Kafli 4 Flashcards
Vöðvakerfið
• Líffæri í vöðvavef líkamans sem getur dregist saman og komið af stað
hreyfingu líkamshluta.
• Hver vöðvi hefur tvo enda sem eru fastir sitthvorum megin við bein. Endarnir
kallast origin og insertio.
• Origin (vöðvaupphaf) er endi vöðva sem er festur við lítið hreyfanlegan hlut.
• Insertio (vöðvahald) er hinn endinn sem er festur við hreyfanlegri hlut.
• Action er vinnan sem fæst þegar vöðvatrefjarnir dragast saman. Við
samdrátt dregst vöðvahaldið (insertio) að vöðvaupphafinu (orgin vöðvans).
• Vöðvarnir fá blóð frá öllum nálægum slagæðum.
Vöðvaflokkar
• Cervical muscles (hálsvöðvar)
• Muscles of facial expression (svipbrigðavöðvar)
• Muscles of mastication (tyggingavöðvar)
• Hyoid muscles (tungubeinsvöðvar)
• Muscles of the tongue (tunguvöðvar)
• Muscles of the soft palate (vöðvar mjúka góms)
Cervical muscles
Skiptast í sternocleidomastoid (höfuðvendivöðvi) og trapezius (sjalvöðvi)
Sternocleidomastoid muscle (SCM), höfuðverndivöðvi
• Stærsti hálsvöðvinn, paraður.
• Skiptir hálssvæðinu í fram og aftur hálsþríhyrninga.
• Eitlagrúppur liggja sitthvorum megin við vöðvann.
• Origin (upphafið) er á efri hluta sternum og á medial
1/3 hluta á clavicle. Vöðvinn fer upp og aftur á hlið
hálsins og festist á mastoid process temporal beinsins.
Haldið er þar sem vöðvinn festist við
höfuðkúpuna/mastoid hluta temporalbeinsins.
• Hlutverk(action) vöðvans er að halla og snúa hausnum.
• Ítaugun frá elleftu cranial taug/11 heilatauginni
(acessory nerve) og næring frá grein external carotid
artery.
Trapezius muscle: Sjalvöðvi
• Vöðvi á baki. Hreyfir herðablað og höfuð.
• Flatur, breiður og þríhyrningslaga vöðvi. Hann er
yfirborðslægur bæði á hliðar (lateral) og aftari (posterior)
hliðum hálsins.
• Origin (upphafið) frá external occiptal protuberance á
occipital beininu, superior nuchal línu og fer niður lateralt
frá því. Hann hefur einnig origin frá spinous process á háls-
og brjósthryggjarliðum.
• Insertion (haldið) er á herðablaðinu, acromion(axlar)
process herðablaðsins og lateral hluta 1/3 viðbeinsins.
• Hlutverk þess er að færa inn og lyfta herðablaðinu og
aðeins að snúa því. Aðal hlutverk trapezius vöðvans er að
yppta öxlum.
• Ítaugun frá III og IV(4) cervial taug(hálstauginni) og XI(11)
heilataug (accessory nerve).
• Sternocleidomastoid og trapezius geta dregist ósjálfrátt
saman við spennu eða í sambandi við migreni höfuðverk
Muscles of facial expression, Svipbrigðavöðvar
• Paraðir vöðvar sem eiga upptök sín á höfuðkúpubeinunum.
• Staðsetning svipbrigðavöðvanna er breytileg, fer eftir hvort við erum að tala um
vöðvana á höfuðleðrinu, auganu eða munnsvæðinu.
• Ítaugun frá VII(7) heilatauginni (facial nerve).
• Skemmdir á facial tauginni getur komið fram sem facial paralysis (andlitslömun).
• Lömun er þegar sjálfviljugir vöðvar hætta að virka. Getur verið varanlegt eða
tímabundið.
• Skemmdir geta komið t.d. vegna heilablóðfalls.
Epicranius muscle, höfuðleðursvöðvi
• Í hársverðinum (scalp region) og er eitt af lögunum
sem myndar höfuðleðrið ásamt bandvefunum.
• Skiptist í tvo hluta: frontal og occipital.
• Það sem skilur á milli þessara hluta er epicranial ‘
aponeurosis (sin í hársverðinum). Sinin er efsti
hluti höfuðkúpunnar.
• Frontal hlutinn kemur frá epicranial aponeurosis og
er staðsettur á svæði þar sem parietal og occipital
beinin mætast. Frontal hlutinn hefur
insertio(haldið) við skinnhluta augnbrúnanna og
nefrótina.
• Occipital hlutinn hefur upphaf á occipitalbeininu og
mastoid process og hald í epicranial aponeurosis.
• Báðir hlutarnir hrukka enni, lyfta augabrúnum,
eyrum og höfuðleðri eins og þegar við verðum
hissa.
Orbicularis Oculi Muscle, hringvöðvi auga
• Vöðvi í andliti og augnlokum.
• Liggur hringinn í kringum augað.
• Þjónar mikilvægu starfi í að gefa auganu raka og
verndar augað og myndar svipbrigði.
• Upphaf á orbital rim, frontal og maxillary beinum og
hald í lateral svæði augans en sumir vöðvatrefjar
umlykja augað.
• Loka augnlokinu, dregur andlitshúð að augnrifum. Ef
allir vöðvatrefjar eru virkir þá pírum við augun.
Corrugator Supercilii Muscle,
brúnaygglivöðvi/ygglivöðvi augabrúna.
• Vöðvi í andliti, miðlægt við augabrúnir.
• Staðsettur djúpt á efri hluta orbicularis oculi
sem er hringvöðvi augans.
• Upphaf á frontal/ennisbeini og hald í
augabrúnina.
• Dregur húðina við augabrúnirnar að miðju
og niður að nefinu. Koma 2 lóðréttar
samsíða hrukkur milli augabrúnanna og
láréttar hrukkur fyrir ofan nefið(gretta
sig/hleypa brúnum).
Orbicularis Oris Muscle, hringvöðvi
munns
• Vöðvi í andliti umhverfis munn.
• 12 vöðvar sem gera svipbrigði á
munnsvæðinu.
• Stjórnar hversu mikið við opnum
munninn og mikilvægur í að stjórna
vörunum þegar við tölum.
• Liggur utan um munninn og hefur hald í
munnvikinu.
• Sér um að loka vörum, setja stút á
munninn, rúlla vörunum inn og gera
kyssulegar varir (rúlla vörunum út).
Buccinator Muscle, vangavöðvi
• Vöðvi í andliti við munn.
• Myndar framhluta kinnanna og
lateral vegg munnholsins.
• Hefur upphaf í maxillu, mandible og
pterygomandibular raphe/fold og
hald í munnvikið.
• Togar munnvikið til hliðar og styttir
kinnina bæði lá- og lóðrétt. Þessi
hreyfing heldur matnum á occlusal
fleti tannanna þegar við tyggjum
Risorius Muscle, brosvöðvi
• Vöðvi í andliti við munn.
• Þunnur vöðvi á munnsvæðinu.
• Hefur upphaf á fascia superficial
masseter vöðvans og hefur hald
í munnvikið.
• Dregur munnvik til hliðar, labial
commisure dragast saman og
víkkar munnholið/lengir
munnrifu. Bros, skælbros..
gretta
Levator Labii Superioris Muscle,
lyftivöðvi efri varar
Vöðvi í andliti við munn.
• Upphaf á infraorbital rim of the
maxilla og fer síðan niður þar sem
nasavængirnir eru og hefur hald í vef
efri varar.
• Lyftir efri vör og nasavængjunum út.
Levator Labii Superioris Alaeque
Nasi Muscle, lyftivöðvi efri varar
og nasavængs
• Vöðvi í andliti við nef og efri vör.
• Upphaf á frontal process of
maxilla, fer síðan niður og hefur
hald í tvö svæði; nasavænginn og
efri vör.
• Lyftir efri vör og nasavæng og
stækkar einnig nasirnar
Zygomaticus Major Muscle, stærri
kinnvöðvi
• Vöðvi í andliti við munn.
• Staðsettur hliðlægt við zygomaticus
minor.
• Upphaf á zygomatic beininu og fer
síðan fram og niður og hefur hald í
húðina við munnvikið.
• Lyftir munnviki efri varar og togar
það til hliðar eins og þegar við
brosum.
• Við alvöru bros þá dregst zygomatic
major vöðvinn saman.
Zygomaticus Minor Muscles, minni
kinnvöðvi.
• Vöðvi í andliti við munn.
• Lítill vöðvi á munn-svæðinu, miðlægt
við zygomaticus major vöðvann.
• Upphaf á body zygomatic beinsins og
hefur hald í vef efri varar hliðlægt við
hald levator labii superioris muscle.
• Dregur efri vör upp og til hliðar og
hjálpar til þegar við brosum.
Levator Anguli Oris Muscle,
lyftivöðvi munnviks
• Vöðvi í andliti við munn.
• Undir zygomatic vöðvunum.
• Upphaf á canine fossa of the
maxilla, fer síðan niður og hefur
hald í munnvikið.
• Lyftir munnvikinu þegar við
brosum.
Depressor Anguli Oris Muscle,
fellivöðvi munnviks
• Vöðvi í andliti við munn.
• Þríhyrningslaga vöðvi
• Upphaf á neðri brún mandible og
fer upp og hefur hald í munnvikið.
• Dregur munnvikið niður þegar við
grettum okkur.
Depressor Labii Inferioris Muscle,
fellivöðvi neðri varar
• Vöðvi í andliti við munn.
• Lítill vöðvi undir depressor angulis oris
muscle.
• Hefur líka upphaf í neðri brún mandible
og fer upp og hefur hald í húð neðri
varar.
• Ýtir niður neðri vör svo að við sýnum
framtennurnar í neðrigóm.
Mentalis muscle, hökuvöðvi
• Vöðvi í andliti, á höku.
• Stuttur og þykkur, staðsettur fyrir ofan og
miðlægt við hökutaugina á munnsvæðinu.
• Hefur upphaf á mandible nálægt miðlínu og
hefur hald í hökuna.
• Lyftir hökunni þannig að neðri vörin fer fram
og vestibule þrengist og það koma hrukkur á
hökuna.
• Þessi vöðvi getur losað gervitennur í
tannlausum sjúklingum sem hafa misst
alveolar ridge hæðina.
• Þessi vöðvi er nefndur mentalis af því það er
tengt við að hugsa eða einbeitingu.