma, t.d. ef aðilar einkamáls semja um það sín á milli að reka málið fyrir tilteknum dómstóli, óháð því hvar þeir sjálfir búa eða hvert málið á rætur að rekja

Hvert umdæmi er ein þinghá
o Nema umdæmi Héraðsdóms Suðurlands sem er skipt í tvær þinghár
o Þinghár eru því 9 á landinu

Héraðsdómarar eru alls 42

Hverjum héraðsdómstóli stýrir dómstjóri sem kemur úr hópi dómara við dómstólinn.

Meginreglan er að einn dómari skipi dóm í héraði. Í undantekningartilvikum geta þrír dómarar setið í dómi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Landsréttur

A

Er afrýjunadómstóll og nær til landsins alls. Frá 1.janúar 2018

16 dómarar

Dómarar landsréttar kjósa sér forseta fimm ára í senn og fer hann með yfirstjórn réttarins

Yfirleitt taka 3 dómarar þátt í meðferð hvers máls fyrir landsrétti og ákveður forseti hverjir það eru
o Undantekning þá eru 5 dómarar

Aðilar máls og vitni geta komið fyrir Landsrétti og gefið þar skýrslu munnlega sem þýðir að málsmeðferðin þar er að því leyti milliliðalaus á sama hátt og fyrir héraðsdómi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hæstiréttur

A

Er æðsti dómstóll ríkisins

7 dómarar

Hæstarréttardómarar kjósa sér forseta úr sínum hópi til fimm ára í senn og fer hann með yfirstjórn réttarins

Eftir ákvörðun forseta Hæstaréttar taka fimm hæstaréttardómarar þátt hverju sinni í meðferð máls fyrir dómi
o Í sérlega mikilvægum málum getur forseti þó ákveðið að sjö dómarar skipi dóm

Að jafnaði 3 dómarar sem taka ákvörðun um áfrýjunarleyfi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Sérdómstólar

A

Félagsdómur
Landsdómur
Endurtökudómstóll

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Félagsdómur

A

o Starfar um stéttarfélög og vinnudeilur. Dæmir hann í málum sem varða vinnulöggjöf, þ.á.m. þeim sem rísa vegna ætlaðra brota á lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur
o T.d kjarasamningar
o Félagsdóms um efni máls eru almennt endanlegir, en sumum öðrum úrlausnum hans má skjóta til Hæstaréttar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Landsdómur

A

Dæmir í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum útaf embættisrekstri þeirra

Dómar og aðrar úrlausnir endanlegar

15 dómarar, (5 hæstaréttardómarar, 8 dómarar kosnir af Alþingi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Endurupptökudómstóll

A

Fjallar á endurupptöku á dæmdum málum fyrir hinum dómstólunum

T.d héraðsdómur og liðinn er frestur til að áfrýja honum og kominn er niðustaða. Þú getur ekki farið afstað með málið aftur en getur fengið endurupptöku í gegnum endurupptökudómstól.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Gerðardómur

A

Þeir sem eiga skipti sín á milli geta samið svo um að leyst skuli úr ágreiningi þeirra á milli af gerðardómi. Í því tilviki er um að ræða samningsbundinn gerðardóm, þar sem ágreininggsefnið er skilið undan lögsögu almennra dómstóla með samningi aðila. Aðilar eru að jafnaði bundnir af niðurstöðu samningsbundins gerðardóms og þurfa jafnan að greiða kostnað við hann

o Byggist á samningi, ekki ríkisstofnun að dæma. Aðilar geta ákveðið að fara þessa leið. Hefur meiri stjórn á málinu
o T.d geta ákveðið dómara

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvaða mál eru einkamál

A

Eru öll önnur dómsmál en þau, sem ákæruvaldið höfðar á hendur mönnum eða lögpersónum til refsingar lögum samkvæmt. Í einkamálum er leyst úr ágreiningi manna um réttindi þeirra og skyldur.
Svonnefndar lögpersónur, t.d. hlutafélög eða sjálfseignarstofnanir, geta einnig átt aðild að einkamálum, svo ríki og sveitarfélög

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Dæmi um einkamál

A
  • Skuldamál
  • Skaðabótamál
  • Faðernismál
  • Meiðyrðamál
  • Mál til ógildingar á stjórnvaldsákvörðun
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Meginreglur sem gilda eingöngu um einkamál

A

Útilokunarreglan
Reglur um forræði á sakarefni og málsmeðferð (málsforræðisreglan)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Útilokunarreglan

A

Takmarkar að aðilar máls geti dregið ný atriði inn í málið á síðari stigum þess, en með því móti er stuðlað að því að málinu ljúki fyrr en ella væri. Eftir að aðili hefur sett fram kröfur af sinni hálfu getur hann sjaldnast aukið við þær, nema gagnaðilinn samþykki.
Í einkamáli: leggur öll gögn strax í upphafi. Lítill möguleiki að koma með gögn seinna í málinu. Reglan útilokar röksemdir sem koma of seint fram, á bara við í einkamálum

HRD afsláttarkrafan sem gleymdist

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Reglur um forræði á sakarefni og málsmeðferð (málsforræðisreglan)

A

Aðilarnir hafa svigrúm til að ráðstafa ágreiningsefninu eða sakarefninu
– kröfur, röksemdir fyrir þeim og málatilbúnaði hvert er úrlausnarefni dómsmáls og við hvaða sönnunargögn er stuðst og hvernig sönnunarfærslu er háttað

Dómarinn leyfir úr ágreiningsefninu en er ekki að koma sjálfur með, hann er ekki að rannsakae einkmál. Hann tekur við því sem aðilar koma með og leysir úr því

Dómsátt: Þegar aðilar máls gera formlegan samning sín á milli um sakarefnið og hefur það sömu réttaráhrif og dómur í málinu.

Hlutasátt: Þegar aðilar máls gera sátt um hluta sakarefnisins og fá svo úrlausn um það sem eftir stendur með dómi eða dómsúrskurði eftir almennum reglum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

HRD afsláttarkrafan sem gleymdist

A

Hjón keyptu einbýlishús af konu og þakið byrjaði að leka svo þeir stefndu henni. Héraðsdómur taldi stefndu ekki bera skaðabótaábyrgð á gallanum og var dóminum síðar áfrýjað til Hæstaréttar. Þau kröfðust skaðabóta en afsláttar á kaupverði til vara. Hæsti réttur komst að því að krafa um afslátt krefðist nýrrar málsmeðferðar.

útilokunarreglan

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Aðilar að einkamáli verða að vera a.m.k tveir

A

o Einn aðili til sóknar (stefnandi) og einn til varnar (stefndi)
o Nema um sé að ræða svonefnd ógildingar- og eignardómsmál

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

Aðilaskortur

A

o Rangur aðili að dómsmáli
o Er þegar rangur aðili stefnir eða röngum aðila er stefnt í einkamáli. Sem leiðir til þess að sýkna ber stefnda af kröfum stefnanda í málinu

33
Q

Samaðild

A

Þegar fleiri en einn eiga óskipt réttindi eða bera óskipta skyldu eiga þeir óskipta aðild. Þ.e. það verður að stefna þeim í sameiningu og þeir verða að sækja mál í sameiningu.

  1. og 2. mgr. 18. gr. eml.
    „1. Nú eiga fleiri en einn óskipt réttindi eða bera óskipta skyldu, og eiga þeir þá óskipta aðild.
  2. Ef þeim sem bera óskipta skyldu er ekki öllum veittur kostur á að svara til sakar skal vísa máli frá dómi. Það sama á við ef þeir sem eiga óskipt réttindi sækja ekki mál í sameiningu, að því leyti sem krafa er höfð uppi um hagsmuni einhvers þeirra sem á ekki aðild að því.“ [undirstrikun KB]
34
Q

Aðili máls

A

o Aðili kemur sjálfur fram í máli ef hann er hæfur til að ráðstafa sakarefninu
o Að öðrum kosti verður einhver annar að vera í fyrirsvari fyrir aðila máls
o Aðili máls getur sjálfur farið með og flutt mál sitt fyrir dómi. Stjórnarformaður hlutafélags eða framkvæmdastjóri þess geta farið með mál félagsins fyrir dómi.

Lögpersóna: t.d fyrirtæki fyrirsvarsmaður er þá t.d. framkvæmdarstjóri
Íslenska ríkið er t.d lögpersóna. Ráðherra er fyrirsvarmaður. Ef þu höfðar mál gegn íslenska ríkinu um skaðabætur þá er fjármálaráðherra fyrirsvarsmaður

35
Q

Samlagsaðild

A

„Fleiri en einum er heimilt að sækja mál í félagi ef dómkröfur þeirra eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Með sömu skilyrðum má sækja fleiri en einn í sama máli. Ella skal vísa máli frá dómi að kröfu varnaraðila að því er hann varðar.“ [undirstrikun KB]
* Fleiri en einn hvoru megin

36
Q

Munurinn á samlagsaðild og Samaðild

A

Munurinn: Samlagsaðild er valkvæð, hver og einn getur farið í mál. Þú getur farið í 2 mál

Samaðild: hún er nauðsynleg, hefur ekki val. Þú þarft að stefna.

37
Q

Sakarefni

A

Sakarefni tekur til þeirra efnisatriða sem leysa þarf úr dómsmáli. Um hvað snýst málið

38
Q

Aðfararhæfar kröfur

A

o Peningakröfur
o Kröfur um að gera eitthvað annað eða láta eitthvað ógert
o Kröfur sem má fullnægja með aðför
o T.d einhverjum verði óheimilt að keyra veg

39
Q

Viðurkenningarkröfur

A

o Fá viðurkennt að réttarstaða aðila sé með tilteknum hætti
o Þegar kröfugerð stefnda miðast við að fá viðurkennt fyrir dómi að réttarstaða aðila sé með tilteknum hætt
o Viðukenning: getur ekki leitað með þann dóm beint til sýslumanns. Dæmi: viðkenningu á skaðabótaskyldu einhvers. Viðurkenning á réttinum að þú eigir rétt að skaðbótum, ert ekki að setja neina fjárhæg þá . Fjárhæg kemur í ljós í öðru máli

40
Q

HRD EES-samingurinn

A

Maður höfðaði mál á hendur utanríkisráðherra og krafðist viðurkenningar á því fyrir dómi að í samningnum um EES felist slíkt framsal á stjórnarskrárbundnu valdi að ekki hefði mátt lögfesta hann, nema með því að breyta stjórnarskránni. Hann taldist hins vegar ekki aðila máls og ekki var því hægt að krefja dómstólinn um lögfræðileg álitaefni.

41
Q

1.mgr.24.gr. eml.

A

„Dómstólar hafa vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu. Eigi sakarefni ekki undir dómstóla vísar dómari máli frá dómi.“
* Undantekning gerðardómur

42
Q

1.mgr.25.gr. eml.

A

„Dómstólar verða ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli.“

43
Q

Varnaþing

A

Landinu er skipt í 9 þinghár

Með varnarþingi er átti við þá þinghá, þar sem heimilt er að stefna manni til að svara til saka og þola dóma

Meginregla: aðeins má sækja mann fyrir dómi í þinghá, þar sem hann á skráð lögheimili eða fasta búsetu

Heimilsvarnarþing
- Almennt má aðeins má sækja mann fyrir dómi í þinghá, þar sem hann á skráð lögheimili eða fasta búsetu. Ef hann á hvergi skráð lögheimili og ókunnugt er um fastan búsetustað hans má sækja hann í þinghá, þar sem hann dvelst, eða ella þar sem hann er staddur þegar stefna er birt.

Fasteignarvarnarþing
- Varði mál réttindi yfir fasteign má sækja mál í þeirri þinghá, þar sem hún er.
- Dæmi: ef erlendur maður á t.d fasteign hérlendis má stefna honum fyrir dóm á fasteignarvarnarþingi hans

Aðilar máls er heimilt að semja um varnarþing

Með reglum um varnarþing er einkum verið að gæta hagsmuna stefnda

Ef mál er höfðað í þinghá, þar sem stefndi á ekki varnarþing að réttu lagi, ber almennt að vísa málinu frá dómi

44
Q

Stefna

A

Stefnandi verður að gefa út formlegt sóknarskjal á hendur stefnda, sem nefnist stefna, ef hann hyggst sækja hann fyrir dómi

Aðalreglan er sú að mál telst höfðað þegar stefnan er birt stefnda

Í henni þarf að greina frá hverjir séu aðilar málsins og fyrirsvarsmenn þeirra, ef því er að skipta, svo og hver eða hverjir flytji málið fyrir stefnanda. Þar á einnig að koma fram hverjar séu kröfur stefnanda og þær málsástæður sem hann byggir málsókn sína á. Hann þarf til viðbótar að greina frá þeim lagarökum og sönnunargögnum sem hann ætlar að styðjast við. Í lok stefnu á m.a. að koma fram hvenær og hvart málið verður þingfest. Jafnframt á að skora á stefnda að koma fyrir dóm við þingfestinguna. Loks ber að fara stefnda við afleiðingum þess ef hann sækir ekki þing

45
Q

Útgafa stefnu

A

Réttarstefnur: er stefna sem dómstóll gefur út

Utanréttarstefnur: Gefur stefnandi sjálfur, fyrirsvarsmaður hans eða lögmaður, fyrir hans hönd.

46
Q

Stefnufrestur

A

Sá skemmsti tími sem má líða milli birtingar stefnu og þingfestingar máls. Stefnufrestur er ýmist þrír sólarhringar eða ein vika en það fer eftir hversu nálægt stefndi býr frá þeim stað sem mál á að þingfesta. Stefnufrestur er einn mánuður ef stefndi býr eða dvelur erlendis eða ókunnugt er um hvar hann er niður kominn.

47
Q

Stefnuvottur

A

Aðili sem er skipaður af sýslumanni til þess að birta stefnu fyrir stefnanda eða einhverjum öðrum sem er bær um að taka við henni í hans stað.

48
Q

Birting stefnu

A

o Stefnufrestur
o Mismunandi aðferðir við stefnubirtingu
o Meginreglan er að birta stefnuna fyrir stefnda sjálfum en einnig er heimilt að birta hana fyrir öðrum, svo sem heimilismanni hans, þ.e. þeim sem býr á sama lögheimili eða sama stað, vinniveitanda hans, nánasta yfirmanni eða samverkamanni. Ef stefna er birt fyrir öðrum en stefnda eða fyrirsvarsmanni hans ber manni að koma samriti í hendur stefnda eða þess sem telja má líklegastan til að koma samriti til skila í tæka tíð. Að lokinni stefnubirtingu þarf sá sem hana annast að gefa út formlegt vottorð um birtinguna.
o Ef stefna hefur ekki verið birt á lögmæltan hátt á að vísa máli frá dómi, nema stefndi sækji þing

49
Q

Þingfesting og meðferð máls fyrir dómi fram að aðalmeðferð

A
  • Mál er þingfest með því að stefna sé lögð fram fyrir dómi
  • Frestur til handa stefnda til að taka afstöðu til krafna stefnanda
  • Við þingfestingu á stefnandi að leggja fram stefnu og þau skjöl sem hann byggir kröfur sínar á, svo og skrá yfir skjölin
  • Greinargerð: er varnarskjal í einkamáli og hefur að geyma andmæli stefnda við því sem fram kemur í stefnu
    o Þar hefur hann upp sínar kröfur
  • Athugun dómara á formhlið máls
  • Sáttaumleitan og undirbúningur aðalmeðferðar
50
Q

Útivist

A

Ef aðili máls mætir ekki þegar málið er tekið fyrir í þinghaldi, án þess að lögmæt forföll séu fyrir hendi, er sagt að um sé að ræða útivist af hans hálfu. Sama á við ef fyrirsvarsmaður eða lögmaður aðila sækir ekki þing fyrir hans hönd

51
Q

Lögmætt forföll

A

Sjúkdómur aðila sjálfs eða einhvers sem er honum nákominn, veður eða önnur óviðráðanleg atvik

52
Q

Ef stefnandi mætir ekki

A

Leiðir til þess að málatilbúnaður hans er ónýtur og ekkert verður af þingfestingu málsins. Hann getur þurft að greiða stefnda ómaksþóknun. Ef mál hefur verið þingfest og útivist verður að hálfu stefnanda á síðari stigum málsmeðferðar ber að fella málið niður

53
Q

Ef stefndi mætir ekki

A

Dæmt verður eftir kröfum og málatilbúnaði stefnanda að því leyti, sem það er samrýmanlegt framkomnum gögnum, nema gallar séu í málinu, sem varða frávísun þess án kröfu, svo sem að einhverjir ágallar séu á stefnubirtingu. Ef útivist verður hjá stefnda síðar og hann hefur ekki lagt fram greinargerð skal farið að á sama hátt

Ef stefndi hefur lagt fram greinargerð áður en útivist verður af hans hálfu má gefa stefnanda kost á að svara vörnum hans í skriflegri sókn. Af því búnu verður málið tekið til dóms og dómur kveðinn upp með venjulegum hætti. Stefndi getur ekki skotið úrlauns héraðsdómara í útivistarmáli til Landsréttar. Hinsvegar getur hann beiðs endurupptöku málsins innan þriggja mánaða frá því að málinu lauk í héraði, enda berist beiðnin innan eins mánaðar frá því að honum urðu málaúrslit kunn. Ennfremur getur hann, að frekari skilyrðum uppfylltum, beiðst endurupptöku útivistarmáls innan árs frá því að máli lauk í héraði

54
Q

Aðalmeðferð

A

Dómari ákveður með hæfilegum fyrirvara hvenær þing verður háð til aðalmeðferðar

Fer fram í einni lotu skýrslutökur og munnlegur flutningur máls

Gengið út frá því að aðilar séu búnir að leggja fram skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn af sinni hálfu áður en til aðalmeðferðar kemur
1. Forflutningur: Stefnandi hefur kost á því að gera stuttlega grein fyrir málinu og stefndi hefur færi á að gera stuttar athugasemdir við lýsingu stefnanda.
2. Skýrslutökur: Spurningum aðila og dómara svarað af aðilum og vitnum.
3. Munnlegur flutningur. Hvor aðili má tala tvisvar.

  1. Dómur er kveðinn upp

Dómari getur ákveðið að mál skuli flutt skriflega ef hann telur hættu á að það skýrist ekki nægilega með munnlegum málaflutningi
o Stefnandi leggur fyrst fram skriflega sókn
o Stefndi leggur fram skriflega vörn
o Síðan á hvor aðili þess kost á að leggja fram skrifleg andsvör af sinni hálfu, eins og um væri að ræða munnlegan málaflutning

Dómtaka

55
Q

Málskostnaður

A

Sá aðili sem tapar máli í öllu verulegu, skal að jafnaði dæmdur til að greiða gagnaðila sínum þann kostnaði sem gagnaðilinn hefur haft af málarekstrinum og kallast sá kostnaður málskostnaður

56
Q

Dómsuppkvaðning

A

Skriflegur og rökstuddur málur er lesinn upp helst innan fjögurra vikna frá því málið var dómtekið. Við uppkvaðningu á að lesa upp dómsorð á dómþingi í heyranda hljóði. Dómur er ekki eingöngu bindandi fyrir aðila máls, heldur einnig fyrir dómara, þannig að hann getur ekki breytt dómi eftir að hann hefur verið kveðinn upp. Hann má þó leiðrétta reikningsskekkjur og aðrar bersýnilegar villur í dóminum.

57
Q

Sönnun

A

Dómari leggur mat á sönnunargögnin og sker úr því hvort staðhæfing aðila um málsatvik teljist sönnuð.

Sönnunargögn
o Munnleg skýrsla aðila fyrir dómi
o Munnleg skýrsla vitnis fyrir dómi
o Matsgerð dómkvadds manns og munnleg skýrsla hans fyrir dómi
o Skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn

Vitni
o Hverju þeim sem orðinn er 15 ára og er ekki aðili máls eða fyrirsvarsmaður aðila er skylt að koma fyrir dóm sem vitni til að svara munnlega spurningum sem er beint til hans um málsatvik. Skýri vitni rangt frá málsatvikum gegn betri vitund varðar það vitnið refsingu. Vitni eiga aðeins að skýra frá þeim atburðum sem þau hafa skynjað af eigin raun.

58
Q

Afbrigðileg meðferð einkamála

A

Víxil-, tékka- og skuldabréfamál, Ógildingar- og eignardómsmál

Mál sem sæta flýtimeðferð

Mál samkvæmt öðrum lögum en lögum um meðferð einkamála

59
Q

Málskot til æðra dóms

A

Heimilt er að áfrýja héraðsdómi til Landsréttar í því skyni að honum verði breytt, hann ómerktur eða máli verði vísað frá dómi.

Dómar Landsréttar eru yfirleitt endanlegir, en þó má leita leyfis Hæstaréttar til að áfrýja landsréttardómi þangað og sé fallist á beiðni þess efnis kveður Hæstiréttur upp endanlegan dóm í málinu
o Þó er undantekningartilvikum unnt að áfrýja héraðsdómi í einkamáli beint til Hæstarréttar

Áfrýja verður dómi innan 4 vikna frá því að hann var kveðinn upp.

Áfrýjun á dómi héraðsdóms til Landsréttar
– Áfrýjunarfrestur
* Innan 4 vikna
– Áfrýjunarleyfi

Kæra á úrskurði héraðsdóms til Landsréttar
– Kærufrestur

Kæra verður úrskurð innan tveggja vikna frá því að hann var kveðinn upp eða sá, sem vill kæra, eða lögmaður hans fékk vitneskju um úrskurðinn
– Kæruleyfi

60
Q

Hvað eru sakamál

A

eru þau dómsmál sakamál sem handhafar ákæruvalds höfða gegn mönnum eða lögpersónum til refsingar lögum samkvæmt
* Mál sem ákæruvaldið höfðar til refsingar eða refsikenndra viðurlaga
* Að auki má hafa uppi einkaréttarkröfur og kröfur allsherjarréttar eðlis í sakamáli

61
Q

Meginreglur sem gilda eingöngu um sakamál

A

Lögð er rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið

Einnig skiptir miklu máli að sá sem hefur gerst sekur um brot, hljóti viðeigandi refsingu og önnur viðurlög
- Af þessum sökum gildir útilokunarreglan, ekki í sakamálum
- Þá hafa málaðilar ekki forræði á sakarefni og málsmeðferð á sama hátt og í einkamálum

62
Q

Sannleiksreglan

A

Þeir sem farameð ákæruvald og rannsaka mál, skuli vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar þeirra sem bornir eru sökum

Dómari er óbundinn af kröfum málsaðila og yfirlýsingum þeirra fyrir utan kröfur ákæruvaldsins í ákæru
- Aðilar hafa ekki forræði í sönnunarfærslu í sakamálum

HRD óhófleg ráðstöfun úr óskiptu búi: málinu var vísað frá 2x vegna ákæran fullgnægði ekki skilyrðum þar sem í henni væri ekki gerð grein fyrir því hvernig háttsem ákærða, sem þar væri lýst, félli að þeim brotum sem hann væri ákærður fyrir.

Vanreifun
o Sýkna vegna sönnunarskorts
o Frávísun

63
Q

Sönnunarbyrðin hvílir á ákværuvaldinu

A

Hver sá sem borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð

Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu

64
Q

Aðild að sakamáli

A

Ákæruvaldið er sóknaraðili og fer ákærandi með málið af þess hálfu

Ákærði (sakborningur) er varnaraðili og nýtur aðstoðar löglærðs verjanda
- Sakborningur – áður en málið er komið fyrir dóm

Brotaþoli hefur réttarstöðu vitnis og nýtur (í undantekningartilvikum) aðstoðar löglærðs réttargæslumanns

Ákæra er sóknarskjálið í sakarmáli

65
Q

Ákæruvaldið

A

Ríkissaksóknari
- Æðsti handhafi ákæruvaldsins, skipaður ótímabundið
- Gefur út almenn fyrirmæli um meðferð ákæruvalds og hefur eftirlit með framkvæmd þess, þ.á.m. verður ákvörðunum annarra ákæranda um að fella niður mál skotið til hans

Héraðssaksóknari
- Skipaður ótímabundið
- Höfðar sakamál ef um er að ræða nánar tilgreind brot á almennum hegningarlögum

Fer með ákæruvald í málum sem lögregla rannsakar og varða alvarlegustu brotin gegn almennum hegningarlögum, svo sem manndráp og stórfelldar líkamsmeiðingar, kynferðisbrot, stórfelld fíkniefnabrot og brot í opinberu starfi.

Rannsakar og fer með ákæruvald í málum sem varðar efnahagsbrot og brot á skattalöggjöf.

Rannsakar og fer með ákæruvald í málum sem varða brot starfsmanna lögreglu í starfi og brot gegn lögreglu/valdstjórninni.

Héraðssaksóknari getur gefið lögreglustjórum (ákærendum) leiðbeiningar og fyrirmæli um rannsóknir þeirra mála sem héraðssaksóknari fer með ákæruvald í.

Lögreglustjórar
- Brot á umferðarlögum og öðrum sérrefsilögum
-Rannsaka og fara með ákæruvald vegna allra annarra brot en þeirra sem héraðssaksóknari fer með.

Sá sem höfðar sakamál og fer með það af hálfu ákæruvaldins nefnist ákærandi

66
Q

Sakborningur og verjandi

A

Sá sem er borinn sökum í sakamáli eða grunaður um refsiverða háttsemi er nefndur sakborningur
- En eftir að mál hefur verið höfðað gegn honum með útgáfu ákæru nefnist hann ákærði

Verjandi er að jafnaði skipaður eða tilnefndur úr hópi lögmanna, eftir ábendingu sakbornings

67
Q

Brotaþoli og réttargæslumaður

A

Brotaþoli hefur réttarstöðu vitnis og nýtur (í undantekningartilvikum) aðstoðar löglærðs réttargæslumanns

Brotaþoli: Ekki eiginlegur aðili að sakamáli og hefur sérstöðu í samanburði við aðra þá sem bera vitni í málinu. Lögreglu skylt að tilnefna brotaþola réttargæslumann að hans ósk.
- Ef brotaþoli á ekki rétt á réttargæslu manni þá þarftu að ráða þér lögmann sjálfur og greiða fyrir hann

Réttargæslumaður: Kemur að jafnaði úr hópi lögmanna og gætir hagsmuna skjólstæðings síns og veitir honum aðstoð, þ.á.m við að setja fram einkaréttarkröfur.
- Oft barn undir 18 ára og kynferðisbort fá réttargæslumann skipaðann

68
Q

Rannsókn

A

Upphaf rannsóknar
- Lögregla hefst handa um rannsókn máls, annaðhvort á grundvelli kæru, sem henni berst, eða að eigin frumkvæði ef hún telur að refsiverður verknaður hafi verið framinn

Skýrslutaka og önnur upplýsingaöflun:
o Skýrslutaka má ekki standa yfir lengur en samtals 12 klst á hverjum 24 klst
o Skylt er að taka hlé hefur hún staðið yfir samfleytt í 4klst
o Yfirleitt lögregla sem sér um að taka skýrslu
- Skýrsla þolanda kynferðisbrot undir 15 ára fyrir dómi

69
Q

Þvingunarráðstafanir

A

o Hald á munum
o Símahlustun og skyld úrræði
o Leit og líkamsrannsókn
o Handtaka
o Gæsluvarðhald og skyld úrræði
- Lögregla má handtaka mann og svipta hann frelsi um stundarsakir
- Sé honum ekki sleppt fljótlega þarf lögregla leiða hann fyrir dómara, jafnan innan 24 klst. Dómari á síðan að taka ákvörðun um gæsluvarðhald innan sólarhrings frá því að handtekni var leiddur fyrir hann

Þegar þvingunarráðstafanir fela í sér skreðingu á persónufrelsi manna eða frihelgi einkalífs þeirra, heimilis og fjölskyldu og ekki er þörf skjótra viðbragða (t.d til að afstýra frekari brotum) þarf lögreglan að afla úrskurðar dómara til þess að geta gripið til slíkra ráðstafana

70
Q

Lok rannsóknar

A

Fer málið til héraðssaksóknara eða lögreglu

71
Q

Ákvörðun saksókn

A

Niðurfelling máls
- Þegar lögregla telur að rannsókn máls sé lokið og fram komin gögn, sem leitt geti til saksóknar, eru gögnin send ákæranda, nema lögreglustjóri fari sjálfur með ákæruvald í málinu
- Einnig getur ákærandi ákveðið að fella málið niður ef hann telur að það sem fram komið, ekki nægilegt eða líklegt að sakborningur verði sakfelldur fyrir dómi
- Ef brot er smávæginlegt (umferðarbrot) er lögreglu heimilt að ljúka málinu ef sakborningur samþykki fyrir sitt leyti
- Unnt er að kæra ákvörðun um niðurfellingu máls til ríkissaksóknara.

Niðurfelling saksóknar
- Ákærandi getur fallið frá saknsók ef skilyrði eru fyrir hendi
- Sjaldgæft
- Forsenda þess að niðurfellingu saksóknar sé beitt er að rannsókn máls sé lokið, mál teljist upplýst og að ákæruvaldið telji að sakborningur hafi framið refsivert brot. Niðurfellingu saksóknar verður að jafnaði ekki beitt nema játning sakbornings liggi fyrir.

Ef frá er talið það urræði að fresta því að skilorðsbundið að gefa út ákæru í málinu, einkum gert þegar í hlut eiga sakborningar sem eru ungir á árum

Útgáfa ákæru
- Sakamál er höfðað með útgafu kæru

72
Q

Ákæra, efni ákæru, birting ákæru, ásamt fyrirkalli

A

Ákæra er sóknarskjal í sakamáli

Efni ákæru
- Hver ákærði er
- Hvert er brotið
- Röksemdir sem málskonin er byggð á
- Hvaða kröfur eru gerðar á hendur ákærða

Birting ákæru, ásamt fyrirkalli
- Eftir að ákærða hefur verið gefin út sendir ákærandi hana héraðsdómi ásamt gögnum málsins
- Dómari ákveður stað og stund þinghalds, þar sem málið verður þingfest
- Samhliða sendur hann út fyrirkall á hendur ákærða, þar sem skorað er á hann að sækja þing við þingfestingu málsins
- Lögreglustjóri birtir svo ákæruna, ásamt fyrirkalli fyrir ákærða í tæka tíð

73
Q

Þingfesting - sakamál

A

Ákæra lögð fram í dómi
- Mál er þingfest þegar ákæra og önnur málsgögn af hálfuu ákæruvaldsins eru lögð fram á dómþingi

Dómari má hvenær sem er eftir þingfestingu máls vísa því frá dómi

Frumskýrslutaka af ákærða

Frestur til handa ákærða til að leggja fram gögn

Ef hann neitar sök þá getur ákværði gert: Greinargerð ákærða = varnarskjal í sakamáli

74
Q

Ferns konar málalok hugsanleg - sakamál

A

Sektargerð dómara
- Ef um er að ræða smávægilegt brot og ákærði játar háttsemi, getur dómari lokið málinu með sektargerð

„Játningarmál“
- Ef hann játar skýlaust þá háttsemi sem honum er gefin sök, en sakargiftir eru það alvarlegar að málinu verður ekki lokið

Útivistardómur
- Heimilt í sakamálum, ef viss skilyrði eru fyrir hendi, minniháttarbrot

Aðalmeðferð
 Vitni koma fyrir dómi
 Hvor má flytja tvær ræður, skýrslutökur
 Málflutningur, ákærunavaldið segir t.d. lengd um refsingu
 Að loknum málflutningi er málið tekið til dóms

75
Q

Dómur og aðrar úrlausnir dómara

A

Ákvarðanir/úrskurðir dómara undir rekstri máls, þ.á m. á rannsóknarstigi

Dómur
o Efni dóms
o Dómsuppsaga

Réttaráhrif dóms
o Eru þau sömu og dóms í einkamáli

76
Q

Sakarkostnaður

A

Teljast óhjákvæmleg útgjöld vegna rannsóknar sakamáls og meðferðar þess til sakarkostnaðar, þ.á.m þóknun verjanda og réttargæslumanns
- Þessi þóknun greiðist úr ríkissjóði, þannig að þessir málsvarar sakbornings og brotaþola fá hana greidda án tillist til þess hver úrslit málsins verða

Ef ákærði er sýknaður af refsikröfu eða mál á hendur honum fellur niðar verður hann að jafnaði ekki dæmdur til að greiða sakarkostnað. Heldur fellur hann á ríkissjóð
- Sé ákærði sakfelldur fyrir þau brot, á að dæma hann til að greiða sakarkostnað

77
Q

Sönnun Sakamál

A

Oft reynir á sönnun í sakamálum vegna þess að málsatvik eru óljós

Málsaðilar afla sönnunargagna (einkum ákæruvaldið) og færa fyrir dóm

Sönnunarmat í höndum dómarans

Sönnunargögn
o Munnleg skýrsla ákærða fyrir dómi
o Munnleg skýrsla vitnis fyrir dómi (sérfræðingar sem komu að rannsókn)
o Matsgerð dómkvadds manns og skýrsla hans fyrir dómi
o Skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn

Sönnun milliliðalaus
- vitnisburður í lögregluskýrslu yfirleitt ekki sjálfstætt sönnunargildi í sakamáli, enda er gert ráð fyrir að ákærði og vitni komi fyrir dóm og skýri þar sjálfstætt frá málsatvikum

78
Q
A