Beinn eignarréttur Flashcards

1
Q

Hvað felst í eignarrétti ?

A

Heimild eiganda til að hagnýta og ráðstafa eign sinni með þeim takmörkunum sem leiða af ákvæðum laga og réttindum annarra –> Inntak beins eignaréttar og kjarni þeirra réttinda sem njóta verndar 72. gr. stjskr.

Sá sem er handhafi eins eignarréttar telst eigandi eignar eða veðrmætis í skilningi eignarréttarins og fer með þær heimildir sem í eingarrétti felast.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hverjar eru mikilvægustu heimildirnar sem eignarréttur yfir tilteknu verðmæti veitir eiganda þess ?

A

 Umráðaréttur
o Réttur til að ráða yfir eign
 Hagnýtingarréttur
o Réttur til að hagnýta eign
 Ráðstöfunarréttur
o Réttur til að ráðstafa eign með löggerningi
 Skuldsetningarréttur
o Réttur til að skuldsetja eign
 Arfleiðsluréttur
o Réttur til að láta eign ganga að erfðum
 Verndarréttur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Aðildir að eignarrétti

A

Hugsum eignarréttinn sem vöndul af prikum. Ef ég á prikin en afsala td ísaki því er hann orðinn aðili að eignarréttinum. Aðildir eru á hendi eigandans en hann getur ákveðið að ráðstafa réttindunu m frá sér í heild eða hluta. Td leigjandi og leigusali.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hverjaer eru mikilvægustu heimildir sem eignaréttur yfir tilteknu verðmæti veitir eiganda þess ?

A

VA(L)RUSH

Verndarréttur
Arfleiðsluréttur
Ráðstöfunarréttur
Umráðaréttur
Skuldsetningarréttur
Hagnýtingarréttur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvernig er umráðaréttur látinn frá eiganda ?

A

Þegar eigandi hefur með samningi stofnað til afnotaréttar annars yfir verðmætinu. Eins og leigjandi og leigusali

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er umráðaréttur ?

A

“Að fara með umráð verðmætis”. Sá sem er eigandi verðmætis hefur einn rétt til að fara með umráð þess

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvernig getur umráðaréttur þrengst ?

A

Til d æmis ef eigandi verðmætis stofnar til afnotaréttar annars yfir verðmætinu. Td húsaleiga. Þá hefur hann látið umráðaréttinn frá sér í heild eða hluta um ákveðinn/óákveðinn tíma

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvaða rétti hefur hagnýtingarréttur sterk tengsl við ?

A

Við umráðarétt. Réttur eiganda til hagnýtingar eignar sinnar fer yfirleitt saman við umráðaréttinn yfir henni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað takmarkar hagnýtingarrétt eiganda ?

A

Réttur eiganda til umráða og hagnýtingar eignar sinnar takmarkast á grundvelli lagareglna vegna hagsmuna annarra, svosem á grundvelli nábýlisréttar eða sjónarmiða sem miða af skynsamri og hagkvæmri nýtingu sameignar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er ráðstöfunarréttur ?

A

Eigandi verðmætis hefur í skjóli eignarréttar síns einn rétt til að ráðstafa eign sinni með löggerningi til annarra. MR: Hann einn getur ákveðið hvort eignin er sel, veðsettt eða stofnað til afnotaréttinda yfir henni handa öðrum.

UT: 1 mgr 55 gr fjöleignarhúsalaga. Styðst við neyðarréttarsjónarmið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvaða dómar tengjast ráðstöfunarrétti og því að í honum felst að eigandi má selja eign á verði sem hann kýs, þótt það geti verið takmarkað ?

A

Hrd 400/2002, Byggingarsamvinnufélag I, Fjölbýlishús var reist af Samtökum aldraðra, sem voru byggingarsamvinnufélag. Í samþykktum félagsins var í 17. gr. var kveðið á um forkaupsrétt félagsins á íbúðum ásamt kvöðum um hámarkssöluverð íbúðanna. VG átti íbúð í fjölbýlishúsinu en lést svo. VJ keypti íbúðina af dánarbúinu og féll byggingarsamvinnufélagið frá forkaupsréttinum. Á íbúðinni lá fyrir þinglýst sem kvöð á hana yfirlýsingu um að íbúðin skyldi aldrei seld né afhent til afnota öðrum en þeim sem væru orðnir 63 ára að aldri og félagar í Samtökum aldraðra, en ekkert minnst á hámarkssöluverð.

Hæstiréttur taldi að áskilnaður samþykktanna um hámarkssöluverðið yrði ekki beitt gagnvart aðila sem eigi var kunnugt um skuldbindinguna að þeim tíma liðnum sem lögin áskildu. Þá var VJ ekki meðlimur í Samtökum aldraðra og ekki sannað að henni hefði verið kunnugt um það skilyrði samþykktanna.

og H20/2017, Byggingarsamvinnufélag II.
Hrd. 20/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Byggingarsamvinnufélag II)[HTML] [PDF]
Hér er um að ræða sama fjöleignarhús og í Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I)ⓘ nema verklaginu hafði verið breytt þannig að kaupendur gengust undir sérstaka skuldbindingu um hámarkssöluverð með umsókn um félagsaðild, ásamt því að kvaðirnar voru tíundaðar í kauptilboði í íbúðina og í kaupsamningi. Hæstiréttur taldi það hafa verið fullnægjandi þannig að erfingjar dánarbús eiganda íbúðarinnar voru bundnir af þeim.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Felur forkaupsréttur í sér takmörkun á ráðstöfunarrétti eiganda ?

A

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er skuldsetningarréttur ?

A

Réttur til að nota eign sem grundvöll lánstrausts. Þetta er heimild eiganda til að ákveða hvort eign hans verði sett að veði til tryggingar fjárhagslegum skuldbindingum hans sjálfs eða annarra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er arfleiðsluréttur ?

A

Erfðir eru eitt þeirra atvika sem geta látið beinan eignarrétt færast á milli manna. Það er eitt helsta einkenni erfða.

Arfleiðsluréttur er heimild eiganda til að láta eign ganga að erfðum eftir sig, annaðhvort skv ákv laga eða löggerningi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvernig er hægt að takmarka arfleiðslurétt ? Nefnið dóm

A

Arfleiðsluréttur getur verið takmarkaður með erfðasamningi,

sjá Hrd 32/2014, Sameiginleg erfðaskrá. Þar gerðu hjón sameiginlega erfðaskrá þar sem sagði að hvorugt mætti breyta því án samþykkis hins. Þau áttu mikinn pening og 3 börn.

Maðurinn missti völdin í fyrirtækinu og fékk eftirlaunasamning. Sá samningur var síðan ógiltur. Maðurinn var síðan lagður inn á sjúkrahús með heilabilun.

Konan krafðist ógildingar sökum brostinna forsendna því hún vildi nota peninginn. Ekki var fallist á það.

Það er líka hægt að takmarka arfleiðslurétt með lögum. Sjá Hrd 143/2000, Brunabótafélagið. Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er verndarréttur ?

A

Basically rétturinn til að leita til handhafa opinbers valds til verndar eign sinni ef að hagsmunum hans sem eiganda er vegið. Lögvernd að eigandi geti með dómi fengið þann sem var að vega að eign hans dæmdan til að skila eigninni, það heitir endurheimta eða brigð.

17
Q

Vernd eigna skv. 1 mgr 72 stjskr, útskýrið og nefndu 2 dóma

A

Eignarrétturinn nýtur verndar skv. 1 mgr 72 gr stjskr. Eigandi verður ekki sviptur eign sinni nema almenningsþörf krefji, lagaheimild sé til staðar og fullt verð komi fyrir.
Í Hrd 173/2015, Funi var krafist ógildingar á ákvörðun ráðherra að heimila hestamannafélaginu Funa að gera eignarnám á hluta af landi sínu og nýta andlag eignarnámsins til að gera reiðstíg. Tvær mögulegar leiðir komu til greina. Ráðherra valdi leiðina um þetta land

Fyrir lágu tvær mögulegar leiðir sem reiðstígurinn gat farið. Ráðherra valdi þessa leið svo það væri meira öryggi frá umferðinni og sagði það vera almenningsþörf.Hæstiréttur tók almennt undir mat ráðherra um almenningsþörfina en taldi hins vegar að ekki hefði nægilega verið gætt að meðalhófi, meðal annars sökum þess takmarkaða hóps er myndi ferðast um stíginn og að stígurinn yrði í einkaeigu. Þá nefndi hann að hinn valkosturinn hefði ekki verið nógu vel rannsakaður og borinn saman við hagsmuni eignarnámsþolans. Féllst Hæstiréttur því á kröfuna um ógildingu ákvörðunar ráðherra.

Í Hrd 541/2015, Suðurnesjalínu 2, var ekki gætt meðalhófs þar sem það var önnur leið fær og þar með var skilyrði eignarnáms ekki í lagi. Þá leið hefði þurft að rannsaka betur áður en eignarnám var gert

18
Q

Hvaða dómar eru dæmi um að eigandi á rétt til skaðabóta úr hendi þess sem veldur tjóni á eign ?

A

Hrd Heiðmörk, Hrd Þjóðhátíðarlundur og Hrd Fífuhvammur

19
Q

H 210/2009 (Heiðmörk)

A

Dæmi um að eigandi á rétt til skaðabóta úr hendi þess sem veldur tjóni á eigninni.

Skógræktarfélagið fer í mál við Kópavogsbæ þar sem Reykjavíkurborg ætti landið.
Dómurinn er til marks um að tré sem er fast við landareignina er hluti af fasteigninni en þegar það hefur verið tekið upp er það lausafé.
Hæstiréttur taldi að Kópavogsbær bæri skaðabótaábyrgð.

20
Q

Hrd 684/2009, Þjóðhátíðarlundur

A

Dæmi um að eigandi á rétt til skaðabóta úr hendi þess sem veldur tjóni á eigninni

Haustið 2006 hóf K framkvæmdir við gerð vatnsveitu í Vatnsendakrikum í Heiðmörk, sem fólust meðal annars í lagningu vatnsleiðslu um svonefndan Þjóðhátíðarlund. Landið var í eigu Reykjavíkurborgar, en S hafi þar haft umsjón með skógrækt og annaðist framkvæmdir í þeim efnum samkvæmt samningum við Reykjavíkurborg. Í byrjun febrúar 2007 fjarlægði verktaki í þjónustu K 559 tré í Þjóðhátíðarlundi vegna framkvæmda við vatnsveituna, en þau höfðu verið gróðursett á vegum S á landinu. S höfðaði mál og krafðist greiðslu skaðabóta meðal annars úr hendi K vegna spjalla sem hlutust af því að trjágróðurinn var fjarlægður. K krafðist sýknu aðallega á þeirri forsendu að Reykjavíkurborg hafi verið eigandi trjánna, en ekki S, og gæti S því ekki átt aðild að málinu. Þessari málsástæðu K var hafnað og talið að samkvæmt yfirlýsingu Reykjavíkurborgar hafi S haft fulla heimild til að leita samninga við K um skaðabætur vegna skemmda á trjágróðrinum enda hefði félagið víðtæk forræði á svæðinu til afnota og hagnýtingar. Var í þessu sambandi jafnframt vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 210/2009, þar sem felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms um að vísa málinu frá dómi, þar sem því hafi verið slegið föstu að S hafi eitt haft þau eignarréttindi, sem fólust í heimild til fjárhagslegrar hagnýtingar trjágróðursins sem fór forgörðum við framkvæmdir K. Fallist var á skaðabótaskyldu K í málinu og matsgerð dómkvaddra manna um tjón S lögð til grundvallar.

21
Q

H 540/2012 (rúðubrot)

A

Verndarréttur

Það getur varðað allt að tveggja ára fangelsi samkvæmt 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að ónýta eða skemma eigur annars manns eða svipta hann þeim, sbr. t.d. H 540/2012 (rúðubrot)

22
Q

Hrd 418/2007, Teigarás

A

málinu var þess krafist að veiting byggingarleyfis fyrir verkstæðahúsi yrði dæmdólögmæt og að fjarlægja ætti allar framkvæmdir á grundvelli þess. Í héraðsdómnum, sem
Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna, segir meðal annars:
„Svo sem hér hefur verið rakið eru stefndu eigendur að lóðarspildu þar sem þau hafa reist
umdeilt mannvirki samkvæmt byggingarleyfi frá 18. maí 2006. Í eignarrétti stefndu að landinu
felst heimild þeirra til að ráða yfir því innan þeirra marka sem sett eru í lögum og eru þessi
réttindi stefndu varin af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Frá þessu er þó vikið með almennum takmörkunum eignarréttar sem fasteignaeigendur þurfa að þola, en hömlur af því tagi leiða
meðal annars af skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997. Við lögskýringu ber að hafa
hliðsjón af því að um er að ræða takmarkanir á stjórnarskrárbundnum réttindum, en samhliða
ber jafnframt að gæta að markmiðum skipulags- og byggingarlaga, eins og þeim er lýst í 1. gr.
þeirra.“ (áherslubr. höf.)