Hugverkaréttur Flashcards
Hvað er hugverkaréttur ?
samheiti yfir þær réttarreglur sem gilda um tilurð, notkun og hagnýtingu á afurðum andlegrar sköpunar og hugvits. Þessar reglur eiga það allar sameiginlegt að með þeim er komið á fót eignarréttindum tiltekins eða tiltekinna aðila yfir óhlutbundnum verðmætum, svo sem uppfinningum, bókmenntaverkum, tónverkum, útliti vörumbúða og ýmiss konar táknum svo dæmi séu nefnd.
Hver eru tvö meginsvið sem hugverkaréttur skiptist í ?
Hugverkaréttur á sviði iðnaðar (einkaleyfi, hönnun og vörumerki) og höfundaréttur (bækur, tónlist, myndlist, tölvuforrit)
Þurfa eigendur einkaleyfa, hönnunar og skráðra vörumerkja að greiða gjöld til að halda réttindunum ?
Já
Hvað er nauðungarleyfi ?
Ef uppfinning hefur ekki verið notuð innan ákveðins tíma frá útgáfu einkaleyfis getur þriðji aðili fengið “nauðungarleyfi” til hagnýtingar uppfinningarinnar. Eigandi skráðs vörumerkis geutr átt á hættu að þriðji aðili geri kröfu um ógildingu þess hafi það ekki verið notað innan ákveðins tíma frá skráningu.
Í hversu mörg ár er hægt að halda veittu einkaleyfi gildi ?
20 ár frá umsóknardegi
Í hversu mörg ár er hægt að halda skráðri hönnum í gildi ?
í 25 ár frá umsóknardegi
Í hversu langan tíma er hægt að halda höfundarétti í gildi ?
70 ár frá andláti höfundar
Hugverkastofa hét áður…
einkaleyfastofa
Hver er tilgangur einkaleyfis ?
Með einkaleyfi er hægt að vernda tæknilega útfærslu á hugmynd. Einkaleyfi veitir eiganda þess tímabundin einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni hvort sem er í eigin þágu eða með því að heimila öðrum nýtingu hennar.
Þrjú skilyrði þess að hægt sé að fá einkaleyfi fyrir uppfinningu
Að vara sé ný, frumleg og hæf til framleiðslu
Hvað verndar hönnunarréttur og hver eru frumskilyrði fyrir skráningu hönnunar?
Útlit vöru. Þó svo að vara hafi tæknilega virkni telst bara útlit hennar til hönnunar.
Frumskilyrðin eru að vara sé ný og sérstæð. Hönnuður ber ábyrgð á því að frumskilyrði skráningar um hönnun teljist ný og sérstæð séu uppfyllt.
Hvað gildir skráning hönnunar lengi ?
Í 5 ár frá umsóknardegi. Hægt að endurnýja til 5 ára í senn þangað til 25 ára verndartíma er náð.
Hvað er vörumerkjaréttur ?
Vörumerkjaréttur er sérstakt auðkenni fyrir vöru eða þjónustu til að nota í atvinnustarfsemi
Hvernig getur vörumerkjaréttur stofnast?
með tvennum hætti. Annars vegar með skráningu vörumerkis fyrir vöru eða þjónustu í samræmi við ákvæði vörumerkjalaga, eða
notkun vörumerkis sem er og hefur verið notað hér á landi fyrir vöru eða þjónustu.
Vörmerkjaréttur stofnast alltaf í tengslum við ákveðna vöru eða þjónustu. Vörumerki sem uppfyllir ekki skilyrði vörumerkjalaga um skráningu getur ekki skapað vörumerkjarétt með notkun.
Hvað gildir skráð vörumerki lengi ?
í 10 ár frá umsóknardegi. Skráningu vörumerkis er hægt að endurnýja eins oft og eigandinn vill, 10 ár í einu. Ólíkt öðrum hugverkaréttindum eru ekki takmörk á líftíma vörumerkja.