Málsögupróf - ÍSLE2RM06 Flashcards
Orðaskrift
Hvað er það og hverjir nota hana?
Kínverjar nota orðaskrift > eitt tákn fyrir eitt orð
Hvert var fyrsta stafróf germanskra og norrænna manna sem mun hafa verið byggt á latneska stafrófinu?
Rúnir
Hvaða stafrófi var latneska stafrófið byggt á?
Gríska stafrófinu
Stafrófsskrift
Hver stafur táknar eitt hljóð (eins og við notum stafrófið í dag)
Atkvæðaskrift
Atkvæðaskrift er þar sem eitt tákn er eitt atkvæði. Tveggja atkvæða orð væri þá skrifað með tveimur táknum.
Fleygrúnir
Fleygrúnir er eitt tákn fyrir hvert fyrirbæri, líkt myndletri, nema það er ekki alltaf mynd af merkingunni, heldur getur táknið litið öðruvísi út en merkingin
Myndletur
Myndir sem eru notaðar til að lýsa orðum/hugtökum (mynd af sól táknar sól).
Hverjir lögðu gríska stafrófið að latínunni?
Rómverjar
Hverjir tóku upp atkvæðaskriftina frá Fönikíumönnum á 10. öld f. Kr. og þróuðu hana síðar yfir í stafrófsskrift?
Grikkir
Hverjir voru fyrstir til þess að tengja hljóð og tákn saman?
Fönikíumenn
Hver var fyrsta þjóðin til að þróa með sér orðaskrift?
Súmerar
Hvað er samanburðarmálfræði?
Samanburðarmálfræði flokkar tungumál saman eftir skyldleika og rekja þróun þeirra aftur til sameiginlegs forföðurs. Ættartré tungumála varð til með samanburðarmálfræði og sameiginlegur forfaðir var fundinn
Forfaðir flestra tungumála…
Indóevrópska
Hvernig er þróunnarkenning Darwins
Þróunnarkenning Darwins er kennd við Charles Darwin og snýst kenningin um það hvernig líf þróaðist á jörðinni. Að lífverur hafi ekki verið skapaðar í eitt skipti fyrir öll heldur að allir hafi þróast frá sama forföður.
Hvaða tungumál töluðu gyðingar og var svo endurvakið þegar Ísrael myndaðist og er ennþá notað þar í dag?
Hebreska
Hvaða tungumál töluðu Rómverjar til forna en er einungis notað í fræðigreinum (læknisfræði) í dag?
Latína
Kostir og gallar við myndletur
Kostir: Það er hægt að tala saman með því upp að vissu marki og það er auðvelt að skilja það, eins og að teikna mynd af sól, þá merkir það sól.
Gallar: Það er erfitt að segja setningu í myndletri, eins og: Ég er svangur.
Kostir og gallar við orðaskrift
Kostir: Hún tengist ekki framburði, þannig að allir Kínverjar skilja orðaskrift þegar að táknin tengjast ekki framburði
Gallar: Það þarf að læra mikið af táknum til að geta lesið einfaldan texta.
Hverjir nota orðaskrift?
Kínverjar
Kostir og gallar við stafrófsskrift
Kostir: Það eru notuð fá tákn í daglegu tal- og ritmáli, hver stafur hefur ákveðið hljóð og því er auðvelt að raða þeim saman og mynda orð
Gallar: Það fer eftir tungumálum hvaða hljóð eru notuð, þannig það þarf að læra mismunandi tungumál til að skilja erlent fólk
Hver er munurinn á fleygrúnum og upphaflegu myndletri?
Fleygrúnir eru tákn en myndletur eru myndir af fyrirbærinu sem er verið að tala um eins og sól. Fleygrúnir eru ákveðin tákn fyrir hvert fyrirbæri þannig það þarf að læra allt upp á nýtt í fleygrúnum
Ein dýrategund hefur getað lært táknmál upp að vissu marki en ekki náð valdi á mismunandi hljóðum til að tjá málið með tali. Hvaða dýrategund er þetta og hvað teljið þið að hamli því að hún geti lært að tala?
Simpansar hafa geta lært táknmál en hafa ekki nógu fullkomin talfæri til að tala og gera því einungis hljóð.
Geta dýr tjáð sig? Ef svo er, í hvaða skilningi og hvað nær tjáning þeirra langt? Skilja dýr manneskjur?
Já, dýr geta tjáð sig, þeir geta tjáð tilfinningar sínar upp að vissu marki. Hundar geta t.d. tjáð sársauka, ást, gleði og einmannaleika. Dýr skilja þegar manneskjur tala við þau en ekki allt. Hundar læra orð í gegnum árin en oft eru það bara einföldustu orðin eins og: sækja, sestu, hlauptu, rúlla.