Kafli 3 Flashcards
Hvað er atferliseðlafræði (behavioural genetics)?
Atferliserfðafræði er sálfræðilegt svið sem skoðar hvernig erfðir og umhverfi stjórna sálfræðilegum eiginleikum (t.d. þroska og áhrif á hegðun) og hversu miklu erfðir og umhverfi ráða um greind og persónuleika
Hvað er þróunarsálfræði (evolutionary psychology)?
Þróunarsálfræði er undirgrein sálfræðinnar sem fæst við rannsóknir á hvernig margvíslegir sálfræði eiginleikar hafa þróast (t.d. hegðun)
Hvað sýnir þróunarkenningin fram á?
Það sem þróunarkenningin sýnir fram að er að hann birtist einfaldlega við fæðingu sem fullmyndað fyrirbæri. Heilinn okkar er mikli þróaðari en heili forfeðra okkar.
Hvað sýna fornleifar fram á?
Fornleifar sýna fram á að heili manna hafi stækkað þrefalt á um það bil 1,5 milljónum ára og að mesti vöxturinn hafi átt sér stað á þeim stöðum sem sjá um andleg ferli, sérstaklega í minni, hugsun og talmáli; heilasvæði í framheila og heilaberki
Hvað er nátturuval (natural selection)?
Náttúruval eru eiginleikar sem auka lífsafkomu og fjölgun tegundar. Þeir eiginleikar munu erfast áfram og þar með verða smátt og smátt algengari. Talað um að þeir sem hafa æðri eiginleika komist frekar af (survival of the fittest) og því þróast tegundin í rétta átt þar sem þessir eiginleikar koma fram í næstu kynslóð og eflast svo með kynslóðum.
Hvað eru stökkbreytingar (mutations)?
Stökkbreytingar eru tilviljunarkennd atvik og slys í afritun DNA við frumuskiptingu
Hvað eru líffræðileg afbrigði (biological variation)?
Er hverskyns fjölbreytileiki sem hægt er að greina á milli í líkama lífvera
Hvað er há æxlunartíðni (high reproduction rate)?
Sú staðreynd að ekki allir meðlimir tegundarinnar munu lifa af
Hvað er há æxlunartíðni (high reproduction rate)?
Sú staðreynd að ekki allir meðlimir tegundarinnar munu lifa af
Hvað er samkeppni um takmarkaðar auðlindir (competition over limited resources?
Hinir hæfustu lifa af
Hver er Gregor Mendel?
Gregor Mendel er upphafsmaður tilrauna í erfðafræði, faðir nútíma erfðafræði
Hvað gerði Mendel rannsóknir á?
Gerði rannsóknir á baunum til að álykta að eiginleikar erfast frá foreldrum til afkvæma með sérstökum eindum, sem við köllum í dag gen.
Baunarannsókn:
Grænar baunir voru víkjandi og gular ríkjandi. Ef baun var með eina ríkjandi og eina víkjandi samsætu þá varð baunin gul því það er ríkjandi samsæta
Hvað eru samsætur (alleles)?
Eru gen í sama genasæti á samsvarandi litningi- eitt frá hvoru foreldri. Þannig ein samsæta inniheldur eitt gen frá pabba og eitt gen frá mömmu, getur verið AA, aa eða Aa
Einkenni gena eru annað hvort:
Einkenni gena eru annað hvort ríkjandi eða víkjandi
Eru gen aðskilin eða blandast þau saman?
Genin eru ekki aðskilin og blandast ekki saman, til dæmis verður afkvæmi rauðs og hvíts blóm ekki bleikt- heldur annað hvort hvítt eða rautt
Hvað er að vera arfhreinn (homozygous)?
Lífvera er með tvær samsætur (báðar ríkjandi eða báðar víkjandi- AA eða aa) er arfhrein gagnvart því geni
Hvað er svipgerð (phenotype)?
Svipgerð eru sjáanlegir eiginleikar einstaklings sem mótast af arfgerð og umhverfi. Aðeins þau gen sem eru sjáanlegir eiginleikar koma fram.
Hvað eru gen (genes)?
Gen eru starfseiningar í kjarnsýruröð litnings sem tengd eru stjórnröðum sem umritast yfir í RNA og ræður gerð einnar eða fleiri peptíðkeðja og er því uppskrift af tilteknum sameindum (prótínum og RNA). Kjarnsýran DNA afritar og geymir erfðaupplýsingar
Hvað eru litningar (chromosomes)?
Eru þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumu og eru gerðir úr kjarnsýrunni DNA og prótínum.
Hvað er líkamsfruma (somatic cell)?
Er sérhver fruma í líkama lífveru (nema kynfruma)
Hvort eru líkamsfrumur einlita eða tvílitna?
Líkamsfrumur eru tvílitna sem merkir að þær innihalda litningapör (23 pör, 46 litninga)
Hvað eru kynfrumur (gametes)?
Eru egg og sæðisfrumur
Hvað er okfruma (zygote)?
Frjóvgað egg sem gerist þegar kynfrumur sameinast við frjóvgun þá verður til okfruma með 46 litningum (23 pör)
Hvað er kirni (nucleotides)?
Er samsett úr niturbasa, sykrum og fosfati. Uppskriftirnar af genum eða genablandan er skrifuð með fjórum bókstöfum sem kallast niturbasar
Niturbasar eru fjórir:
Adenín (A), Gúanín (G), Cýtósín (C) og Týmin (T)
Hvað gerist ef við breytum Týmín (T) í Uracil (U)?
Ef við breytum Týmin (T) í Uracil (U) þá fáum við RNA
Hvað er tákni (codon)?
Þrír niturbasar sem mynda “orð” t.d. GAT, TAG
Hvað er human genome project?
Er rannsóknarverkefni þar sem erfðamengi mannsins var kortlagt
Hvað eru fjölgenaerfðir (polygenic transmissions)?
Er því samspil milli mismunandi gena og á milli gena og umhverfis og því getur maðurinn verið ansi flókinn
Hvers vegna eru flestir eiginleikar mannsins fjölgena?
Flestir eiginleikar mannsins stjórnast af fleiru en einu geni og eru því fjölgena
Hvað er hátternisfræði (ethology)?
Fókusar á hvaða hegðun við fæddumst með og hvaða hegðun við þurfum að læra. Hegðun skoðuð við náttúrulegar aðstæður
Hvað er erfð aðlögun hegðunar (inherited behavioural adaptations)?
Eru meðfæddir hæfileikar sem hjálpa lífverunni að auka lífslíkur sínar og fjölga sér
Hvað er fast hegðunarmynstur (fixed action pattern)?
Þegar hegðun er stýrð af eðlishvöt sem hrint er af stað við birtingu tiltekins áreitis. Dæmi: Barn að sjúga brjóst er stýrt af birtingu áreitis, sem er geirvarta móðurinnar
Hvað er leysiáreiti (releasing stimuli)?
Ytra áreiti sem kveikir fast hegðunar mynstur Dæmi: Herring gull fuglamamma er með rauða doppu á goggnum sem kveikir á hegðun unganna til að fá mat
Hvað er ofuráreiti (superstimulus)?
Ýkt útgáfa af kveikiáreiti sem kveikir sterkara viðbragð heldur en náttúrulega áreitið Dæmi: Prik með þremur rauðum línum kveikir sterkara viðbragð unganna
Hvað er fjölskyldurannsókn (family study)?
Rannsókn á skyldmennum til þess að kanna áhrif erfðaþátta á tiltekinn eiginleika. Í fjölskyldurannsóknum er mikið stuðst við arfstuðul.
Hvað er ættleiðingarrannsókn (adoption study)?
Ber saman ættleidd börn við líf- og kjörforeldra
Hvað er tvíburarannsókn (twin studies)?
Fer þannig fram að tiltekinn eiginleiki er borinn saman hjá eineggja og tvíeggja tvíburum. Bestu tegundir tvíburarannsókna er þegar rannsakendur hafa fundið eineggja tvíbura sem hafa verið aðskildir við fæðingu
Hvað er samsvörun (concordance rate)?
Eru líkurnar á því að tveir einstaklingar með sameiginleg gen hafa tiltekinn eiginleika sameiginlegan. Hafi persónueinkenni hærri fylgni ef fólk er skylt heldur en hjá fólki sem er ekki skylt bendir það til þess að eiginleikinn sé erfður
Hvað eru skyldleikamörk (degree of relatedness)?
50% líkur eru á því að tvíeggja tvíburar deili genum með systkinum og móður og föður. Það eru 100% líkur hja eineggja tvíburum. 25% líkur að deila genum með ömmu og afa og hálfsystkinum.
Hvað er arfstuðull (heritability coefficient)?
Leggur mat á það að hve miklu leyti breytileiki í svipgerð ræðst af breytileika í genum- arfstuðull er breytilegur eftir hópi fólks. Ef hann kemur meira fram hjá náskyldum en hjá þeim sem eru minna skyldir þá er það hár arfstuðull. Ef gen spila stóran þátt þá er það hár arfstuðull
Hvernig spila erfðir og umhverfið saman?
Einkenni með mjög háan arfstuðul ráðast ekki einungis af erfðum Dæmi: Hæð er mjög arfbundin en ræðst einnig af t.d. næringu eða veikindum sem ræðst af umhverfisþáttum
Hvað skýra erfðir mörg % af breytileika í greind?
Erfðir skýra um 50-70% af breytileika í greind
Nefndu dæmi um use it or lose it
Skólaganga eykur greind og að mæta ekki í skólann minnkar hana
Hvað er sameiginlegt fjölskylduumhverfi?
Systkini sem alast upp saman eru líkari en þau sem alast upp í sitthvoru lagi- umhverfið hefur áhrif
Munurinn á að alast upp við góðar og slæmar aðstæður:
Krakkar sem alast upp við slæmar aðstæður og eru færðir upp í millistéttarheimili hækka í mældri greind um 10-12 stig
5 þátta líkan (five factor model)
- Úthverfir-Innhverfir, 2. Viðkunnalegir, 3. Samviskusamir, 4. Taugaveiklaðir, 5. Opnir fyrir reynslu
Hvað sýnir 5 þátta líkanið fram á?
Líkanið sýnir fram á að persónuleika einkenni erfast að einhverju leiti en ekki jafn mikið og greins. Sannað hefur verið að sameiginlegt umhverfi spili lítin þátt í persónuleikaeiginleikum. Hins vegar spilar einstaklingsumhverfi inn í hvernig persónuleikaeinkenni fólk þróar með sér.
Hvað er svarspönn (reaction range)?
Lýsir því hvernig gen setja efri og neðri mörk eiginleika (t.d. greindar). Örvandi eða skapandi umhverfi setur því greind hátt, nálægt efri mörkum. Hamlandi umhverfi setur því greind lágt, nálægt neðri mörkum.
Hvað er svarspönn almennt mörg stig í greind?
Almennt er svarspönn 15-20 stig í greind
Hvað er áhrif erfðra eiginleika á umhverfið (evocative influence)?
Líkt og áhrif arfbundinnar hegðun barns á annað fólk Dæmi: Barn sem er viðkunnalegt og brosir fær fólk til að vilja halda á því og vera í kringum það
Veik (passive gene environment correlation)
erfðir eiginleikar og umhverfi fara saman
vekjandi (evocative gene environment correlation)
erfðir eiginleika vekja hegðun annarra í kring
virk (active gene environment correlation)
erfðir eiginleikar verða til þess að við leitum uppi eða forðumst ákveðið umhverfi
Hvað er utangena-erfðafræði (epigenetics)?
Eru eiginleikar sem skráðir eru í erfðaefnið án þess að vera skrifaðir í DNA röðina sjálfa og innihalda því ekki breytingar á DNA.
Hvernig eru eiginleikar utangena-erfðafræði skilgreindir?
Eiginleikarnir eru skilgreindir út frá merkingum sem hengdar eru á erfðaefnið eða út frá byggingu erfðaefnisins
Hvað hafa merkingar utangena-erfðafræði áhrif á?
Þessar merkingar og byggingabreytingar hafa áhrif á hvort, hvenær og hversu mikið tiltekið gen er tjáð Dæmi: Genið Pax6 hefur að gera með þróun augna (ef ekki kviknar á þessu geni á réttum tíma meðgöngu getur barnið fæðst án augna). Ef sprautað væri mannlegu Pax6 geni í búk ávaxtaflugu myndi ekki mannsauga vaxa þar heldur fluguauga
Hvað er útsláttar aðferð (knockout procedure)?
Er þegar hluti DNA er fjarlægður til að gera gen óvirk. Dæmi: Þegar skammtímaminni var tekið út hjá músum
Hvað er insláttar aðferð (knock-in procedure)?
Er þegar hluta af DNA er bætt við. Dæmi: Sjálfslýsandi mýs.
Hvað er aðlögun (adaption)?
Vísar til líffræðilega eða hegðunartengdra breytinga sem leyfa lífverunni að mæta endurteknum áskorunum í umhverfi og þar með auka líkur á fjölgun
Hvað er ættarval (kin selection)?
Þegar lífvera velur þá hegðun sem er ætt hennar í hag, jafnvel á kostnað eigin lífs eða fjölgunar.
Hver setti fram hugtakið um ættarval?
William Hamilton setti fram hugtakið um ættarval
Hvað er gagnkvæm ósérplægni (reciprocal altruism)?
Þegar lífvera velur hegðun sem minnkar hennar eigin möguleika á lífsafkomu en ýtir undir möguleika annarrar, þó hún sé ekki af hennar ætt, með þeim væntingum að greiðinn verður endurgoldinn síðar
Hver setti fram hugtakið gagnkvæm ósérplægni?
Robert Trivers setti fram hugtakið
Kenningin um áætlanir í kynhegðun (sexual strategies theory)
Kynhegðun mótast af erfðum en mismunandi hegðun valdist úr með náttúruvali Dæmi: Að eignast börn er hættulegt fyrir konur. Karlar hugsa hvernig get ég feðrað sem flest börn á skemmstum tíma á meðan konur hugsa hvernig þær geta hámarkað líkur á að hin fáu afkvæmi og hún sjálf lifi af
Kenning um fjárfestinguforeldra (parental investment theory)
Sýnir hvernig makaval endurspeglar erfða tilhneigingu til þess að bregðast við þeim mismunandi áskorunum í lífinu sem kynin mæta. Tengt kenningu um áætlanir í kynhegðun. Dæmi: Konur vilja eldri kalla og karlar yngri konur
Hvað er félagsmótunarkenningin (social structure theory)?
Segir til um að ólík kynhegðun karla og kvenna mótist af samfélaginu en ekki vegna þess að við erum bara “nátturulega progrömmuð” svoleiðis. Dæmi: Konur fá lægri laun og sækjast því eftir eldri karlmönnum sem þéna betur
Skynsamleg fjölhyggja- Afhverju erum við ekki öll eins?
Ólíkar og jafnvel mótsagnakenndar aðferðir geta ýtt undir aðlögun í ákveðnu umhverfi og þannig myndu ólík hæfni og eiginleikar erfast áfram og lifa þrátt fyrir náttúruval.