námssálfræði próf 1 Flashcards
Tvenns konar vísindaleg meginnálgun á námi
atferlisleg og hugræn
atferlisleg nálgun
Áhersla á umhverfið sem meginorsök breytinga á hegðun – millibreytur (intervening variables) eru (helst) ekki notaðar.
Aðdragandi – Hegðun – Afleiðing (A-H-A)
Antecedent – Behavior – Consequence (A-B-C)
Viðfangsefnið er mest hegðun
hugræn nálgun
Áhersla á innri ferla – mestmegnis í heila (hugsun og tilfinningar) og notkun millibreytna (intervening variables).
Frumbreyta => Millibreyta => Fylgibreyta.
Viðfangsefnið er langhelst maðurinn.
Í þessu námskeiði er áherslan fyrst og fremst á atferlislega nálgun (nám og hegðun).
Nám og hegðun
Hegðun og breytingar á henni, bæði að læra eitthvað nýtt og gera eitthvað sem við kunnum, ásamt því sem veldur breytingunum, er viðfangsefni okkar í þessu námskeiði.
Breytingarnar köllum við nám.
En hvað er þá hegðun? Hér er tillaga:
Hegðun er allt það sem að menn og önnur dýr (lífverur) „gera“.
Það er „virkni“ þeirra, sem hægt er að skoða (observe) og mæla (measure).
Bæði sýnileg hegðun (public/overt), t.d. að ganga, og hulin/innri hegðun (private/covert), t.d. að hugsa. Hér er aðallega lögð áhersla á sýnilegu hegðunina
Allt það sem dauður maður gerir ekki
Hvað stjórnar því eða hefur áhrif á það sem við gerum á hverjum tíma?
Saga tegundarinnar.
Saga „ættarinnar“.
Saga einstaklingsins.
Umhverfið á þeim tíma sem hegðun á sér stað.
Hvernig lærum við?
Hvernig má breyta hegðun?
Grunnferlar við nám og við það að breyta hegðun:
Viðvani (habituation).
Næming (sensitization).
Klassísk skilyrðing (classical conditioning).
Virk skilyrðing (operant conditioning).
Herminám (observation learning).
Aristóteles (tengslahyggja, associationism)
fyrir næstum 2.500 árum:
Lögmál skyldleika (similarity); t.d. köttur=>hundur / penni=>blýantur / Haukur=>Örn.
Lögmál um gagnstæður (contrast); t.d. svart=>hvítt / súrt=>sætt? / kona=>karl?
Lögmál nálægðar (contiguity) í tíma eða rúmi; t.d. NAMS=>RATO / dekk=>hjól.
Lögmál um „samtíðni“ (frequency), þ.e. fer oft saman; t.d. Yaris=>kærastinn / kennari=>kennslustofa.
Decartes fyrir um 400 árum:
Tvíhyggja. Líkami (viðbrögð) og hugur (notum hugann til að velja hegðun, - frjáls vilji).
Breskir reynsluhyggju- (empiricists) og tengslahyggjumenn (150-350 ár):
John Locke (empiricist); að maðurinn fæðist nánast sem „óskrifað blað“.
Tomas Brown (associationist); Tími á milli tveggja áreita skiptir máli, sem og styrkur áreita, hve oft þau birtust saman og hve langt er á milli birtinga þeirra
Formgerðarstefna (structuralism), t.d. Edward Titchener (≈150 ár):
Að finna formgerð hugans, t.d. með innskoðun (introspection).
Sálfræði sem vísindi
Virknihyggja (functionalism), t.d. William James (≈150 ár):
Nám er aðlögunarferill – hugurinn þróaðist til að við gætum aðlagast umhverfinu.
Þróunarkenning Darwins (theory of evolution) Nám er aðlögunarferill – hugurinn þróaðist til að við gætum aðlagast umhverfinu.
(≈150 ár):
Getan til að læra þróaðist því þær lífverur sem lærðu betur voru líklegri til að lifa af og geta af sér afkvæmi
Fimm „skólar“ atferlishyggjunnar
Aðferðafræðileg atferlishyggja Watsons .
Ný-atferlishyggja Hulls
Hugræn atferlishyggja Tolmans
Félagsnámskenning Banduras
Róttæk atferlishyggja Skinners (radical behaviorism)
Aðferðafræðileg atferlishyggja Watsons
Viðfangsefnið er skoðanleg hegðun – komast frá hugarhyggju (mentalism). Þetta var S-R kenning (stimulus-response) sem byggðist á klassískri skilyrðingu. Flest er lært (ýkt atferlishyggja).
Ný-atferlishyggja Hulls
S-R kenning, en Hull vildi leyfa ályktun um innri áhrifaþætti á hegðun („millibreytur“, e. intervening variables, t.d. hungurhvöt), þótt skilgreina yrði þá aðgerðabundið (t.d. sem fjölda klst. án matar), svo þá mætti mæla.
Hugræn atferlishyggja Tolmans (cognitive behaviorism):
Fannst kenning Hulls of smásæ (molecular) og vildi heildsærri kenningu (molar), þannig að hegðun stjórnaðist ekki bara af S-R tengslum, heldur væri hún markmiðuð (goal directed). Notaði hugrænar (cognitive) millibreytur eins og væntingar og markmið, sem og hugrænt kort (cognitive map). Þá gat nám verið dulið (latent learning), sem sé e-ð lærist (learning) þótt það sé ekki sýnt í hegðun (performance).
Félagsnámskenning Banduras
Nám gerist mikið með að herma eftir öðrum. Heildsæ kenning eins og hjá Tolman og munur gerður á námi og frammistöðu, notar hugræn hugtök, t.d. væntingar (sjá meira um kenningu Bandurasar í 11. kafla).
Róttæk atferlishyggja Skinners (radical behaviorism)
Leggur áherslu á áhrif umhverfisins, þótt erfðum sé ekki neitað.
Sleppir millibreytum og hugfræðilegum skýringum.
Kenning um þríþætt skilyrði (three term contingencies) – AHA-líkan (ABC) virkrar skilyrðingar:
Aðdragandi – Hegðun – Afleiðingar
Innri „atburðir“/millibreytur (internal events) eru til sem áhrifaþættir hegðunar, en þeir eru ekki notaðir til að skýra hegðun af því að það er erfitt að hafa áhrif á þá, mæla þá og vegna fleiri vandamála.
Hægt er að útskýra „innri“ hegðun (hugsun, tilfinning o.fl.) með sömu lögmálum og „ytri“ hegðun
Sýnileg (overt) hegðun er rannsökuð þótt hulinni (covert) hegðun sé ekki hafnað. Það er bara erfitt að mæla þá huldu beint, eins og t.d. hugsanir, geðhrif og tilfinningar.
Við erum ekki hjálparlaus „reköld“ í hafsjó umhverfisins, því við getum breytt umhverfinu til þess að kenna hegðun og breyta henni okkur til hagsbóta (gagnstjórnun, e. countercontrol).
Undirliggjandi róttækri atferlishyggju er að frjáls vilji er ekki til.
Róttæk atferlishyggja er undirstaða atferlisgreiningar (experimental analysis of behavior), sem hefur svo leitt af sér geysimikla hagnýtingu þeirrar fræða til að bæta heilsu, afköst í starfi og íþróttum, líðan fatlaðra, skólaumhverfi, uppeldi o.fl. o.fl. (applied behavior analysis).
grunnhugtök í aðferðarfræði
breyta- frum og fylgibreyta
virknisamband
áreiti
svar
forskilyrðing-hvetjandi og letjandi
heðgun
frumbreyta
Hún „kemur á undan“ og hefur áhrif á fylgibreytu. Dæmi um frumbreytu er áreiti (stimulus) og styrkingarháttur (schedule of reinforcement).
fylgibreyta
Hún „kemur á eftir“ („fylgir“) og verður fyrir áhrifum frá frumbreytu. Dæmi um fylgibreytu er svar (response) eða hegðun (behavior).
virknisamband
sambandið milli breytinga í frumbreytu og fylgibreytu. Til dæmis við að breyta frá föstum hlutfallshætti (fixed ratio schedule) yfir í breytilegan hlutfallshátt (variable ratio schedule) eykst tíðni hegðunar.
áreiti
Hvað svo sem hefur áhrif á skynfæri lífveru, t.d. bjölluhringing eða það sem hefur áhrif á hegðun/viðbragð.
Járeiti (appetitive stimulus) og fráreiti (aversive stimulus)
svar
Það sem lífveran gerir, hvort sem að það er viðbragð (reflex, t.d. kippa hendi að sér við að brenna sig) eða hegðun (behavior, t.d. að svara spurningu).
hvetjandi forskilyrðing
E-ð sem eykur líkur á hegðun, t.d. að hafa rottu svanga/þyrsta áður en hún er sett í Skinnerbúr.
letjandi forskilyrðing
E-ð sem minnkar líkur á hegðun, t.d. að gefa rottu mat eða vatn áður en hún er sett í Skinnerbúr.
hegðun
Sýnileg (overt) hegðun.
T.d. að ganga.
Hulin (covert) hegðun.
T.d. að hugsa.
að mæla hegðun
Mælingar innan hagnýtrar atferlisgreiningar:
Nauðsynleg forsenda þess að geta lýst, spáð fyrir um og stjórnað hegðun
Kemur í veg fyrir getgátur og huglægt mat
Mælum til að geta svarað spurningum um virkni (function) hegðunar á áreiðanlegan og ábyrgan hátt
Til að mæla hegðun þarf hún að vera sýnileg (overt) og skilgreind aðgerðarbundið (operationally defined).
Þ.e. hegðun er skilgreind þannig að hún sé hlutlæg og mælanleg
leiðir til að mæla heðgun
Fjöldi svarana (number of responses). T.d. hve oft skjólstæðingur hefur farið til sálfræðings.
Svartíðni (rate of responding). T.d. Hve oft einhver æfir krossfimi á viku.
Fjöldi villna (number of errors). T.d. fjöldi villna á prófi.
Svarlengd (response duration). T.d. svefn, grátur, lærdómur og tölvuleikjanotkun.
Svarhraði (response speed). T.d. hve lengi er verið að leysa verkefni eða hlaupa 100 metra.
Töf (latency). T.d. hve langan tíma það tekur frá því fyrirmæli eru gefin og þar til þeim er hlýtt
Svarstyrkur (response strength/intensity). T.d. Hve hátt er öskrað, mikið slefað og langt kringlu kastað.
Form hegðunar (topography). T.d. skrifa fallega, tannbursta rétt og ýmsar hreyfingar í íþróttagreinum.
Bilskráning (interval recording/time-sample recording). Á hegðun sér stað á tilteknu tímabili? Situr Jón t.d. í sætinu allan tímann í 20 sekúndur og það athugað kannski 30 sinnum í kennslustund. Eða t.d. hvort Jóna sýni truflandi hegðun einhvern tímann í 20 sekúndur og það athugað kannski 30 sinnum í kennslustund.