SÁLFRÆÐI: 4. kafli Flashcards
Tengslanám
myndun nýrra tengsla milli atburða í umhverfi. Tvær tegundir tengslanáms eru viðbragðsskilyrðing og virk skilyrðing.
Óskilyrt áreiti (viðbragðsskilyrðing)
áreiti sem kallar venjulega fram viðbragð; allt áreiti, t.d. æti
Óskilyrt svörun (viðbragðsskilyrðing)
það sem er lífverunni eðlislægt, t.d. hundur slefar þegar hann fær mat
Skilyrt áreiti
á venjulega ekki að kalla fram sérstakt viðbragð en fær nýja merkingu fyrir lífveru, t.d. hljóðmerki áður en það hefur verið parað við æti.
Skilyrt svörun
er lærð svörun við áreiti sem upphaflega vakti ekki þessi viðbrögð, t.d. er slef við bjölluhljóm.
Dæmi um óskilyrta svörun (2)
- hönd dýft í ískalt vatn: æðar dragast saman
2. mikill hiti: maður kippir burt höndinni
Dæmi um skilyrta svörun (2)
- tónlist í bíómynd: maður verður allt í einu spenntur
2. lykt: minnir mann á stað, atburð eða manneskju
Lota (viðbragðsskilyrðing)
sérhver pörun á skilyrta áreitinu og óskilyrta áreitinu kallast lota.
Festingarskeið
er tíminn sem tekur lífveruna að læra tengslin milli áreitanna tveggja
Slokknun
er EKKI að sama og gleymska. Slokknun er þegar hið skilyrta atferli er ekki styrkt þá minnkar skilyrta svörunin smátt og smátt.
Sjálfkvæm endurheimt
ef hlé er gert á tilraun eftir að slokknun lýkur (t.d. yfir nótt) þá verður styrkur svörunar þegar tilraunir hefjast aftur meiri en hann var fyrir hlé.
Alhæfing
þegar skilyrt svörun hefur verið tengd ákveðnu áreiti, vekja svipuð áreiti einnig sömu svörun. Viðbrögð við líkum fyrirbærum.
Sundurgreining
Andstæðan við alhæfingu, eða viðbrögð við mismun, þ.e. lífvera greinig milli áreita. T.d. umferðarljós, rauði og græni liturinn skapa ólíka svörun hjá okkur.
Raðskilyrðing
Pavlov skilyrti hund til að slefa í takt við hljóðmæli (ÓÁ: kjötduft) Þegar hljóðið var farið að vekja trausta slefsvörun breytti hann aðstæðum þannig að á undan hljóðinu sýndi hann dýrinu svartan ferning en gaf því engan mat. Eftir pörun á ferningi og hljóði nokkrum sinnum kom að því að ferningurinn einn og sér kallaði fram slefsvörun. Það er raðskilyrðing.
Að skilyrða hræðslu
Séu rottur lokaðar í búri og rafstraumur leiddur í botngrindina er hægt að kalla fram óttaviðbrögð án nokkurs rafstraums. Þetta er gert með því að kveikja ljós áður en rafstraumnum (ÓÁ) er hleypt á. Eftir nokkrar slíkar paranir nægir ljósið til að kalla fram óttaslegin viðbrögð.
Edward Thorndike (virk skilyrðing)
Rannsóknir Thorndikes marka upphaf rannsókna á virkri skilyrðingu. Hann byggði rannsóknir sínar á köttum í þrautabúrum.
Árangurslögmálið (virk skilyrðing)
Svaranir sem hafa jákvæðar afleiðingar í för með sér verða tíðari en hinar detta út.
Styrking (virk skilyrðing)
Þegar ákveðnu atferli fylgja afleiðingar sem auka líkur á að atferlið verði endurtekið.
Jákvæð styrking (virk skilyrðing)
svörun dýrs leiðir til umbunar, þ.e. dýrið er verðlaunað fyrir réttar svaranir, dæmi er hrós og launahækkun.
Refsing (virk skilyrðing)
Refsing verður til þess að neikvætt áreiti birtist og refsingin leiðir til færri svarana, dæmi er svipting frelsis ef brotið er gegn lögum.
Neikvæð styrking (virk skilyrðing)
verður þegar svörun dýrs leiðir til ess að neikvætt áreiti birtist ekki. dæmi er að tengja ljós við raflost og þegþar ljós birtist stekkur rottan upp úr búrinu og tekst þannig að “forðast” raflostið. Þetta kallst neikvæð styrking (ljósið). Dæmi í mannlegu samfélagi er fjarvistarkerfi í skólum virkar sem neikvæð styrking á að mæta í tíma.
Brottnámsskilyrðing (virk skilyrðing)
verður þegar svörun leiðir til þess að jákvætt áreiti er fjarlægt. t.d. Matarskál er full og rottan svöng. Ýti rottan á slána er lokað fyrir skálina í stutta stund = jákvætt áreiti fjarlægt. Um leið dregur úr svörunum dýrsins. Dæmi í mannlegu samfélagi: unglingur fær ekki lánaðan heimilisbílinn vegna þess að hann kom of seint heim eitt kvöldið.
Samfelld styrking
þegar styrkir fylgir ákveðinni hegðun í hvert skipti sem hún er framkvæmd.
Skert styrking
þegar ákveðin hegðun er aðeins styrkt stundum. Í hin skiptin er hegðunin látin afskiptalaus.