Kafli 3 Flashcards
Hvað er atferliseðlafræði (behavioural genetics)?
Atferliserfðafræði er sálfræðilegt svið sem skoðar hvernig erfðir og umhverfi stjórna sálfræðilegum eiginleikum (t.d. þroska og áhrif á hegðun) og hversu miklu erfðir og umhverfi ráða um greind og persónuleika
Hvað er þróunarsálfræði (evolutionary psychology)?
Þróunarsálfræði er undirgrein sálfræðinnar sem fæst við rannsóknir á hvernig margvíslegir sálfræði eiginleikar hafa þróast (t.d. hegðun)
Hvað sýnir þróunarkenningin fram á?
Það sem þróunarkenningin sýnir fram að er að hann birtist einfaldlega við fæðingu sem fullmyndað fyrirbæri. Heilinn okkar er mikli þróaðari en heili forfeðra okkar.
Hvað sýna fornleifar fram á?
Fornleifar sýna fram á að heili manna hafi stækkað þrefalt á um það bil 1,5 milljónum ára og að mesti vöxturinn hafi átt sér stað á þeim stöðum sem sjá um andleg ferli, sérstaklega í minni, hugsun og talmáli; heilasvæði í framheila og heilaberki
Hvað er nátturuval (natural selection)?
Náttúruval eru eiginleikar sem auka lífsafkomu og fjölgun tegundar. Þeir eiginleikar munu erfast áfram og þar með verða smátt og smátt algengari. Talað um að þeir sem hafa æðri eiginleika komist frekar af (survival of the fittest) og því þróast tegundin í rétta átt þar sem þessir eiginleikar koma fram í næstu kynslóð og eflast svo með kynslóðum.
Hvað eru stökkbreytingar (mutations)?
Stökkbreytingar eru tilviljunarkennd atvik og slys í afritun DNA við frumuskiptingu
Hvað eru líffræðileg afbrigði (biological variation)?
Er hverskyns fjölbreytileiki sem hægt er að greina á milli í líkama lífvera
Hvað er há æxlunartíðni (high reproduction rate)?
Sú staðreynd að ekki allir meðlimir tegundarinnar munu lifa af
Hvað er há æxlunartíðni (high reproduction rate)?
Sú staðreynd að ekki allir meðlimir tegundarinnar munu lifa af
Hvað er samkeppni um takmarkaðar auðlindir (competition over limited resources?
Hinir hæfustu lifa af
Hver er Gregor Mendel?
Gregor Mendel er upphafsmaður tilrauna í erfðafræði, faðir nútíma erfðafræði
Hvað gerði Mendel rannsóknir á?
Gerði rannsóknir á baunum til að álykta að eiginleikar erfast frá foreldrum til afkvæma með sérstökum eindum, sem við köllum í dag gen.
Baunarannsókn:
Grænar baunir voru víkjandi og gular ríkjandi. Ef baun var með eina ríkjandi og eina víkjandi samsætu þá varð baunin gul því það er ríkjandi samsæta
Hvað eru samsætur (alleles)?
Eru gen í sama genasæti á samsvarandi litningi- eitt frá hvoru foreldri. Þannig ein samsæta inniheldur eitt gen frá pabba og eitt gen frá mömmu, getur verið AA, aa eða Aa
Einkenni gena eru annað hvort:
Einkenni gena eru annað hvort ríkjandi eða víkjandi
Eru gen aðskilin eða blandast þau saman?
Genin eru ekki aðskilin og blandast ekki saman, til dæmis verður afkvæmi rauðs og hvíts blóm ekki bleikt- heldur annað hvort hvítt eða rautt
Hvað er að vera arfhreinn (homozygous)?
Lífvera er með tvær samsætur (báðar ríkjandi eða báðar víkjandi- AA eða aa) er arfhrein gagnvart því geni
Hvað er svipgerð (phenotype)?
Svipgerð eru sjáanlegir eiginleikar einstaklings sem mótast af arfgerð og umhverfi. Aðeins þau gen sem eru sjáanlegir eiginleikar koma fram.
Hvað eru gen (genes)?
Gen eru starfseiningar í kjarnsýruröð litnings sem tengd eru stjórnröðum sem umritast yfir í RNA og ræður gerð einnar eða fleiri peptíðkeðja og er því uppskrift af tilteknum sameindum (prótínum og RNA). Kjarnsýran DNA afritar og geymir erfðaupplýsingar
Hvað eru litningar (chromosomes)?
Eru þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumu og eru gerðir úr kjarnsýrunni DNA og prótínum.
Hvað er líkamsfruma (somatic cell)?
Er sérhver fruma í líkama lífveru (nema kynfruma)
Hvort eru líkamsfrumur einlita eða tvílitna?
Líkamsfrumur eru tvílitna sem merkir að þær innihalda litningapör (23 pör, 46 litninga)
Hvað eru kynfrumur (gametes)?
Eru egg og sæðisfrumur
Hvað er okfruma (zygote)?
Frjóvgað egg sem gerist þegar kynfrumur sameinast við frjóvgun þá verður til okfruma með 46 litningum (23 pör)
Hvað er kirni (nucleotides)?
Er samsett úr niturbasa, sykrum og fosfati. Uppskriftirnar af genum eða genablandan er skrifuð með fjórum bókstöfum sem kallast niturbasar
Niturbasar eru fjórir:
Adenín (A), Gúanín (G), Cýtósín (C) og Týmin (T)
Hvað gerist ef við breytum Týmín (T) í Uracil (U)?
Ef við breytum Týmin (T) í Uracil (U) þá fáum við RNA