SÁLFRÆÐI: 5. kafli Flashcards
Phineas Gage
fékk kúbein í gegnum höfuðkúpuna árið 1848. Nokkrum mínútum eftir slysið gat Phineas setið uppréttur, var með meðvitund og gat sagt frá því sem gerðist.
Andlitsókenni
er ástand í heila sem gerir það að verkum að manneskjan með andlitsókenni getur ekki greint milli andlita og jafnvel ekki greint sitt eigið andlit.
Draugalimir
þegar einstaklingur missir útlim en virðist enn hafa ákveðnar tilfinningar sem tengjast útlimnum þó hann sé farinn, t.d. að finna enn fyrir fingri sem þú misstir í slysi fyrir nokkrum mánuðum.
Taugafrumur eru…
grunneiningar taugarkerfisins og geta verið einn þúsundasti úr sentimetra upp í allt að metra að lengd. Hlutverk þeirra er að flytja taugaboð og eru forsenda alls náms, hugsunar og tilfinninga.
Frumubolur (taugafruman)
Inniheldur kjarnann og flest önnur frumulíffæri
Griplur (taugafruman)
Taugaþræðir sem taka á móti boðum frá öðrum taugafrumum og flytja til frumubolsins.
Taugasími (taugafruman)
er taugaþráður sem liggur frá frumubol og flytur taugaboð frá honum til annarrar frumu.
Mýlisslíður (taugafruman)
gegnir því hlutverki að vernda taugasímann og hefur einnig áhrif á leiðsluhraða taugaboða. Frumur með þykkt mýlisslíður: boð flytjast hraðar.
Ranvier-mót (taugafruman)
Göt á mýlisslíðri og á milli gatanna hoppa taugaboðin hraðar en ella.
Símahnúðar (taugafruman)
Litlar blöðrur fylltar með boðefnum
Taugaboð (taugafruman)
skiptast í raflífeðlisleg (innan einnar frumu) og efnafræðileg (á milli taugafrumna)
Rafboð (taugafruman)
Rafstraumur sem hleypur niður eftir símanum þegar griplurnar hafa gripið boð.
Efnaboð (taugafruman)
Taugamót berast til griplu næstu taugafrumu, setjast þar á viðtaka og auka líkur á að taugaboð séu send.
Hvíldarspenna (taugafruman)
taugafruman er neikvætt hlaðin miðað við umhverfið
Afskautun (taugafruman)
við áreiti breytist himna á viðtökufrumu.