námssálfræði próf 2 Flashcards

1
Q

kenning pavlovs um áreitisstaðgöngu

A

Kenningin: Skilyrta áreitið (CS) verður staðgengill eða kemur í stað óskilyrta áreitisins (US).
Kenningin hæfir meira og minna en ýmislegt bendir þó til að það sé ekki alveg nákvæmlega raunin, til dæmis [próf á kenninguna snýst um viðbrögðin (UR og CR)] :
CR er ekki alltaf nákvæm eftirmynd UR (minni og hægari).
Stundum er CR aðeins hluti af UR.
Stundum er CR e-ð sem er ekki hluti af UR.
Og stundum er CR öfugt við UR.
Alla jafna er þó CR mjög svipað og UR, þótt daufara sé.
(Pavlov ályktaði einnig um ýmiss konar ferla í heila við klassíska skilyrðingu sem ekki hefur verið hægt að staðfesta)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

CR sem uppbótarviðbragð fyrir US

A

Kenningin: Tilgangur skilyrta svarsins (CR) er að búa lífveruna undir óskilyrta áreitið (US).
Ljós – blástur – blikk (skilyrðing) => Ég blikka (CR) síðan við ljósið (CS) til að vera viðbúinn blæstrinum (US).
Þessi kenning gerir ráð fyrir að CR og UR geti verið ólík (öfugt við kenninguna um áreitisstaðgöngu).
Eins og áður sagði: Stundum er CR öfugt við UR.
Samkvæmt bókarhöfundum gerist þetta oft þegar sterkra lyfja er neytt. Dæmi um venjulega túlkun:
Nál í handlegg/umhverfi (NS) – heróín (US) – minni blóðþrýstingur (UR => a-ferill)
Nál í handlegg/umhverfi (CS) – meiri blóðþrýstingur (CR => b-ferill)
Þetta er kallað uppbótarviðbragð (compensatory-response) til að ná jafnvægi (homeostasis), sem sé að CS leiðir til uppbótarviðbragðs (CR – b-ferill) við að vera parað oft við US (a-ferill). Dæmið miðað við uppbótarviðbragð:
Heróín (US) – minni blóðþrýstingur (UR/US) – meiri blóðþrýstingur (UR) og þar af leiðandi…
Nál/umhverfi (NS) – minni blóðþrýstingur (US) – meiri blóðþrýstingur (UR)
Nál/umhverfi (CS) – meiri blóðþrýstingur (CR) EÐA
Nál/umhverfi (NS) – þægileg líðan (US) – vanlíðan (UR)
Nál/umhverfi (CS) – vanlíðan (CR)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

rescorla-wagner kenningin í klassískri grunnskilyrðingu

A

Tilraun til að spá fyrir um útkomu hvers þreps (conditioning trial) í klassískri skilyrðingu [merki (CS) um að mikilvægur atburður (US) sé væntanlegur].
Í hverju þrepi kann að verða örvandi (excitatory) skilyrðing, hamlandi (inhibitory) eða engin skilyrðing. Í örvandi skilyrðingu fer NS úr því að hafa ekkert gildi (0) upp í að verða CS og nær jafnvel hámarksgildi US.
Dæmi:
Skilyrðum mann á venjulegan hátt til þess að sparka við að sjá hamar sem slegið er undir hnéskelina. Hamarinn (að sjá hann) er fyrst NS sem breytist í CS þegar honum er slegið nokkrum sinnum undir hnéskelina (högg er US / spark við högg er UR / spark við að sjá hamar er CR).
Fyrst þegar slegið er sparkar maðurinn með 100 N (njúton) krafti, en hann sparkar ekki við að sjá hamarinn – US hefur gildið 100 N en NS hefur gildið 0 N.
Eftir skilyrðinguna fær CS (sjá hamarinn) gildið 100 N – sama gildi og US (höggið) – þ.e. hámarksgildi.
Þetta gerist smám saman í allmörgum litlum skrefum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Rescorla-Wagner kenningin og þrjú fyrirbæri klassískrar skilyrðingar með samsettu áreiti (compound stimulus)

A

skygging
hindrunaráhrif
umframvænting

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

skygging

A

Tvö áreiti eru notuð saman í einu sem NS-CS, t.d. stór hamar (sterkt) og lágur tónn (veikt) (samsett áreiti). Þau skipta á milli sín gildunum 100 N (njúton, krafturinn á US) og þar sem stóri hamarinn er sterkara áreiti fær hann fleiri gildi, t.d. 80 N. Þannig að eftir skilyrðingu og hamri er sveiflað sparkar maðurinn með 80 N afli, en sparkar aðeins með 20 N afli þegar lági tónninn heyrist.
Stóri hamarinn hefur skyggt á lága tóninn => skygging.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

hindrunaráhrif

A

Hér er hamarinn kenndur fyrst sem CS og fær gildið 100 N (allan kraftinn). Síðan er hamrinum sveiflað og tónn sleginn um leið (samsett áreiti) nokkrum sinnum. Þar sem hamarinn er með hámarks-kraftgildið 100 N er ekkert eftir fyrir tóninn svo hann fær gildið 0 N. Þegar tónninn er síðan sleginn sparkar maðurinn ekki.
Þannig hefur hamarinn hindrað tóninn í að virka sem CS => hindrunaráhrif.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

umframvænting

A

Nú er hamarinn skilyrtur sérstaklega sem CS og fær kraftgildið 100 N og tónninn er einnig skilyrtur sérstaklega og fær kraftgildið 100 N (skilyrt sitt í hvoru lagi). Þá er prófað að sveifla hamrinum og slá tóninn í senn (samsett áreiti) og maðurinn mun sparka með allt að 200 N krafti.
Þegar svo hamri er sveiflað og tónn sleginn nokkrum sinnum saman (samsett áreiti) með höggi undir hnéskelina í framhaldinu lækkar kraftgildi hvors um sig niður í 50 N => umframvænting (væntingar tilraunadýrs eða þátttakanda eru ekki uppfylltar, þannig að viðbragðið minnkar).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

fælni

A

myndast oft (ekki alltaf) með klassískri skilyrðingu, t.d. hundur (NS fyrst) bítur (US, fráreiti) barn sem verður ofsahrætt (UR) og verður upp frá því ofsahrætt (CR, fælni) við hundinn og jafnvel aðra meinlausa hunda með yfirfærslu.
Stundum er nóg að verða fyrir einum hræðilegum atburði með klassískri skilyrðingu til þess að að þróa með sér fælni.
Í bókinni er því lýst allýtarlega þegar Watson og Rayner skilyrtu „Albert litla“ fyrir um 100 árum þannig að hann varð hræddur við hvíta rottu (NS-CS) þegar hún hafði verið pöruð við mikinn hávaða (hamri slegið í stálstöng, US). Hræðslan yfirfærðist á fleira, svo sem kanínu, hund, loðkápu og jólasveinsskegg. Höfundar vilja þó ekki meina að það sé líklegt að um fælni hafi verið að ræða hjá Albert litla – fremur hræðsla.
Lengi var deilt um hvað orðið hafi um Albert litla og hvernig lífi hann hafi lifað. Powell, sem er einn höfundur bókarinnar, telur sig o.fl. hafa „fundið“ hann, William Albert Martin (1919-2007) að nafni. Powell segir ekki sennilegt að Albert hafi þróað með sér fælni við dýr eftir skilyrðinguna frægu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

áhrifaþættir fælni

A

herminám, skapgerð, viðbúnaður, aukning CR, endurmat á óskilyrta áreitinu og sértæk næming

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

herminám

A

Fælni getur orðið til með að sjá aðra verða hrædda (kannski meðfætt að læra þannig með herminámi).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

skapgerð

A

Hún getur haft áhrif á hvernig skilyrta áreitið (CS) lærist og snýst um að það sé skapgerðarmunur á fólki. Meðfædd að mestu skv. höfundum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

endurmat á óskilyrta áreitinu

A

Eftir fráskilyrðingu sem veldur hræðslu en ekki fælni t.d. við hurð sem maður klemmir sig á, meiðir hann sig mun meira í slysi, sem veldur því að hann þróar fælni gagnvart hurðinni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

viðbúnaður

A

Hugmyndin hér er að fólk/önnur dýr eigi auðveldara með að þróa fælni gagnvart sumum áreitum (CS, t.d. snákum og köngulóm) en öðrum (t.d. blómum og leikföngum) þótt sama US er beitt – meðfæddur munur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

aukning á cr

A

Hún gerist stundum þegar „snerting“ við skilyrta áreitið (það sem veldur hræðslu) varir stutt (og án US).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

sértæk næming

A

Erfiður atburður (US) getur haft áhrif á og leitt til þess að fælni þróist auðveldara en ella. Dæmi í bók er um að fólk hafi þróað með sér torgageig (agoraphobia) við tilfinningauppnám eða veikindi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

kerfisbundin ónæming

A

Komin frá Joseph Wolpe frá miðri síðustu öld – byggði að hluta til á hugmyndum annarra.
Byggist á þrennu:
Slökun (hún er ósamrýmanleg hræðslu og kvíða).
Stigveldi eða röð 10–15 aðstæðna sem sá fældi hugsar um eða ímyndar sér, allt frá aðstæðum sem valda lítilli hræðslu yfir í aðstæður sem valda mikilli hræðslu.
Ef maður væri hræddur við að fara í lyftu gæti hann fyrst hugsað um að hann sæi lyftu langt í burtu, svo þegar hann er nær og nær og allt til þess að hann sér sig inni í lyftunni.
Hvert skref í stigveldinu er parað við slökunina – fyrst við ímynduðu aðstæðurnar sem valda minnstri hræðslu og svo smám saman allt til mestu hræðslu. Mælt er með að sá fældi hugsi um aðstæðurnar í 10–30 sek. og slakar svo á. Þetta er gert þar til ímynduðu aðstæðurnar valda ekki hræðslu áður en farið er í næstu aðstæður í stigveldinu.
Þetta má auðvitað einnig gera í raunaðstæðum (in vivo) – til dæmis að taka á lyftuhræðslunni hér í HR.
Raunaðstæður eru betri að því leyti að ekki þarf að treysta á yfirfærslu frá ímynduðum aðstæðum til þeirra raunverulegu.
Raunaðstæður kunna að vera takmarkaðar þar sem erfitt getur verið að skapa þær – t.d. fælni við þrumur og eldingar.
Höfundar segja að stundum gæti verið heppilegt að byrja með ímyndunar stigveldi og fara svo í raunaðstæður.
Þá eru miklir möguleikar að nota sýndarveruleika til að eyða fælni þar sem auðvelt er að forrita stigveldið og fyrirmælin um slökun án „skjólveitanda“ (sá er sinnir skjóstæðingi).

15
Q

meðferð á fælni

A

Vandinn við fælni er að þótt hún sé sett í slokknun sem aðferð (procedure) dregur ekki úr hræðsluviðbragðinu, þ.e. viðbragðsferillinn (process) fer ekki niður.
Sem sé þótt óskilyrta áreitið (US) – raunverulega fráreitið – er tekið burt hættir ekki skilyrta svarið (CR) sem er hræðslan.
Atferlisgreining (Behavior Analysis) hefur náð góðum árangri í fælnimeðferð.
Helst er það með kerfisbundinni ónæmingu og fráreitaflæði – sjá næstu slæður

16
Q

fráreitiflæði

A

Það felst einfaldlega í því að sá fældi er settur í aðstæðurnar sem hann er hræddastur í – annað hvort í raunaðstæðurnar eða ímyndaðar aðstæður.
Hér eru sömu kostir og gallar á beitingu ímyndaðra eða raunaðstæðna eins og í kerfisbundinni ónæmingu, að því viðbættu að raunaðstæður gætu valdið mikilli hræðslu og kvíða í fráreitaflæði og því talið ómannúðlegra.
Þótt fráreitaflæði og kerfisbundin ónæming skili svipuðum árangri er fráreitaflæði sagt áhættusamara og höfundar segja að fara þurfi sérlega varlega þegar því er beitt gegn áfallaröskun (PTSD).
Hvort tveggja kerfisbundin ónæming og fráreitaflæði byggjast á slokknun – CS (skilyrt áreiti) er birt aftur og aftur án US (óskilyrt) og sá fældi þarf að „upplifa“ CS (ekki forðast það).
Þá hafa menn náð góðum árangri í að stöðva fælni með samblandi aðferðanna tveggja eða prjóna annað við þær – t.d. að fyrirmynd sýni hvernig umgangast megi skilyrta áreitið sem veldur hræðslunni (participant modeling).

17
Q

Óbeitarskilyrðing

A

Óbeitarskilyrðingu (klassísk) er beitt til þess að fá fólk til að hætta ýmsu sem því finnst gott, en er ekki hollt eða er ósiðlegt, jafnvel ólöglegt – til dæmis neysla áfengis, reykingar og kynlöngun sem er óviðeigandi eða kynhegðun sem er ólögleg.
Hún byggist á að tengja fráreiti við eftirsóknarverða áreitið. Fráreiti gætu til dæmis verið rafstuð eða efni sem valda ógleði (t.d. antabus* eða efnið sem notað var á Alex í A Clockwork Orange).
Óskilyrt fráreiti virka misvel – t.d. eru fráreiti sem valda ógleði öflug við að draga út neyslu, t.d. áfengis, og reykingum (þegar það „góða“ fer upp í mann).
Þá ku vera til afbrigði af óbeitarskilyrðingu með ímyndun (imagery) (huliðsnæming, e. covert sensitization).

18
Q

hvað er virk skilyrping

A

Flest af því sem við gerum (hegðun) er lært með virkri skilyrðingu.
Virk hegðun (operant behavior):
Hegðun sem stjórnast af afleiðingum (consequences) hennar
Þ.e. afleiðing hegðunar gefur skýringu á af hverju hegðun á sér stað
Virk skilyrðing (operant conditioning)
Áhrifin af afleiðingum eða ferillinn (procedure) að læra eða breyta hegðun með afleiðingum

19
Q

Líkan virkrar skilyrðingar

A

Þríþætt skilyrði, (e. three-term contingency):
SD: R → SR
A-H-A (aðdragandi–hegðun–afleiðingar)
A-B-C (antecedents–behavior–consequences)
Tölum um hegðun í virkri skilyrðingu en viðbrögð (meðfædd) í klassískri skilyrðingu.
Í klassískri skilyrðingu er ósjálfrátt (involuntary) viðbragð kveikt (elicited).
Í virkri skilyrðingu er „sjálfráð“ (voluntary) hegðun birt (emitted).
„Sjálfrátt“ þarf ekki að þýða við höfum frjálsan vilja.

20
Q

árangurslögmál thorndikes

A

Undanfari virkrar skilyrðingar Skinners.
Edward Thorndike var fyrstur til að rannsaka kerfisbundið hegðun sem er ekki viðbragðshegðun (rétt fyrir aldamótin 1900).
Hann notaði hungraðan kött í þrautabúri og sú hegðun kattarins sem leiddi til þess að hann slapp út úr búrinu og fékk aðgang að mat styrktist í kjölfarið.
JÁkvæð niðurstaða/afleiðing af hegðun → hegðun styrkist.
NEIkvæð niðurstaða/afleiðing af hegðun → hegðun veikist.
Mæling Thorndikes á hegðun var hve lengi kötturinn var að sleppa (escape latency).
Seinna meir hefur helsta mæling á hegðun í tilraunum verið tíðni hennar (rate of responding) – kom frá Skinner.
Bæði tíðni hennar almennt svo og tíðni réttrar hegðunar.

21
Q

afleiðingar

A

Afleiðingar geta aukið hegðun eða dregið úr henni.
Afleiðing sem eykur hegðun er styrkir* (reinforcer).
Afleiðing sem dregur úr hegðun er refsireiti (punisher

22
Q

styrking

A

Styrking er mikilvægasta hugtakið í námskenningum – ferillinn að styrkja hegðun.
Styrking:
Halldór á skrifstofunni minni lætur mig vita af því þegar mikilvæg skýrsla kemur út um stöðu fyrirtækisins. Ég svara Halldóri umsvifalaust og þakka honum kærlega fyrir að láta mig vita. Halldór sendir mér oftar skeyti um mikilvægar upplýsingar.
Styrkir:
Styrkir er áreiti sem kemur í kjölfar hegðunar og verður til þess að tíðni hennar eykst eða viðhelst. Ræðst sem sagt af því hvaða áhrif hann hefur á hegðun. Þarf ekki að vera sama og umbun (reward).
Hver er styrkirinn í dæminu hér fyrir ofan? ↓

23
Q

refsing

A

Refsing er ferillinn að nota refsireiti til að draga úr hegðun.
Refsing:
Guðmundur símasölumaður vill selja mér 10 bindi af ævisögu Trump forseta. Ég svara honum umsvifalaust og segist ekki vilja kaupa svona rusl í gegnum síma. Guðmundur hættir að hringja.
Refsireiti:
Refsireiti er áreiti sem kemur í kjölfar hegðunar og verður til þess að tíðni hennar minnkar eða hættir. Ræðst sem sagt af því hvaða áhrif það hefur á hegðun.
Hvert er refsireitið í dæminu hér fyrir ofan? ↓

24
Q

aðdragandi greinireiti

A

Greinireiti kemur á undan hegðun og hefur áhrif á hana vegna afleiðinga hegðunarinnar. Þegar hegðun er endurtekið styrkt, (eða refsað eða ekki styrkt) þegar tiltekið áreiti er til staðar fer það áreiti að hafa áhrif => greinireiti.
Greinireiti (SD): Áreiti sem er til staðar þegar hegðun er styrkt, þannig að líklegt er að hegðun birtist aftur þegar áreitið er til staðar. T.d. grænt á götuljósum er greinireiti fyrir hegðunina að aka áfram. Og gult ljós í Skinner-búri er greinireiti fyrir hegðunina að ýta á slána því þá fær rotta fóðurkúlu.
Greinireiti refsingar (SDP): Áreiti sem er til staðar þegar hegðun er refsað, þannig að ólíklegt er að hegðun birtist aftur þegar áreitið er til staðar. T.d. rautt á götuljósum er greinireiti refsingar fyrir hegðunina að aka áfram. Blátt ljós í Skinner-búri er greinireiti refsingar fyrir hegðunina að ýta á slána því þá fær rotta rafstuð.
En rautt á götuljósum er greinireiti styrkingar (SD) fyrir hvaða hegðun?
Greinireiti slokknunar (S∆, „Ess-delta“):
Áreiti sem er til staðar þegar hegðun verður EKKI styrkt, þannig að ólíklegt er að hegðun verði þegar áreitið er til staðar. Það er ólíklegt að mamma gefi mér köku þegar ég bið hana þegar pabbi (S∆) er viðstaddur. Rautt ljós í Skinner-búri er greinireiti (S∆) sem þýðir að þótt rottan ýti á slána fær hún EKKI fóðurkúlu.
A–H–A líkan virkrar skilyrðingar er því með aðdraganda (greinireiti), hegðun og afleiðingar (A–B–C, antecedents, behavior, consequences).
SD: R → SR
Grundvallarþáttur í hagnýtri atferlisgreiningu (applied behavior analysis) er að meta og greina hegðun út frá þessu líkani. T.d. hvað viðheldur hegðun (afleiðingar og greinireiti) sem við viljum draga úr eða hvað þarf til þess að koma hegðun af stað eða viðhalda henni.

25
Q

jákvæð styrking og refsing

A

Jákvæð styrking
Eftirsóknarvert áreiti (t.d. umbun) er birt í kjölfar hegðunar og hegðunin eykst eða viðhelst.
Frástyrking [forðun (avoidance) og flótti (escape)]
Fráreiti (aversive stimulus) (áreiti sem viðkomandi vill ekki) er tekið burt í kjölfar hegðunar og hegðunin eykst eða viðhelst.
Refsing
Fráreiti (refsireiti í refsingu) er birt í kjölfar hegðunar og tíðni hegðunar minnkar eða hverfur.
Sekt
Eftirsóknarvert áreiti er tekið burt í kjölfar hegðunar og tíðni hegðunar minnkar eða hverfur. Áreitið er annað en það sem viðheldur hegðuninni.

26
Q

dæmi um styrkingu og refsingu

A

Jákvæð styrking:
Mamma Halldórs hrósar honum fyrir að leysa reikningsdæmi og hann leysir fleiri.
Frástyrking [forðun (avoidance) og flótti (escape)]:
Jón leiðir son sinn og beygir inn götu sem sonurinn vill ekki fara, en Jón togar fast þar til sonurinn eltir inn götuna.
Ég skamma Grjóna kött þegar ég sé hann uppi á eldhúsborði svo hann stekkur niður og alltaf upp frá því. (Því ekki refsing? Hver er hegðunin?)
Refsing:
Halla sér eins árs dóttur sína vera að klifra upp á svalahandriðið í íbúð þeirra á 3ju hæð, grípur í hana, hristir smá og segir „Má ekki!“ og dóttirin gerir þetta aldrei aftur.
Kalli skammar Nölu kött þegar hún fer upp á eldhúsborð svo Nala hættir því í kjölfarið. (Því ekki frástyrking?)
Sekt:
Gylfi leikur sér að dúkku og slær henni af og til í gólfið þar til pabbi hans tekur dúkkuna af honum strax og hann hefur slegið henni í gólfið. Gylfi slær dúkkunni sjaldnar við gólfið en áður

27
Q

mótun

A

Mótun felst í því að styrkja alla hegðun (jákvæð styrking) sem nálgast markmið eða lokahegðun og í hverju skrefi (successive approximations) eru gerðar meiri kröfur til þátttakanda og hætt er að styrkja fyrri hegðun.
Mótun er lykilaðferð við að kenna öðrum dýrum en mönnum nýja hegðun.
Mótun er einnig mjög mikilvæg við að móta hegðun manna og oft vanmetin [tungumálið og reglustýring á hegðun ofnotuð – sjá um reglustýrða hegðun (rule-governed behavior) í 11. kafla].
Mótun er möguleg vegna breytileika í hegðun.
Gott er að nota skilyrtan styrki eins og smellu við mótunina. Hvernig þá?

28
Q

tafaralaus

A

Styrki má veita strax eftir hegðun (tafarlaus) eða seinna (tafin).
Því fyrr sem styrkir er veittur þeim mun miklu betur virkar hann – styrkja strax!
Vísbendingar eru um að nokkurra sekúndna töf getur dregið alveg úr áhrifunum á önnur dýr en menn.

29
Q

frumstyrkir

A

er áreiti sem við þurfum EKKI að læra að njóta – það er meðfætt að þykja þeir „góðir“.
Dæmi: Vatn fyrir þyrstan, matur fyrir svangan, hiti fyrir kaldan, kuldi fyrir heitan, sætt fyrir flesta, stroka, kynlíf, aflétting frum-fráreita, t.d. að vera í spreng og pissa og vera kalt og hita sér.
Þetta tengist yfirleitt grunnþörfum okkar (physiological needs).

30
Q

skilyrtur styrkir

A

áreiti sem við höfum lært að njóta með því að hann hefur verið paraður við frumstyrki.
Dæmi (öll eiga við um það að hegðun eykst eða viðhelst): hrós, athygli, einkunn, frí, gjafir, táknstyrkjar (tokens) og peningar, sem er almennur (generalized) skilyrtur styrkir, en hann tengist mörgum frumstyrkjum og skilyrtum styrkjum.

31
Q

Sjálfkvæmur styrkir

A

kemur af sjálfu sér – felst í hegðuninni, t.d. að borða góðan mat.
Þegar við erum komin í æfingu er það að æfa styrkjandi í sjálfu sér.
Klóra sér á bakinu við hurðarstaf, elskast, leysa reikningsdæmi, skrifa ljóð og leggja kapal.
Faðma kærustuna af því að ég elska hana.

32
Q

Aðkvæmur styrkir

A

kemur „utanfrá“ – felst ekki í hegðuninni sjálfri, t.d að vera hrósað fyrir að borða matinn.
Fara á æfingu í krossfimi af því að vinirnir eru ánægðir með það.
Fá einkunn fyrir að leysa reikningsdæmi eða fyrir ljóðaskrif.
Faðma kærustuna af því að foreldrar hennar eru að horfa á okkur og þeir brosa.

33
Q

Náttúrulegur styrkir

A

er eðlilegur styrkir fyrir hegðun – það má búast við honum, t.d. einkunn fyrir að lesa fyrir skyndipróf.
Ég tek í bílskúrshurðina og hún er föst svo ég tek enn fastar og hamast þar til hún lætur undan og þá er náttúrulegur styrkir að dyrnar opnist.
Maður er úti í kulda og þá er náttúrulegur styrkir hitinn við að fara í úlpu.
Laun fyrir vinnu, verðlaun eða hrós fyrir góða frammistöðu.

34
Q

Tilbúinn styrkir

A

er gerður sérstaklega til að breyta hegðun – ekki dæmigerður styrkir fyrir hegðunina í aðstæðum hennar, t.d. að fá stjörnu fyrir að taka til í herberginu.
Fá að spila tölvuleik eftir að hafa lært, ég merki í bók sem sonur minn sér í hvert sinn sem hann fer á æfingu.
Betra er að nota náttúrulegan styrki en tilbúinn.
Stundum þarf að nota tilbúinn fyrst til að sá sem sýnir hegðunina komist í tengsl við þann náttúrulega:
T.d. að gefa stjörnu (táknstyrki) fyrir að taka til í herbergi því svo líður barninu smám saman vel þegar fínt er í herberginu, sem er náttúrulegur styrkir.
Náttúrulegur-tilbúinn snýst um hvort styrkir sé hannaður til að breyta hegðun eða ekki.
Sjálfkvæmur-aðkvæmur snýst um hvort hegðunin sjálf sé styrkjandi eða ekki.