hlutapróf 3 Flashcards
hvað eru skynfrumur
Skynfrumur eru nemar taugakerfisins sem greina og flytja um þau boð í taugakerfið. Í skyntaugungum breytist áreitið í boðspennu
hvað eru skynfæri
skynfæri eru margar skynfrumur tengdar saman og við aðrar frumur í sérhæfðum líffærum eins og t.d. Í augum og eyrum
Hvernig ummynda skynfrumur áreiti?
Þær kalla fram boðspennu í skyntaugungum
Hvað er skynhrif?
Þegar skynfrumur greina orku áreitis og senda boð eftir skynbraut inn í MTK
Hvað er skyntúlkun?
Skyntúlkun er hinn meginþáttur skynjunarinnar. Sem er úrvinnsla í MTK á boðunum sem berast frá skynfærunum (MTK vinnur úr boðunum í stuttu máli)
Sjón mismunandi lífvera (einfrumungar, áðnamarkar og skordýr):
Einfrumungar, öll fruman ljósnæm (augndíll). Hjá áðnamörkum eru ljósnæmar frumur dreifðar um húðina á bakinu. Hjá skordýrum eru samsett augu úr mörgum smáaugum, hún skerpir ekki mynd eftir fjarlægð en er mjög næm á hreyfingu
Sjón mismunandi lífvera, hryggdýr og smokkar
auga með augasteini skerpir á mynd eftir fjarlægð, stillanlegt ljósop. Mörg hryggdýr hafa lítið eða ekki þroskað litarskyn.
Geta merkt inn á mynd af mannsauga og geta lýst hlutverki hvers hluta (14):
Sjóna(nethimna), hlutverk hennar er sjónskynjun, sem sagt mynda framköllun
Æða(æðahimna), það eru æðar sem næra augað
Hvíta(augahimna), hlutverk hvítunar er að halda öllu saman
Æðar til sjónu, nærir sjónu augans
Sjóntaug, hlutverk sjóntaug er að bera sjónarboð til sjóntauga
Blindblettur, í honum eru engar skyntaugar og er hann á því svæði sjónunar þar sem sjóntaugin liggur út úr auganu
Miðgróf, við notum miðgrófuna þegar við beinum auggunum að litlum fleti til þess að fá skörpustu myndina.
Glerhlaup, gegnir því hlutverki að gefa auganu fyllingu og hleypa ljósi í gegnum sig
Brábaugur, í brábaug er sléttur vöðvi sem er brávöðvinn, hann breytir lögun augasteinsins eftir fjarlægð þess sem horft er á
Augasteinn, skerpir mynd ljósop I gerir okkur kleift að sjá vel)
Litahimna, himnan temprar ljós og ræður hún einnig augnlit okkar
Ljósop, temprar ljósmagnið (opnast og lokast eftir þörf, hleypir ljóso inn)
Glæra, tekur mestan þátt í að brjóta ljósargeislana
Augnvökvi, nærir glæruna
Hvar er sjóninn skörpust?
Í miðgrónni vegna þess þar eru engar æðar til að skyggja á
Hvernig er samspil augasteins og brávöðva?
Brávöðvinn breytir lögun augasteinsins eftir fjarlægð þess sem horft er á
Hvað er fjarsýni?
Fjarsýni er í raun það þveröfuga við nærsýni, þ.e. augað er of stutt og því fellur fókuspunkturinn aftan við augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með fjarsýnisglerjum, sem eru þykk í miðju og þunn til jaðra má færa fókusinn framar í augað. Þetta eru kölluð plúsgler.
Hvað er nærsýni?
Nærsýni orsakast oftast af því að augun eru of löng og því fellur fókuspunkturinn of framarlega í augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með nærsýnisglerjum, sem eru þunn í miðju en þykk til jaðranna má færa fókusinn aftar í augað. Þetta eru kölluð mínusgler.
Hvað er sjónskeggja?
Sjónskeggja er eitt af þremur megintengdum sjónlagsgalla, ásamt nærsýni og fjarsýni. Sjónskeggja veldur því að mynf verður skökk og úr fókus. Þetta gerist vegna þess það er skeggja í hornhimnunni sem er glær kúpull framan á auganu. Þessi kúpull á að vera eins og fótbolti í laginu. Í sjónskekkju er hann hins vegar eins og amerískur fótbolti í laginu og verður því myndin skökk
Hvað eru keilur og stafir og hvert er hlutverk þeirra?
Keilur og stafir eru sjónskynfrumur augans. Og eru þær staðsettar aftast við æðuna, í sjónu. Hlutverk stafa er að greina ljós vel og gerir okkur kleift að sjá svart og hvítt svo gera keilur okkur kleift að sjá liti
Hvað er úthljóð?
Leðurblökur & hvalið gefa frá sér t.d. Úthljóð. Úthljóð eru mun stefnubundnari hljóð en við heyrum og skynja dýrin umhverfið út frá bergmáli. Dýr sem styðjast við úthljóð hafa mun betri not á þeim frekar en innhljóðum vegna þess dýr sem styðjast við úthljóð eru dýr sem vaka á næturnar og ná þá að skynja umhverfið útfrá hljóðunum í kringum sig. Úthljóð hafa hærri tíðni en 20.000Hz eins og t.d. Í hundaflautum
Hvað er innhljóð?
Dúfur eru dæmi um dýr sem heyra hljóð af lægri tíðni (innhljóð), sem er allt niður í eina sveiflu á 20sek. Gott dæmi um dýr sem styðst við innhljóð er bréfdúfa, þar sem innhljóð berast meðal annars frá vindinum yfir fjallagarða. Innhljóð eru t.d. Í eldfjöllum í flugfélum og loftræstikerfum. Önnur dýr sem heyra innljóð eru t.d. Fílar og hvalir
Geta merkt inná mynd af heyra og geta lýst hlutverki hvers hlut:
Hlust: er inn í blöðku eyrans og lokast af hljóðhimnu að utan
Hljóðhimna: skil á milli úteyra og hljóðhols (miðeyra)
Kokhlust: jafnar loftþrþýsting báðu megin við hljóðhimnuna
Kringlótti gluggi: auðveldar för hljóðsins inn í kuðunginn
Kuðungur(snigill): þar fer greining hljóðs fram
Fordyri(önd):
Heyrnataug: heyrnataugun sendir rafboðin til heilans sem túlka boðin sem hljóð
Jafnvægistaug: upplýsingar um hreyfingu berast frá skynfrumu eftir jafnvægistauginni til heilans
Ístað á eggjalaga glugga: að koma upplýsingum inn í kuðunginn
Bogapípur skynja hringhreyfingar og breyttan snúningshraða þegar vökvi fordyrdind rennur til. Þegar hringhreyfingin hættir heldur vökvin samt áfram að renna til og veldur svima
Steðji: það er eitt smábein í miðeyranu sem gegnir sama hlutverki og hin smábeinin
Hamar: þer smábein í miðeyranu og er skaft beinsins fast við hljóðhimnuna. Hljóðbylgjur sem skella á hljóðhimnuna valda því að hún titrar og beinin leiða titiringin frá hljóðhimnu gegnum miðeyrað yfir í innra eyrað
Hvað er jafnvægisskyn?
Það er eitt af skynfærunum og það gerir mönnum og dýrum mögulegt að halda jafnvægi