námssálfræði próf 2 Flashcards
kenning pavlovs um áreitisstaðgöngu
Kenningin: Skilyrta áreitið (CS) verður staðgengill eða kemur í stað óskilyrta áreitisins (US).
Kenningin hæfir meira og minna en ýmislegt bendir þó til að það sé ekki alveg nákvæmlega raunin, til dæmis [próf á kenninguna snýst um viðbrögðin (UR og CR)] :
CR er ekki alltaf nákvæm eftirmynd UR (minni og hægari).
Stundum er CR aðeins hluti af UR.
Stundum er CR e-ð sem er ekki hluti af UR.
Og stundum er CR öfugt við UR.
Alla jafna er þó CR mjög svipað og UR, þótt daufara sé.
(Pavlov ályktaði einnig um ýmiss konar ferla í heila við klassíska skilyrðingu sem ekki hefur verið hægt að staðfesta)
CR sem uppbótarviðbragð fyrir US
Kenningin: Tilgangur skilyrta svarsins (CR) er að búa lífveruna undir óskilyrta áreitið (US).
Ljós – blástur – blikk (skilyrðing) => Ég blikka (CR) síðan við ljósið (CS) til að vera viðbúinn blæstrinum (US).
Þessi kenning gerir ráð fyrir að CR og UR geti verið ólík (öfugt við kenninguna um áreitisstaðgöngu).
Eins og áður sagði: Stundum er CR öfugt við UR.
Samkvæmt bókarhöfundum gerist þetta oft þegar sterkra lyfja er neytt. Dæmi um venjulega túlkun:
Nál í handlegg/umhverfi (NS) – heróín (US) – minni blóðþrýstingur (UR => a-ferill)
Nál í handlegg/umhverfi (CS) – meiri blóðþrýstingur (CR => b-ferill)
Þetta er kallað uppbótarviðbragð (compensatory-response) til að ná jafnvægi (homeostasis), sem sé að CS leiðir til uppbótarviðbragðs (CR – b-ferill) við að vera parað oft við US (a-ferill). Dæmið miðað við uppbótarviðbragð:
Heróín (US) – minni blóðþrýstingur (UR/US) – meiri blóðþrýstingur (UR) og þar af leiðandi…
Nál/umhverfi (NS) – minni blóðþrýstingur (US) – meiri blóðþrýstingur (UR)
Nál/umhverfi (CS) – meiri blóðþrýstingur (CR) EÐA
Nál/umhverfi (NS) – þægileg líðan (US) – vanlíðan (UR)
Nál/umhverfi (CS) – vanlíðan (CR)
rescorla-wagner kenningin í klassískri grunnskilyrðingu
Tilraun til að spá fyrir um útkomu hvers þreps (conditioning trial) í klassískri skilyrðingu [merki (CS) um að mikilvægur atburður (US) sé væntanlegur].
Í hverju þrepi kann að verða örvandi (excitatory) skilyrðing, hamlandi (inhibitory) eða engin skilyrðing. Í örvandi skilyrðingu fer NS úr því að hafa ekkert gildi (0) upp í að verða CS og nær jafnvel hámarksgildi US.
Dæmi:
Skilyrðum mann á venjulegan hátt til þess að sparka við að sjá hamar sem slegið er undir hnéskelina. Hamarinn (að sjá hann) er fyrst NS sem breytist í CS þegar honum er slegið nokkrum sinnum undir hnéskelina (högg er US / spark við högg er UR / spark við að sjá hamar er CR).
Fyrst þegar slegið er sparkar maðurinn með 100 N (njúton) krafti, en hann sparkar ekki við að sjá hamarinn – US hefur gildið 100 N en NS hefur gildið 0 N.
Eftir skilyrðinguna fær CS (sjá hamarinn) gildið 100 N – sama gildi og US (höggið) – þ.e. hámarksgildi.
Þetta gerist smám saman í allmörgum litlum skrefum.
Rescorla-Wagner kenningin og þrjú fyrirbæri klassískrar skilyrðingar með samsettu áreiti (compound stimulus)
skygging
hindrunaráhrif
umframvænting
skygging
Tvö áreiti eru notuð saman í einu sem NS-CS, t.d. stór hamar (sterkt) og lágur tónn (veikt) (samsett áreiti). Þau skipta á milli sín gildunum 100 N (njúton, krafturinn á US) og þar sem stóri hamarinn er sterkara áreiti fær hann fleiri gildi, t.d. 80 N. Þannig að eftir skilyrðingu og hamri er sveiflað sparkar maðurinn með 80 N afli, en sparkar aðeins með 20 N afli þegar lági tónninn heyrist.
Stóri hamarinn hefur skyggt á lága tóninn => skygging.
hindrunaráhrif
Hér er hamarinn kenndur fyrst sem CS og fær gildið 100 N (allan kraftinn). Síðan er hamrinum sveiflað og tónn sleginn um leið (samsett áreiti) nokkrum sinnum. Þar sem hamarinn er með hámarks-kraftgildið 100 N er ekkert eftir fyrir tóninn svo hann fær gildið 0 N. Þegar tónninn er síðan sleginn sparkar maðurinn ekki.
Þannig hefur hamarinn hindrað tóninn í að virka sem CS => hindrunaráhrif.
umframvænting
Nú er hamarinn skilyrtur sérstaklega sem CS og fær kraftgildið 100 N og tónninn er einnig skilyrtur sérstaklega og fær kraftgildið 100 N (skilyrt sitt í hvoru lagi). Þá er prófað að sveifla hamrinum og slá tóninn í senn (samsett áreiti) og maðurinn mun sparka með allt að 200 N krafti.
Þegar svo hamri er sveiflað og tónn sleginn nokkrum sinnum saman (samsett áreiti) með höggi undir hnéskelina í framhaldinu lækkar kraftgildi hvors um sig niður í 50 N => umframvænting (væntingar tilraunadýrs eða þátttakanda eru ekki uppfylltar, þannig að viðbragðið minnkar).
fælni
myndast oft (ekki alltaf) með klassískri skilyrðingu, t.d. hundur (NS fyrst) bítur (US, fráreiti) barn sem verður ofsahrætt (UR) og verður upp frá því ofsahrætt (CR, fælni) við hundinn og jafnvel aðra meinlausa hunda með yfirfærslu.
Stundum er nóg að verða fyrir einum hræðilegum atburði með klassískri skilyrðingu til þess að að þróa með sér fælni.
Í bókinni er því lýst allýtarlega þegar Watson og Rayner skilyrtu „Albert litla“ fyrir um 100 árum þannig að hann varð hræddur við hvíta rottu (NS-CS) þegar hún hafði verið pöruð við mikinn hávaða (hamri slegið í stálstöng, US). Hræðslan yfirfærðist á fleira, svo sem kanínu, hund, loðkápu og jólasveinsskegg. Höfundar vilja þó ekki meina að það sé líklegt að um fælni hafi verið að ræða hjá Albert litla – fremur hræðsla.
Lengi var deilt um hvað orðið hafi um Albert litla og hvernig lífi hann hafi lifað. Powell, sem er einn höfundur bókarinnar, telur sig o.fl. hafa „fundið“ hann, William Albert Martin (1919-2007) að nafni. Powell segir ekki sennilegt að Albert hafi þróað með sér fælni við dýr eftir skilyrðinguna frægu
áhrifaþættir fælni
herminám, skapgerð, viðbúnaður, aukning CR, endurmat á óskilyrta áreitinu og sértæk næming
herminám
Fælni getur orðið til með að sjá aðra verða hrædda (kannski meðfætt að læra þannig með herminámi).
skapgerð
Hún getur haft áhrif á hvernig skilyrta áreitið (CS) lærist og snýst um að það sé skapgerðarmunur á fólki. Meðfædd að mestu skv. höfundum.
endurmat á óskilyrta áreitinu
Eftir fráskilyrðingu sem veldur hræðslu en ekki fælni t.d. við hurð sem maður klemmir sig á, meiðir hann sig mun meira í slysi, sem veldur því að hann þróar fælni gagnvart hurðinni.
viðbúnaður
Hugmyndin hér er að fólk/önnur dýr eigi auðveldara með að þróa fælni gagnvart sumum áreitum (CS, t.d. snákum og köngulóm) en öðrum (t.d. blómum og leikföngum) þótt sama US er beitt – meðfæddur munur.
aukning á cr
Hún gerist stundum þegar „snerting“ við skilyrta áreitið (það sem veldur hræðslu) varir stutt (og án US).
sértæk næming
Erfiður atburður (US) getur haft áhrif á og leitt til þess að fælni þróist auðveldara en ella. Dæmi í bók er um að fólk hafi þróað með sér torgageig (agoraphobia) við tilfinningauppnám eða veikindi.