Kafli 5 Flashcards
Hvað eru skynhrif (sensation)?
Áhrif áreitis á skynfærin (áreiti breytist í taugaboð) en skynfærin senda boð til heilans. Við gefum áreitunum okkar merkingu byggt á reynslu okkar t.d. við hverju við búumst frá akveðnu áreiti
Hvað er skynjun (perception)?
Úrvinnsla áhrif áreita. Hér greinir heilinn frá því hvað það er sem manneskjan sér, heyrir, bragðar, lyktar, snertir osfrv.
Hvað er grunnmarkmið sáleðlisfræði (psychophysics)?
Grunnmarkmiðið er að gera grein fyrir eiginleikum áreitis (styrkur ljóss eða hljóðs, eðlisfræði) og tengslum áreitis við hvernig það er skynjað (sálfræði)
Hvað reynir sáleðlisfræðin að útskýra?
Sáleðlisfræðin reynir að útskýra sálrænt ferli með því að skoða breytingar í áreiti
Hvað eru skynmörk (absolute threshold)?
Lægsti styrkur greinanlegs áreitis (í amk 50% tilfellan en skynnæmni fólks er breytileg)
Hvað er aðgreiningarmunur (just noticeable difference)?
Minnsti greinanlegi munur á milli tveggja áreita sömu gerðar
Hvað er viðmið ákvörðunar (decision criterion)?
Hversu viss þarftu að vera til a segja að áreiti sé til staðar og að þú hafir skynjað það? Fólk metur það persónulega. Er breytilegt eftir einstaklingum því skynmörk eru ekki algild
Hvað er kenning um merkjagreiningu (signal detection theory)?
Fjallar um þá þætti/eiginleika sem hafa áhrif á svörun/skynjun áreita. Dæmi: Ertu mun meira var við hljóð þegar þú liggur kyrr í myrkri eftir að hafa horft á hryllingsmynd frekar en gamanmynd? Þú leitast frekar eftir hljóðum- meira var um þig- þá er þröskuldurinn kannski á öðrum stað en við venjulegar aðstæður.
lögmal webers
formulan með þríhyrningi, greinimunur er í réttu hlutfalli við t.d. styrk þess áreitis sem miðað er við C=fasti þríhyrningur=breyting I=styrkur (intensity)
Hvað er viðvani (sensory adaption)?
Áreiti breytist ekki- áreiti sem við erum vön. Stöðugt áreiti í umhverfi okkar og því aðlagast skynfæri okkar kunnulegum áreitum og hætta (draga úr) boðum um áreitið. Þufrum ekki að bregðast jafn mikið við. Breyting sem er merkingabær skiptir máli.
Hvað er umbreyting (transduction)?
Eðlisfræðilegum eiginleikum er breytt í taugaboð (sjá, bragða, heyra) Dæmi: Ljósnemar (keilur og stafir, í sjónu) breyta ljóseindum (photons) í taugaboð. Frumur (hárfrumur) í eyra breyta hljóðbylgjum í taugaboð. Frumur í tungu breyta bragði í taugaboð.
Hvað er bylgjulengd (wavelength)?
Er sýnilegt litrof. Bil á milli bylgjutoppa. Í sjón er talað um bylgjulengd en tíðni í heyrn
Hvað er sýnilegt litrof (visible specturm)?
400 (útfjólublátt) til 700 (infrarautt) nanómetrar. Sá hluti litrófsins sem maðurinn skynjar.
Hvað er hornhimna (cornea)?
Fremsti hluti augans sem skynjar snertingu og verndar augað með því að blikka. Ljósið kemur inn um hornhimnuna. Virkar eins og sía, beygir sjón bylgjur til að hámarka skerpu.
Hvað gera hornhimna og augasteinn saman?
Hornhimna og augasteinn stilla ljósið saman
Hvað gerir ljósop (pupil)?
Skammtar ljós til augans
Hvað gerir lithimnan (iris)?
Stýrir opnun ljósopsins og stjórnar magni ljóss sem berst til sjónnema
Hvað er sjónhimna (retina)?
Himna í mörgum lögum aftast í auganu sem inniheldur ljósnema, keilur og stafi (eru aftast). Mest um stafi í allri sjónunni og flestar keilur í sjóngróf.
Hvað er sjóngróf (fovea)?
Hefur langmestu sjónskerpuna. Mikið um keilur. Er mjög lítil (1 mm). Sjónskerpa fellur hratt utan sjóngrófar en ef við ætlum að sjá hlut vel þarf hann að falla inn í sjóngrófina.
Hvað eru ljósnemar (photoreceptors)?
Kallast keilur og stafir. Breyta ljóseindum í taugaboð, taugaboð send í sjónræna hluta stúku og þaðan sjónbörkinn og heilinn túlkar þannig taugaboð. Framan við ljósnema eru láréttar frumur (búa til hliðlæga hömlun), tvípólafrumur, griplafrumur og hnoðfrumur (litasjón)
Hvað eru stafir (rods)?
Tengjast dimmu. Eru u.þ.b. 120 milljónir. Þeir tengjast mörgum hnoðfrumum (ganglion cells). Greina ekki á milli lita, aðeins birtustigs. Virkni mest í lítilli birtu- myrkri. Tekur ca. 20 mín fyrir stafi að ná hámarksskerpu í myrkri en þeir eru frekar lengi að aðlagast birtu. Hafa svarthvíta og grátóna skynjun. Falla nánast eingöngu utan sjóngróf.
Hvað eru keilur (cones)?
Tengjast birtu/litum. Tengjast einni hnoðfrumu hver, ljósnæmni er minna en sjónskerpi meiri. Hamlar á sama tíma tengingu á milli annarra keilna og hnoðfruma. Falla nánast eingöngu innan sjóngrófar. Sjónskerpa mikil og virkni mest í dagsljósi. Ljósnæmni er minna en hjá stöfum. Litasjón. Fljótar að aðlagast birtu, hámarksaðlögun er ca. 10 mínútur.