námssálfrði próf 3 Flashcards
fjölskeyttur háttur
hann er samsettur úr tveimur eða fleiri háttum. styrkir bara veittur þegar öllum hefur verið lokið
dæmi: til að fá verðlaun fyrir að vera landvættur þarf ég að klara 50km skíði, 25km hlaup, 2,5km synda og 60km hjóla á innan við 12 mánuðum- alveg sama í hvaða röð
gagnvirkur háttur
samsettur úr 2 eða fleiri háttum, kröfur á seinni hætti breytast eftir því hver frammistaðan er á fyrri hætti(röð skiptir máli)
dæmi: syni mínum gekk vel að leysa 10stæ dæmi fékk hann 15 næstu vikuna og síðan 20 en þá gekk ekki eins vel og fór þa aftur i 15 dæmi
keðjuháttur
samsettur úr röð einfaldari stykingahátta- röð skiptir máli ólíkt fjölskeyttum hætti.
hver hlekkur byrjar á greinireiti og endar á skilyrtum styrki sem er svo SD fyrir næsta hlekk
samskeiða háttur
tveir eða fleiri styrkingahættir í gangi í einu og lífveran stjórnar á hvorum/hverjum hún vinnur.
hringskýring
áreiti er styrkir ef það eykur hegðunn
kenningar um hvernig má spá fyrir um styrki
- drive-reduction theory-svölunarkenningin
- premacks principle- lögmál premaks um afstæða styrkingu
- response deprivation theory- svarskömmtunarkenningin
drive-reduction theory-svölunarkenningin
styrkir það sem svalar okkur , dregur úr þörf eða hvöt t.d hungurhvöt og kynhvöt
sterkt áreiti af öllum gerðum er fráreiti fyrir lífveru svo allt sem minnkar fráreitið og kemur í kjölfar hegðunar er styrkir
dæmi: matur minnkar hungur, drykkur minnkar þorsta
premacks principle- lögmál premaks um afstæða styrkingu
samkvæmt þessu er bæði til hegðun sem styrkir t.d borða, drekka og horfa. og hegðun sem má styrkja t.d ýta á slá, vinna, ganga úti búð
við getum notað hegðunina sem styrki fyrir aðra hegðun.
hegðun sem er tíðari en önnur á grunnskeiði getur getur verið styrkir fyrir þá síðari t.d fá að spila tölvuleik eftir að vera búin að vaska upp, það styrkir það að vaska upp.
hegðun sem er sjaldgæfari en önnur á grunnskeiði getur verið refsing fyrir þá síðari t.d ef spilaður er tölvuleikur of lengi þarf að vaska upp
þessi kenning eða lögmál er mjög hentugt fyrir foreldara barna eða unglinga
response deprivation theory- svarskömmtunarkenningin
gildir ekki þegar styrkingarháttur krefst mun meira af líklegri hegðuninni eða mun minn af ólíklegri hegðuninni t.d að spila þarf meira af tölvuleik en barnið gerir venjulega en vaska sjaldnar upp en venjulega(sjaldnar en barnið vill)
slokknun
felst í því að styrkir fylgir ekki lengur heðgun þannig að það dregur úr hegðuninni og hún hættir að lokum.
- það að láta styrkinn ekki lengur fylgja hegðun er aðferðarhluti slokknunar
- það að hegðun hættir er ferilshluti slokknunar
- þetta tvennt með aðferð og feril er hliðstætt slokknun í klassískri skilyrðingu
aukaverkanir slokknunar
slokknunarkast, aukinn breytileiki, aukin geðhrif, árásargirni, endurheimt annarra heðgunar, depurðvi
viðnám gegn slokknun
viðnám er háð þessum háttum-
styrkingarháttur: meira viðnám eftir hátt gildi en lágt og meira viðnám á VR en öðrum háttum. minnst viðnám eftir sístyrkingu og slökknun gengur hraðast
styrkingarsaga: því oftar sem hegðunin hefur verið styrkt því mun meira viðnám og lengri tíma tekur að slökkva heðgun
stærð og gæði styrks: því stærri og betri sem styrkirinn hefur verið þeim mun meira viðnám og hægara gengur að slökkva
reynsla af slokknun: því oftar sem lífveran hefur upplifað slokknun þeim mun minna viðnám og þar með hraðari slokknun.
sjálfkvæm endurheimt
eftir að slokknun hefur átt sér stað-styrkir tekinn í burtu og hegðun hætt, getur hegðunin komið aftur t.d daginn eftir - þá er slokknun endurtekin og gengur hraðar fyrir sig en fyrst og svo hraðar og hraðar og síðan á endanum hættir sjálfkvæma endurheimtin að koma
áreitastjórn
þegar hegðun hefur verið styrkt lengi fara áreitin í umhverfinu, sem hafa verið styrkt að stjórna hegðun- greinireitið(SD) vekur hegðunina.
dæmi: þú sérð bílinn þinn (SD)á bílastæðinu hjá hr og gengur í átt að honum(hegðun) og kemst heim(styrkir)
áreitastjórn er oft beitt skipulega til að hafa góð áhrif á hegðun
yfirfærsla áreita
hegðun yfirfærð á svipað áreiti og það áreiti sem var þegar hegðun var styrkt
því líkari sem áreitið er upphaflega áreitinu þeim mun meira hegðun
aðgreining áreita
það er andstæða yfirfærslu
felst í því að eitt greinireiti vekur hegðun t.d grænt ljós á gatnamótum en annað vekur hana ekki t.d rautt ljós á gatnamótum
aðgreiningu þarf að þjálfa með því að kenna muninn á áreitunum A og B fær lífveran styrki við að gera þegar A er sýnt en fær ekki styrki fyrir það þegar B er sýnt
þegar lífveran sýnir hegðun alltaf þegar A er sýnt en ekki B er hún sögð vera undir sterkri áreitasjtórn
raðsundurgreining
Lífveru er kennt að styrkir kemur við 550 nm (SD) bylgjulengd ljóss og á prófun/slokknun verður atferlið tíðast við 550, en æ minna sem lengra er farið upp og niður í nm (control). En ef lífverunni er kennt að styrkir kemur ekki við aðra bylgjulengd (S∆ t.d. við 555 eða 590 nm) meðfram S+ þjálfuninni, færist svartíðnitindurinn í prófun í átt frá S- og niður fyrir þar sem S+ var áður í þjálfuninni => tindfærsla.
samtímasundurgreining
Kjúklingur er látinn gogga til að fá korn. Þegar A er greinireiti (milligrátt, SD) fær hann korn við að gogga en ekki þegar B er greinireiti (dökkgrátt, S∆). Síðan er hann settur á slokknun þar sem ýmist C (ljósgrátt) eða D (milligrátt eins og A) eru greinireiti. Hvort greinireitið „velur“ kjúklingurinn í von um korn?
dúfur og listaverk
dúfur lærðu að greina litskyggnur af málverkum eftir monet og picasso
hægt er að stjórna hegðun dúfna með flóknu sjónrænu áreiti sem bendir til hugtakanáms
fjölháttur
settur saman úr 2 eða fleirum óháðum háttum sem koma í röð þar sem hvor um sig hefur greinireiti(rautt og grænt ljós) og báðum lýkur á frumstyrki
áreitastjórn
er orðin sterk þegar lífveran hegðar séer mismunandi á einföldu háttunum eftir margar tilraunalotur
hegðunarspeglun
gott að rannsaka með fjölháttum, þegar breyting á tíðni styrkja á einum einföldum hætti breytir svartíðni í öfuga átt á öðrum einföldum
það sem er merkilegt við hegðunarspeglun, svartíðni eykst eða minnkar á einföldum hætti þrátt fyrir að engin breyting verði á styrkingartíðninni á honum.