Óbein eignarréttindi Flashcards
Til hvaða óbeinnu eignarréttinda eru lögin að sporna við ?
Ítaksréttinda, sjá td veiðilöggjöf sem bannar að skilja veiðirétt frá jörðum og lög nr 113/1952 um lausn ítaka af jörðum
Hver er munurinn á óbeinum eignarréttindum og verðmætum í sérstakri sameign ?
Verðmæti í sérstakri sameign, þá hefur hver sameigandi allar heimildir sem beinn eignarréttur veitir með þeim takmörkunum EINUM sem leiða af rétti annarra sameiganda.
Óbein eignarréttindi veita rétthafanum afmarkaðar heimildir en ekki allar sömu heimildir og eigandinn, sá sem hefur beina eignarréttinn, hefur.
Hrd 8/2019, Kleifar
Ágreiningur snerist um hvort eiganda jarðar hefði verið heimilt að segja upp afnotarétti afnotaréttarhafa og krafist þess að fá hann aftur gegn greiðslu. Málinu var vísað frá vegna annarra ástæðna.
Í dómnum sagði að handhafar óbeinna eignarréttinda fara með umráð og not verðmætis í skjóli víðtækari réttar eigandans, ss beina eignarréttarins.
Dómurinn er líka um…að talið var að erfðaleigusamningar veittu leigutökum víðtækari hagnýtingar- og ráðstöfunarrétt yfir fasteignum en aðrir afnotasamningar gera almennt og margt líkt með heimildum handhafa beins eignarréttar að fasteignum
Geta óbein eignarréttindi stofnast í verðmæti sem er ekki háð beinum eignarrétti ?
Já, svo fyrir milligöngu aðila sem nýtur sjálfur bara óbeinna eignarréttinda. Sjá Hrd 24/2014 Vaskárdalur. Þetta má líka draga af Hrd 743/2014, Nýjabæjarafréttur
Getur handhafi óbeins eignarréttar haft það víðtækar heimildir um afnot eignar að beini eignarrétturinn verður í aukahlutverki ?
Já , td í Hrd Kleifar, var talið að erfðafestusamningar veittu leigutökum víðtækari hagnýtingar og ráðstöfunarrétt yfir fasteignum en aðrir afnotasamningar gera almennt. Margt er líkt með heimildum handhafa þeirra og að fasteignum.
Vatnsendadómarnir eru dæmi um þetta
H 227/2014 (Drekavogur
K gerði afnotaréttarsamning við ÍB ehf. um íbúð í fjölbýlishúsi og greiddi afnotaréttargjald, auk þess sem ÍB ehf. gaf út veðskuldabréf til Í sem tryggt var með 1. veðrétti í íbúðinni. Samkvæmt samningnum var hann óuppsegjanlegur af hálfu ÍB ehf., nema K gerði sig sekan um grófar vanefndir, en K gat sagt samningnum einhliða upp með 6 mánaða uppsagnarfresti.
Flókinn dómur, skil ekki alveg
H 426/2008 (Búseti)
Deilt var um hvort búseturéttur þrotamanns samkvæmt lögum nr. 66/2003 um húsnæðissamvinnufélög væri fjárhagsleg réttindi sem þrotabú tæki við eftir 72. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Talið var að fjárhagsleg verðmæti væru fólgin í búseturéttinum, en ákveðin fjárhæð væri kræf ef búseturétthafi neytti réttar síns til að segja búsetusamningi upp. Ekki yrði annað ráðið af þessu en að aðilaskipti að búseturétti gætu orðið af öðrum ástæðum en með sölu, en þau sættu þá þeim takmörkunum að nýr eigandi öðlaðist ekki afnotarétt af íbúðinni sem búseturétturinn næði til, nema að fullnægðum skilyrðum 2. mgr. 19. gr. laga um húsnæðissamvinnufélög. Í öðrum tilvikum myndi nýr eigandi eignast réttindi búseta til að segja upp búsetusamningi og krefjast greiðslu endursöluverðs að virtum rétti húsnæðissamvinnufélags til uppgjörs af því á kröfum þess á hendur búsetanum. Væri því fullnægt skilyrðum til að líta svo á að búseturéttur teldist til réttinda sem hafi fjárhagslegt gildi í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Þá var ekki talið að búseturéttur teldist til þeirra persónubundnu réttinda sem 49. gr. aðfararlaga undanskilji fjárnámi. Var því fallist á viðurkenningarkröfu um að þrotabú hafi tekið við búseturétti þrotamanns og gæti fengið réttinn seldan.
Hvernig stofnast óbein eignarréttindi ?
Með samningum (kaup-og leigusamningum), með öðrum afsalsgerningum, eins og td skiptum og gjöf, með fyrirmælum í erfðaskrá eða á grundvelli ískyldu/kvaðar, sjá Hrd 32/2019, Hótel Esja. Geta stofnast á grundvelli lagafyrirmæla. Sjá t.d. H 145/2010 (Leiruland), þar sem eigandi landspildu missti beinan eignarrétt yfir henni vegna eignarnáms en hélt eftir tilteknum óbeinum eignarrétti, þ.e. beitar- og rekarétti
Haldsréttur stofnast ekki með samningum heldur á afleiddan hátt. Hann er leiddur af samningi eignada og rétthafa, td þegar þú ferð með ehv í viðgerð
Geta stofnast fyrir atbeina opinbers valds. Sjá t.d. kyrrsetningu og aðfararveð á grundvelli fjárnáms, sem sýslumaður hefur milligöngu um samkvæmt fyrirmælum laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. og laga nr. 90/1989 um aðför
Sjá einnig t.d. kröfu um haldsrétt sem ekki verður fullnustuð nema með atbeina sýslumanns, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu
Hvað veistu um tímabundin óbein eignarréttindi ?
Óbein eignarréttindi eru annað hvort tímabundin eða varanleg.
Dæmi um tímabundin óbein eignarréttindi eru húsaleigusamningur.
Hvað veistu um ótímabundin óbein eignarréttindi ?
Þau geta verið uppsegjanleg. Td húsaleigusamningar, gildir 6 mánaða gagnkvæmur uppsagnarfrestur um þá.
Hvernig er hægt að svipta handhafa óbeinna eignaréttinda sem eru bæði ótímabundin og óuppsegjanleg réttindunum ? Nefndið dóm sem dæmi
Bara með eignarnámi, lögum eða öðrum sambærilegum úrræðum. Það getur leitt af samningi eða lögum að óbein eignarréttindi séu ótímabundin og óuppsegjanleg, sjá Hrd 275/2017, Hitaveita Reykjavíkur/////Jarðhitaréttindi í Skútustaðahreppi.
Ágreiningur aðila laut að því hvort uppsögn landeigenda jarðarinnar Voga í Skútustaðahreppi, sem A o.fl. leiddu rétt sinn frá, á samningi þeirra við Hitaveitu Reykjahlíðar hafi verið heimil. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samningurinn frá hefði verið ótímabundinn, án uppsagnarákvæðis og falið í sér gagnkvæmar skyldur til viðvarandi greiðslna af hálfu hvors aðila hans um sig. Með vísan til þeirrar meginreglu kröfuréttar að ótímabundnir samningar um viðvarandi greiðslur væru uppsegjanlegir með hæfilegum fyrirvara, nema annað væri ákveðið í lögum, samningi eða leiddi af eðli samningsins, var talið að V hefði ekki tekist að færa sönnur á að samningurinn væri enn í gildi.
Lrd 467/2018, Lífstíðarábúð
Dæmi um óbein eignarréttindi sem að þótt þau séu ótímabundin og óuppsegjanleg, er hægt að segja þeim upp ef handhafi óbeins eignarréttar þarf að inna af hendi ehv gagngjald en gerir ekki.
Ábúandi jarðar vanrækti að greiða leigu er næmi 1% af fasteignarmati eignanna og leit Landsréttur svo á að jarðareigandanum hafi verið heimilt að rifta samningnum og víkja ábúanda af jörðinni.
Persónubundin óbein eignarréttindi, hvað getur u sagt um þau ?
Þau geta verið bundin við ákveðna persónu og fallið niður td við andlát viðkomandi. Forkaupsréttur getur verið persónubundinn. Ítök eru yfirleitt ópersónubundin og fylgja jörð án tillits til eignarhalds en afnotasamningar falla vanalega niður við andlát rétthafa.
Hverjar eru helstu tegundir afnotasamninga ?
B A G E L
B: búseturéttarsamningar
A: Ábúðarsamningar
G: grunnleigusamningar
e: erfðafestusamningar
l: lóðarleigusamningar
Hvað er grunnleigusamningur og í hvað skiptist han?
Samningur sem eigandi gerir við leigutaka um heimild leigutakans til að reisa byggingar og önnur mannvirki á landi eigandans. Skiptist í erfðafestusamninga og lóðarleigusamninga
Hvað veistu um húsaleigusamninga ?
Skoða húsaleigulögin hér
Hvað er ábúð jarða ? Nefnið dóm hér sem tengist því hvort leigusamningur teljist ábúð eða ekki
Um ábúð gilda ábúðarlög nr 80/2004. Skoða þau. Ábúð er skilgreind í 2 gr laganna.
Ábúð merkir afnotarétt af jörð eða jarðarhluta til búreksturs eða annars atvinnurekstrar á sviði landbúnaðar með réttindum og skyldum skv. lögum.
Sjá Hrd Yrpuholt nr 547/2010, Leigusamningur. Uppsögn. Ábúð.
G á leigu spildu úr jörð, sem var í eigu V, til þess að rækta þar tún. Skriflegur leigusamningur var gerður um spilduna og var uppsagnarfrestur tilgreindur eitt ár. Snemma árs 2006 var leigusamningnum sagt upp af hálfu F, sem þá hafði tekið við réttindum V. Að liðnu ári frá uppsögn leigusamningsins höfðaði F mál þetta gegn V og krafðist þess að staðfest yrði með dómi uppsögn leigusamningsins og að stefnda væri skylt að víkja af jörðinni. G taldi að uppsögn F ætti sér hvorki stoð í lögum né leigusamningnum sjálfum, hún bryti gegn lögvörðum réttindum sínum og væri því ólögmæt. Enn fremur skyldi um leigusamninginn fara eftir ábúðarlögum. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ekkert íbúðarhús hefði verið á landspildunni og hlaða hrunin þegar G tók við umráðum hennar og að hann hefði aldrei byggt spilduna heldur nytjað hana frá næstu jörð þar sem hann væri ábúandi. Talið var að ábúðarlögin giltu ekki um leigusamning málsaðila og að uppsögn hans væri lögmæt. Kröfur F voru því teknar til greina.
Hrd 547/2010 Yrpuholt
Er um skilyrði ábúðar
G á leigu spildu úr jörð, sem var í eigu V, til þess að rækta þar tún. Skriflegur leigusamningur var gerður um spilduna og var uppsagnarfrestur tilgreindur eitt ár. Snemma árs 2006 var leigusamningnum sagt upp af hálfu F, sem þá hafði tekið við réttindum V. Að liðnu ári frá uppsögn leigusamningsins höfðaði F mál þetta gegn V og krafðist þess að staðfest yrði með dómi uppsögn leigusamningsins og að stefnda væri skylt að víkja af jörðinni. G taldi að uppsögn F ætti sér hvorki stoð í lögum né leigusamningnum sjálfum, hún bryti gegn lögvörðum réttindum sínum og væri því ólögmæt. Enn fremur skyldi um leigusamninginn fara eftir ábúðarlögum. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ekkert íbúðarhús hefði verið á landspildunni og hlaða hrunin þegar G tók við umráðum hennar og að hann hefði aldrei byggt spilduna heldur nytjað hana frá næstu jörð þar sem hann væri ábúandi. Talið var að ábúðarlögin giltu ekki um leigusamning málsaðila og að uppsögn hans væri lögmæt. Kröfur F voru því teknar til greina.
Búseturéttur, hvað veistu um hann og nefndu einn dóm
Skoða hér lög nr 66/2003 um húsnæðissamvinnufélög. Búseturéttur er ótímabundinn afnotaréttur félagsmanns í húsnæðissamvinnufélagi af búsetuíbúð. 2 gr laganna
Veitir meira öryggi en húsaleiga. Fjárhagsleg verðmæti eru fólgin í búseturéttinum og getur þrotabú því tekið við slíkum rétti og fengið hann seldan, sbr. t.d. H 426/2008 (Búseti)
Hvað er ítak ? Nefndu þrjá dóma um ítök
Ítak er mjög gamalt hugtak. Með ítaki er átt við réttindi sem heimila handhafa þeirra tiltekin þröng umráð eða not fasteignar sem er í eigu eða umráðum (vörslum) annars aðila. Hutakið er skýrt í Hrd 1996:696, Blikadalur
Í eignarrétti fasteignareiganda felst að hann hefur heimild til þess að hagnýta sér öll þau réttindi sem landi hans fylgja með þeim takmörkunum sem lög, óbein eignarréttindi annarra og samningar mæla fyrir um
Yfirleitt fer því saman eignarhald á fasteigninni og þeim fasteignarréttindum sem landinu fylgja nema réttindin hafi verið skilin frá fasteigninni á lögmætan hátt
Áður fyrr var algengt að fasteignarréttindi væru keypt ein og sér, án þess að kaupandi keypti landið með – og ef eignarhaldið fer ekki saman að þessu leyti fer eigandi fasteignarréttindanna með ítak í viðkomandi fasteign
Enn eru þó til ítök og þau geta því haft hagnýta þýðingu, sbr. t.d. H 14/2016 (Æðarvarp) og
H 24/2020 (Krókur í Borgarbyggð II), sbr. H. 718/2013 (Krókur í Borgarbyggð).