SÁLFRÆÐI: 3. kafli Flashcards
Aristóteles
setti fram hugtengslakenninguna. Minni vísar til þekkingar og reynslu sem við höfum áður aflað okkur.
Hermann Ebbinghaus (minni)
var fyrstur til að gera rannsóknir á minni og kom með gleymskukúrfuna (gleymska mest eftir nám)
Plató (minni)
líkti minninu við vaxtöflu; auðvelt að má út aftur það sem skrifað er á töfluna.
William James (minni)
gerði greinarmun á svokölluðu ‘frumminni’ (skammtímaminni) og ‘afleiddu minni’ (langtímaminni)
Sigmund Freud (minni)
útskýrði gleymsku út frá hugtakinu bæling. Hugtakið bernskuminnisstol kom líka fram í kenningum Freuds.
Bernskuminnisstol
minningar sem setjast að í dulvitund á bernskuskeiði og hafa áhrif síðar meir á ævinni.
Bæling
óþæilegar og sársaukafullar minningar bældar niður.
Frederick Bartlett
setti fram skemakenningu um minni.
Donald Hebb
rannsakaði minni út frá lífeðlislegu sjónarmiði.
Minnisþrepin þrjú
- Umskráning: úrvinnsla upplýsinga og þeim komið í það form sem hæfir hverju minniskerfi fyrir sig.
- Geymd: Minnið sjálft. Getur verið með margvíslegu móti.
- Endurheimt: Fer í gang þegar leita þarf upplýsinga eftir að minnisfetsting hefur orðið.
Minniskerfin þrjú (úr grunnlíkani Shiffrin og Atkinson)
- Skynminni: allt sem skynfæri nema geymist inni í skynminninu í hluta úr sekúndu. Ef áreitinu er veitt athygli færist það inn í skammtímaminnið.
- Geymir fá atriði í senn 7 +/- 2. Notast helst við hljóðræna úrvinnslu og varir í uþb. hálfa mínútu. Geymir atriði lengur séu þau endurtekin.
- Langtímaminni: Geymir gríðarlegt magn upplýsinga, er ótakmarkað og varir lengi. Geymir allt sem gerir okkur að ‘okkur’. Notast helst við merkingarbæra úrvinnslu og er ómeðvituð að mestu.
Sjónuminni
í sjónuminni er vísað til minnisúrvinnslu sem á sér stað í skynminni.
Ljósmyndaminni
Sjaldgæfara en maður heldur. Þeir með þennan hæfileika geta séð mynd áreitis eftir að hún er horfin. Mest meðal barna.
Ljóst minni
minni sem við eigum auðvelt með að rifja upp, atburðir eins og t.d. ferming.
Dulið minni
er ómeðvitað og er aðferðaminni. T.d. að hjóla eða tif í klukku.
Bergmálsminni
snýr að heyrnarskynjun og er í skynminninu, t.d. munum betur símanúmer sé það lesið upp fyrir okkur.
Sjálfsminni
þekking á því hvað býr í eigin minni og takmörkunum þess. T.d. að finnast maður eiga að vita eitthvað en geta ekki sett fingur á það.
Leifturminni
þegar fólk hefur skýra og varanlega minningu af því hvar það var statt þegar ákveðinn atburður átti sér stað, t.d. fall tvíburaturnanna. Tilfinningahlaðnar minningar tengjast auknu rennsli adrenalíns og noradrenalíns sem aðrar minningar gera ekki.
Rannsókn Sperlings
rannsakaði spönnun og takmörkun skynminnis. Tilraunir hans leiddu í ljós að hægt var að auka endurheimt skynminnis.
Kippi
kippi er það kallað þegar mörg minnisatriði eru umrituð í eitt. t.d. er hægt að muna langar tölur með því að brjóta þær niður í ‘kippi’ eða hópa.
Rannsókn Saul Stenberg
sýndi fram á það með leitartölum að leit á sér stað í skammtímaminninu
Minnistilraun Brown-Peterson
báðu háskólanema að leggja á minnið þrjá bókstafi og strax á eftir áttu þeir að telja aftur á bak í stökkum. Sýndi fram á hraða gleymsku í STM. Tvær skýringar: 1. dofnun veldur gleymsku. 2. gleymska í STM er vegna hömlunar eða tilfærslu. Fleiri atriði, meiri gleymska.
Framvirkt minnisstol
t.d. H.M. gat lesið sama dagblaðið aftur og aftur en var ófær um að flytja nýjar upplýsingar úr skammtímaminni yfir í langtímaminni.
Afturvirkt minnisstol
t.d. þegar knattspyrnumenn geta svarað spurningum beint eftir höfuðhögg en ekki hálftíma seinna. minningin fer í STM en höggið kemur í veg fyrir varanlega festingu.