námssálfræði próf 1 Flashcards

1
Q

Tvenns konar vísindaleg meginnálgun á námi

A

atferlisleg og hugræn

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

atferlisleg nálgun

A

Áhersla á umhverfið sem meginorsök breytinga á hegðun – millibreytur (intervening variables) eru (helst) ekki notaðar.
Aðdragandi – Hegðun – Afleiðing (A-H-A)
Antecedent – Behavior – Consequence (A-B-C)
Viðfangsefnið er mest hegðun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

hugræn nálgun

A

Áhersla á innri ferla – mestmegnis í heila (hugsun og tilfinningar) og notkun millibreytna (intervening variables).
Frumbreyta => Millibreyta => Fylgibreyta.
Viðfangsefnið er langhelst maðurinn.
Í þessu námskeiði er áherslan fyrst og fremst á atferlislega nálgun (nám og hegðun).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Nám og hegðun

A

Hegðun og breytingar á henni, bæði að læra eitthvað nýtt og gera eitthvað sem við kunnum, ásamt því sem veldur breytingunum, er viðfangsefni okkar í þessu námskeiði.
Breytingarnar köllum við nám.
En hvað er þá hegðun? Hér er tillaga:
Hegðun er allt það sem að menn og önnur dýr (lífverur) „gera“.
Það er „virkni“ þeirra, sem hægt er að skoða (observe) og mæla (measure).
Bæði sýnileg hegðun (public/overt), t.d. að ganga, og hulin/innri hegðun (private/covert), t.d. að hugsa. Hér er aðallega lögð áhersla á sýnilegu hegðunina
Allt það sem dauður maður gerir ekki

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað stjórnar því eða hefur áhrif á það sem við gerum á hverjum tíma?

A

Saga tegundarinnar.
Saga „ættarinnar“.
Saga einstaklingsins.
Umhverfið á þeim tíma sem hegðun á sér stað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvernig lærum við?
Hvernig má breyta hegðun?

A

Grunnferlar við nám og við það að breyta hegðun:
Viðvani (habituation).
Næming (sensitization).
Klassísk skilyrðing (classical conditioning).
Virk skilyrðing (operant conditioning).
Herminám (observation learning).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Aristóteles (tengslahyggja, associationism)

A

fyrir næstum 2.500 árum:
Lögmál skyldleika (similarity); t.d. köttur=>hundur / penni=>blýantur / Haukur=>Örn.
Lögmál um gagnstæður (contrast); t.d. svart=>hvítt / súrt=>sætt? / kona=>karl?
Lögmál nálægðar (contiguity) í tíma eða rúmi; t.d. NAMS=>RATO / dekk=>hjól.
Lögmál um „samtíðni“ (frequency), þ.e. fer oft saman; t.d. Yaris=>kærastinn / kennari=>kennslustofa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Decartes fyrir um 400 árum:

A

Tvíhyggja. Líkami (viðbrögð) og hugur (notum hugann til að velja hegðun, - frjáls vilji).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Breskir reynsluhyggju- (empiricists) og tengslahyggjumenn (150-350 ár):

A

John Locke (empiricist); að maðurinn fæðist nánast sem „óskrifað blað“.
Tomas Brown (associationist); Tími á milli tveggja áreita skiptir máli, sem og styrkur áreita, hve oft þau birtust saman og hve langt er á milli birtinga þeirra

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Formgerðarstefna (structuralism), t.d. Edward Titchener (≈150 ár):

A

Að finna formgerð hugans, t.d. með innskoðun (introspection).
Sálfræði sem vísindi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Virknihyggja (functionalism), t.d. William James (≈150 ár):

A

Nám er aðlögunarferill – hugurinn þróaðist til að við gætum aðlagast umhverfinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Þróunarkenning Darwins (theory of evolution) Nám er aðlögunarferill – hugurinn þróaðist til að við gætum aðlagast umhverfinu.

A

(≈150 ár):
Getan til að læra þróaðist því þær lífverur sem lærðu betur voru líklegri til að lifa af og geta af sér afkvæmi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Fimm „skólar“ atferlishyggjunnar

A

Aðferðafræðileg atferlishyggja Watsons .
Ný-atferlishyggja Hulls
Hugræn atferlishyggja Tolmans
Félagsnámskenning Banduras
Róttæk atferlishyggja Skinners (radical behaviorism)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Aðferðafræðileg atferlishyggja Watsons

A

Viðfangsefnið er skoðanleg hegðun – komast frá hugarhyggju (mentalism). Þetta var S-R kenning (stimulus-response) sem byggðist á klassískri skilyrðingu. Flest er lært (ýkt atferlishyggja).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Ný-atferlishyggja Hulls

A

S-R kenning, en Hull vildi leyfa ályktun um innri áhrifaþætti á hegðun („millibreytur“, e. intervening variables, t.d. hungurhvöt), þótt skilgreina yrði þá aðgerðabundið (t.d. sem fjölda klst. án matar), svo þá mætti mæla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hugræn atferlishyggja Tolmans (cognitive behaviorism):

A

Fannst kenning Hulls of smásæ (molecular) og vildi heildsærri kenningu (molar), þannig að hegðun stjórnaðist ekki bara af S-R tengslum, heldur væri hún markmiðuð (goal directed). Notaði hugrænar (cognitive) millibreytur eins og væntingar og markmið, sem og hugrænt kort (cognitive map). Þá gat nám verið dulið (latent learning), sem sé e-ð lærist (learning) þótt það sé ekki sýnt í hegðun (performance).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Félagsnámskenning Banduras

A

Nám gerist mikið með að herma eftir öðrum. Heildsæ kenning eins og hjá Tolman og munur gerður á námi og frammistöðu, notar hugræn hugtök, t.d. væntingar (sjá meira um kenningu Bandurasar í 11. kafla).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Róttæk atferlishyggja Skinners (radical behaviorism)

A

Leggur áherslu á áhrif umhverfisins, þótt erfðum sé ekki neitað.
Sleppir millibreytum og hugfræðilegum skýringum.
Kenning um þríþætt skilyrði (three term contingencies) – AHA-líkan (ABC) virkrar skilyrðingar:
Aðdragandi – Hegðun – Afleiðingar
Innri „atburðir“/millibreytur (internal events) eru til sem áhrifaþættir hegðunar, en þeir eru ekki notaðir til að skýra hegðun af því að það er erfitt að hafa áhrif á þá, mæla þá og vegna fleiri vandamála.
Hægt er að útskýra „innri“ hegðun (hugsun, tilfinning o.fl.) með sömu lögmálum og „ytri“ hegðun
Sýnileg (overt) hegðun er rannsökuð þótt hulinni (covert) hegðun sé ekki hafnað. Það er bara erfitt að mæla þá huldu beint, eins og t.d. hugsanir, geðhrif og tilfinningar.
Við erum ekki hjálparlaus „reköld“ í hafsjó umhverfisins, því við getum breytt umhverfinu til þess að kenna hegðun og breyta henni okkur til hagsbóta (gagnstjórnun, e. countercontrol).
Undirliggjandi róttækri atferlishyggju er að frjáls vilji er ekki til.
Róttæk atferlishyggja er undirstaða atferlisgreiningar (experimental analysis of behavior), sem hefur svo leitt af sér geysimikla hagnýtingu þeirrar fræða til að bæta heilsu, afköst í starfi og íþróttum, líðan fatlaðra, skólaumhverfi, uppeldi o.fl. o.fl. (applied behavior analysis).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

grunnhugtök í aðferðarfræði

A

breyta- frum og fylgibreyta
virknisamband
áreiti
svar
forskilyrðing-hvetjandi og letjandi
heðgun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

frumbreyta

A

Hún „kemur á undan“ og hefur áhrif á fylgibreytu. Dæmi um frumbreytu er áreiti (stimulus) og styrkingarháttur (schedule of reinforcement).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

fylgibreyta

A

Hún „kemur á eftir“ („fylgir“) og verður fyrir áhrifum frá frumbreytu. Dæmi um fylgibreytu er svar (response) eða hegðun (behavior).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

virknisamband

A

sambandið milli breytinga í frumbreytu og fylgibreytu. Til dæmis við að breyta frá föstum hlutfallshætti (fixed ratio schedule) yfir í breytilegan hlutfallshátt (variable ratio schedule) eykst tíðni hegðunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

áreiti

A

Hvað svo sem hefur áhrif á skynfæri lífveru, t.d. bjölluhringing eða það sem hefur áhrif á hegðun/viðbragð.
Járeiti (appetitive stimulus) og fráreiti (aversive stimulus)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

svar

A

Það sem lífveran gerir, hvort sem að það er viðbragð (reflex, t.d. kippa hendi að sér við að brenna sig) eða hegðun (behavior, t.d. að svara spurningu).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

hvetjandi forskilyrðing

A

E-ð sem eykur líkur á hegðun, t.d. að hafa rottu svanga/þyrsta áður en hún er sett í Skinnerbúr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

letjandi forskilyrðing

A

E-ð sem minnkar líkur á hegðun, t.d. að gefa rottu mat eða vatn áður en hún er sett í Skinnerbúr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

hegðun

A

Sýnileg (overt) hegðun.
T.d. að ganga.
Hulin (covert) hegðun.
T.d. að hugsa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

að mæla hegðun

A

Mælingar innan hagnýtrar atferlisgreiningar:
Nauðsynleg forsenda þess að geta lýst, spáð fyrir um og stjórnað hegðun
Kemur í veg fyrir getgátur og huglægt mat
Mælum til að geta svarað spurningum um virkni (function) hegðunar á áreiðanlegan og ábyrgan hátt

Til að mæla hegðun þarf hún að vera sýnileg (overt) og skilgreind aðgerðarbundið (operationally defined).
Þ.e. hegðun er skilgreind þannig að hún sé hlutlæg og mælanleg

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

leiðir til að mæla heðgun

A

Fjöldi svarana (number of responses). T.d. hve oft skjólstæðingur hefur farið til sálfræðings.
Svartíðni (rate of responding). T.d. Hve oft einhver æfir krossfimi á viku.
Fjöldi villna (number of errors). T.d. fjöldi villna á prófi.
Svarlengd (response duration). T.d. svefn, grátur, lærdómur og tölvuleikjanotkun.
Svarhraði (response speed). T.d. hve lengi er verið að leysa verkefni eða hlaupa 100 metra.
Töf (latency). T.d. hve langan tíma það tekur frá því fyrirmæli eru gefin og þar til þeim er hlýtt
Svarstyrkur (response strength/intensity). T.d. Hve hátt er öskrað, mikið slefað og langt kringlu kastað.
Form hegðunar (topography). T.d. skrifa fallega, tannbursta rétt og ýmsar hreyfingar í íþróttagreinum.
Bilskráning (interval recording/time-sample recording). Á hegðun sér stað á tilteknu tímabili? Situr Jón t.d. í sætinu allan tímann í 20 sekúndur og það athugað kannski 30 sinnum í kennslustund. Eða t.d. hvort Jóna sýni truflandi hegðun einhvern tímann í 20 sekúndur og það athugað kannski 30 sinnum í kennslustund.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

að meta áreiðanleika

A

Áreiðanleiki mælinga er þegar tveir (eða fleiri) óháðir athugendur (observers) mæla sömu hegðun á sama tíma og fá sömu niðurstöðu.
Áreiðanleika þarf að meta þegar hegðun er mæld með athuganda (observer) (ekki þegar hegðun er mæld sjálfvirkt eins og þegar rotta ýtir á slá):
Ef mæla á hegðun í bekk yrði að meta áreiðanleika.
Hluta af öllum mælingum (33%) yrði að meta af öðrum óháðum athuganda.
Síðan er metið hversu sammála eða ósammála þeir eru (samræmi, inter-observer agreement, IOA).
Matið er yfirleitt í prósentum og 80-89% samræmi er talið viðunandi en 90% eða meira er talið æskilegt.

31
Q

nokkur rannsóknarsnið

A

Lýsandi rannsóknir
Athugun í náttúrulegu umhverfi
Fylgnirannsóknir
Tilraunasnið (experimental research designs) – ályktun um orsök heimil:
Hópsnið

32
Q

Athugun í náttúrulegu umhverfi

A

T.d. athugun á hegðun barns í leikskóla eða hegðun dýrs í skógi.

33
Q

hópasnið

A

Hópar eru bornir saman, t.d. tilraunahópur og samanburðarhópur (control group).
Jafnan er skipt í hópana með tilviljun (random assignment).
Ein eða mjög fáar mælingar á hvern einstakling, en margir mældir, t.d. nokkrir tugir.
Til eru mörg hópsnið, eftir fjölda hópa og hvort hver er mældur einu sinni eða oftar

33
Q

einliðasnið

A

Hegðun einstaklings á einu skeiði, t.d. grunnskeiði, (baseline) er borin saman við hegðun sama einstakling á öðru skeiði, t.d. íhlutunarskeiði (intervention phase).
Margar mælingar á fáum einstaklingum, t.d. 3-5 einstaklingum.
Mjög traust til að álykta um orsök.
Mjög hagnýt – fer til dæmis vel með starfi sálfræðinga eða atferlisgreinenda.
Til eru fjölmörg einliðasnið => sjá næstu slæðu.

34
Q

Fylgnirannsóknir

A

T.d. Rannsókn á tengslum vinnuálags, vaktavinnu, starfsaldurs og kyns á fjölda veikindadaga á LSH eða rannsókn á tengslum áfalla sjómanna, sóknardaga, tegund skips og neyslu á lyfjum við áfallastreituröskun (PTSD, post-traumatic stress disorder).

35
Q

tegundir einliðansiða

A

A-B
A-B-A
B-A-B
A-B-A-B
A-B-A-C
A-B-A-C-BC
Snið með breytilegu viðmiði (changing criterion designs)
Snið margþætts grunnskeiðs (multiple baseline designs)
Fjölskiptisnið (alternating treatment designs)

36
Q

fimm styrkingahættir

A

Sístyrking
Fastur hlutfallsháttur
Breytilegur hlutfallsháttur
Fastur tímabilsháttur
Breytilegur tímabilsháttur (

37
Q

sístyrking

A

Sístyrking (continuous reinforcement = CRF):
Rottan fær mat/vatn í hvert sinn sem hún ýtir á slána.

38
Q

fastur hlutfallsháttur

A

Fastur hlutfallsháttur (fixed ratio schedule => FR):
Rottan fær mat/vatn t.d. í 40. hvert skipti sem hún ýtir á slána (FR 40) eða FR 30 eða FR 50 eða…

39
Q

breytilegur hlutfallsháttur

A

Breytilegur hlutfallsháttur (variable ratio schedule => VR):
Rottan fær mat/vatn t.d. að meðaltali í 40. hvert skipti sem hún ýtir á slána (VR 40) eða VR 30 eða VR 50 eða …

40
Q

fastur tímabilsháttur

A

Fastur tímabilsháttur (fixed interval schedule => FI):
Rottan fær mat/vatn eftir tiltekinn tíma eftir að hún ýtir á slána, t.d. fær hún mat/vatn þegar hún ýtir á slána þegar 30 sek. hafa liðið á FI 30–sek. eða FI–40 sek. eða…

41
Q

breytilegur hlutfallsháttur

A

Breytilegur tímabilsháttur (
Rottan fær mat/vatn eftir tiltekinn tíma að meðaltali eftir að hún ýtir á slána, t.d. fær hún mat/vatn þegar hún ýtir á slána þegar að meðaltali 30 sek. hafa liðið á VI 30–sek. eða VI 40–sek. eða…

42
Q

viðbragð og mænuviðbragð

A

Viðbragð (reflex, elicited [kveikt] behavior, respondent behavior) gerist ósjálfrátt (involuntary) og er meðfætt – er svar við áreiti.
Dæmi um viðbragð er að kippast til við hávaða, sparka þegar slegið er undir hnéskelina, kippa hendinni að sér þegar maður brennir sig, blikka augnlokunum þegar blásið er í augun, fá vatn í munninn þegar gómsætur matur er settur upp í mann o.s.frv.

Einfalt viðbragð fer jafnan í gegnum viðbragðsbogann, þannig að áreitið hefur áhrif á skyntaug sem sendir boðið til mænu sem sendir það umsvifalaust í hreyfitaug sem „skipar fyrir“ um viðbragðið. Þess vegna eru viðbrögð mjög snögg þar sem boðleiðin er stutt.

43
Q

áskapað viðbragðsmynstur

A

Áskapað viðbragðsmynstur er röð af meðfæddum viðbrögðum.
Það er mismunandi eftir dýrategundum – íkorni grefur hnetu, tjaldur rúllar eggi inn í hreiður hafi það fallið „útbyrðis“, karl-hornsíli ræðst á annað karl-hornsíli, köttur krafsar sandi yfir „piss eða kúk“, könguló spinnur vef o.s.frv.
Áskapað viðbragðsmynstur hefst með kveikjureiti (sign stimulus), t.d. hneta í framloppum íkorna, egg fyrir utan hreiður tjalds og rauður magi á karl-hornsíli boðflennunnar.

44
Q

næming

A

Næming er þegar viðbragð við áreiti verður sterkara því oftar sem áreitið birtist => nám.
Það er eins og við eigum erfitt með að venjast tilteknum áreitum.
Bókin nefnir dæmi eins og að hermenn eigi erfitt með að venjast skothvellum og þótt við venjumst alls kyns lykt auðveldlega eykst svörun okkar við lykt af rotnandi matvælum.
Næming gerist oft með sterkum áreitum, t.d. sprengjuhljóðum og sterkri rotnunarlykt.
Meðalsterkt áreiti veldur oft næmingu fyrst og síðan viðvönun, t.d. skothvellir frá nálægu æfingasvæði fyrir leirdúfuskotfimi.

45
Q

viðvönun

A

Viðvönun er deyfing og að lokum slokknun á viðbragði við endurteknu áreiti (áreiti sem „skiptir ekki máli“) => nám.
Með viðvönun þarf lífvera ekki að bregðast við óteljandi áreitum í umhverfi sínu sem engu skipta.
Gerist oft við daufum eða meðaldaufum áreitum.
Hér eru sex reglur um viðvönun, skv. Thompson og Spencer:
Viðvönun gerist hratt fyrst en svo jafnast „línan“ út (hugsanlega veldisfall – sjá efri hluta næstu slæðu).
Eftir hlé bregst lífveran aftur við þótt viðbragð sé daufara (recovery) – því lengra sem hlé er þeim mun sterkara verður viðbragðið (sjá neðri hluta næstu slæðu).
Viðbragð dofnar hraðar út eftir „recovery“ en fyrst þegar áreiti birtist (relearning) (sjá neðri hluta á slæðunni á undan).
Viðvönun gerist hægar með sterku áreiti en veiku (intensity).
Ef áreiti heldur áfram að birtast um tíma eftir að viðbragð er hætt verður viðbragð daufara við endurbirtingu áreitis en ella (overlearning).
Viðvönun yfirfærist nokkuð á lík áreiti – því líkari því meiri yfirfærsla (generalization). (Næming yfirfærist meira.)
Rannsóknir benda til að viðvönun sé breyting í skynhluta viðbragðsbogans fremur en í hreyfihlutanum.

46
Q

klassíks skilyrðing

A

ivan pavlov fann hana upp

46
Q

Gagnferlakenningin um geðhrif (opponent-process theory of emotions)

A

Tveir gagnstæðir ferlar eiga að vera í gangi í senn í lífverunni:
a-ferill (process) – frumferill sem hefst við atburð/áreiti (event). Til dæmis veldur rafstuð (áreiti) auknum hjartslætti (a-ferill).
b-ferill – gagnstæður a-ferli sem er vakinn af a-ferli. Aukinn hjartsláttur (a-ferill) við rafstuð vekur b-ferilinn sem dregur úr hjartslætti til þess að ná jafnvægi
Útkoma viðbragðs er einskonar meðaltal a- og b-ferils.
Það tekur tíma fyrir b-feril að virka svo eftir allmörg skipti hægist hraðar á hjartslættinum en áður (Panel B) – hann eflist við endurtekið áreiti.
Þá varir b-ferill lengur en a-ferill eftir að áreiti er hætt.
Þessi kenning hefur verið notuð til að skýra fjölda fyrirbæra í geðhrifum og jafnvel í neyslu ávanabindandi lyfja

47
Q

Grunnlögmál klassískrar skilyrðingar

A

Fyrir skilyrðingu:
Óskilyrt áreiti (US) => Óskilyrt viðbragð (UR)
Á meðan á skilyrðingu stendur:
Hlutlaust áreiti (NS) + Óskilyrt áreiti (US) => Óskilyrt viðbragð (UR)
Eftir skilyrðingu:
Óskilyrt áreiti (US) => Óskilyrt viðbragð (UR)
Og hlutlaust áreiti (NS) verður skilyrt (nám):
Skilyrt áreiti (CS) => Skilyrt viðbragð (CR)

48
Q

Jáskilyrðing:

A

Hér viljum við óskilyrta áreitið (US), það er eitthvað sem er gott eða þægilegt (pleasant), til dæmis matur, vatn, stroka (frá nánum), ávanabindandi eiturlyf, kynlífstengt áreiti o.s.frv.

49
Q

Fráskilyrðing:

A

Hér viljum við EKKI óskilyrta áreitið (US), það er eitthvað sem er EKKI gott eða er óþægilegt (unpleasant) eða hættulegt, til dæmis rafstuð, títuprjónsstunga, bit, högg, skerandi hljóð, bruni, fýla, skemmdur matur, antabus o.s.frv.
Yfirleitt gerist skilyrðingin hratt þannig að það þarf ekki margar paranir á NS (hlutlaust) og US (óskilyrt) til að NS verði CS (skilyrt).

50
Q

örvandi skilyrðing

A

Hún á sér stað í náminu, sem sé í venjulegri klassískri skilyrðingu þegar NS er að breytast í CS (bjölluhljóðið breytist úr NS yfir í CS þar sem hundur slefar við það, einnig kallað tileinkun, e. acquisition). Þannig er bjölluhljóðið örvandi áreiti fyrir slef.

50
Q

Bilskilyrðing:

A

Virkar einnig vel, sérstaklega þegar bilið milli áreita (NS og US) er stutt.

51
Q

hamlandi skilyrðing

A

Hér er dregið úr skilyrta viðbragðinu (CS) með því að kynna nýtt NS/CS, sem birtist þegar óskilyrta áreitinu (US) er sleppt (ekki birt).
Fyrst er skilyrt klassískt á venjulegan hátt, til dæmis:
Bjölluhljóð (NS1) – kjörtsag (US) – Slef (UR)
Bjölluhljóð (CS1) – Slef (CR)
Þá er nýtt NS/CS kynnt til leiks, án kjötsags til skiptis við það gamla:
Bjölluhljóð (CS1)+skært ljós (NS2) – EKKI kjötsag (US)
Bjölluhljóð (CS1) – kjötsag (US)
Bjölluhljóð (CS1)+skært ljós (CS2) => ekkert slef (CR)
Þannig hamlar skæra ljósið (CS–) að hundurinn slefi, þótt bjallan hljómi (CS+). Á þennan hátt spáir skæra ljósið að ekkert kjötsag komi og því er ekki slefað.

52
Q

Skörunarskilyrðing:

A

Virkar jafnan best.
Tími á milli upphafs (onset) áreitanna (interstimulus interval) á að vera frá hálfri sek. (sjálfráða taugakerfið, t.d. vöðvahreyfing) til nokkurra sek. (ósjálfráða taugakerfið, t.d. slef).

53
Q

Samtímaskilyrðing:

A

Virkar ekki vel þar sem NS spáir ekki fyrir um US.

54
Q

Sýndarskilyrðing

A

Þegar óskilyrt áreiti (US) veldur auknum geðhrifum (emotions) kann að vera að um sé að ræða næmingu (sensitization) fremur en klassíska skilyrðingu, a.m.k. að hluta til – kallað sýndarskilyrðing.
Dæmi úr bók:
Hundur kippir að sér framloppunni (UR) við rafstuð (US) í hana. Rétt fyrir rafstuðið kveikjum við svo ljós (NS) og eftir nokkrar paranir er nóg að kveikja ljósið (CS?) þá kippir hundurinn að sér loppunni (CR?).
Síðan er flautað og hundurinn kippir einnig að sér loppunni (!)
Hér kann að vera að hundurinn verði fyrir næmingu – það að gefa hundinum rafstuð leiddi kannski til að hann varð ofurnæmur (hypersensitive).
Hluti af viðbragði hundsins við ljósinu kann að hafa verið vegna næmingar og hluti vegna skilyrðingar en það hefur verið athugað með tilraunahópi (ljós-stuð-kippur) samanburðarhópi (stuð-kippur) og sjá svo muninn á kippnum á hópunum við ljós.

54
Q

Afturvirk skilyrðing:

A

Virkar allra verst – þarf fleiri paranir á NS og US til að virka

55
Q

Tímaskilyrðing (temporal conditioning):

A

Hér er NS/CS=tími, sem sé eftir tiltekinn tíma kemur US, þannig að tímabilið sem líður milli US verður skilyrt áreiti (CS) eftir nokkur skipti.
Dæmi um þetta væri að ég sæti bundinn í stól og fengi sterkt rafstuð (US) á einnar mínútu fresti sem veldur auknum hjartslætti (UR). Eftir nokkur rafstuð myndi hjartslátturinn aukast (CR) rétt fyrir að mínútan að næsta rafstuði væri liðin. Þannig virkar tilfinningin fyrir því að mínúta sé komin sem skilyrt áreiti (CS).

56
Q

tileinkun

A

nkun er námið í klassískri skilyrðingu og ferillinn (process) sem á sér stað þegar hlutlaust áreiti (NS) verður skilyrt (CS) og veldur skilyrtu viðbragði (CR) – verður sem sé skilyrt með að vera birt rétt á undan óskilyrtu áreiti (US) => Þetta er klassísk skilyrðing.
CS og US þarf jafnan að para mjög oft – undantekningar eru þó til eins og við höfum séð og heyrt.
Skilyrta viðbragðið (CR) verður jafnan veikara en það óskilyrta (UR).
Sterkara US leiðir jafnan til hraðari og öflugri skilyrðingar.
Sterkari NS/CS leiðir að jafnaði til hraðari og öflugri skilyrðingar

57
Q

slokknun

A

Birting skilyrts áreitis (CS) án þess að óskilyrt áreiti (US) fylgi hægir á svörun (CR), mikið fyrst og svo æ minna og endar að lokum í engri svörun => slokknun (extinction).
Veiking skilyrta viðbragðsins (CR) er ferill (process) en það að taka óskilyrta áreitið (US) burt er aðferð (procedure).
Hvað með að láta bara tímann líða án þess að birta CS, veldur það ekki einnig slokknun?
Slokknun er ekki öfug tileinkun (acquisition), en þrennt sýnir það:
Sjálfkvæm endurheimt (spontaneous
recovery),
Afhömlun (disinhibition) og
Hröð endurtileinkun (rapid reacquisition).
Sjá betur um þessi þrjú hugtök á
næstu síðum.

58
Q

sjálfkvæm endurheimt

A

Eftir að slokknun hefur átt sér stað, tíminn líður og svo er skilyrt áreiti (CS) birt aftur þá verður sjálfkvæm endurheimt – skilyrt viðbragð (CR) á sér stað.
Athugið að óskilyrt áreiti (US) er hér EKKI birt.
Því lengri tími sem líður frá slokknun, þeim mun meiri sjálfkvæm endurheimt.
Því oftar sem slokknun á sér stað þeim mun minni verður sjálfkvæma endurheimtin og svo hættir hún.

59
Q

afhömlun

A

Eftir slokknun (extinction), sem sé eftir að CS vekur ekki CR, er nýtt áreiti birt fáum sekúndum fyrir CS og þá kann CS að kalla fram CR á ný.
Dæmi: Hundur er hættur að slefa þótt hringt sé bjöllu þar sem hann fær ekkert kjötsag => slokknun. Þá kannski kemur ókunnur maður og segir „halló“ og þá slefar hundurinn (CR) við bjölluhringingu.
Afhömlun er svipuð afvönun (dishabituation), þar sem viðbragð kemur við nýju áreiti þótt viðvönun hafi átt sér stað (ég er t.d. einn á gangi og hættur að kippast við af hvellum frá skotæfingasvæði en sé þá vörðu sem er eins og maður og þá kippist ég við þegar skot heyrist).

60
Q

Hröð endurtileinkun:

A

Eftir fyrstu slokknun (extinction) er óskilyrta áreitið (US) látið fylgja skilyrta áreitinu (CS) á ný og þá verður (endur)tileinkunin (námið) mun hraðari en fyrst. Og svo æ hraðari.

61
Q

yfirfærsla áreita

A

Sá skilyrti svarar (CR) áreitum sem eru lík CS.
Því líkara sem áreitið er CS því sterkari svörun.
Sést hér á yfirfærslustigli (generalization gradient)?

62
Q

aðgreining áreita

A

Aðgreining er andstæða yfirfærslu.
Sá skilyrti lærir að svara EKKI áreitum sem eru lík CS.
Hvernig lærir hann aðgreiningu?

63
Q

Hærra-stigs skilyrðing (Higher order conditioning)

A

Skilyrt áreiti (CS1) er notað eins og óskilyrt (US) til þess að gera nýtt skilyrt áreiti (CS2).
Setjum sem svo að ég segi „Stuð!“ (NS1) rétt áður en ég gef Dóra rafstuð (US) og hann kippist við (UR) og svo er nóg að ég segi „Stuð!“ (CS1) til þess að Dóri kippist við (CR1) => venjuleg skilyrðing.
Hærra-stigs skilyrðingin verður þá þannig að ég segi svo í framhaldinu t.d. „Raf!“ (NS2) og svo „Stuð!“ (CS1) og Dóri kippist við (CR1). Og eftir nokkrar svona paranir á „Raf!“ (NS2) og „Stuð!“ (CS1) er nóg að segja „Raf!“ (CS2) til þess að Dóri kippist við (CR2).
Viðbragðið við „Raf!“ (CR2) er auðvitað veikara en viðbragðið við „Stuð!“ (CR1).

64
Q

Forskilyrðing

A

Áreiti sem er tengt skilyrtu áreiti (CS1) fyrir skilyrðingu getur einnig orðið að skilyrtu áreiti (CS2).
Dæmi: Hundur nágrannans (er fyrst NS1) bítur þig (US) sem vekur hræðsluviðbragð (UR), svo að sjá hundinn (CS1) veldur hræðsluviðbragði (CR1). Þetta er venjuleg klassísk skilyrðing.
En þar sem þú hefur oft séð hundinn í kofa í garðinum (er NS2 fyrir bitið) vekur hundakofinn (CS2) hræðsluviðbragð núna (CR2) og þetta kallast forskilyrðing.
CR2 (hundakofinn) er jafnan veikara en CR1 (að sjá hundinn).

65
Q

Endurmat á óskilyrta áreitinu (US revaluation)

A

Eftir skilyrðingu er styrk óskilyrta áreitisins (US) breytt (án CS), aukinn eða minnkaður, og næst þegar CS er birt breytist viðbragðsstyrkurinn (CR), eykst eða minnkar.
Þannig er gildi (value) US breytt (endurmat).
Dæmi: Ég er tilraunadýr þar sem kveikt er ljós og ég fæ rafstuð strax í kjölfarið svo hjartslátturinn hækkar, þannig að nóg er að kveikja ljósið til þess að hjartsláttur minn eykst (CR1)(venjuleg klassísk skilyrðing).
Síðan er mér gefið tvöfalt meira rafstuð nokkrum sinnum án þess að ljósið sé kveikt. Svo þegar ljósið er kveikt næst eykst hjartslátturinn mun meira (CR2) en þegar ljósið var kveikt fyrst eftir skilyrðinguna (CR1).

66
Q

skygging

A

Þegar tvö missterk (salient) skilyrt áreiti (CS, t.d. skært og dauft ljós) eru birt saman mun það sterkara leiða af sér mun meira skilyrt viðbragð (CR) en það veikara. (Samsett áreiti, e. compound stimulus).
Rolling Stones áhangendur munu til dæmis gráta meira þegar Mick Jagger deyr en þegar Charlie Watts dó.

67
Q

hindrunaráhrif

A

Hlutlaust áreiti (NS1) verður skilyrt (CS) og síðan er nýtt hlutlaust áreiti (NS2) birt með CS-US mörgum sinnum og þegar CS-US er tekið út leiðir NS2 ekki til viðbragðs (CR). CS hefur hindrað nýja áreitið (NS2) í að fá hlutverk annars CS. (Samsett áreiti, e. compound stimulus, t.d. ljós og hljóð).

68
Q

Forkynningaráhrif

A

Þegar hlutlaust áreiti (NS, t.d. tónn) er birt oft áður en það er gert að skilyrtu áreiti (CS) mun klassíska skilyrðingin ganga hægar en ef það hefði ekki verið birt mörgum sinnum sem „hlutlaust“ áreiti.
Og á sama hátt er auðveldara (skilyrðing gengur hraðar) að nota óþekkt áreiti sem NS og CS heldur en áreiti sem hinn skilyrti þekkir.

69
Q

Samhengisáhrif

A

Oft lærum við með klassískri skilyrðingu í tilteknu samhengi, það er að skilyrt áreiti (CS) veldur skilyrtu viðbragði, en þó aðeins í því samhengi. Með öðrum orðum, þegar annað áreiti er til staðar (OS fyrir Occasion setter) hefur CS áhrif á viðbragð (CR) en ekki þegar OS er ekki til staðar.
Þetta er öfugt við hamlandi skilyrðingu (inhibitory conditioning) ef svo má segja, en í henni kom US EKKI þegar nýja áreitið (NS2 og CS2) birtist en í samhengisáhrifum kemur US aðeins þegar „nýja áreitið“ (OS) er til staðar.
Dæmi1: Ég er hræddur (viðbragð) við Dóra þegar Siggi er með honum, en ekki þegar Dóri er einn, því þá lemur hann mig ekki.
Dæmi2: Ég fæ vatn í munninn (viðbragð) þegar afi og amma koma í heimsókn en ekki þegar afi kemur einn því ég fæ nammi þegar þau koma bæði.

70
Q
A