Kafli 2. Kynfrumumyndun (Gametogenesis) Flashcards
Hvað þýðir primordial germ cells?
Frumkímfrumur
Hvar og hvernig myndast frumkímfrumur?
Frumkímfrumur myndast í epiblastinu (2.viku). Myndast þegar lítill hópur fruma kímþekjunnar fær ytra boð frá BMP2/4 um að sérhæfast
Gerist fyrir holfóstursmyndun en eftir hreiðrun
Hvað gerist á 14-16 degi
Frumkímfrumur ferðast í vegg blómabelgs (yolk sac) og bíða þar í veggjum pokans meðan holfóstursmyndun fer fram
Dagur 26
Frumkímfrumur leggja af stað frá vegg blómapoka og þeim fjölgar á leiðinni með mítósuskiptingu
dagur 34
Frumkímfrumur ná í kynkambanna (frumstæðir kynkirtlar) sem sitja í afturvegg líkamshols fósturvísis
Dagur 37
FKF eru allar komnar í kynkamb sem þroskast hratt í kynkirtla
Hvað gerist við þær frumkímfrumur sem ná ekki í kynkamb
Ef þær ná ekki í kynkamb þroskast þær ekki og deyja
Hvað inniheldur kynfrumumyndun?
Í undirbúning fyrir frjóvgun fara FKF undir svokallaða kynfrumumyndun sem inniheldur meiósu, til að draga úr fjölda litninga og frumuaðgreiningu til að klára þroska þeirra
hvar er yfirborðsþekjan og frumumandvefurinn
Yfirborðsþekja klæðir kirtlana og vex jafnframt í strengjum (p-sex chords) inn í undirliggjandi frumbandvef (mesechyme) sem er umhverfi strengina og FKF setjast að í þessum streng
Hvar á mítósa sér stað?
Í frumkímfrumum á leið í kynkamb og einnig við komuna þangað
Til hvers þurfa frumkímfrumur að fjölga sér?
til að tryggja nægan fjölda til þroskunar
Hverslags ferli er mítósuskipting?
Mítósa er ferli þar sem ein fruma skiptist í 2 dótturfrumur sem eru genalega eins og móðurfruman (46 litninga hvor)
Hvað felur meiósa í sér?
Meiósa er frumuskipting sem gerist í frumkímfrumum til að aðgreina í kvk og kk
Meiósa þarfnast 2 skiptinga, meiósa 1 og 2
Minnka þarf í 23 einlitna littninga
Hvað eru Crossover / Litningavíxl
Eiga sér stað í meiósu 1 og virkar þannig að það verða skiptingar á systurlitningsþráðum
- Eiga sér stað 30-40x í hverri meiósuskiptingu
- Skapar aukinn erfðafjölbreytileika á milli einstaklinga
Líkur á mismunandi arfgerðum?
Við hverja frjóvgun eru 2´33 veldi möguleikar á mismunandi arfgerðum við hverja frjóvgun
Líkurnar á því að systkini séu með sömu arfgerðina eru því minni en 1:64 billjón, ef ekki yrðu nein litningavíxl
Meiósa Eggfrumna skref f skref?
- Móðurfruma er til staðar með 46 tvílitna litninga og kallast Foreggfruma síðan skiptir hún sér
- Eftir fyrstu skiptingu höfum við eina síðeggfrumu (stór) og eina skautfrumu (lítil). í hverri þeirra höfum við 23 tvílitna litninga. síðan skipta þær sér
- Hér erum við komin með eina fullbúna eggfrumu og endum með 3 skautfrumur sem hver og ein hefur 23 einlitna litninga ásamt eggfrumuni
Meiósa Sáðfrumna skref f skref
- Byrjum með eina forsáðfrumu sem inniheldur 46 tvílitna litninga, síðan verður fyrsta skipting
- Eftir fyrri skiptinguna verða úr henni 2 síðsáðfrumur (stórar) sem báðar innihalda 23 tvílitna litninga síðan er seinni skipting
- út frá seinni skiptingunni endum við með fjórar forsæðisfrumur sem hver og ein inniheldur 2e einlitna litninga og síðan einn kynlitning hver sem ákvarðar kun (x,Y)
Hvenær byrjar sáðfrumumyndun og hvert er þroskaferlið?
Sáðfrumumyndun (spermatogenesis) byrjar við kynþroska (meiósa) og er þroskaferlið frá sáðfrumu -> sæðisfrumu
Hvaða frumur er að finna í testis cords
Frumkímfrumur ásamt sertolifrumum frá yfirborðsþekju(epithelium) eru að finna í testis cords
Hvað gerist í testis cord skömmu fyrir gelgjuskeið
Skömmu fyrir gelgjuskeið verða testir cords í eistunum holir og verða að sæðispíplum (seminoferous tubule),
Hvað gerist í veggjum testis cords?
Sáðfrumumyndun á sér stað
Í kringum gelgjuskeiðið ummyndast FKF og?
Fjölgar sér með mítósu í sáðstofnfrumur og eftir það með reglulegu millibili þroskast hluti þessara frumna í A-sáðstofnfrumur