Kafli 1 Flashcards
Hvað er sálfræði?
Vísindagrein sem fæst við athuganir á atferli og hugsun
Hvað er atferli (behaviour)?
Sjáanleg virkni og sjáanleg viðbrögð sem eru mælanleg
Hvað er hugur (mind)?
Innri ferli sem eru ekki sjáanleg með beinum hætti líkt og hugsanir og tilfinningar. Þurfa því að vera metin með sjáanlegum og mælanlegum svörum eða viðbrögðum.
Hvað er gagnrýnin hugsun?
Gagnrýnin hugsun felur í sér að taka virkan þátt í að skilja heiminn í kringum þig ekki bara meðtaka allar upplýsingar sem staðreyndir
Hvað er að meta réttmæti upplýsinga?
Hvernig veistu það? Hvaða gögn styðja það? Hvernig var það mælt? Eru aðrar mögulegar skýringar
Hvað eru grunnrannsóknir (basic research)?
Rannsóknir sem hafa fyrst og fremst þann tilgang að afla sér nýrrar þekkingar. Þær skoða hvernig og afhverju fólk hegðar sér, hugsar og upplifir tilfinningar eins og það gerir. Grunnrannsóknir eru bæði framkvæmdar á rannsóknarstofum og í raunverulega heiminum á annaðhvort manneskjum eða dýrum
Hvað eru hagnýtar rannsóknir (applied research)?
Rannsóknir hannaðar til þess að leysa sértæk, hagnýt vandamál. Þær nota vísindalega þekkingu sem er þegar til staðar til að hanna, innleiða og mæla árangur ýmissa inngriða og mæliaðferða.
Hver eru markmið rannsókna í sálfræði?
Lýsa, skilja, spá fyrir um, hafa áhrif á og hagnýta
Eru hugurinn og líkaminn tengd eða aðskilin fyrirbæri (mind-body & nature-nurture)?
Geta miklar og alvarlega hugsanir og andleg fyrirbæri leitt til einhverskonar líkamlegra einkenna? Hvort hefur líffræðilegi eða umhverfis þátturinn meiri áhrif á hegðun? Mikilvægt að skoða alltaf alla þætti til að auka skilning
Hvað er tvíhyggja (mind-body dualism)?
Hugurinn er andlegt fyrirbæri sem fellur ekki undir þau efnislegu lögmál sem stýra líkamanum. Hugurinn og líkaminn eru aðskilin
Hver var forsprakki tvíhyggjunar?
René Descartes var forsprakki tvíhyggjunar
Hvað er einhyggja (monism)?
Á móti tvíhyggju. Hugurinn og líkaminn eru eins. Hugurinn og líkaminn ekki aðskilin, andlegir atburðir einfaldega afurð líkamlegra atburða í heilanum. Hægt er að rannsaka hugann með því að mæla líkamleg ferli innan heilans. Thomas Hobbes stuðningsmaður einhyggju
Hvað er raunhyggja (empiricism)?
Reynsla er uppspretta allra hugmynda og allrar þekkingar. Reynslunni er aflað í gegnum skynfærin. Athugun/upplifun er gildari/betri aðferð til þekkingar heldur en ástæða (staðreynd). Ástæður geta verið skekktar með villum t.d. í rannsóknum. John Locke fylgdi raunhyggju
Hver stofnaði fyrsu tilraunastofuna?
Wilhelm Wundt stofnaði fyrstu tilraunastofuna í Þýskalandi árið 1879 í University of Leipzieg
Hver er talinn vera faðir sálfræðinnar?
Wilhelm Wundt
Hvað er formgerðarhyggja (structaralism)?
Rannsóknir á grunneiningum hugans. Notuð innnskoðun. Vildu brjóta upp hugann í marga hluta og rannsaka hvern hluta líkt og efnafræðingur brýtur niður efni.
Hverjir voru fylgjendur formgerðarhyggju?
Wilhelm Wundt og Edward Titchener voru fylgjendur formgerðarhyggju.
Hvað er virknihyggja (functionalism)?
Sálfræði ætti að rannsaka virkni meðvitundarinnar frekar en form hennar. Mótsvar við formgerðarhyggju. Fókusinn á hvernig og af hverju. William James höfuðsmaður virknihyggju. Úr virknihyggju spruttu sálfræðigreinar nútímans: Hugræn sálfræði/Hugfræði og þróunarsálfræði kannaði aðlögunarhæfni hegðunar.
Hver er munur á virknihyggju og formgerðarhyggju?
Formgerðarhyggjan myndi útskýra hvernig hendur og fætur hreyfast með því að rannsaka hvernig bein, vöðvar og sinar starfa. Virknihyggjan myndi spyrja af hverju erum við með hendur og fætur og hvernig hjálpa hendur og fætur okkur að aðlagast umhverfinu?
Hverjir voru fyrstu til að tengja núverandi viðburði í lífi manneskju við fortíð hennar?
Pierre Janet og Jean Marc Chacot fyrstir til að tengja núverandi viðburði í lífi manneskju við fortíð hennar.
Hvað er sálaraflsfræði (psychodynamic perspective)?
Leita að orsökum hegðunar í persónuleika okkar, Leggur áherslu á hlutverk undirmeðvitundar. Umdeild kenning þar sem hún skilar ekki afgerandi vísandalegum rannsóknarniðurstöðum.
Hverjir studdu við sálkönnun (psychoanalysis)?
Sigmund Freud og Melanie Klein studdust við sálkönnun
Hvað er sálkönnun?
Áhersla lögð á greiningu innri ferla- fyrst og fremst undirmeðvitundar. Þróuð af Freud. Töldu a’ sjúkdómar með líkamleg einkenni gætu átt sér sálrænar orsakir sem eru ómeðvitaðar
Hvað er dáleiðsla (hypnosis)?
Notuð til að ná upp tilfinningum og bældum minningum