Eignaréttur I alltsaman Flashcards
Hvað er beinn eignarréttur?
Heimild eiganda til að hagnýta og ráðstafa eign sinni með þeim
takmörkunum sem leiðir af ákvæðum laga og takmörkuðum eignarréttindum
annarra
Handhafi beins eignarréttar telst eigandi eignar eða verðmætis í merkingu
eignarréttar og fer með þær heimildir sem í eignarrétti felas
Hvað er óbeinn (eða takmarkaður) eignaréttur?
Þegar eignarráð yfir tilteknu verðmæti skiptast á hendur fleiri aðilum með
þeim hætti að hver þeirra hefur yfir að ráða ákveðinni tegund heimilda
Þá er að jafnaði um tvo (eða fleiri) aðila að ræða; eiganda verðmætis sem
er handhafi beins eignarréttar og rétthafa sem nýtur afmarkaðra heimilda
yfir verðmætinu
Heimildir þess rétthafa eru ýmist nefndar óbein eða takmörkuð eignarréttindi
Í lagamáli hefur orðið eignarréttur þrenns konar
merkingu:
fyrsta lagi allar þær réttarreglur sem varða eignarréttindi
sbr. t.d. H 488/2009 (Ásbjarnarnes) og H 344/2006 (Straumnes)
Í öðru lagi merkir orðið eignarréttur hið sama og
eignarréttindi, þ.e. þær heimildir yfir tilteknu verðmæti sem
eignarréttur færir eiganda þess í hendur
Sbr. t.d. 1. gr. höfundalaga nr. 73/1972 og H 128/2015 (Bónusgrísinn)
Í þriðja lagi fræðigrein og rit á réttarsviði eignaréttar
Við nánari skilgreiningu á fræðilega hugtakinu
eignarrétti er einkum litið til fjögurra atriða
Í fyrsta lagi hvernig aðild eignarréttarins er háttað
Hverjir geta verið eigendur í skilningi eignaréttar
Í öðru lagi hvert sé andlag eignarréttar
Hvaða verðmæti geta verið undirorpin eignarrétti
Í þriðja lagi hver sé sú lögvernd sem eignarrétturinn njóti
Sú vernd af hálfu þjóðfélagsins sem réttarreglur tryggja að eigandi njóti
varðandi eign sína
Í fjórða lagi hvert sé nánar efni eða inntak réttarins
Þær heimildir sem rétturinn veitir eiganda og gera honum kleift að fara
með eignina sem sína og útiloka jafnframt aðra frá hinu sama
Hugtökin eign, eignarréttur og eignarréttindi vísa til þess að rétthafinn einn njóti ….
heimilda, sem oftast eru fjárhagslegir, til hagnýtingar og ráðstöfunar verðmætis sem er í hans eigu
Eignarráðin lýsa sér í …
margvíslegum heimildum sem saman mynda eignarréttinn og eru efni hans
Eignarréttindi eru oftast greind í fjóra flokka, sem sumir greinast í fleiri undirflokka:
Í fyrsta lagi bein eignarréttindi eða eignarréttur í þrengri merkinu
Í öðru lagi óbein eða takmörkuð eignarréttindi
Þau greinast í afnotaréttindi, ítaksréttindi, veðréttindi, haldsrétt, afgjaldsskyldur, forkaupsrétt, kauprétt og rétt samkvæmt kyrrsetningargerð
Í þriðja lagi kröfuréttindi
H 99/2014 (Eir), H 18/2019 (stýriverktaka) og H 47/2022 (stýriverktaka II)
Í fjórða lagi hugverka- og auðkennaréttindi
Þau greinast í höfundarétt, einkaleyfarétt, hönnunarrétt, vörumerkjarétt og firmaheitisrétt
Skilgreining eignarréttar með jákvæðum hætti felst í því …
að telja upp þær heimildir sem í eignarrétti felast
Er eignarréttur samkvæmt því yfirleitt skilgreindur sem réttur eiganda til að hafa umráð og not hlutar, réttur til að ráða yfir hlut með því að breyta honum eða afhenda hann og réttur til að banna öðrum not hlutar og til að heimta hann úr höndum annars sem ekki hefur sérstaka heimild til að fara með umráð hlutarins