Óeðlilegar blæðingar - JAG Flashcards
Hvað felst í hugtakinu óeðlilegar blæðingar (6 atriði).
- Blæðingar milli tíða
- Blæðingar eftir samfarir
- Blettablæðingar
- Ríkulegri og lengri blæðingar en eðlilegt er og oft óregluleg.
- Blæðingar eftir tíðahvörf ( meira en 1 ár)
- Blæðingar á 22 - 38 daga fresti
Flokkast menorrhagia sem óeðlilegar blæðingar?
NEI!
Menorrhagia eru REGLULEGAR en geta verið langdregnar (þ.e. lengur en 7 dagar).
Hver er munurinn á menorrhagiu og metrorrhagiu?
Menorrhagia eru miklar blæðingar reglulega.
Metrorrhagia eru miklar blæðingar óreglulega ásamt milliblæðingum! Metrorrhagia flokkast því sem óeðlilegar blæðingar.
Hvaða fasi tíðarhrings lengist þegar tíðarhringurinn lengist?
Follicular fasinn lengist.
Luteal fasinn er ALLTAF jafn langur.
Lengri tíðahringur = Meiri blæðingarmagn?
Nefnilega ekki! Lengri tíðahringur og þar með lengra follicular tímabil á ekki að hafa áhrif á blæðingarmagnið.
Hvað skiptir miklu máli áður en uppvinnsla á blæðingartruflunum hefst?
Aldur konunnar, á hvaða skeiði er hún? Ung, pre-, peri eða postmenopausal.
Auknar líkur á alvarlegri patologiu með hækkandi aldri.
Hvernig eru orsakir blæðingatruflana flokkaðar? (3 atriði)
Organískar (anatomískar)
Storkutruflanir
Dysfunctional
Hverjar eru organískar orsakir blæðingatruflana? (5 atriði)
Myoma í legi/leghálsi Polypar í legi/leghálsi Sýking Cancer Atrophisk vaginal blæðing
Hvað er atrophisk vaginal blæðing?
Blæðing sem verður þegar slímhúðin er orðinn svo þunn og viðkvæm. Getur verið spontant og vegna áreitis (t.d. samfarir)
Hvert er algengi storkutruflana í AUB?
Allt að 20% blæðingatruflana (AUB) eru vegna storkutruflana.
Hvaða storkutruflanir valda helst AUB?
Helst Von Willebrand sjúkdómur
Skortur á V, VII, X og XI.
Blóðflögufæð eða blóðflögudysfunction
Hverjar eru dysfunctional orsakir AUB?
PCOS Þyngdarbreytingar Óþroski hypothalamus-hypophysis kerfis Anovulation hjá eldri konum Idiopathisk anovulation Aðrir endocrine gallar t.d. hypothyriodism, hyperprolaktinemia og cushings sjúkdómur
PALM COEIN minnisregla!
P = polyp A = adenomyosis L = leiomyoma M = malignancy og hyperplasia
C = coagulopathy O = ovulatory dysfunction E = endometrial I = iatrogenic N = not yet classified
Hvernig orsakir eru PALM í AUB?
Organískar orsakir í leginu sjálfu
Hvernig orsakir eru COEIN í AUB?
Functional orsakir í leginu sjálfu