námssálfræði próf 4 Flashcards

1
Q

walter mischel

A

félagssálfræðingur, fyrsti sem rannsakaði frestun saðningar, sem er sjálfsstjórn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Rannsóknir Mischels á frestun saðningar (delay of gratification)

A

Þráður í rannsóknum hans var að barn sat í herbergi með tvö nammi fyrir framan sig – eitt sem barnið vildi fremur (betra) og annað sem það vildi síður (síðra).
Barninu var sagt að það gæti fengið betra nammið seinna ef það biði eftir rannsakanda en það mætti einnig hringja eftir honum og þá fengi það síðra nammið strax.
Svo var athugað hvers konar aðferð barnið myndi beita í biðinni eftir að fá betra nammið.
Það kom í ljós að þegar barni tókst að horfa ekki á nammið gekk því betur að forðast freistinguna – t.d. með að horfa annað, halda fyrir augun eða gera e-ð annað, sem og ef nammið var ekki í herberginu.
Skv. kennslubók sýndu seinni rannsóknir að aðferð barna við að hugsa um nammið hafði áhrif á freistinguna – betur gekk að standast freistinguna ef börnum var kennt að ímynda sér nammið sem e-ð óhlutlægt (abstract).
Þau börn sem beittu aðferðum sem gerðu þeim auðveldara með standast freistinguna áttu mörgum árum seinna auðveldara en öðrum að fást við gremju, stóðu sig betur í skóla og áttu í góðum samskiptum við jafningja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Líkan Ainslies og Rachlins um sjálfsstjórn – 1

A

Það snýst um hvernig val á milli lítillar umbunar fyrr (smaller sooner reward, SSR) og stórrar umbunar síðar (larger later reward, LLR) breytist þegar nær dregur litlu umbuninni:
Því nær sem litla umbunin nálgast í tíma þeim mun meira freistandi verður hún – frá því að verða síður valin fyrst, yfir í að verða fremur valin þegar hún nálgast.
Líkanið skýrir þessa breytingu og leggur til hvernig megi fást við hana.
Virði (value) umbunarinnar „veldiseykst“ með styttri tíma í umbun – sjá mynd 10.3, bls. 394 í kennslubókinni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Líkan Ainslies og Rachlins um sjálfsstjórn – 2

A

Skýringin á því af hverju valið á milli lítillar umbunar fyrr (SSR) og stórrar umbunar síðar (LLR) breytist þegar nær dregur litlu umbuninni má sjá á mynd 10.4, bls. 395 í kennslubókinni: =>
Þegar langt er í báðar er LLR valin (meira virði), en er nær dregur SSR verður hún æ meira freistandi og rétt fyrir hana er hún valin (SSR verður meira virði en LLR).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

að lækka tafarfallið á ssr

A

Þessi viðsnúningur í vali væri ekki vandi ef virði LLR (stóra) væri meira þótt langt sé í það og ef veldisfall virði SSR (litla) (tafarfall) væri ekki eins skarpt með tíma (mynd 10.5.) =>
Enn er það Herrnstein sem kemur okkur til hjálpar þar sem hann leggur til allnokkra þætti sem hafa áhrif á sveiglínuna í veldisfalli á virði SSR, þ.e. að lækka hana. Það að skipta um skoðun rétt fyrir SSR og velja það má kalla hvatvísi:
Hvatvísi tegunda lífvera er misjöfn – menn síst.
Einstaklingar eru mis hvatvísir og það kann að vera að hluta til meðfætt.
Hvatvísi minnkar almennt með aldri  (Kannski er það vegna æfingar, sjá 4. þátt hér næst?)
Að æfa sig í að fá LLR í stað SSR dregur úr hvatvísi, þ.e. að lengja tímann í LLR smám saman.
Að hafa kost á annars konar umbun eða styrkingu dregur úr hvatvísi.
Að setja sér undirmarkmið í átt að LLR dregur úr hvatvísi – „að brúa bilið“.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Að skuldbinda sig (commitment response)

A

Einnig má lækka veldisfallið (sveiglínuna, tafarfallið), þ.e. að forðast hvatvísi, með að skuldbinda sig í því augnamiði að draga úr virði freistingar sem er í sjónmáli. Skuldbindinguna verður að gera áður en SSR verður of freistandi.
Dæmi: a) Ef ég lýk ekki við að fara yfir CyperRat-skýrslurnar í vikunni í stað þess að hitta vini mína fær sonur minn að halda partý um helgina. b) Takmarka notkun samfélagsmiðla með forriti snemma dags, en ef freisting vaknar seinna um daginn þarf að hafa mikið fyrir því að fá aðgang.
Hegðunarsamningur (behavioral contract) við sálfræðing er dæmi um skuldbindingu, þar sem ég gæti ýmist fengið styrki fyrir að gera e-ð andlega hollt af því að ég er dapur, t.d. að heimsækja ættingja á milli viðtala, eða þá að ég er búinn að heimila refsingu eða sekt ef ég geri það ekki.
Sjá má hvernig SSR-veldisfallið lækkar við skuldbindingu eða hegðunarsamning á mynd 10.6 í kennslubók. =>

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Líkan smárra safnáhrifa (the small-but-cumulative effects model)

A

Skv. kennslubókarhöfundum lýsa rannsóknir Mischels og líkan Ainslies og Rachlins tiltölulega einföldum veruleika, þ.e. val milli tveggja kosta – lítillar umbunar fyrr (SSR) og stórrar umbunar síðar (LLR).
Yfirleitt eru kostirnir mun fleiri í stöðunni, þótt oft og tíðum séu þeir tveir í meginatriðum, sbr. dæmi á síðustu slæðu.
Þó vilja freistingarnar koma í löngum bunum með vali á milli kosta í hvert sinn og þær eru jafnan ekki mjög hættulegar hver fyrir sig, en „safnast þegar saman kemur“. Það getur t.d. falið í sér að maður komist ekki í framhaldsnám, fái hjartaáfall eða deyi úr krabbameini.
Maður fellur í freistni af því að þetta er aðeins einu sinni og það „einu sinni“ breytir engu í stóru myndinni. Vandinn er að ef maður bilar einu sinni verður æ auðveldara að bila aftur.
Freistingunum þarf að verjast – kannski best með líkani smárra áhrifa, sem felur í sér:
Leggja það niður fyrir sér eða gera sér ljóst að hver freisting er ekki einangrað tilvik heldur hluti af stærri heild.
Setja niður fyrir sig reglur sem skilja skýrt á milli viðunandi og óviðunandi hegðunar.
Skrá hegðun sína – t.d. hef ég gengið á hverjum degi allt þetta ár og það síðasta og skrifa hve lengi og langt ég geng á hverju kvöldi, legg svo saman fyrir mánuðinn og árið (skrái einnig krossfimi og hlaup).
Hafa áætlun um hvernig bregðast eigi við freistingum sem kynnu að verða á vegi manns

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

hermi og félagsnám

A

herminám felst í því að sá sem hermir eftir fylgist með hegðun fyrirmyndar og lærir að gera eins
byggist á félagslegum tenglum herminám einnig nefnt félagsnám
fólk og dýr lærir með herminámi- meðvitað og ómeðvitað
byggist á klassískri og virkri skilyrðingu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

smitandi viðbragð

A

einföld hermun eins og að geispa, hlægja, áttunarviðbragð eða hræðsluviðbragð- mestu meðfætt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

áreitisveiking

A

fyrirmynd gerir eitthvað sem eykur líkur á að sá sem fylgist með hegðun fyrirmyndarinnar gerir það einnig af því að eftirherman tekur eftir hegðuninni.
Fyrirmynd þarf ekki að hafa gert það sem eftirherma gerir svo, aðeins minnt þá síðarnefndu á möguleikann, eins og þegar fyrirmynd fer t.d. að sýsla í vaski sem verður til þess að eftirherma fær sér vatn. Annað dæmi væri að sjá einhvern í fjölskyldunni gera teygjuæfingar á gólfdýnu og setja þá á sig hlaupaskóna og fara að skokka.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

herminám í klassískri skilyrðingu

A

snýst um hermi-viðbragð og tengist oft geðhrifum til dæmis hræðslu og ánægju
ef ég sýni gleði eða hræðslu er líklegt að eftirherman geri einsð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

meðfætt herminám

A

Ef það er meðfætt að sýna ánægjuviðbragð (t.d. bros eftirhermu) þegar annar sýnir ánægjuviðbragð (fyrirmynd) við að sjá t.d. fallegt leikfang er klassíska skilyrðingin svona:
Fallegt leikfang (NS) – bros fyrirmyndar (US) – Bros eftirhermu (UR)
Fallegt leikfang (CS) – Bros eftirhermu (CR)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

ekki meðfætt herminám

A

Ef það er EKKI meðfætt að sýna ánægjuviðbragð þegar annar sýnir ánægjuviðbragð við að sjá fallegt leikfang og þegar það er ekki meðfætt (eins og oft er) er hefðbundna klassíska skilyrðingin svona:
Bros fyrirmyndar (NS1) – Ánægjulegt áreiti (t.d. Stroka; US) – Bros eftirhermu (UR)
Bros fyrirmyndar (CS1) – Bros eftirhermu (CR)
Og hærra-stigs klassíska skilyrðingin verður þá svona í framhaldinu:
Leikfang (NS2) – Bros fyrirmyndar (CS1) – Bros eftirhermu (CR)
Leikfang (CS2) – Bros eftirhermu (CR)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

herminám í virki skilyrðingu

A

rætt um tileinkun og hegðun
Barn gæti hafa tileinkað sér e-ð með að fylgjast með fyrirmynd eins og t.d. að borða morgunkorn og mjólk með skeið, en hegðunin á sér ekki stað fyrr en barnið getur sjálft borðað með skeið.
Til þess að tileinkun geti átt sér stað þarf eftirherman að fylgjast með fyrirmyndinni og það sem eykur líkur á að eftirherman fylgist með er a.m.k. fernt:
Að hegðun fyrirmyndar sé styrkt.
Að hegðun eftirhermu að fylgjast með sé styrkt.
Að eftirherma hafi næga leikni til að læra af fyrirmynd.
Að fyrirmynd sé lík eftirhermu og að eftirherman dáist að eða virði fyrirmynd vel.
En jafnvel þótt tileinkun eigi sér stað er ekki víst að eftirherma geri það sem fyrirmynd gerir (performance).
Þá eru það fimm atriði sem helst hafa áhrif á það hvort hegðunin verði sýnd (performed) eftir tileinkunina:
Meiri líkur á að hegðun sé sýnd þegar hermihegðun fyrirmyndar er styrkt (sýnd styrking, vicarious reinforcement).
Minni líkur á að hegðun sé sýnd þegar hegðun fyrirmyndar er refsað (sýnd refsing, vicarious punishment).
Meiri líkur á að hegðun sé sýnd þegar hegðun eftirhermu er styrkt.
Minni líkur á að hegðun sé sýnd þegar hegðun eftirhermu er refsað.
Þá hefur styrkingar- eða refsingarsaga eftirhermu áhrif á hvort hún sýni hegðunina.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

hermun

A

herma eftir er kallað hermun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

sannhermun

A

þegar eftirherma gerir nákvæmlega það sama og fyrirmyndin

17
Q

yfirfærð hermun

A

þegar hermihegðun hefur verið oft styrkt hjá barni er líklegt að það hermi efti ýmsu fleiru sem það hefur aldrei séð eða gert áður
Þannig verður það „að herma eftir“ ein hegðun (hegðunareining, unit of behavior) sem hefur verið oft styrkt og mun því halda áfram þótt það sé í alveg nýjum aðstæðum eða með nýja hegðun. (Þannig er hegðunin að herma eftir Gullu frænku að bora í nefið á sér í stofunni hennar EKKI sérstök hegðunareining, heldur er það að herma almennt eftir mörgu og mörgum í mörgum aðstæðum sérstök hegðunareining).

18
Q

dýr og hermun

A

Önnur dýr en menn geta hermt eftir og þá sérstaklega eftir dýrum af sömu tegund og jafnvel eftir dýrum af annarri tegund, t.d. mönnum.
Þetta gerist augljóslega í hermun á geðhrifaviðbrögðum.
Það er á hinn bóginn ekki eins augljóst hvort þau beiti sannhermun (höfundar kennslubókar segja að það að gera nákvæmlega eins og fyrirmynd vegna áreitiskveikingar teljist ekki sannhermun?).
Þó telja sumir rannsóknarmenn að það sé orðið ljóst að sum dýr, eins og t.d. fuglar, menn og mannapar (great apes, EKKI monkeys/„apakettir“), þ.e. simpansar (friðsamari bónóbos með), górillur, órangútar og menn, sýni sannhermun.

19
Q

félagsnám og ofbeldi

A

Börn (eftirherma) á ýmsum aldri voru látin fylgjast með alls konar fyrirmyndum berja Bóbó.
Börnin börðu Bóbó á eftir og hermdu stundum nákvæmlega eftir fyrirmyndunum (sannhermun).
Börnin voru líklegri til að berja Bóbó þegar ofbeldi fyrirmynda var umbunað.
Börnin voru ólíklegri til að berja Bóbó þegar ofbeldi fyrirmynda var refsað.
Ef börnunum var lofað umbun ef þau berðu Bóbó, börðu þau hann meira en áður, sem sýnir að þau höfðu lært hegðunina þótt hún hafi ekki alltaf verið sýnd.

20
Q

herminám og ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og fleiri miðlum

A

Rannsóknir hafa sýnt fylgni á milli þess að horfa á ofbeldi í sjónvarpi og að beita því síðar.
Það eru vísbendingar um að ofbeldis-tölvuleikir geti leitt til meira ofbeldis en ofbeldi í sjónvarpi gerir.
Börn sem beitt eru ofbeldi eru líklegri en önnur að beita ofbeldi þegar þau fullorðnast.
Þá hafa tilraunir sýnt orsakasamband á milli þess að horfa á ofbeldi og beita því.
Drengir beita ofbeldi meira en stúlkur (performance) en vísbendingar eru um að stúlkur læri það til jafns við drengi (acquisition).

21
Q

hvað lærist í herminámi

A

Ofbeldi, eins og margar rannsóknir benda til.
Fjölmörg rannsóknardæmi hafa sýnt að fælni getur lærst með herminámi.
Dæmi um rannsóknir með mönnum hafa verið fylgnirannsóknir.
Á hinn bóginn hafa dýratilraunir staðfest að fælni getur lærst með herminámi.
Notkun áfengis, eiturlyfja og reykingar getur byrjað með herminámi.
Fleira kemur til eins og hópþrýstingur. En hvað viðheldur hegðuninni?
Ýmiss konar hugræn geta/kunnátta getur aukist með herminámi.
Varðveislulögmálið; yngri börn leysa það hafi þeir séð fullorðinn leysa það.

Aukin hæfni í daglegu lífi, svo sem að biðja um hluti og félagsskap (börn með þroskafrávik) og að standa á sínu t.d. í vinnu.
Heiðarleiki og óeigingirni og siðræn gildi (og öfugt).
Og að ógleymdum sjálfsmorðum.

22
Q

herminám í atferlismeðferð

A

Herminám er víða í atferlismeðferð og nýtist með því að:
Skjólstæðingur hermir eftir fyrirmynd með e-ð sem hann kann.
Auka t.d. lágtíðnihegðun, m.a. með ákveðniþjálfun (assertiveness training).

Skjólstæðingur lærir nýja hegðun af fyrirmynd með herminámi.
T.d. að kenna einhverfum börnum að tala og það er gert um leið og öðrum aðferðum er beitt.
Íslenskar rannsóknir hafa látið einhverf börn skoða önnur börn á myndbandi að leik, en það eykur þeirra eigin leik við aðra.
Kennara kennt t.d. hvernig hann eigi að bregðast við árásargirni í bekk.

Skjólstæðingur hættir að hegða sér óæskilega (hættir t.d. að vera hræddur) í gegnum herminám.
Skjólstæðingi sýnt að það sem hann er t.d. hræddur við er ekki hættulegt.
Eða að kenna ofvirkum börnum að nota fyrirmæli um að „róa sig“ sem þau gefa sjálfum sér.

Breyta hegðun með að skoða eigin hegðun (videotape self-modeling).
„Rétt“ hegðun skjólstæðings „tekin upp“ og það sem er rétt gert er honum sýnt.

23
Q

reglustýrð hegðun

A

Í reglustýrðri hegðun stjórnumst við af tungumálinu, förum t.d. eftir fyrirmælum, bendingum, skráðum eða óskráðum reglum, t.d. siðferðisreglum, lögum, eða eftir öðru því sem við heyrum og lesum eða upplifum og er miðlað af tungumálinu.

Þetta er aðdraganda-stjórnun, þ.e. við stjórnumst af fyrra A-inu í A–H–A líkaninu
Hér hefur maðurinn yfirburði í möguleikunum á því að læra.
Málhegðun er svið sem er nátengt reglustýrðri hegðun, því hún snýst um það hvernig við beitum tungumálinu. Sá sem talar, skrifar eða bendir beitir málhegðun, en hlustandi eða lesandi veitir afleiðingar

24
Q

“regla”

A

Regla er yrðing sem segir til um hver skilyrðin eru – t.d. Hverjir eru styrkingarskilmálarnir eða afleiðingarnar. Sá sem fer eftir yrðingunni sýnir reglustýrða hegðun.
Dæmi um reglu: „Ef þú tekur til í herberginu þínu kaupi ég pizzu í kvöldmat.“ „Þeir sem baða sig ekki áður en þeir fara í laugina verða reknir upp úr henni.“
Fyrirmæli er yrðing sem segir til um hvernig eigi að hegða sér
Dæmi um fyrirmæli: „Taktu til í herberginu þínu.“ „Baðaðu þig án sundfata áður en þú ferð í laugina.“
Reglur og fyrirmæli eru fljótvirk til að fá fram „rétta“ hegðun (sé þeim viðhaldið vel með afleiðingum, því þær eru bara aðdragandi), sér í lagi þegar við höfum ekki reynslu af afleiðingum í því umhverfi.

25
Q

takmarkanir reglustýrðar hegðunar

A

Reglustýrð hegðun virkar oft ekki eins vel og hegðun sem er mótuð eða stýrt af náttúrulegum styrkjum. Það virkar jafnan betur að „gera“ fyrst (mótuð hegðun), ekki bara lesa eða heyra um hana, sjá hana eða sagt að gera hana (reglustýrð hegðun).
Því er kannski betra að reglustýra hegðun sem maðurinn kann núþegar.
Þá er hún oft ónæm fyrir styrkingarskilyrðu. Þannig að fólki er sagt að gera e-ð, t.d. „Ýttu á hnappinn til að fá peninga“, og þótt það sé á FI-styrkingarhætti ýtir það kannski látlaust í gegnum allt tímabilið (hegðunartíðnin myndar ekki „skeljar“).
Henni er stjórnað af aðdraganda en ekki afleiðingum og því er erfiðara að stjórna henni – ekki eins áhrifarík stjórnun á hegðun.
Alltof margar reglur, fyrirmæli og skilti segja manni hvað á að gera en virka ekki hætis hót því það eru engar afleiðingar af að fylgja þeim ekki. Þannig spillir óvirkur aðdragandi fyrir því að reglustýring virki á hegðun.

26
Q

persónuleg reglustýring í sjálfsstjórn

A

Við getum beitt reglum til að stjórna öðrum og einnig okkur sjálfum, sbr. „Það er rétt að…“.
… ganga stigann, setja í uppþvottavélina núna, fara á æfingu, leita að heimildum í skýrsluna, læra á bókasafninu o.s.frv.
Þetta eru yrðingar sem ætlað er að stjórna hegðun okkar (aðdragandi/greinireiti) og skv. kennslubók hafði Gandhi notað slíkar yrðingar (verbal commitments) til að stjórna hegðun sinni og var mjög sakbitinn ef hann fylgdi þeim ekki.
Ef við ölum börnin okkar upp við að þau standi við það sem þau segjast ætla að gera (hjálpa þeim fyrst að segja hvað þau ætla að gera) er líklegt að þau muni nota yrtar sjálfstjórnarreglur þegar þau verða eldri og ná þannig betri tökum á lífi sínu.
Ainslie „okkar“ segir að svona reglur séu auðveldari þegar augljós munur er á að gera það sem við segjumst ætla að gera og gera það ekki, t.d. að ganga stigann vs. að fara í lyftu; og að setjast afsíðis og læra vs. að gera e-ð annað. Erfiðari væri munurinn á fara að sofa kl. 11 í stað 12 (er ekki annað hvort eða, því að gæti verið 11:30 t.d.)
Þá minni ég á að byrja á sjálfstjórnarreglu sem er auðvelt að fylgja, finna styrkinn af því að „hlýða“ sjálfum sér og gera smám saman meiri kröfur um hegðun sem er mikilvæg.

27
Q

hugræn samanburðarfræði

A

snýst um að bera saman hugræna getu ýmissa dýra, þar á meðal mannsins.
Þessi hugræna geta er m.a. á sviði minnis, flokkunar, ákvarðanatöku, þrautalausna og tungumálsins.
Rannsóknir á þessu sviði eru gerðar bæði af atferlisgreinendum og hugfræðingum.
Aðferðum atferlisgreiningar er mikið beitt í þessum rannsóknum, sér í lagi með þjálfun lífvera.
Það er tvennt almennt sem er gott að hafa í huga þegar niðurstöður rannsókna í hugrænni samanburðarfræði eru lesnar:
Ótrúleg geta annarra dýra en manna hefur komið í ljós við þjálfun þeirra og þar er mikilvægt að vita að maðurinn hefur tvennt í sínu pússi sem önnur dýr hafa ekki eða síður: Tungumálið og margra ára skólagöngu/þjálfun.
Önnur dýr en menn eru jafnan rannsökuð og metin á forsendum mannsins og á grunni hugrænnar getu hans, sem sé hvað geta dýrin sem við getum?

28
Q

minni dýra

A

Afar margar rannsóknir hafa fengist við minni manna og annarra dýra.
Hjá mönnum er þetta yfirleitt rannsakað með málhegðun en leita þarf annarra leiða með önnur dýr.
Ein leið til að prófa minni dýra er með tafinni pörun (delayed matching-to-sample), þar sem birt er áreiti og svo skömmu síðar er athugað hvort dýrið muni það þegar það er birt með öðrum áreitum – sjá næstu slæðu.
Þá hafa dýr verið rannsökuð í náttúrulegum aðstæðum og hvað þau muna þar.

29
Q

stundar minni vinnsluminni

A

Önnur dýr en menn hafa vinnsluminni ekki ósvipað og þeir – þó muna „lægri“ lífverur líffræðilega skemur en „hærri“.
Þetta má sjá í tilraunum t.d. á dúfum með tafinni pörun

30
Q

áhrif æfingar/upprifjunar

A

Æfing/upprifjun heldur upplýsingum virkum í vinnsluminninu og eykur líkur á færslu yfir í langtímaminni (long-term memory).
Jákvæð áhrif upprifjunar hefur fundist hjá öðrum dýrum en mönnum og neikvæð áhrif af truflun á minni.

31
Q

langtíma minni- tilvísunarminni

A

Nám í skilningi námssálfræðinnar snýst fyrst og fremst um langtímaminni (tilvísunarminni).
Geymslurými langtímaminnis er gífurlega mikið en mjög lítið í vinnsluminni (oft sagt 7 atriði +/-2).
Sýnt hefur verið að dúfur geta munað a.m.k. mörg hundruð sjónáreiti og aðrar fuglategundir (Hnetubrjótur Clarks og Black-capped chickadee) muna nokkur þúsund staði þar sem þær fela fræ.
Upplýsingatap úr tilvísunarminni (gleymska) virðist vera það að lífveran getur ekki sótt upplýsingarnar mun fremur en að þær séu horfnar fyrir fullt og fast (bæði menn og önnur dýr).
Frumhrif (primacy effect) og nándarhrif (recency effect) í að muna atriði á lista hafa fundist hjá mönnum, öpum og dúfum.

32
Q

Skynja önnur dýr en menn tíma?

A

A.m.k. skynja bæði dúfur og rottur tíma þar sem þær geta notað tíma sem greinireiti. Eflaust miklu fleiri dýr.
Báðar tegundir skynja u.þ.b. 25% mun á „tímaáreitum“ (duration stimuli) – t.d. mun á 4 og 5 sek. tóni, en ekki milli 10 og 11 sek. tóns (lögmál Webers). Gildir fyrir bil lengri en 1 sek.
En menn? Mjög svipað og dúfur og rottur.

33
Q

telja dýr

A

Já, allmargar dýrategundir skynja fjölda eða hafa tilfinningu fyrir honum (tölunæmi, numerosity), sem sé þau gera greinarmun á áreitum með mismiklum fjölda. Skv. rannsóknum eru þetta a.m.k. mannapar, rottur, páfagaukar, dúfur, lemúrar. Mest er þetta þegar tölur eru fáar og munur á þeim er hlutfallslega mikill (2 vs.1 fremur en 8 vs. 6).
Clever Hans (sjá mynd) hafði þessa tilfinningu sennilega ekki þótt svo hafi virst – greindi þó vel milli svipaðra áreita í hegðun fólks.

Þá geta a.m.k. rottur talið eigin svör/ýtingar.
Þær skynja einnig u.þ.b. 25% mun á fjölda – t.d. mun á 4 og 5, en síður á milli 10 og 11. Þegar tölur eru hærri þarf þó ekki eins mikinn hlutfallsmun, t.d. geta þær auðveldar greint mun á 40 og 50, en á 4 og 5.
Reyndar eru dæmi um að rottur geti talið nákvæmlega þegar tölur eru fáar – fengu styrki eftir 3 merki, en ekki eftir 2 eða 4 og völdu rétt (3).
Rottum var kennt að gera greinarmun á 2 og 4 hljóðmerkjum (styrkir kom í kjölfar fjögurra hljóðmerkja). Þá voru þær settar í próf með 2 og 4 ljóspúlsum og völdu 4!
Hvað höfðu þær lært?
Páfagaukurinn Alex (1976-2007), hann kunni að telja og segja frá því!

34
Q

flokkunar og tengslanám

A

Að læra að flokka hluti saman er eins konar hugtakanám – kallar á aðgreiningu og yfirfærslu.
Og enn birtist Herrnstein því hann kenndi dúfum hugtakið „tré“ (sbr. aðgreiningu áreita í 8. kafla).
Þessu skylt er það sem kallað er bútun (chunking) þar sem atriði eru tengd saman til að auðvelda nám – sjá næstu slæðu. =>
Tekist hefur verið að sýna fram á ýmiss konar rökhugsun hjá dýrum:
Varanleiki hluta (object permanence): Eru þeir ennþá til eftir að þeir hverfa? Já, hjá mörgum dýrum og svo hjá mönnum þegar tilteknum aldri hefur verið náð.
Gagnvirkni (transitive inference), t.d. ef X er stærra en Y og Y stærra en Z, þá er Z minni en X, hefur sést t.d. hjá lemúrum, simpönsum, rottum, músum og dúfum.
Hliðstæður (analogies): Sarah simpansi gat valið dósaopnara fremur en pensil þegar henni var sagt að lykill opnaði lás, en hvað opnaði dós. Skilja þarf hlutverk hlutanna.
Þótt mennirnir séu hreyknir af þeirri afstæðu hugsun sem þeir hafa á sínu valdi verður því ekki neitað að fjölmargar dýrategundir hafa hana einnig í einhverjum mæli.

35
Q

bútun

A

Nám er auðveldara þegar efninu er skipt í hluta (búta) en bútun er eins konar flokkun.
Dæmi væri að læra símanúmerið 567 3035. Hverjir eru bútarnir? 3?
Ýmis önnur dýr en menn læra svona, t.d. rottur, dúfur og fleiri fuglategundir, þótt maðurinn sé þeim mun fremri í að muna.
Dúfur áttu t.d. auðveldara með að læra áreitaröðina:
Rautt, grænt, blátt, þverstrik og tígull, en röðina:
Rautt, þverstrik, blátt, tígull og fjólublátt.
Af hverju?
Það sem er sameiginlegt hjá manni og öðrum dýrum er:
Ef námsefnið er í bútum verður auðveldara að læra það.
Ef lærður bútur birtist í nýju efni verður það hraðlærðara.
Ef efni er ekki í bútum kann að vera að maður/annað dýr setji það í búta

36
Q

Önnur hugræn geta: Tól, sjálfsvitund, samvinna og blekking

A

Að nota tól, geyma það og búa það jafnvel til felur í sér að átta sig á tengslum tólsins og áhrifanna af því að nota það.
Hér ber maðurinn auðvitað höfuð og herðar yfir önnur dýr.
Önnur dýr nota sem sé „tól“, eins og hluti í umhverfinu (t.d. grein eða stein), og velja og sækja tól sem hentar betur en það sem var „hendi“ næst. Þá geyma sum dýr tól til að nota síðar – meira að segja hryggleysingi (kolkrabbi):
https://www.youtube.com/watch?v=Y2EboVOcikI
Þá eru dæmi um að fáar aðrar dýrategundir en menn búi til tól, til dæmis að breyta því sem þau hafa (að búa til krók á vír).
Í annan stað hafa rannsóknir sýnt að sumar dýrategundir hafa „sjálfsvitund“ (self-awareness) – sem sést til dæmis á því að lífveran horfir á sig í spegli og skoðar sig.
Auk þess átta sumar lífverur aðrar en maðurinn sig á því að aðrir einstaklingar sömu tegundar viti ekki það sem þær vita (differentiating self from others).
Einnig vinna einstaklingar allmargra dýrategunda saman, eins og við veiðar, sjá um afkvæmi, vara við og klóra öðrum eða þrífa þá.
Og þá eru til dæmi um að simpansar blekki aðra eins og menn gera gjarnan.

37
Q

tungumálið

A

Í þessu sambandi taka höfundar dæmi af vervet monkeys, sem eru litlir mannapar (primate) í Austur-Afríku, og nota flókin merki um hættu (samskipti) eftir því hvort hún komi frá erni, snáki eða hlébarða, þar sem viðbrögðin þurfa að vera mismunandi.
Er hættumerkið sem gefið er, þegar api sér t.d. hlébarða, tákn (symbol) með tilvísun (reference) í hlébarða þannig að aðrir apar „sjái“ fyrir sér hlébarða í huganum? Eða þjóta þeir bara upp í tré þegar þeir heyra merkið án þessarar ímyndar?
A.m.k. eru þessi samskipti óvenjuflókin.

38
Q

tala önnur dýr en menn

A

Menn hafa í áratugi reynt að fá dýr til að „tala“ við þá og þar eru mannapar sem mest hafa verið rannsakaðir, t.d. simpansar, bónóbósar, órangútar og górillur.
Simpansinn Viki var alin upp á mannaheimili en lærði ekki að tala (apar hafa ekki talfæri).
Þá hefur simpönsum verið kennt amerískt táknmál (ASL), þ.á.m. Washoe af „the Gardners“, og þá helst með fyrirmyndum og handafli. Ljóst er að þessir simpansar kunnu að nota táknin með tilvísun (reference) en óljóst er að þeir hafi haft setninga- og merkingarfræði á sínu valdi. Washoe „sagði“ t.d. ýmist „eat food“ eða „food eat“.
Sarah simpansi lærði gervimál (artificial language) með táknum úr plasti (tokens) hjá Premack og aðrir simpansar lærðu það þar sem tákn á tölvulyklaborði (symbols) voru notuð. Almennt gátu þeir t.d. flokkað hluti með táknum og þannig vísað í hlutina með þeim (tilvísun), en óljóst var með kunnáttu þeirra í setninga- og merkingarfræði.
Þá hafa górillur, páfagaukar, höfrungar og sæljón verið þjálfuð í notkun tungumáls. Það þykir ljóst að til dæmis höfrungar skildu tákn og gátu notað þau við tilvísun og að þeir höfðu grunnskilning á setningafræði, sbr. mismunandi hegðun þeirra gagnvart „frisbee fetch basket“ og „basket fetch frisbee“.
Svarið við því hvort önnur dýr en menn geti notað tungumálið byggist á því hvernig við skilgreinum það og hver svarar spurningunni. Kannski er svarið að það sé enn eftir að sýna fyllilega fram á það. Of mikið er þó sagt að tungumálið sé aðeins á færi mannsins.

39
Q
A