Samninga- og kröfuréttur Flashcards

1
Q

Samningaréttur - 3 meginreglur

A

Skuldbingargildi samninga
- Standa við loforð sem við gefum
- Þ.e. að samninga beri að efna og að krafa þar að lútandi njóti lögverndar, sem táknar að henni verði fullnægt með atbeina dómstóla og annarra yfirvalda
- Á þessari reglu byggist gildi samninga í atvinnulífinu

Samningsfrelsi
- Við getum valið við hvern við semjum og um hvað
- Felur það í sér 1) að mönnum sé almennt heimilt að velja sér gagnaðila við samningsgerð, 2) frelsi um efni löggerninga og 3) frjálsræði til að ákveða hvort samningur skuli gerður eða hvort látið skuli hjá líða að gera samning eða annan löggerning.
- Undantekning: ef þú ætlaðir kannski að ráða barn í vinnu og láta það vinna mikið.

Ekki gerð krafa um sérstakt form samninga
- Formfrelsi
- T.d eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum
- Frávik t.d fasteignakaup, þar eru skilyrði að það séu skrifleg viðskipti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Samningalögin

A

Lögin eru ekki tæmandi

Við settum samningalögin í kjölfar norræns samstarfs

Samningslögin gilda aðeins um samninga en ekki um aðrar tegundir löggerninga, sem ætlað er að hafa sjálfstætt gildi (Sbr. T.d. einhliða loforð, er ekki þarnast samþykkis)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Í samningalögunum er, eins og fullt heiti þeirra gefur til að kynna fjallað um tilteknar meginreglur varðandi þrjá höfuðþætti, sem varða í sambandi við samningsgerð, nánar tiltekið um

A

1) Stofnun samninga almennt, þ.e. hvernig samningar verða að jafnaði til
2) Nánar um stofnun samninga fyrir milligöngu umboðsmanns
3) Um margvísleg atvik og aðstæður, sem kunn að verða þess valdani að samningur hafi ekki þau réttaráhrif, sem honum var ætlað sakvæmt beinu efni sínu, eða jafnvel alls engin réttaráhrif í einkaréttarlegri merkingu, þ.e. verði með öllu ógildur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Löggerningar

A

Löggerningar eru hvers kyns viljayfirlýsingar, sem ætlað er að stofna rétt, breyta rétti eða fella rétt niður

Í samningarétti er fyrst og fremst fjallað um þær tegundir löggerninga, sem kallast loforð og samþykki, en aðrar tegundir löggerninga falla þó jafnframt undir greinina

Ekki skiptir meginmáli hvort löggerningur hefur orðið til munnlega eða skriflega eða með einhverju öðru hátterni.

Formið getur skipt miklu máli um sönnun
- Erfitt að sanna munnlega gerninga

Sumir löggerningar á nánar tilteknum sviðum skuli vera skriflegir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Túlkun löggerninga

A

Allir löggerningar þarfnast túlkunar

Í samningalögum gefur ekki að finna nein almenn ákvæði um túlkun samninga eða annars konar löggerninga

Í túlkun felst, almennt, að skýra eða birta eðli eða inntak einhvers, nánar tiltekið og þegar túlkun beinist að löggerningum, að gera sér og/eða öðrum grein fyrir því hvaða skilning beri að leggja í löggerning og hvaða réttaráhrif sá löggerningur eigi að hafa.
Skiptist í tvo þætti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Túlkun löggerninga - 2þættir

A

Skýring (eða túlkun í þrengri merkingu): túlka samninginn.
Beinist að draga ályktun um merkingu löggernings af orðalagi hans eða, eftir atvikum, af öðru því hátterni sem löggerningsgjafi tjáði sig með við stofnun löggernings, er þar getur stundum m.a. reynt á að skilja afbrigðilegt eða óvenjulegt orðfæri löggerningsgjafans, að finna rétta merkingu fagorða, að grafast fyrir um tilganginn með löggerningi ofl og hins vegar

Fylling (eða túlkun í víðri merkingu)
En með henni er átt við þá túlknarstarfsemi, er gengur framar skýringu varðandi það að marka réttaráhrif löggernings á grundvelli réttarreglna eða réttarheimilda, svo sem venju, fordæmi, lögjöfunar og eðli máls eða meginreglna laga, sem svo nefnast
- Það er t.d ekkert ákvæði í samningi um hvenær á að afhenda hlutinn. Þá reynir á fyllingu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Viljakenning og Trauskenning

A

Viljakenning og traustkenning = eru ekki skráðar í lögum, eru kenningar hvernig á að nálgast samning og hvernig þeir virka

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Viljakenning

A

að leggja beri höfuðáherslu á vilja eða tilgang löggerningsgjafa þegar til löggernings var stofnað

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Traustkenning

A

að lögð skyldi áhreslu á að leiða í ljós þær hugmydir eða traust, sem sanngirni mátti ætla að löggerningur hefði vakið hjá löggerningsmóttakanda

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Loforð

A

Loforð er viljayfirlýsing manns sem felur í sér skuldbindingu

Loforð er ein tegund löggerninga, þ.e. skuldbindani löggerningur, sem ætlað er að stofna rétt og kominn til vitundar loforðsmóttakanda fyrir tilstilli loforðsgjafans

Almenna reglan er sú, að loforðsgjafi getur afturkallað loforð sitt þar til það er komið til vitundar loforðsmóttakanda, en sé loforðið einvörðungu munnlegt getur loforðsgjafi þó að jafnaði afturkallað það, þar til móttatakandi þess hefur beinlínis samþykkt það, sé samþykkis þörf

Dæmi: ég lofa að kaupa þennan bíl og hinn aðilinn samþykkir, ef þú samþykkir bílakaupin er kominn samningur á. Ef hann segir nei er loforðið ekki lengur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Samningar

A

Samningur er löggerningur, sem byggist á gagnkvæmum eða nátengdum viljayfirlýsingum tveggja eða fleiri aðila.

  • Önnur, eða ein, þeirra yfirlýsinga verður að vera í fromi loforðs og að jafnaði er hin yfirlýsingin eða yfirlýsingarnar einnig loforð um einhvers konar endurgjald fyrir þær hagsbætur eða það verðmæti, sem felst í loforði gagnaðila
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Tilboð

A

nefnast þau loforð, sem eru þess eðlis að þau þarf að samþykkja til þess að þau verði bindandi til frambúðar.

Getur verið munnlegt og skriflegt, með eða án orða

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Samþykki

A

tilboðs er fólgið í yfirlýsingu tilboðsmóttakandans um að hann taki við þeim rétti eða hagsbótum, sem honum er boðið í tilboðinu (almennt gegn endurgjaldi af hálfu tilboðsmóttakands)

Stundum er ákveðinn samþykkisfrestur, geta verið matskenndir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Aðili sem tekur á móti tilboði hefur um eftirtalda kosti að velja

A
  1. Hann getur samþykkt tilboðið
  2. Hann getur gefið yfirlýsingu..
  3. Hann kann að gefa yfirlýsingu
  4. Hann getur komið með gagntilboð
  5. Hann getur hafnað tilboðinu
  6. Hann hefst ekkert að, sem oft myndi leiða til þess að tilboði fellur niður
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Álitaefni varðandi stofnun samninga

A

álitaefni varðandi stofnun samninga: Túlkun atvika við samningsgerð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Álitaefni varðandi stöðluð samningsákvæði

A

Álitaefni varðandi stöðluð samningsákvæði: Stundum ágreiningur um hvort að þau séu hluti af samningi eða ekki

Staðlaðir skilmálar án þess þó að þeir skilmálar séu prentaðir þar eða séu beinlínis við höndina þegar til samnings er gengið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Þriðjamannslöggerningar

A

Er löggerningur, sem vísar til hagsmuna þriðja manns (eða lögpersónu), sem ekki er aðili að þeim löggerningi, og veitir honum beinan eða sjálfstæðan rétt til að krefjast samningsefnda, eða (í algerum undantekningartilvikum) bakar honum skyldur eða byrðar
- T.d þú ert t.d að semja við aðila. Er 3 maður úti bæ sem fær réttindi, kannski konan þín

Í íslenskum og norrænum rétti er ekki fyrir að fara almennum lagaálkvæðum um þriðjamannslöggerninga

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Andskýringarregla

A

ef annar aðillin samdi skilmálan alveg sjálfur, og ef kemur upp vafi um samningi. A það ekki vera túlkan honum sem gerði samningi í hag

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Umboð

A

Umboðsmennska: Er fólgin í því að umboðsmaður gerir löggerning í nafni annars manns, umbjóðandans, gagnvart þriðja manni samkvæmt heimild frá umbjóðandanum en verður ekki sjálfur bundinn við þann löggerning sem stofnast.
- t.D ég er að fara kaupa íbuð með manninum mínum, ég gef honum skriflegt umboð að fara og kaupa hana fyrir hönd okkar ‘

Milliganga við samningsgerð

Umbjóðandi —————— Sá sem felur umboðsmanni að gera samning fyrir sig

Umboðsmaður —————– sá sem semur í umboði annarra

Þriðji maður ——————— sá sem umboðsmaður semur við

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Umboð greinast í tvær megintegundir

A

Sjálfstæð umboð
Heimdilarumboð (munnleg)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Sjálfstæð umboð

A

Þarf umboðið sjálft (sem gildi hefur gagnvart þriðja manni) ekki að fara saman við heimildina (gagnvart umbjóðanda).

Tvær megintegundir sjálfstæð umboð: Tilkynningarumboð og stöðuumboð
- Tilkynningarumboð: er átt við umboð sem tilkynnt eru þriðja manni með persónulegum hætti eða með öðru móti. 1. Með yfirlýsingu, 2. Með sérstöku umboðsskjali, 3. Almennri tilkynningu um boðið

  • Stöðuumboð: að sé maður, samkvæmt samningi við annan mann, í stöðu, er eftir lögum eða venju felur í sér heimild til að reka erindi hans innan vissra takmarka, þá teljist hann hafa umboð til að gera þá löggerninga, sem innan þeirra takmarka séu
  • Dæmi: afgreiðslufólk í verslunum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Heimildarumboð

A

Heimild og umboð fara ætíð saman. Engri tilkynningu er beint til þriðja manns heldur verður viðsemjandinn venjulega að taka orð umboðsmannsins um að hann hafi umboð í nánar tilgreinda átt trúanleg ef hann vill semja við hann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Umboðsmaður fer út fyrir heimild sína

A

Það, að umboðsmaður fer út fyrir sérstök fyrirmæli frá umbjóðanda sínum, skiptir að jafnaði ekki máli varðandi réttarsambandið milli umbjóðanda og þriðja manns, gæti hann þess jafnframt að halda sig innan ramma umboðsins sjálft

t.d að gera samning um 60 mil en þú gerir samning um 62 mil fyrir einhvern

Tvær undantekningar
1. Sé um sjálfstætt umboð að ræða og hafi þriðji manni verið ljóst eða mátt vera ljóst, að umboðsmaður braut í bága við þau sérstöku fyrirmæli er umbjóðandi hafði gefið honum, verður sá löggerningur, sem umboðið átti að tryggja, ekki skuldbindandi fyrir umbjóðandann

  1. Sama gildir – enda þótt þriðji maður sé grandlaus – ef um þau umboð er að ræða, sem getið er um í 18.gr. samningalaga (heimildarumboð), en í þeim tilvikum þurfa umboð og heimild alltaf að fara saman
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Umboðsmaður fer út fyrir umboð sitt

A

Höfuðreglan er sú – að fari umboðsmaður út fyrir umboð sitt, skuldbindur sá gerningur ekki umbjóðandann (og þá, eftir atvikum, ekki heldur að því leyti sem gerningurinn kann þó að samræmast umboðinu að hluta)

T.d þú átt að gera samning við fyrirtæki og þú færð 60mil og þú ferð og kaupir ferrari

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Umsýsla

A

Er þegar umsýslumaður gerir viðskiptagerninga gagnvart þriðja manni í eigin nafni en fyrir reikning umsýsluveitandans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Helstu atvik er leitt geta til ógildingar löggerninga að íslenskum rétti, varða eftirtalandi atriði (5)

A
  1. Bresti á formskilyrðum
  2. Persónu viðkomandi aðila (t.d. gerhæfisskortur ef hann er ólögráða eða andlega vanheill)
  3. Efni löggernings, þ.e. að hann brjóti gegn lögum eða góðu siðferði eða hafi að geyma ósanngjarna samningsskilmála
  4. Tilurð löggernings, sbr. Fölsun, nauðung, svik og misneyting, eða
  5. Rangar eða brostnar forsendur ( sem taka þó ekki beinlínis til framgreindra ástæðna)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Mikilvægar ógildingarreglur tengdar móttakanda löggerning.

A

Meginregla: löggerningsmóttakandi getur yfirleitt ekki öðlast rétt samkvæmt löggerningi nema hann sé grandlaus (bona fide), þ.e. í góðri trú um að löggerningurinn sé gildur. Aðili sem beinlínis veit eða má örugglega vita, að löggerningur er haldinn ógildingareinkennum, getur því almennt ekki borðið hann fyrir sig til réttra efnda

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Formgallar

A

Ekki er til nein almenn regla í íslenskum rétti, sem mælir fyrir um formskilyrði í sambandi við gerð samninga eða annarra löggerninga

Almenna reglu um ógildi löggerninga er sökum þess að tilteknu formi var ekki fylgt er hvorki að finna í samningalögum né í annarri löggjöf
- Það eru þó ýmis dæmi að í lögum eða venju sé gert ráð fyrir því að löggerningar á nánar tilteknum sviðum skuli lúta ákveðnu formi

Til þess að löggerningur verði metinn ógildur þarf vafalaus ótvíræða lagaheimild

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Gerhæfisskortur – (ólögfest)
getur verið af tveimur ástæðum?

A

Samningalögin hafa ekki að geyma nein ákvæði um skort á persónulegu gerhæfi sem ógildingarástæði, en um það efni eru hins vegar allýtarleg ákvæði í lögræðislögum

Með gerhæfi er átt við hæfi manns til skuldbinda sig að lögum

Gerhæfisskortur getur verið af tveimur ástæðum

1) viðkomandi hefur ekki öðlast lögræði eða hefur verið sviptur því

2) hann telst ekki gerhæfur vegna andlegrar vangetu sinnar, jafnvel þótt lögráða sé

Réttareglurnar um gerhæfisskort sem ógildingarástæðu miða að því að vernda menn

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Lögræðisskortur - lögræðislög

A

Ólögráð menn geta verið menn af tvennum ástæðum
1. Vegna æsku
2. Þeir hafa verið sviptir lögræði með dómsúrskurði
- Svipta má fjáræði einu sér
- Svipta má sjálfræði einu sér
- Lögræði þá sviptiru báðu

Lögráða (sjálfsráða og fjárráða) = verða menn nú 18 ára og fyrr ef þeir stofna til hjúskapar
Sjálfráða = maður ræður einn öðru en fé sínu nema lög mæli fyrir á annan veg
Fjárráða = maður ræður jafnaði einn yfir fé sínu

Menn geta verið sviptir lögræði af verndartilgangi sökum andlegrar eða líkamlegrar vangetu. Lögræðissvipting getur verið takmörkuð og einnig má ákvarða hana til bráðabirgða. Jafnframt verður henni létt af með dómsúrskurði.

Löggerningar ólögráða manns, sem hann hafði ekki heimild til að gera, binda hann ekki. Þeir eru því ógildir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Andleg vangeta

A

Um gerhæfisskort vegna andlegra annmarka eru engin ákvæði í samningalögunum eða annarri löggjöf hér á landi, en löngum hefur verið viðurkennt að ef löggerningsgjafi er haldinn andlegri vangetu á háustigi, t.d. verulegri geðveiki eða elliglöpum eða miklum greindarskorti, geti leitt til þess að löggerningur hans verði ekki talinn skuldbinda hann að lögum – enda þótt hann hafi ekki verið sviptur lögræði af þessum sökum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Almennt / Í andstöðu við gott siðferði

A

a. Að ákvæði í löggerningum, sem ekki fá samrýmst landslögum eða viðurkenndum siðferðisskoðunum, skuli, eftir atvikum, teljast ógild.
b. Siðferðismælikvarðinn myndi þá miðast við almennar siðgæðishugmyndir þorra manna á líðandi stund, þ.e. þegar á matið reynir, eftir því sem framast er unnt að staðreyna slíkar skoðanir almennings
1) Dómstólar t.d ef þú leigðir þér leigðumorðingja og hann stendst ekki við loforið, getur þú ekki farið með þetta mál fyrir dómstóla þetta er á móti siðferði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

Óheiðarleiki - efnisannmarkar

A

Segir að löggerning, sem ella myndi talinn gildur, geti sá maður, er við honum tók, ekki borið fyrir sig ef það yrði talið óheiðarlegt vegna atvika, sem fyrir hendi voru þegar löggerningurinn kom til vitundar hans og ætla má að hann hafi haft vitneskju um

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
33
Q

ósanngirni eða andstætt góðri viðskipavenju (efnisannmarkar)

A

b. Mikilvægt er það ákvæði að samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta til, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, og hið sama eigi við um aðra löggerninga en samninga.
c. Líta þarf til 1) efnis samnings, 2) stöðu samningsaðila, 3) atviks við samningsgerð og 4) atvika, sem síðar komu til

HRD teppadómur og HRD lífnaðardómur

34
Q

HRD teppadómur

A

Maður fékk lánað 2 austulensk teppi í teppaverslun í heimalán. Á skjali sem hann undirritaði stóð að 12 dögum eftir heimlán væru komin á viðskipti án afsláttar en hann kom eftir þann tíma og vildi fá teppið endurgreitt. Verslunin tók það ekki í mál. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ákvæðin hefðu staðið mjög skýrt á skjalinu og hann skuli vera bundinn kaupunum.

HRD sagði þetta er ekki ósanngjarnt þú skrifaðir undir skjal sem sagði að þú áttir að skila innan 12 daga

35
Q

HRD Lífnaðardómur:

A

Þroskaheftur maður veðsetti íbúð sína til tryggingar láni, fjármalastofnun, þ.e. lífeyrissjóðurinn Lífiðn, veitti bróður hans. HRD komst að því að honum skorti gerhæfi til þess og því var að ógilda undirrun hans á umrætt veðskuldabréf. HRD sagði þetta er ekki sanngjart að gera samninga með þessum hætti, bróðirnn kunni ekki einu sinni að lesa og vissi ekki hvað hann var að skrifa undir.

36
Q

Ógildingarástæður, sem rekja má til tilurðar löggernings.
Falsanir og afbakanir (ólögfest)

A
  • A verður ekki bundinn við löggerning, sem annar maður, B, gerir í hans nafni við þriðja mann, C, nema B, hafi til þess fullgilda heimild, t.d. sem lögráðamaður eða umboðsmaður fyrir A. A verður heldur ekki að jafnaði bundinn við skriflegan gerning, sem þriðji maður, C, hefur breytt án heimildar eða ef löggerningsmóttakandi, B, hefur sjálfur breytt efni þess háttar löggernings sér í hag án vitundar og vilja löggerningsgjafa. Fölsun á nafni og fölsun á efni geta átt við þetta.

Ef löggerningur aflagast eða afbakast á leiðinni frá sendanda til móttakanda
- Er þá meginregla að sjálfsögðu sú að löggerningurinn (í hinni afbökuðu mynd) hefur engin réttaráhrif gagnvart löggerningsgjafanum, og það enda þótt móttakandinn sé grandlaus um þennan annmarka

37
Q

Ógildingarástæður, sem rekja má til tilurðar löggernings-
Löggerningur er ekki réttilega af stað sendur (2. Og 3.mgr. 32.gr.sml.)

A

Löggerningur verður að hafa komist til vitundar viðtakandans fyrir tilstilli löggerningsgjafans. Verði misbrestur á þessu getur það augljóstlega valdið ógildi þess löggernings

38
Q

Ógildingarástæður, sem rekja má til tilurðar löggernings-
málamyndagerningur

A

Löggerningsgjafi og löggerningsmóttakandi eru samhuga um að leggja aðra merkingu í löggerninginn en leiða má af orðalagi hans eða formi samkvæmt almennum túlkunarreglum. Löggerningnum er ekki ætlað að hafa réttaráhrif samkvæmt efni sínu og báðir hinir upphaflegu aðilar gera sér það ljóst.

39
Q

Ógildingarástæður, sem rekja má til tilurðar löggernings
Nauðung

A

Sé löggerningi komið á með nauðung verður hann að jafnaði ógildur af þeim sökum.

Tvær tegundir:

1) nauðungar, sem er fólgin í líkamlegu ofbeldi eða hótun um að beita því þegar í stað (meiri háttar nauðung). Leiðir almennt til ógildingar nema í því tilviki að sá sem átti að njóta hagsbóta samkvæmt löggerningnum hafi verið grandlaus.

2) Nauðungar, sem ekki er eins alvarleg og fyrr getur (minni háttar nauðung). Löggerningur er ekki skuldbindandi fyrir þann sem neyddur var ef sá maður sem tók við löggerningnum hefur sjálfur beitt nauðunginni. Grandlaus þriðji maður getur hins vegar öðlast rétt samkvæmt þess háttar löggerningi.

Grandvís (grandsamur) löggerningsmóttakandi (þ.e. maður, sem veit að nauðung var beitt) getur aldrei byggt rétt sinn á löggerningi, sem gerður var vegna nauðungar. Öðru kann hins vegar að vera til að dreifa, þegar sá maður, sem á að öðlast hagsbætur skv. Löggerningi, sem er þessu marki brenndur, er grandlaus (í góðri trú), þannig að hann hvorki beitti nauðunginni né vissi um að löggerningurinn varð til vegna

40
Q

Ógildingarástæður, sem rekja má til tilurðar löggernings
Svik

A

Svik er það, þegar maður, með ólögmættum hætti og gegn betri vitund, annaðhvort gefur rangar upplýsingar eða leynir atriðum, er máli skipta, með þeim ásetningi að fá með því annan aðila til að stofna löggernings

Almenna reglan að löggerningur skuldbindur ekki þann mann, sem gerði hann, ef hann var fenginn til þess með svikum, og sá maður, sem við löggerningum tók, beitti sjálfur svikunum eða hann vissi eða mátti vita, að gerningurinn var gerður fyrir svik annars manns

41
Q

Ógildingarástæður, sem rekja má til tilurðar löggernings
misneyting

A

Það atferli, er maður notar sér bágindi annars manns, einfeldi hans, fákunnáttu eða léttúð (léttúð: glannskapur í fjármálum og meiriháttar skammsýni,fyrirhyggjuleysi eða fljótfærni) eða það að hann var honum háður, til þess að afla sér hagsmuna eða áskilja sér þá, þannig að bersýnilegur mismunur er á hagsmunum þessum og endurgjaldi því, er fyrir þá kemur eða koma skal, eða að hagsmunir þessir skulu veittir án endurgjalds. Löggerningur sem til er kominn með misneytingu er ógildur gagnvart þeim aðila sem á var hallað með honum.

HRD litlu hjónin

42
Q

HRD litlu hjónin

A

HRD Litlu hjónin : Hjón sem voru með greindarþroska á við 10-12 ára börn voru blekkt til þess að selja íbúðina sína á mun lægra verði til nágranna sem vissi að þau voru með greindarþroska en eðlilegt taldist en Hæstiréttur dæmdi samninginn ekki skuldbindandi fyrir þau vegna þess að kaupandinn nýtti sér aðstöðu þeirra.

43
Q

Viljaskortur / forsendumaarkar Rangar og brostnar forsendur

A

Viljaskortur: Ógildingarástæður sem vísa til viljaskorts löggerningsgjafa. Tveir þættir: rangar og brosnar forsendur

44
Q

Rangar forsendur

A

Mikilvæg regla um mistök eða villu við löggerningsgerð

  • Löggerningur sem vegna misritunar eða annarra mistaka af hálfu þess, er gerði hann, hafi orðið annars efnis en til var ætlast, verður ekki skuldbindandi fyrir þann sem gerði hann, ef sá maður, sem löggerningnum var beint til, vissi eða mátti vita að mistök höfðu átt sér stað.
  • Maður áttar sig ekki alveg á hvað hann er að gera
  • 30.000 evrur og hann gerði sér ekki grein fyrri því
45
Q

Brostnar forsendur

A

Brostnar forsendur (ólögfest) : Vegna atvika sem verða eftir samningsgerð

Forsenda fyrir gerð löggjörnings brestur. Brosnar forsendur verða ekki teknar til greina sem ógildingarástæða nema knýjandi nauðsyn sé fyrir aðila að fá sig leystan undan gerningi. Forsendan sem brast verður að hafa verið veruleg og jafnframt bein og ótvíræð ákvörðunarástæða.

Dæmi: Bílasýning: bónfyrirtækið fær leyfi ti að bóna bílana og auglýsa því bónið. Bílafyrirtkið leyfir þeim svo ekki að bóna aðal bílinn og eru með auglýsingu á bílnum um annað bón fyrirtæki. Bón fyrirtækið segir því þetta eru brostnar forsendur

46
Q

HRD sjúkrahúsadómur

A

Sýslunefnd og bæjarstjórn kaupstaðar höfðu lengi rekið sjúkrahús í félagi bæði um stjórn og fjárframlög. Síðar kom upp ágreiningur milli þeirra um reglugerð sjúkrahússins, er lauk svo, að bæjarstjórn lýsti því yfir, að hún myndi ein stjórna sjúkrahúsinu. Meðan samningar stóðu yfir um ágreiningin, hafði sýslunefnd samþykkt fjárframlag til sjúkrahússins, en var sýknuð af kröfu bæjarstjórnar um greiðslu þess, sökum þess að bæjarstjórn réð nú ein yfir sjúkrahúsini

hér reyndi á brostnar forsendur

47
Q

Krafa

A

Lögvarin heimild tiltekins aðila, kröfuhafa, til þess að krefjast þess af öðrum aðila, skuldara, að hinn síðarnefndi geri eitthvað eða láti eitthvað ógert.

48
Q

Hvað felst í „lögvarinni heimild“?

A

Um að krafa sé lögvarin heimild til að krefjast efnda, táknar það, að unnt sé að fá aðstoð opinberra valdhafa, dómstóla og annarra, til að framfylgja efni kröfunnar, annaðhvort til beinna efnda eða til bótagreiðslu að öðrum kosti

49
Q

Upphaf kröfu á grundvelli samnings eða bótanæms skaðaverks

A

skoða bls 244

50
Q

Ómöguleiki á efndum – réttaráhrif

A

Þú getur fengið mann til að greiða þér skuld. En þú getur t.d ekki afhent manni norðurljósin, það er ómöguleiki.

51
Q

Aðilar kröfusambands

A

Aðili að kröfusambandi getur hver sá verið, sem hefur rétthæfi á sviði fjármunaréttar, þ.e. getur átt rétt og borið skyldur á því réttarsviði.

  • Bæði átt við um einstaklinga og persónur að lögum (lögpersónur), svokallaðar, t.d. félög og opinber aðila
  • Meginregla: kröfusamband þurfi ekki að falla niður við andlár kröfuhafa eða skuldara, heldur að dánarbú manna komi í þeirra stað, með sömu réttindum og skyldum og einstaklingur hafði, þar til endanlegar og lögmætar ráðstafanir hafa verið gerðar um fjármál hins látna
  • Geta bæði verið skuldarinn og kröfuhafinn. T.d kennarinn skuldar að kenna en skólinn skuldar að greiða laun
52
Q

Fleiri aðilar en tveir - skuldarar

A

Skuldarar geta ýmist verið ábyrgir fyrir efndum sameiginlega eða að hvor/hver þeirra ábyrgist einungis tiltekinn hluta efndanna.

53
Q

Ábyrgð in solidum:

A

Full og óskipt ábyrgð hvers einasta skuldra

Hver einstakur kröfuhafi getur krafið skuldarana um alla greiðsluna. Ef 1 skuldarinn lendir í
því að greiða alla kröfuna fyrir hina þá eignast hann endurkröfurétt á hendur hinum
„einn fyrir alla og allir fyrir einn“
Ábyrgðarmaður getur lend í því að borga allar skuldir persónulega

54
Q

Ábyrgð pro rata:

A

ábyrgð að hluta

Kannski átt kröfu á mann en hann greiðir helming og annar maður helming

Þá borgar maður sinn hluta af skuldinni

55
Q

Endurkrafa á hendur samskuldurum

A

Hafi skuldari, sem ber fulla og óskipta ábyrgð, orðið a ðgreiða meira en honum ber, er það að vísu undir ýmsu komið, hvort hann eignast endurkröfu (framkröfu, aðgangskröfu) á hendur samskuldara eða samskuldurum sínum. Fer það þá eftir nánara eðli þess réttarsambands, sem er milli skuldaranna innbyrgðis, hvort hann öðlist þess háttar endurkröfurétt og ef svo er, hvernig þeim rétti er varið að öðru leyti. Í einstaka tilvikum leysa lagaákvæði úr þessu en annars myndi oftar en ekki vera rétt að líta svo á, að eðlilæg rök leiði til þess að endurkröfuréttur sé fyrir hendi

56
Q

Ábyrgðarmenn

A

t.d á láni, hægt er að krefja þá um að borga lán sem einhver annar gerði útaf þú varst ábyrgðarmaður hjá honum

57
Q

Aðilaskipti við kröfuréttindum

A

Atvik geta hæglega leitt til þess, að það séu ekki sömu aðilar, sem standa að tilteknu kröfusambandi frá því að það stofnast og þar til því lýkur
Krafa er eign og þar af leiðandi er hún til þess fallin að ganga kaupum og sölum og eigandaskipti verða einnig að kröfum með öðrum hætti, á sama hátt og á við um önnur fjárverðmæti

58
Q

Kröfuhafaskipti

A

Algengast mun vera að kröfuhafaskipti verði fyrir löggerning (framsal), þar sem endurgjald kemur fyrir

Hins vegar geta sumar kröfur verið svo persónulegar að þær verða trauðla afhentar og hafa því lítið gildi fyrir aðra en kröfuhafnann sjálfan, en aðrar kröfur geta verið því marki brenndar, að efndir kunna að verða torsóttar og þær því almennt ekki áhugaverðar til kaups

Kröfur samkvæmt viðskiptabréfum eru hins vegar sérlega vel fallnar til að ganga kaupum og sölum

59
Q

Framsal kröfu

A

er löggerningur sem felur í sér afsal kröfunnar á hendur skuldara, af hálfu kröfuhafa (framseljanda), til þriðja aðila, framsalshafa.

  • Réttarreglur um framsal kröfu byggjast í miklum mæli á réttarvenju
  • Það þarf ekki að tilkynna skuldarnum um framsalið
  • Með framsalinu færist eignarrétturinn að kröfunni yfir til nýs eiganda, framsalshaf, og er framsalshafinn eftir það réttur kröfuhafi
  • Er það þá meginregla að framsalshafinn öðlist við framsalið allan þann rétt á hendur skuldara sem framseljandinn áður átti
  • Meginreglan er sú varðandi almennar kröfur að réttarstaða skuldara samkvæmt kröfunni á ekki að rýrna við framsal kröfunnar, þ.e. hann heldur m.a. öllum þeim mótbárum sem hann áður átti gagnvart framseljanda og getuð borið þær fram gagnvart framsalshafa
60
Q

Skuldaraskipti

A

Skuldskeyting: er yfirfærsla skuldar til nýs skuldara (að öllu leyti eða að hluta), sem verður með samningi þar um milli skuldskeytanda (fyrri skuldara) og hins nýja skuldara, og fer ætíð fram með samþykki kröfuhafa ( sem ekki er hins vegar krafist þegar skuldaraskipti verða, er erfingjar gagnast við skuldum látins manns)

Skuldari getur sem sagt ekki með skuldskeytingu sett nýjan skuldara í sinn stað án samþykkis kröfuhafa, en það samþykki kröfuhafans er hins vegar ekki bundið við ákveðið form ( getur t.d. verið munnlegt, sem kann þá að þurfa að sanna síðar)

Við skuldskeytingu yfirtekur hinn nýji skuldari að öllu leyti skyldur hins fyrri skuldara (skuldskeytandans) gagnvart kröfuhafa. Getur hinn nýi skuldari að jafnaði borið fram við kröfuhafann þær sömu mótbárur, sem skuldskeytandinn áður átti

61
Q

Lok kröfu

A

Kröfur eiga sér mislangan aldur.

Endalok kröfu geta einnig orðið með ýmsum hætti, en þó er algengast að kröfu ljúki við efndir hennar, sem rjúfa þá það kröfusamband, er var milli aðilanna, enda þótt það geti síðan með vissum hætti orðið virkt á ný, ef síðar kemur í ljós, að efndirnar eru ekki með þeim hætti sem kröfuhafinn mátti vænta og á rétt til

t.d ef ég keypti bíl og hann afhendir mér hann – lok kröfu

62
Q

Efndir kröfu

A

í efndum felst það, sem skuldari á að greiða (oftast með athöfn en einstaka sinnum með athafnaleysi) og þá um leið það sem kröfuhafinn á rétt á að öðlast.

63
Q

Réttar efndir

A

fela það í sér að greiðsla af hálfu skuldarans verður að vera fullkomlega í samræmi við efni kröfunnar

Eðli greiðslunnar og nánari skilyrði

Valkvæð greiðasla

einstaklega ákveðin eða eða tegundarákveðin greiðsla

Réttur staður og réttur tími

Gjalddagi – eindagi – lausnardagur

Efndir in natura

Force majeure (vis major)

64
Q

Skuldajöfnuður

A

Tveimur gagnstæðum kröfum lýkur að því marki, sem þær ganga hvor á móti annarri - eftir sérstaktri kröfu í þá átt - þannig að sú lægri er dregin frá þeirri hærri, séu þær ekki jafnháar.

Dæmi: ég á kröfu upp á 500k og hann á líka kröfu á mig fyrir 500k þá jafnast það út

Dæmi: þú keyptir bjór og vinur þinn kaupir næsta bjór og þið eruð því jafnir

65
Q

Tómlæti

A

Kröfuhafi verður að gæta réttar síns og halda honum til laga og bera að öðrum kosti halla af vanrækslu sinni á því sviði, sem getur leitt til þess að hann glati kröfu sinni.

– Í íslensku lagamáli er aðgerðarleysi kröfuhafans í þessa veru, sem hann ber áhættuna af, nefnt tómlæti

  • Þú keyptir bíl og það er galli, en þú lætur vita 3 árum seinna, þú hefur þá sýnt tómlæti
66
Q

Fyrning

A

Er þegar réttindi falla niður eða missa réttarvernd sína. Fyrnd krafa nýtur ekki lengur lögverndar, þ.e. hvorki er unnt að fá dóm henni til staðfestingar né aðstoð sýslumanns til að fá henni framgengt með aðfarargerð.

67
Q

Fyrningarfrestur

A

Reiknast að jafnaði frá þeim degi, er kröfuhafi átti fyrst rétt til efnda

68
Q

Fyrningartími skv. Fyrningarlögunum

A
    1. Almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda eru fjögur ár
    1. Um allmargar tegundir krafna gildir hins vegar sú regla, að þær fyrnast á 10 árum
    1. Dæmi eru þess, að kröfur fyrnist á 20 árum, en það heyrir til undantekninga
69
Q

Slit fyrningar

A

Fyrningarfresti verður slitið með ýmsum hætti og hefst þá nýr fyrningarfrestur

Ef skuldari viðkennir skuld sína við kröfuhafa hefst nýr fyrningafrestur frá þeim degi, og kröfuhafi getur, fyrir sitt leyti, slitið fyrningu með málskókn (lögsókn) áður en fyrningafrestur er liðinn

70
Q

Vanlýsing

A

Þegar löggjafinn hefur veitt einstaklingum og lögaðilum heimild til að gefa úr opinbera innköllum til skuldheimtumanna sinna með áskorun til þeirra um að gefa sig fram og lýsa kröfum sínum innan tilskilins tíma missa lögvernd sína eftir lok innköllunarfrests vegna vanlýsingar.

dæmi: bankahrunið, lögmaður krafðist ekki bankana um 1 miljarð og var of lengi að gera kröfu í þrotabúið

Er hann bótaskyldur? Þrotabuið atti ekki 1milj..

Þarf að meta hvar lífeyrissjóðurinn var röðinni

Gjaldþortaskiptin segja okkur hvar við erum í röðinni til að heimta einhvað
Almennir kröfuhafar eru aftarlega t.d

71
Q

Vanefndir krafna og réttaráhrif vanefnda

A

Séu kröfur ekki með réttum hætti, er um efndabrest að ræða, án tillits til allra réttaráhrifa

Vanefnd er átt við þann efndabrest í kröfusambandi, sem hefur í för með sér réttaráhrif til hagsbóta fyrir kröfuhafann (þ.e. þolanda efndabrestsins) en til óhags fyrir skuldarnum

72
Q

Helstu tegundir vanefnda

A

Efndadráttur

galli

Vanheimild

Viðtökudráttur

73
Q

Algengustu réttarúrræðin vegna vanefnda

A

o Riftun
o Skaðabætur (almennar)
o Dráttarvextir af peningagreiðslum, sem eru eins konar „staðlaðar“ skaðbætur
o Afsláttur af endurgjaldi ( í gagnkvæmum samningum)
o Heimild til að fresta eigin greiðslu (í gagnkvæmum samningum) þar til gagnaðili efnir af sinni hálfu

74
Q

Efndadráttur

A

Ein af höfuðskyldum skuldarans er að efna skyldu sína á réttum tíma. Ekki er um efndadrátt að ræða ef það er kröfuhafanum að kenna eða það á rætur að rekja til einhvers ósjálfráðs atburðar. Nokkrar leiðir:

Krafa um afhendingu eða skil - efnda in natura

Krafa um riftun

Skaðabótakrafa

Réttur kröfuhafa til efndafrestunar af sinni hálfu

Dráttarvextir

75
Q

galli

A

sem er ein algengasta tegund vanefnda. Granleysi, rannsóknarskylda og réttarúrræði kröfuhafa

Gæði greiðslunnar verða að vera í samræmi við réttmætar væntingar kröfunnar. Tveir þættir:
1) Að greiðslan hafi ekki þau einkenni eða eiginleika sem hún átti að hafa
2) Að greiðslan hafi ekki þá eiginleika sem almennt má ætla að efndaframlög ef sömu tegund hafi

Skiptir miklu máli hvort ætla megi að kröfuhafi hafi vitað eða mátt annmarka um gallana (augljós/leyndur).

Réttarúrræði vegna galla:
1) Krafa um efnda in natura
2) Riftun
3) Afsláttur af kaupverði
4) Skaðabætur

76
Q

Vanheimild

A

Vanheimild er þegar maður býður fram greiðslu og hefur ekki rétt á henni. Hér er hjól - taktu það upp í skuldina - svo er þetta ekki mitt hjól.

Selja vöru sem maður á ekki – úr verzlo glósa

77
Q

Riftun

A

Þegar aðili að gagnkvæmu kröfusambandi tekur þá ákvörðun, einhliða, á réttmætum grundvelli og án þess að baka sér með því bótaskyldu, að efna eki skyldu sína samkvæmt aðalefni hennar af sökum vanefnda. Getur verið alger eða að hluta til.

78
Q

Skaðabætur

A

Skaðabætur vegna vanefnda innan samninga eru efndabætur. Stefnt er að því að gera þann samningsaðila er tjón bíður af vanefndum gagnaðila sem líkast settan fjárhagslega og ef hann hefði öðlast efndir samkvæmt efni kröfu sinnar.

Sakarreglan: Skuldari sem bakar kröfuhafa tjón á saknæman og ólögmætan hátt skal almennt bæta kröfuhafanum það tjón , sem telja má sennilega afleiðingu af hinni saknæmu vanefnd.

79
Q

Dráttarvextir af peningagreiðslum

A

Þeir vextir sem skuldara ber að greiða af peningaskuld frá gjalddaga hennar og þar til greiðsla sem dregist hefur, er innt af hendi

80
Q

Afsláttur

A

Skilyrði þess að afsláttar verði krafist er að vermæti greiðslu skuldarans sé minna en kröfuhafinn á tilkalla til samkvæmt samningi þeirra og að unnt sé að meta þá verðrýrnun hlutfallslega.

81
Q

Brottfall vanefndaúrræða kröfuhafa og skyld efni

A
  • Brottfall vanefndaúrræða o.fl.
    – Almennt
    – Kröfuhafi kannar ekki eiginleika greiðslunnar
    – Viðtökudráttur (má einnig telja til sjálfstæðra vanefnda), réttaráhrif og tímabundin varðveisluskylda skuldara
  • Heimild til úrbóta á því sem áfátt er
    T.d getur verið að við sýnum af okkur tómlæti
    Úrbótaréttur – fyrirtækið kannski lagar þvottavélina
82
Q
A