Stjórnskipunarréttur Flashcards

1
Q

Stjórnskipunarrétturinn fjallar um?

A

fjallar um verkaskiptingu handhafanna þriggja og réttarstöðu þeirra, hvaða hömlur ríkisvaldinu eru settar gagnvart borgurunum og hvernig leysa beri úr ágreiningi um það hvar þessi mörk liggja.

Í stjórnskipunarrétti eru skýrð ákvæði stjórnarskránnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Þrískipting ríkisvalds

A
  • Löggjafarvalld = Alþingi og forseti Íslands
  • Framkvæmdarvald = Forseti og önnur stjórnvöld (lögregla) (ráðherrar)
  • Dómsvald = Dómarar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Innanlandsréttur

A

Bæði allsherjaréttur (opinberréttur) og einkaréttur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Þjóðaréttur

A

Réttarreglurnar sem gilda á milliríkja

t.d sameinuðu þjóðirnar (þjóðarréttstofnun)

Innrás ríkis í annað ríki er t.d brot á þjóðarétti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Stjórnarskrá Íslands nr 33/1944

A

Æðri öðrum réttareglum

þriðja stjórnarskráinn sem gengur í gilfi

Hefur verið breytt 8 sinnum

Erfitt er að breyta henni: Það þarf að rjúfa þing og stofna til almennra kosninga. Nýja þingið þarf svo að samþykkja breytinguna

Heimild er að breyta 62gr um kirkjuskipan ríkisins með almennum lögum en þá ber í kjölfar slíkrar samþykktar að leggja lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Almenn lög

A

lögin sem þingið setur og forsetu samþykkir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Reglugerðir

A

Yfirleitt sett af ráðherrum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Þingræðisreglan

A

gerir þingmönnum kleift að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra

Dæmi: Þingmenn lýsa yfir vantrausti á Katrínu Jakobs, þá þarf hún að segja af sér samkvæmt þingræðisreglunni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Fullveldi

A

Ísland varð fullvalda ríki 1. Desember 1918

Sjálfstæður aðili að þjóðarétti

Æðsta dómsvald flyst inn í landið

Íslendingar fá utanríkismál í sínar hendur

Handhafar ríkisvalds hver á sínu sviði hafa æðsta og endanlegt ákvörðunarvald á yfirráðasvæði ríkisins sbr. 2. gr. stjskr.

Önnur ríki geta ekki bundið fullvalda ríki nema með frjálsu samþykki þess síðarnefnda.

Evrópusambandið er oft rökræða um fullveldishugmyndina: erlendar stofnanir eru þá farin að setja lagareglur á Íslandi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Þrjár stjórnarskrár Íslands

A

Stjórnarskrá um sérstakleg málefni Íslands 1874

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands 1920 , fengum hana eftir að Ísland var fullveldi 1918

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands1944 (núgildandi)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Vegamiklar breytingar sem hafa orðið á Stjórnarskrá

A

skipulag þingsins stjskl. 56/1991,
mannréttindaákvæði, sbr. stjskl. 97/1995 og breytingu á störfum þingsins og kjördæmaskipan, sbr. stjskl. 77/1999.
Síðast breytt með stjskl 91/2013 (tímabundið breytingaákvæði).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Lýðveldi

A

1.gr stjórnarskrárinnar “Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn

Æðsti maður ríkisins, þjóðhöfðinginn er kjörinn af þjóðinni til fyrirfram ákveðins tíma

Lýðveldi var stofnað á Íslandi árið 1944

Lýðveldi er fyrst og fremst vísað til þess að þjóðhöfðinginn skuli vera forseti, kjörinn af borgurunum með óbeinum eða beinum hætti

lýðveldi starfar einnig kjörið þjóðþing sem fer með löggjafarvald eða er a.m.k aðalhandhafi þess

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Lýðræði

A

Byggir á þeirri grundvallarforsendu að valdið spretti frá þjóðinni sjálfri og sé veitt í umboði hennar

Fulltrúalýðræði þar sem borgararnir fela kjörnum fulltrúum sínum að taka ákvarðanir um samfélagslega hagsmuni heildarinnar.

Þjóðaratkvæðagreiðslur eru undantekning frá fulltrúalýðræðinu

Beint lýðræði = kjósendur taka beint og milliliðalaust þátt í pólitískum ákvörðunum í stað þess að velja fulltrúa

Stjórnarskrárbundið lýðræði = Þegar lýðræðinu eru settar hömlur sem innbyggðar eru í stjórnskipuna og felast í því að veita handhöfum ríkisvalds aðhald.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

HRD Endurupptökunefnd

A

Endurupptökunefnd vildi að dómur myndi falla úr gildi þar til nýr dómur væri kveðinn. Lög um að endurupptökunefnd gæti fellt niður dóma var andstæð meginreglu stjónarskráinnar. Því var þessu ekki beitt

Dómurinn: Þessi lög um endurnefnd gæti fellt niður dóma er andsæð meginreglu stjórnarskrárinnar.
Í kjölfarið var stofnað endurupptökudómstól

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar

A

Frumspretta ríkisvaldsins sé hjá þjóðinni sjálfri og að hún velji sér valdhafa

Sjálfákvörðunarrétturinn er tvíþættur

  • Lýtur hann að innri málefnum þjóðarinnar innan vébanda stjórnskipunar og ríkisvalds
  • Rétturinn snýrt einnig út á við og fjallar þá um afstöðu ríkis gagnvart öðrum ríkjum á vettvangi þjóðaréttar í samfélagi þjóðanna.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Þingræði

A

Sú ríkistjórn má sitja sem meiri hluti Alþingis styður eða a.m.k þolir

Þingræði er ekki sérstaklega tilgreind eða útfærð á texta í stjórnarskrá

Ef Alþingi samþykkir tillögu um vantraust á ríkistjórnina er henni skylt að segja af sér

Alþingi þarf samt sem áður ekki að lýsa yfir trausti

Við getum ekki afnmuð þingræðisregluna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Mannréttindavernd

A

Allt frá 1874 hafa nokkur grundvallarréttindi borgaranna verið vernduð í stjórnarskránni.

Víðtækar breytingar með stjskl. 1995.
- bættu við nýjum réttindum og rýmkuðu eldri ákvæði

Upprunalegt markmið - Vernd fyrir ágangi opinbers valds gegn einstaklingum.
Krefjast í auknum mæli aðgerða af hálfu ríkisins til að vernda og tryggja réttindi borgara.

Áhrif alþjóðasamninga um mannréttindi á stjórnarskrárvernd mannréttinda.
Virkt eftirlit sjálfstæðra og óháðra dómstóla er mikilvæg forsenda (réttarríkið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Réttarríkið

A

Allt ríkisvald er bundið af lögum og öll íþyngjandi afskipti af réttindum borgaranna verða að hvíla á skýrum lagaheimildum (lögmætisreglan)

Lög eru skýr og aðgengileg öllum.

Lögin eru almenn og hlutlæg

Lög verndi mannréttindi og veiti virk réttarúrræði til að leita úrbóta vegna brota

Sjálfstæðir og óvilhallir dómstólar sem tryggi réttláta málsmeðferð

Rule of law – Stjórn laganna
- Dómstólar þurfa vera sjálfstæðir…….

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Forseti Íslands

A

Þjóðkjörinn þjóðhöfðingi og æðsti embættismaður íslenska ríkisins

Hann fer með framkvæmdarvaldið og löggjöfunarvaldið

Þarf að vera 35 ára, lögheimili á Íslandi, íslenskur ríkisborgari, fullnægja skilyrðum um kosningarréttar til Alþingis

Kjörinn í beinum og leynilegum kosningum. Þarf að hafa minnst 1500 meðmæli og mest 3000

Forseti verður ekki dreginn til ábyrgðar hvorki refsingar né skaðabóta vegna stjórnarathafna sinna

Forseti má ekki vera alþingismaður, né hafa með höndum launuð störf í opinberra stofnana eða einkaatvinufyrirtækja

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Skilyrði forseta á að vera leystur frá embætti sínu áður en kjörtíma hans er lokið

A

T.d sekur um refsiverðaháttsemi, verður andlega vanheill eða djúsptæður pólitískur ágreiningur hefur orðið á milli forseta annars vega og ríkistjórnar eða Alþingi

Skilyrði frávikningar forseta er bundin tveimur fyrirvörum
- Fyrsta lagi ¾ hluta þingmanna samþykki hana
- Í öðru lagi að hún verði samþykkt með meiri hluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fari fram 2 mán eftir að krafan er samþykkt
Fáist ekki slíkt samþykki í þjóðargr skal þing rofið og efnt til kosninga, forseti tekur þá aftur við embættinu og gegni því til loka kjörtímabilsins

Krafa um frávikingu forseta hefur aldrei verið borin fram á Alþingi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Störf forseta sem handahafa framkvæmdarvalds

A

Hann skipar hæstarréttardómara, biskupinn yfir Íslandi og vígslybiskupa

Forseti gerir samninga við önnur ríki, stefnir saman og frestir fundum Alþingis, getur rofið Alþingi, getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkja, getur gefið út brágðabirgðalög. Heimild til að fella niður saksókn vegna afbrota, náða menn og veita undanþágur frá lögum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Synjunarvald forseta gagnvart lögum og málskot til þjóðarinnar

A

Forsetinn getur neitað að staðfesta lög sem Alþingi hefur samþykkt

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Lögin taka gildi þótt forseti synji lögunum

Hefur gerst 3x

ICEsave lögin

Fjölmiðlalög: forseti neitaði og lögin tóku gildi. Áður en þjóðaátkvæðagreiðsla fór fram kom þingið saman og ákvað að fella þau úr gildi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Raunveruleg völd eða táknræn tignarstaða?

A

Ráðherrar framkvæma valdið fyrir forseta

forsetinn er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum,11. gr.

Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum, 14. gr.

Undirskrift forseta veitir stjórnarathöfnum gildi þegar ráðherra ritar undir þau með honum, 19. gr.

Völdin eru fyrst og fremst formlegs eðlis

Valdið hvílir í raun á herðum ráðherrana og ábyrgðin að sama skapi,

Forseti skipar ráðherra

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Ráðherrar

A

Eru æðstu embættismenn stjórnsýslunnar hver á sínu sviði með raunveruleg og virk völd

Ráðherrar sitja í ríkisstjórn Íslands og ráðuneyti þeirra mynda Stjórnarráð Íslands

Ríkistjórnin gegnir lykilhlutverki í stjórnkerfinu og fer með pólítíska forystu fyrir framkvæmdarvaldið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Forsetaúrskurðir

A

Forsetaúrskurðir kveða svo nánar á um ráðuneyti og skiptingu málefna milli þeirra

  1. Um fjölda ráðuneyta
  2. Um skiptingu málefna milli þeirra
  3. Um skiptingu starfa á milli einstaka nafngreinda ráðherra
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

HRD landmælingar Íslands

A

-Ráðherra gaf út fyrirmæli um að færa ætti Landmælingar Íslands frá Reykjavík til Akraness. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir að engin bein fyrirmæli væru um það í lögum að ríkisstofnunin skuli staðsett í Reykjavík væri það ekki til þess að ráðherra hefði frjálst val um staðsetningu hennar. Ákvarðanir um heimili stofnunar og varnarþing væru meðal grundvallaratriða í skipulagi hennar og því yrðu breytingar sem þessar að hafa skýra heimild í almennum lögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Landsdómur

A

Alþingi hefur vald til að kæra ráðhærra og dæmir Landsdómur þau mál

Landsdómur hefur einu sinni verið kallaður saman þegar Alþingi höfðaði mál árið 2011 gegn Geir H.Haarde

Geir harde var ákærður en var sýknaður um flest atriði, dæmdur um eitt atriði

Landsdómur 15 dómarar

Dæmir ráðherra sem voru í embætti eða eru í embætti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Ráðherraábyrgð

A

í henni felst refsi- og skaðabótaábyrgð ráðherra vegna embættisverka

29
Q

Launs ráðherra

A

Það má víkja ráðherra hvenær sem er, hann þarf ekki að hafa brotið gegn lögum til að vera vikinn af þingi. Hann verður samt sem áður ekki dæmdur í landsdómi nema hann hafi brotið lög

Ef ráðherra biðst launsnar fer lausnarbeiðni hans fyrst til forsætisráðherra sem síðan gerir tillögu um hana til forseta

Ef ríkistjórnin öll segir af sér leggur forsætisráðherra lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt beint til forseta

30
Q

Framkvæmdarvaldið

A

öll starfsemi ríkisins sem hvorki fellur undir löggjafarvald né dómsvald

Framkvæmdarvaldið er því nokkurs skonar samnefnari fyrir allt sem tengist opinberri stjórnsýlsu

31
Q

Ráðuneyti

A

Ráðuneyti er æðsta stjórnsýslustigið í lagaskiptri stjórnsýslu

Ráðherra er yfirmaður stjórnsýslunnar á því málefnisviði sem ráðuneytið heyrir undir

Ráðherra má hafa 2 aðstoðamenn

Ráðherrar sitja á þingi en hafa ekki atkvæðisrétt
o Nema þeir eiga einnig þingsæti

Ráðherrar geta því lagt fram lagafrumvörp en ekki greitt atkvæði, nema þeir eigi þingsæti

32
Q

Löggjafarvaldið

A

Alþingi og forseti Íslands fara með löggjafarvaldið
o Alþingi er aðalhandhafi en hlutverk forseta sem annars handahafa er að staðfesta lagafrumvörp

33
Q

Alþingi

A

Alþingi leggur grundvöll að öllu í stjórnarkerfinu með lagasetningu.

Alþingi tekur afstöðu hver séu verkefni stjórnvalda og starfsskilyrði þeirra

Alþingi fer með ákvörðunarvald um fjárstjórn ríkisins
o Fjárlög

Dómsvaldið er bundið af lögum sem Alþingi setur

Stjórnarskráinn er æðri öðrum lögum svo ef löggjafinn fer út fyrir mörk hennar geta dómstólat vikið öðrum lögum til hliðar

34
Q

Skipan Alþingis, kjördæmu og úthlutun þingsæta

A

Þingið ræður miklu um stjórnarstefnu og stjórnarframkvæmd og hefur eftirlit með stjórnvöldum

63 þingsæti

Alþingi starfar í einni málstofu

8 fastanefndir

Alþingi kýs forseta og stýrir hann störfum alþingis

35
Q

Hlutverk Alþingis í meginatriðum þríþætt

A

1) Lagasetning (almenn lagasetning, stjórnskipunarlög)
2) Fjárstjórnarvald
3) Eftirlit með starfsemi framkvæmdarvaldsins

36
Q

Kosningarréttur og kjörgengi við alþingiskosningar

A

18 ára og með íslenskan ríkisborgararétt

Lögheimili á Íslandi nema undantekning sé

Kjörgengur : ríkisborgari sem kosningarétt á til Alþingis og hefur óflekkað mannorð

Hæstarréttardómarar eru ekki kjörgengir

Kjörbréfanefnd: prófar kjörbréf og kosningu þingmanna

37
Q

Lagasetning

A

Þingmenn og ráðherrar geta lagt fram frumvörp til laga og tillögur til ályktana

Stjórnarfrumvörp eru lögð fram af hálfu ráðherra með atbeina forsetans

Skulu vera samin með lagasniði og skal prenta þau og útbýta þeim meðal þingmanna

Hverju frumvarpi skal fylgja greinargerð um tilgang og skýring á höfuðákvæðum

Frumvarpið þarf að fara í gegnum 3 umræður á Alþingi

Þegar lagafrumvarp er samþykkt þarf að bera það undir forseta til staðfestingar

Lög eru birt í A-deild stjórnartíðinda og binda þau alla frá og með deginun eftir útgáfu þeirra

38
Q

Hvar eru lög birt

A

A-deild stjórnartíðinda

39
Q

Fjárstjórnarvaldið

A

Fyrir hvert Alþingi skal leggja frumvarp til fjárhaga fyrir það fjárhagsár sem í hönd fer og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld

Gildistími fjárlaga er miðaður við eitt fjárhags ár í senn

40
Q

Eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu

A

Alþingi, þingnefndir og einstakir Alþingismenn eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins

Þingmaður getur óskað upplýsinga ráðherra eða svars um opinber málefni með því að bera fram fyrirspurn um málið eða beiðast um það skýrslu

Sérstakar umræður eru mikilvægur vettvangur til umræðu um störf ráðherra varðandi tiltekin málefni

41
Q

Eftirlitsstofnanir á vegum Alþingis eru tvær

A

Ríkisendurskoðun
- Alþingi kýs endurskoðanda til 6 ára í senn
- Hefur eftirlit með tekjum ríkisins og fjárheimildir og hverskonar verðmæti séu nýtt og þeim ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt og í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþinigs

Umboðsmaður Alþingis
- Kosinn til 4 ára senn
- Eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga
- Tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins

42
Q

Rannsóknarnefnd

A

3 sérfræðingar utan þings (ekki þingmenn) sem rannsóknuðu bankahrunið

43
Q

Áhrif alþjóðlegra mannréttindasamninga

A

Íslenska ríkið er aðili að fjölmörgum alþjóðasamingum um mannréttindi og því skuldbundið þjóðarétti til þess að tryggja þegnum sínum réttindi sem þar eru talin

Einstaklingar geta kært til alþjóðlegrar stofnunar að ríkið hafi brotið á sér þau réttindi sem viðkomandi samningur tryggir

Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur í heild sinni árið 1994

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins lögfestur með lögum 2013

44
Q

Hvaða mannréttindi verndar Stjórnarskráinn?

A

Trúfrelsi

Almenna jafnræðisreglan

persónufrelsi

Bann við pyndingum og nauðungarvinnu

Engin refsing án lagaheimildar og bann við dauðarefsingu

Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum

Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu

Friðhelgi eignarréttarins

Skoðana- og tjáningarfrelsi

Félaga- og fundafrelsi

Atvinnufrelsi

Framfærsluaðstoð, réttur til menntunar og velferð barna

45
Q

Dómsvaldið

A

Dómarar fara með dómsvaldið

Meginhlutverk dómstóla er að leysa úr ágreiningi að einkarétti og skera út um refsverða háttsemi manna og viðurlög

  • Dómarar í embættisverkum skulu einungis fara eftir lögum og lúti aldrei boðvaldi annarra
  • Dómsathöfn verður ekki endurskoðuð af öðrum nema með málskoti til æðra dóms
  • Dómarar eru dæmdir úr embætti, einu sinni gerst á Íslandi
  • Veita má dómara sem er orðin 65 ára gamall launs frá embætti
  • Dómstólaeftirlitið
  • Ráðherra má ekki stofna dómstóla. Þingið getur bara sett a dómstóla
46
Q

Þrír sérdómstólar

A

o Félagsdómur
o Landsdómur
o Endurtökudómstóll

47
Q

Úrskurðarvald dómstóla gagnvart framkvæmdarvaldinu

A

Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda (60. gr.)
- Engir stjórnsýsludómstólar á Íslandi eins og víða í nágrannaríkjum
- Ekki hægt að undanskilja tilteknar stjórnvaldsákvarðanir slíkri endurskoðun sbr. Hrd. um endurupptökunefnd 25. febrúar 2016
- Lögmæti stjórnvaldsákvörðunar er skoðað út frá stjórnsýslulögum og stjórnarskrá
- Telji dómstólar að ákvörðun sé ólögmæt geta þeir ógilt hana – en almennt ekki tekið nýja í staðinn.

48
Q

HRD hrafnkötumál

A

fyrsta skiptið sem dómstólar komumst að niðurstöðu að lög voru talin andstæð stjórnarskrá. Það má enginn gefa út bækur sem gefnar voru út fyrir 1400 nema íslenska ríkið. Halldór braut þessi lög og var dæmdur en vann málið vegna prentfrelsi.

49
Q

HRD endurupptökunefnd

A

Endurupptökunefnd vildi að dómur myndi falla úr gildi þar til nýr dómur væri kveðinn. Lög um að endurupptökunefnd gæti fellt niður dóma var andstæð meginreglu stjónarskráinnar. Því var þessu ekki beitt

50
Q

Trúfrelsi

A

Réttur hvers manns til þess að aðhyllast þá trú sem hann sjálfur velur og réttur til þess að iðka trú sína, hvort heldur einn eða í félagi við aðra

Hver maður nýtur á sama hátt frelsis til þess að vera trúlaus og verður ekki skyldur til þess að tilheyra trúfélagi eða iðka trúarbrögð

Evangelíska lúterska kirkja er þjóðkirkja Íslands og ríkisvaldið skal styðja hana og vernda samkvæmt SS

Frelsi manna til að iðka trú sína er háð ákveðnum takmörkunum sem helgast af réttindum manna: Ekki má kenna eða fremja hluti sem eru gagnstæðir almennu siðgæði og allsherjarreglu. Þannig er ekki hægt að fremja glæpi t.d. ofbeldisbro eða eignaspjöll, í skjóli þess að verið sé að iðka trúarbrögð

51
Q

Almenna jafnræðisreglan

A

Allir skulu vera jafnir fyrir lögunum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar eiga njóta jafns réttar í hvívetna

52
Q

Persónufrelsi

A
  • Telst til dýmætustu mannréttinda
  • Engann má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum
  • Einnig þurfa lagaheimildir til frelsissviptingar að vera nægilega skýrar og glöggar til þess að beiting þeirra megi teljast fyrirsjáanleg, en framkvæmdarvaldinu má ekki veita of rúmt ákvörðunarvald
    o HRD good morning America
  • Þegar maður er sviptur frelsi á hann rétt á því að vita tafarlaust um ástæður þess

Ferðafrelsi manna er þáttur af persónufrelsi
o Réttur mana til að velja sér búsetustað, ekki er hægt að skylda menn til þess að búa á tilteknum stöðum á landinu
o Krafa er þó að menn tilkynni um búferlaflutninga og skrái lögheimili sitt til þess að unnt sé að halda þjóðskrá
o Þá hafa dómstólar staðfest að lagaheimild verði að liggja til grundvallar takmörkunum við því að menn velji sér búsetu á tilteknum svæðum (t.d sumarbústaðalandi

53
Q

Bann við pyndingum og nauðungarvinnu

A

Pyndingar eru bannaðar samkvæmt SS

Nauðungarvinna
o Engum skal gert að sæta nauðungarvinnu

54
Q

Engin refsing án lagaheimildar og bann við dauðarefsingu

A

Bann við refsingu án lagaheimildar: Engum verður refsað nema háttsemi hafi verið refsiverð samkvæmt lögum þegar hún átti sér stað og refsing má heldur ekki vera þyngri en lög kváðu á um á þeim tíma

Dauðarefsingar: eru löngu aflagðar á Íslandi og heimild fyrir þeim numin úr lögum árið 1928, nærri öld eftir að síðasta aftakan fór fram

55
Q

Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum

A

Hver maður á rétt á því að fá úrlausn dómstóla um réttindi sín og skyldur og um ákæru á hendur sér um refsivert brot

Hver maður á rétt á því að meðferð máls fyrir dómstólum sé réttlátt

56
Q

Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu

A

Maður á rétt á því að lífshættir hans og einkahagir, svp sem tilfinningalíf, samskipti og tilfinningasambönd við annað fólk, séu ekki truflaðir
Ýmis fjarskipti, eins og símtöl og tölvupóstsendingar eða sendibréf, njóta verndar sem þáttur í einkalífi manna

57
Q

HRD opnun póstsendinga

A

HR: Skattheimtusjónarmið aðallega ráðið umræddri tollaframkvæmd. Póstsendingar falla undir 71. gr. 1) Þó T hafi rúmar heimildir til skoðunar á innfluttum varningi hefur hann ekki sýnt fram á að nauðsynlegt hafi verið að opna sendingarnar […] til að ná því lögmæta markmiði að innheimta aðflutningsgjöld. Þá ekki sýnt fram á að aðrar aðferðir hafi ekki verið tækar.

58
Q

HRD birting tölvupósta

A
59
Q

Friðhelgi eignarréttarins

A

Með eignarrétti er vísið til eignar í viðtækri merkingu, að meðtöldum kröfuréttindum og ýmsum óbeinum eignarréttindum eins og veðrétti í eign og afnotarétti

60
Q

Skoðana- og tjáningarfrelsi

A
  • Menn hafa þær skoðanir sem þeir vilja
  • Tjáningafrelsi er réttur manna til að láta í ljós skoðanir sínar og hugsanir
  • Stjórnarskrárákvæðið verndar öll form tjáningar, hvort sem hún er í ræðu eða riti, látbragði eða í listrænu formi, myndum eða í hljóði
61
Q

HRD Good morning America

A

Ó og 7 aðrir voru handteknir á Austurvelli við mótmæli þegar GMA voru að taka upp. Ekki þótti að framkoma þeirra væri meiri en væri algeng við upptöku sjónvarpsþáttarins og þar með ekki talið að handtakan væri lögleg. Ekki var sýnt fram á að rannsóknarnauðsyn hefði krafist þess að honum væri haldið í gæsluvarðhaldi eins lengi og var og því var honum greitt skaðabætur
Dómurinn vísar í félaga- og fundafrelsi sem heimilar mönnum að safnast saman vopnlausir

62
Q

HRD birting tölvupósta 2006

A

Var krafist lögbann við birtingu fréttablaðsis á efni úr tölvupóstum einstaklings ..

63
Q

HRD fjármál knattspyrnumanns

A
64
Q

Félaga- og fundafrelsi

A
  • Verndaður réttur manna til að stofna og ganga í félög og til að safnast saman á fundum
  • Stéttarfélög eru mikilvægt tæki fyrir menn til að koma saman til að vinna að sameiginlegum hagsmunum sínum

Fundafrelsi:Tryggir rétt manna til þess að safnast saman vopnlausir

65
Q

HRD mótmæli í Gálgahrauni

A

Var það ekki talið andstætt fundafrelsisákvæði SS að mótmælendur, sem neituðu að fara að slíkum fyrirmælum lögreglu, voru handteknir og fluttir af svæðinu og þeim síðar gerð refsing vegna brota á lögreglulögum

66
Q

Atvinnufrelsi

A

Réttur manna til að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa

o Þó er heimilt að setja skorður með lögum (enda krefst almannahagsmunir þess)

67
Q

Framfærsluaðstoð, réttur til menntunar og velferð barna

A

• Ákveðnar skyldur eru lagðar á ríkið til að tryggja í lögum rétt til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika handa þeim sem þurfa
• Löggjafinn uppfyllir skyldur sínar á þessu sviði með því að koma á fót almannatryggingakerfi sem tryggir mönnum bótagreiðslur þegar þeir þurfa þess
• Lagafyrirmæli um bótagreiðslur eða aðra aðstoð verða að byggjast á almennum og hlutlægum grunni
o HRD öryrkjadómur
• Stjórnarskráinn leggur skyldu á löggjafann til að kveða á um rétt manna til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi
o Skólaskylda fyrir öll börn
• Börn skulu vera tryggð í lögum sú vernd og ummönnun sem velferð þeirra krefst
o Lykilatriði er að taka ákvarðanir um málefni barns séu í hagmunir þess sjáfls og það sem því er fyrir bestu ávallt haft að leiðarljósi

68
Q

HRD öryrkjadómur

A

Vísað til jafnræðisreglunnar