Næring á meðgöngu - IG Flashcards
Fullorðið fólk sem hafði verið fóstur á Hollenska hungursneyðinni voru líklegri…..
- Til að hafa hærri glúkósastyrk
- Óhollt hlutfall blóðfita
- Meiri central obesity
- 2x algengara til að fá kransæðasjúldóma
- 2x algengara til að fá persónuleikaröskun
Hvað er slæmt combo í þyngd barna/fullorðna.
Börn sem fæðast létt þola síður að verða of þung eða of feit heldur en börn sem fæðast þyngri. Auknar líkur á heilsukvillum líkt og háþrýsting.
Hverjar eru íslenskar ráðleggingar um þyngdaraukningu á meðgöngu?
Konur í kjörþyngd: 12-18 kg
Konur í ofþyngd: 7-12 kg
Offeitar konur: 5-9 kg
Hvenær förum við sjá aukna tíðni fylgikvilli við þyngdaraukningu?
Eftir 18 kg hjá konum í kjörþyngd
Hver er áætluð viðbótarorkuþörf á hverjum þriðjungi meðgöngu.
1 trimester => 100 kcal sem eru kannski eitt epli eða svo
2 trimester => 329 kcal
3 trimester => 540 kcal, sem er kannski ein létt máltíð
Konur ættu í raun að finna fyrir þessari auknu orkuþörf ef allt er eðlilegt
Hvaða næringarefni þarf sérstaklega að hafa í huga á meðgöngu?
Viljum fá nóg af:
- Fólat
- D-vítamín
- Omega-3
- Járn
- Kalk
- Joð
- DHA fitursýrur
Viljum ekki fá of mikið af:
- A-vítamín
Hvað er hæfilegur fólatskammtur?
Helst á að taka 400 µg fólat 1 mánuð fyrir getnað og halda því áfram fyrstu 12 vikur meðgöngu.
Þess vegna eiga allar konur á barnseignaraldri að taka fólat því þú getur ekki vitað mánuð fram í tímann að þú verður preggers!
Hvaða konur þurfa að taka hærri fólatskammt?
- BMI > 30. RCOG mælir með 5 mg á dag.
- Sykursýkis mæður
- Konur sem taka antifolate lyf t.d flogaveikislyf
- Konur sem reykja
- Konur með malabsorbtion sjúkdóma
- Konur sem hafa áður fætt barn með neural tube defect
Hvaða þættir hafa verið tengd auknum líkum á GDMA?
- Mikil gosneysla
- Há orkuinntaka
- Mikil neysla á mettaðri fitu
- Minnkuð neysla fjölómettaðrar fitu og kolvetna
- Lág gildi D-vítamíns
Hvað telst “gott” fæðumynstur sem hefur mögulegt forvarnargildi m.t.t GDMA?
Samanstendur af:
- Sjávarréttum
- Eggjum
- Grænmeti
- Ávöxtum
- Jurtaolíum
- Hnetum og fræjum
- Pasta
- Morgunverðarkorni
- Kaffi og te
Hvaða matvæli skal forðast á meðgöngu?
Grafinn fisk Harðfisk Kaldreyktan fisk Sushi með fiski Súrsaðan hval (damnit) Þorskalifur Hákarl