Kafli 4 Flashcards
Taugakerfið skiptist í:
Miðtaugakerfi og úttaugakerfi
Ósjálfráða taugakerfið (autonomic nervous system)
Stjórnar kirtlum og ósjálfráða vöðvum sem stjórna hjartslætti, öndun, blóðflæði í æðum, meltingu og öllu því sem myndar meltingakerfið okkar og fleiri líffærum sem starfa ósjálfrátt.
Ósjálfráða taugakerfið skiptist í:
Sympatíska taugakerfið og parasympatíska taugakerfið
Hvað er sympatíska taugakerfið (sympathetic nervous system)?
Virkar eða örvar taugakerfið. Er stundum tengt við streitu upplifun sem kallast “hrökkva eða stökkva” (fight or flight) sem er kerfi í líkamanum sem gerir mönnum og dýrum kleift að virkja mikið af orku hratt til þess að takast á við misvægilegar ógnir og stundum hreinlega til þess að lifa af. Sympatíska taugakerfið vinnur allt saman að því að hjálpa líkamanum að takast á við áreiti eða stress.
Nefndu dæmi um það sem sympatíska taugakerfið gerir
Til dæmis með því að örva hjartslátt svo það pumpi meira blóði út í æðar, stækka augasteina svo að við sjáum betur og hægir á meltingakerfi svo blóð komist í vöðva og fleira.
Hvað er parasympatíska taugakerfið (parasympathetic nervous system)?
Vikar öfugt við sympatíska taugakerfið. Það hægir á líkamsstarfseminni. Það vinnur frekar að einu eða fáum líffærum í einu og viðheldur rólegu ástandi í líkamanum.
Hvað er það sem er ólíkt við sympatíska og parasympatíska taugakerfin?
Þessar tvær undirgreinar hafa öfug áhrif á sömu líffæri eða kirtla og saman viðhalda þau líkamsjafnvægi (homeostasis)
Miðtaugakerfið (central nervous system):
Heili og mæna
Mæna (spinal cord):
Skyntaugar eru aðlægar (bakhliðin), leiða skynboð í mænuna en hreyfitaugar eru frálægar mænunni (framhlið)
Hvað er mæna í fullorðinni manneskju löng?
Mæna í fullorðinni manneskju er vanalega um 40,5 til 45.5 cm löng.
Hvað í mænu verndar taugar hennar fyrir hnjaski?
Mænan hefur bein (vertabrae) sem verndar taugar hennar fyrir hnjaski
Hvað kallast líkamsvefirnir í miðri mænu (að innan)?
Líkamsvefir í miðri mænu (að innan) eru gráir og kallaðir “gráa svæðið”
Hvað kallast líkamsvefirnir fyrir utan mænu?
Líkamsvefir utan mænunnar eru hvítir og kallast “hvíta svæðið”
Hvaðan koma flestar taugar?
Flestar taugar koma frá úttaugakerfi og fara inn í miðtaugakerfið í gegnum mænuna- sumar fara þó beint til heilans
Heilinn skiptist í:
Skiptist í afturheila, miðheila og framheila
Hvað er úttaugakerfið (peripheral nervous system)?
Stjórnar allri taugauppbyggingu utan mænu og heila. Það samanstendur að mestu úr skyntaugum og hreyfitaugum.
Hvað eru skyntaugar (sensory neurons)?
Gera okkur kleift að skynja það sem gerist innra með okkur og ytra.
Hvað eru hreyfitaugar (motor neurons)?
Gera okkur kleift að bregðast við með vöðvum og kirtlum.
Úttaugakerfið skiptist í:
Sjálfráða taugakerfið og ósjálfráða taugakerfið
Hvað er sjálfráða taugakerfið (somatic nervous system)?
Samanstendur af skyn- og hreyfitaugum. Þetta taugakerfi gerir okkur kleift að skynja pg bregðast við umhverfi okkar
Hvað gera skyntaugar (sensory neuronss) í sjálfráðataugakerfinu?
Sérhæfðar í að senda boð frá augunum, eyrunum og öðrum skynmóttökum.
Hvað gera hreyfitaugar (motor neurons) í sjálfráðataugakerfinu?
Senda boð frá mænu og heila til vöðva sem stjórna ósjálfkrafa hreyfingum okkar.
Hvað eru stoðfrumur (glial cells)?
Halda taugafrumunni á sínum stað. Sjá þeim fyrir nauðsynlegum efnum og losa þær við eiturefni og einangra þær.
Hvað eru taugafrumur/taugungar (neurons)?
Hafa aðeins eitt hlutverk; að sjá um spennu- og efnaboðsendingar í taugakerfinu og taka einnig við boðum og koma þeim áfram. Sum boð eru einföld, til dæmis að láta hjartað slá, en sum boð eru mjög flókin. Taugafrumur eru ca. 85 billjónir í einum einstakling.
Hvað eru þrír meginhlutar taugafrumna?
Taugagriplur (dendrites), Taugabolur (soma, cell body) og sími (axon)
Hvað eru taugagriplur (dendrites)?
Sjá um að safna saman boðum frá mörgum öðrum taugafrumum, boðin berast svo áfram til taugabols og tengjast gjarnan öðrum taugafrumum með því að tengjast taugaenda annarrar frumu.
Hvað eru taugabolur (soma, cell body)?
Inniheldur kjarna og lífefnislegan strúktur til þess að halda taugfrumunni á lífi. Taugabolur er orkugeymsla/fæða.
Hvað er sími (axon)?
Boð berast niður í símann og þaðan til annarra taugafrumna, vöðva eða kirtla í gegnum taugaenda sem taka við boðunum.
Hvað er kjarni (nucleus)?
Inniheldur allt DNA fyrir frumuna
Hvað er taugaendi/símahnúður (axon terminals)?
Þar sem síminn klofnar á endanum-endarnir flytja boð yfir á næstu frumu með sérstökum boðefnum. Losar taugaboðefni.
Taugafrumur skiptast í þrennt:
Mótortaugungar (motor neurons), skyntaugungar (sensory neurons) og millitaugungar (interneurons)
Hvað eru mótortaugungar (motor neurons)?
Senda frá sér boð frá heila út í kerfið, t.d. vöðva og innri líffæra. Þær eru frálægar, senda frá heila í vöðva
Hvað eru skyntaugungar (sensory neurons)?
Tengjast skynnemum og koma mismunandi boðum frá skynnemum til mænu og heila. Þær eru aðlægar; senda boð til heilans
Hvað eru millitaugungar (interneurons)?
Lang flestir taugungar, vinna fyrst og fremst í heila, mænu og auga. Hafa samskipti við aðra taugunga en framkalla sjálfir hvorki hreyfingar né bera boð
Hvernig geta taugaboð innan taugafrumu verið?
Geta verið raffræðileg eða efnafræðileg