Kafli 2 Flashcards
Hvað er sálfræði (psychology) og hvað er markmið hennar?
Fræðigrein þar sem hugur, heili og hátterni fólks (stundum dýra) er rannsökuð. Markmið rannsókna í sálfræði er að lýsa og/eða útskýra hvernig hegðun, tilfinningar og hugsun verða fyrir áhrifum af líkamsstarfsemi, hugarástandi og umhverfi
Hvað er vísindaleg aðferð (the scientific process)?
- Spurning verður til, 2. Safna upplýsingum og mynda tilgátu, 3. Athuga/prófa tilgátu, 4. Úrvinnsla, ályktanir og birting niðurstaðna, 5. Frekari prófanir
Skref 1 í vísindalegri aðferð
Spurning verður til, eitthvað sem vekur áhuga og þú vilt rannsaka. Verður til úr fréttum, vísindagreinum, persónulegri reynslu o.sv.frv.
Skref 2 í vísindalegri aðferð
Safna upplýsingum og mynda tilgátu, athuga hvort einhver gögn séru til um það sem þú ert að rannsaka. Ítarleg skoðun á upplýsingum sem leiðir til einhverrar sýringu, myndar svo tilgátu; nákvæma forspá
Skref 3 í vísindalegri aðferð
Prófun tilgátu með því að framkvæma rannsókn
Skref 4 í vísindalegri aðferð
Úrvinnsla, ályktanir og birting niðurstaðna, stenst tilgátan? Ef tilgátan stenst ekki þarf að endurskoða tilgátu og reyna aftur
Skref 5 í vísindalegri aðferð
Frekari prófanir, fást sömu niðurstöður ef rannsóknin er endurtekin? Eru aðrar mögulegar skýringar á niðurstöðunum? Alhæfast niðurstöður?
Hvað er tilgáta (hypothesis)?
Nákvæm forspá um tiltekið fyrirbæri
Hvað er kenning (theory)?
Safn staðhæfinga sem útskýra hvernig og afhverju ákveðnir atburðir tengjast
Hvað leiðist oft til kenninga?
Endurteknar rannsóknir með tilgátsprófunum sem komast að svipuðum niðurstöðum leiða oft til kenninga
Eru kenningar hinn endanlegi sannleikur?
Kenningar ekki hinn endanlegi sannleikur, hins vegar leiðarvísir fyrir rannsóknir. Hægt er að afsanna kenningar seinna meir, þyngdarafl er dæmi um kenningu en ekki staðreynd.
Hver eru einkenni góðra kenninga?
Leiðarvísir fyrir rannsóknir, er kerfisbundið skipulag um þekkingu, færir prófanlegum tilgátum skynsamlegan ramma og býður upp á kerfisbundna nálgun á nýrri þekkingu, færir prófanlegum tilgátum skynsamlegan ramma og býður upp á kerfisbundna nálgun á nýrri þekkingu, lögmál einfaldleikans
Hvað er lögmál einfaldleikans (law of parsimony)?
Ef tvær kenningar geta útskýrt og spáð um sama fyrirbærið jafnvel, er betra að velja auðveldari kenninguna
Hvað er eftirhyggja (hindsight)?
Röksemd færð fyrir niðurstöðu eftir á. Það þarf ekki vísindaleg rök, þetta er einfaldur skýringarmáti til að skilja.
Hvað er breyta (variable)?
Hvaða eiginleiki eða þáttur sem er breytilegur dæmi: kyn, aldur, þyngd, greind, stress
Hvað er vandamálið við eftirhyggju?
Vandamálið við þessa aðferð er hægt að skýra liðna atburði á svo margvíslega hætti líkt og gert hér fyrir ofan. Ekki er hægt að vera viss um að einhver ein skýring sé réttari en önnur.
Hvað er aðgerðarbundin skilgreining (operational definition)?
Nákvæm skilgreining á breytu sem tekur mið af þeirri aðferð sem var notuð til að búa hana til eða mæla
Hvers vegna notum við aðgerðarbundna skilgreiningu?
Vegna þess að hver breyta t.d. stress getur þýtt mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk, vísindamenn verða að skilgreina hluti á skýran hátt
Hvað eru sjálfsmatlistar (self report measures)?
Notað til að mæla t.d. viðhorf, tilfinningar og hegðun. Hægt er að safna upplýsingum með viðtölum eða spurningarlistum. Nákvæmni sjálfsmatslista fer eftir getu og vilja fólks til að svara heiðarlega
Hvað eru mælingar á sjáanlegri hegðun (measurement of overt directly visible behaviour)?
Fylgjast með viðfanginu sínu í náttúrlega umhverfi, oft þróuð kóðunarkerfi til að skilgreina mismunandi flokka hegðunar til að auka áreiðanleika mælinga, tíðnimælingar á sjáanlegri hegðun má gera hvort sem þáttakandinn veit af mælingunum eða ekki
Hvað er félagslegur æskileiki (social desirability bias)?
Tilhneiging svaranda til að svara spurningum í takt við það sem hann heldur að sé félagslega æskilegt/rétt í stað þess að svara eins og honum finnst í raun. Hægt er að minnka líkur á þessu með því að hafa svörin nafnlaus. Einnig hægt að nota mat annarra
Hvað eru óafvitandi mælingar (unobtrusive measures)?
Mælir/fylgist með hegðun á þann hátt að viðfangsefnið gerir sér ekki grein fyrir að það sé verið að fylgjast með því eða rannsaka. Oft notuð umræðugreining (discourse analysis) rætt vanlega við manneskjuna sem verið er að rannsaka
Hvað eru skráð gögn (archival measures)?
Skrár og skjöl sem eru nú þegar til. Dæmi: lögregluskýrslur
Sálfræðileg próf:
Persónuleikapróf, greindarpróf og taugasálfræðileg próf
Hvað er persónuleika próf?
Metur persónulega eiginleika, oft spurt hvernig einstaklingi líður eða hegðar sér vanalega