Eignarráð og takmarkanir þeirra Flashcards
Hugtakið eign á lagamáli
hugtakið eign hefur ekki fastmótaða merkingu í íslensku lagamáli.
Bendir til að hagsmunir eða verðmæti þurfi að vera í nánum tengslum við ákveðinn eða ákveðna aðila öðrum fremur svo um eign hans geti verið að ræða. Þessu skilyrði er bara fullnægt ef réttarreglur fá viðkomandi aðila ákveðnar heimildir í hendur og þeir hafi völ úrræða til að leita réttinda sinna.
réttarstaða sem fær ákveðnum aðila einkaforræði eða einkaumráð tiltekins verðmætis
Aðili fer með eignarráð verðmætis
Sá hafi rétt til að ráða yfir veðrmætinu
Hvernig lýsa eignarráð sér ?
í margvíslegum heimildum sem mynda saman eignarréttinn og eru efni hans. Skiptast í raunveruleg og réttarleg yfirráð og bæði hafa jákvæð og neikvæð einkenni.
Raunveruleg yfirráð
Jákvæður háttur, eigandi hefur heimild til að hagnýta verðmæti í sinni eigu, td með því að byggja hus, rífa það, yrkja jörð eða veiða innan þeirra marka sem lög setja á hverjum tímapunkti
Neikvæð einkenni er að eigandinn getur bannað öðrum að hafa framangreind not af eigninni
Réttarleg yfirráð
Eigandinn getur ráðstafað eign sinni með löggerning til annarra, td selt eða veðselt eignina eða stofnað til afnotaréttinda eða forkaupsréttar yfir henni
Neikvæða einkennið er felst í því að eigandinn getur meinað öðrum að ráðstafa eigninni svona nema að skuldheimtumenn geta leitað fullnustu í eigninni ef skilyrði eru fyrir hendi
Hrd 359/2004 Fjarðarbyggð
Dæmi um að grenndarreglur eru grundvöllur skaðabóta utan samninga þegar tjón veðrur á eign v. opinberra framkvæmda.
Hér kröfðu fasteignareigendur verktaka um skb. vegna sprenginga við byggingu varnargarða gegn snjóflóðum. Hrd sagði að meginregla í nábýlisrétti væri að það ætti að gæta þess sérstaklega við nýtingu og framkvæmdir á fasteign að ekki verði tjón á nærliggjandi fasteignum. Hér hefði Fjarðarbyggð átt að hafa sérstakt eftirlit og grípa inn í.
Hrd 93/2004 Goðatún
Dæmi um að grenndarreglur eru grundvöllur skaðabóta utan samninga þegar tjón verður á eign v. opinberra framkvæmda.
Hér krafði fasteignareigandi Garðabæ um skaðabætur vegna tjóns á fasteign sinni af völdum framkvæmda sveitarfélagsins við lagningu ræsins.
Hrd sagði að meginregla í nábýlisrétti væri að það ætti að gæta þess sérstaklega við nýtingu og framkvæmdir á fasteign að ekki verði tjón á nærliggjandi fasteignum. Þegar tjón verður á eign af þessum sökum stofnast skaðabótaskylda á grundvelli sakarreglunnar um skaðabótaábyrgð hins opinbera. Garðabær var samt sýknaður þar sem frkv. voru ekki virtar bænum til sakar.
Hrd 260/2006 Þingholtsstræti
Dæmi um að grenndarreglur hafa þýðingu við mat á gildi leyfisveitingar af hálfu opinbers aðila til ákveðinnar starfsemi á fasteign ef sú starfsemi hefur í för með sér óþægindi á granneign umfram það sem eigandi hennar þarf að sætta sig við.
Hér fékk fasteignafélag leyfi t.a. breyta 1 hæð húss til að nota sem skemmtistað. Nágrannarnir voru ekki ánægðir og þetta fór fyrir dóm. Hrd sagði að þar sem væru veitingastaðir og annað þarna myndi þetta ekki standa gegn því að breyta húsnæðinu nema ónæðið myndi aukast svo nokkru nemi. Rvk borg rannsakaði ekki hvort ónæðið myndi aukast eða ekki. Eik hefði þurft að sanna að nýji skemmtistaðurinn myndi auka að mun truflun íbúa í húsinu. Eik gat ekki sannað þetta og kröfum þeirra var hafnað.
Hrd 523/2011 Svínabú í Hvalfjarðarsveit
Er dæmi um að grenndarreglur skipta máli við mat á því hvort nágranni geti átt bótarétt gagnvart sveitarfélögum á grundvelli settra laga þegar gildistaka skipulags hefur meiri óþægindi í för með sér en mátti ætla.
Hér tók nýtt deiliskipulag gildi og var grf að reisa svínabú í nágrenni jarðar. Það áttu að vera 20 K svín með tilheyrandi mengun, lykt og umhverfisáhrifum. Eigendur aðliggjandi fasteignar töldu sig hafa orðið fyrir tjóni og kröfðust bóta. Hrd sagði að það væri mikil lykt frá búinu og hún finndist greinilega við vettvangsgöngu. Mikið magn skíts kom frá búinu beggja megin við jörðina. Fallist var á að deiliskipulagið hefði rýrt verðmæti jarðarinnar og eigendum voru dæmdar bætur úr hendi Hvalfjarðarsveitar á grv. bótareglu skipulagslaga.
Hrd 542/2015, Krikaskóli í Mosfellsbæ
Breyting á deiliskipulagi, hér átti að reisa leikskóla og grunnskóla og á 2 hæðum í stað einnar hæðar og bara leikskóla. Lóð skólans var stækkuð og bílastæðum fjölgað. Íbúar í blokk í nágrenninu mótmæltu þessu. Sögðu að útsýni myndi skerðast og umferðarþungi aukast. Þeir fengu bætur á grundvelli 33. gr eldri skipulagslaga.
Hrd 93/2015, Goðatún
Þar sagði um takmarkanir á athafnafrelsi að í nábýlisrétti gildir sú meginrelga að fasteignareiganda beri að gæta þess við nýtingu og frmakvæmdir á eign sinni að ekki verði tjón á nærliggjandi eignum
Hrd Grenitré
Þar sagði að nágranni megi ekki hagnýta lóð sína þannig að öðrum sé óþarfa bagi að
Hrd 260/2006, Þingholtsstræti
Þar sagði að starfsemi skemmtistaðar sem er opinn um nætur um helgar kallar á umferð bifreiða og mikinn inngang fólks, þar af fullra, þar sem getur hlotist af mikill hávaði og óþrifnaður. Það er ómögulegt að segja að slík truflun muni ekki falla undir þessi ákvæði bara vegna þess að það sé ekki á færi veitingamanns að hafa áhrif á hvað gestir hans eða aðrir gera utan húsnæðisins
Hrd 1971:1189 Framnesvegur - sambygging
Dæmi um að nágrannar verða að þola óþægindi frá nærliggjandi fasteignum upp að ákveðnu marki.
Hér var reist hús sambyggt eldra fjöleignarhúsi. Eigandi íbúðar í húsinu taldi sig verða fyrir ónæði en kröfunni var hafnað. Í dómnum sagði að ávallt mætti vænta einhverra óþæginda af nágrenni í þéttbýli
Hrd 424/2012, Grenitré
Þar sagði að viðurkennt væri í þéttbýli yrði lóðarhafi að sætta sig við óþægindi frá nágrannalóð að vissu marki en nágranni mætti ekki hagnýta lóð sína þannig að öðrum sé óheyrilegur bægi að. Þá verði að taka tillit til allra aðstæðna og atvika. Heildarmat á hagsmunum ræður niðurstöðu, það þarf að taka tillit til þess hvort óþægindin séu veruleg.
Hér var litið til skertra birtuskilyrða, stærðar, umfang, staðsetningu trjánna nálægt lóðarmörkum og að greinar trjánna náðu langt yfir lóðarmörk og yrði konunni til mikilla óþæginda og langt umfram það sme hun þyrfti að þola skv ólögfestum reglum um nábýlisrétt.