SÁLFRÆÐI: 1. kafli Flashcards
Sálfræði rannsakar…
atferli og hugarstarfsemi einstaklings.
Sálfræði á rætur að rekja til 3 fræðigreina, hverjar eru þær?
- Heimspeki: viðfangsefni m.a. minnis og
heila - Líffræði: lífeðlisfræðilegar uppgötvanir (t.d.
heilarannsóknir og þróunarkenning
Darwins (stigsmunur frekar en eðlismunur) - Eðlisfræði: Vísindaleg vinnubrögð og
aðferðafræði.
Wilhelm Wundt
stofnaði fyrstu tilraunasálfræðistofuna í Leipzig í Þýskalandi árið 1879.
William James
skrifaði fyrstu kennslubókina í sálfræði árið 1890. “Sálfræðin eru vísindin um sálarlífið”
Formgerðarstefna
Ein af fjórum fyrstu sálfræðistefnunum
Wilhelm Wundt kom fram með formgerðarstefnuna og snerist um það að viðfangsefni sálfræðinnar ætti að vera meðvituð hugarstarfsemi rannsökuð með sjálfsskoðun.
Hlutverksstefna
er andsvar William James við formgerðarstefnunni. Í henni koma fram áhrif Darwins. Sálfræðin ætti að fjalla um eðli og hlutverk atferlis og hugsana.
Atferlisstefna
Ein af fjórum fyrstu sálfræðistefnunum. John Watson kom fram með atferlisstefnuna og snerist hún um að setja ætti áherzlu á vísindalegar aðferðir og rannsóknir á atferli fram yfir rannsóknir á hugarstarfsemi.
Sálgreining
Stefna Sigmund Freud sem fjallaði um dulvitund og hvatir einstaklingsins.
Hvers þarf að taka tillit til þegar hugarstarfsemi eða hegðun er rannsökuð?
- Umhverfisþættir
- Erfðaeiginleikar
- Menningarþættir
- Félagslegt umhverfi
- Persónulegir þættir (greind, persónuleiki…)
(6. Reynsla einstaklings - Starfshættir miðtaugakerfis
- Önnur líkamleg starfsemi)
Hawthorne-hrif
sú staðreynd að fólk hefur tilhneigingu til að breyta hegðun sinni þegar það er meðvitað um að hegðun þeirra sé til rannsóknar.
Löghyggja
fylgismenn halda því fram að öll hegðun eigi sér orsök og það sé hlutverk sálfræðinnar að skýra þessi lögmál. Löghyggja skiptist í eindregna löghyggju og væga löghyggju.
Eindregin löghyggja
Samband milli áreitis og svörunar er alltaf lögmálsbundið.
Atferlisstefna, sálgreining og líffræðileg sálfræði heyra undir eindregna löghyggju.
Væg löghyggja
Hugsun mannsins gerir honum kleift að hafa áhrif á sambandið milli áreitis og svörunar.
Hugræn sálfræði heyrir undir væga löghyggju.
Frjáls vilji
er einkum studdur af mannúðarsálfræðingum. Vilji og sjálfsákvarðanir eru við völd, þ.e.a.s. við höfum val. Mannúðarsálfræði heyrir undir frjálsan vilja.
Ásköpunarhyggja
Barnið fæðist inn í þennan heim með áskapaða þekkingu til þess að takast á við veröldina. René Descarts var talsmaður ásköpunarhyggju.