hlutapróf 3 Flashcards
hvað eru skynfrumur
Skynfrumur eru nemar taugakerfisins sem greina og flytja um þau boð í taugakerfið. Í skyntaugungum breytist áreitið í boðspennu
hvað eru skynfæri
skynfæri eru margar skynfrumur tengdar saman og við aðrar frumur í sérhæfðum líffærum eins og t.d. Í augum og eyrum
Hvernig ummynda skynfrumur áreiti?
Þær kalla fram boðspennu í skyntaugungum
Hvað er skynhrif?
Þegar skynfrumur greina orku áreitis og senda boð eftir skynbraut inn í MTK
Hvað er skyntúlkun?
Skyntúlkun er hinn meginþáttur skynjunarinnar. Sem er úrvinnsla í MTK á boðunum sem berast frá skynfærunum (MTK vinnur úr boðunum í stuttu máli)
Sjón mismunandi lífvera (einfrumungar, áðnamarkar og skordýr):
Einfrumungar, öll fruman ljósnæm (augndíll). Hjá áðnamörkum eru ljósnæmar frumur dreifðar um húðina á bakinu. Hjá skordýrum eru samsett augu úr mörgum smáaugum, hún skerpir ekki mynd eftir fjarlægð en er mjög næm á hreyfingu
Sjón mismunandi lífvera, hryggdýr og smokkar
auga með augasteini skerpir á mynd eftir fjarlægð, stillanlegt ljósop. Mörg hryggdýr hafa lítið eða ekki þroskað litarskyn.
Geta merkt inn á mynd af mannsauga og geta lýst hlutverki hvers hluta (14):
Sjóna(nethimna), hlutverk hennar er sjónskynjun, sem sagt mynda framköllun
Æða(æðahimna), það eru æðar sem næra augað
Hvíta(augahimna), hlutverk hvítunar er að halda öllu saman
Æðar til sjónu, nærir sjónu augans
Sjóntaug, hlutverk sjóntaug er að bera sjónarboð til sjóntauga
Blindblettur, í honum eru engar skyntaugar og er hann á því svæði sjónunar þar sem sjóntaugin liggur út úr auganu
Miðgróf, við notum miðgrófuna þegar við beinum auggunum að litlum fleti til þess að fá skörpustu myndina.
Glerhlaup, gegnir því hlutverki að gefa auganu fyllingu og hleypa ljósi í gegnum sig
Brábaugur, í brábaug er sléttur vöðvi sem er brávöðvinn, hann breytir lögun augasteinsins eftir fjarlægð þess sem horft er á
Augasteinn, skerpir mynd ljósop I gerir okkur kleift að sjá vel)
Litahimna, himnan temprar ljós og ræður hún einnig augnlit okkar
Ljósop, temprar ljósmagnið (opnast og lokast eftir þörf, hleypir ljóso inn)
Glæra, tekur mestan þátt í að brjóta ljósargeislana
Augnvökvi, nærir glæruna
Hvar er sjóninn skörpust?
Í miðgrónni vegna þess þar eru engar æðar til að skyggja á
Hvernig er samspil augasteins og brávöðva?
Brávöðvinn breytir lögun augasteinsins eftir fjarlægð þess sem horft er á
Hvað er fjarsýni?
Fjarsýni er í raun það þveröfuga við nærsýni, þ.e. augað er of stutt og því fellur fókuspunkturinn aftan við augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með fjarsýnisglerjum, sem eru þykk í miðju og þunn til jaðra má færa fókusinn framar í augað. Þetta eru kölluð plúsgler.
Hvað er nærsýni?
Nærsýni orsakast oftast af því að augun eru of löng og því fellur fókuspunkturinn of framarlega í augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með nærsýnisglerjum, sem eru þunn í miðju en þykk til jaðranna má færa fókusinn aftar í augað. Þetta eru kölluð mínusgler.
Hvað er sjónskeggja?
Sjónskeggja er eitt af þremur megintengdum sjónlagsgalla, ásamt nærsýni og fjarsýni. Sjónskeggja veldur því að mynf verður skökk og úr fókus. Þetta gerist vegna þess það er skeggja í hornhimnunni sem er glær kúpull framan á auganu. Þessi kúpull á að vera eins og fótbolti í laginu. Í sjónskekkju er hann hins vegar eins og amerískur fótbolti í laginu og verður því myndin skökk
Hvað eru keilur og stafir og hvert er hlutverk þeirra?
Keilur og stafir eru sjónskynfrumur augans. Og eru þær staðsettar aftast við æðuna, í sjónu. Hlutverk stafa er að greina ljós vel og gerir okkur kleift að sjá svart og hvítt svo gera keilur okkur kleift að sjá liti
Hvað er úthljóð?
Leðurblökur & hvalið gefa frá sér t.d. Úthljóð. Úthljóð eru mun stefnubundnari hljóð en við heyrum og skynja dýrin umhverfið út frá bergmáli. Dýr sem styðjast við úthljóð hafa mun betri not á þeim frekar en innhljóðum vegna þess dýr sem styðjast við úthljóð eru dýr sem vaka á næturnar og ná þá að skynja umhverfið útfrá hljóðunum í kringum sig. Úthljóð hafa hærri tíðni en 20.000Hz eins og t.d. Í hundaflautum
Hvað er innhljóð?
Dúfur eru dæmi um dýr sem heyra hljóð af lægri tíðni (innhljóð), sem er allt niður í eina sveiflu á 20sek. Gott dæmi um dýr sem styðst við innhljóð er bréfdúfa, þar sem innhljóð berast meðal annars frá vindinum yfir fjallagarða. Innhljóð eru t.d. Í eldfjöllum í flugfélum og loftræstikerfum. Önnur dýr sem heyra innljóð eru t.d. Fílar og hvalir
Geta merkt inná mynd af heyra og geta lýst hlutverki hvers hlut:
Hlust: er inn í blöðku eyrans og lokast af hljóðhimnu að utan
Hljóðhimna: skil á milli úteyra og hljóðhols (miðeyra)
Kokhlust: jafnar loftþrþýsting báðu megin við hljóðhimnuna
Kringlótti gluggi: auðveldar för hljóðsins inn í kuðunginn
Kuðungur(snigill): þar fer greining hljóðs fram
Fordyri(önd):
Heyrnataug: heyrnataugun sendir rafboðin til heilans sem túlka boðin sem hljóð
Jafnvægistaug: upplýsingar um hreyfingu berast frá skynfrumu eftir jafnvægistauginni til heilans
Ístað á eggjalaga glugga: að koma upplýsingum inn í kuðunginn
Bogapípur skynja hringhreyfingar og breyttan snúningshraða þegar vökvi fordyrdind rennur til. Þegar hringhreyfingin hættir heldur vökvin samt áfram að renna til og veldur svima
Steðji: það er eitt smábein í miðeyranu sem gegnir sama hlutverki og hin smábeinin
Hamar: þer smábein í miðeyranu og er skaft beinsins fast við hljóðhimnuna. Hljóðbylgjur sem skella á hljóðhimnuna valda því að hún titrar og beinin leiða titiringin frá hljóðhimnu gegnum miðeyrað yfir í innra eyrað
Hvað er jafnvægisskyn?
Það er eitt af skynfærunum og það gerir mönnum og dýrum mögulegt að halda jafnvægi
Hver er staðsetnig jafnvægisskyn?
Jafnvægisskynfærinn í mönnum eru staðsett í innra eyra og eru í bogagöngunum. Bogagöngin eru vökvafyllt og eru það skynhár sem skynja hreyfingu í vökvanum.
Hvað er posi og skjóða?
Það eru stöðuhol í fordyri völundarhúss í eyranu. Posi og skjóða greina þyngdarsvið og línulega hröðun (upp/áfram)
Hvað eru Stöðusteinar:
í innra eyranu eru hallamælar og snúningsmælar sem eru svokölluðu stöðusteinar. Þeir eru eins og sandur í pokum og renna til þegar maður hallar höfðinu og þá fær heilinn upplýsingar um þennan halla sem þarf að passa við aðrar upplýsingar sem heilinn fær t.d. Frá hálsinum. Svo túlkar heilinn þetta og ákveður hvort maður sé að detta eða allt er eðlilegt
Hvað er efnaskyn?
Bragðskyn og lyktarskyn ganga stundum undir sama nafninu efnaskyn, þar sem í báðum tilvikum er um að ræða skynjun á tiltektum efnum. Fólk finnur bragð á efnum sem leysast upp í munnvatninu og skyjar lykt af ýmiss konar efnum í loftkenndu formi.
Bragðskyn tungu
bragðskynið er getan til þess að skynja bragð. Flestir bragðlaukar í mönnum eru á tungunni (á tungu broddinum), einnig inn í munni og koki. Hver bragðlaukur er sérhæfður fyrir eina bragðtegund og finnum við 4 tegundir af bragði sem er sætt, salt, súrt og beiskt (ekki biturt). Þegar maður er kvefaður finnur maður oft lítið bragð er vegna þess ilmskynið vinnur mjög mikið með bragðinu og eins ef við fáum mat í örðu ástandi en við erum vön finnum við oft ekki sama bragð
Hvað er Ilmskyn og hvar eru ilmskynfærin staðsett
ilmskynfæri manns eru í slímhimnu efst í nefholinu. Ilmskynfrumurnar eru ummyndaðir taugungar með skynhárum sem greina ilmefni.
Hvað er ferómón?
Ferónóm eru ilmefni sem lífverur gefa frá sér og framkalla ákveðin viðbrögð í annarri lífveru að sömu tegund. Ýmisar gerðir ferómóna eru til og eru þau til dæmis notuð sem viðvörunarmerki, sem leiðarvísir eða í makaleit. Nptkun ferómóna er sérstaklega vel þekkt hjá skordýrum eins og t.d. Maurum en þeir merkja sumir leið sína að búinu svo aðrir maurar geta notað leiðarvísi þegar þeir snúa aftur úr ætleit
Líkamsskyn
líkamsskyn er í raun bara eitt heiti yfir snertiskyn, varmaskyn, sjálsskyn og sáraukaskyn.
Hvað er Snertiskyn og sársaukaskyn?
það tengjst skynfærum í húð, einkum í leðurhús, úr ummynduðum þekjufrumum sem gripkur tengjast við. Sum aðlagast og greina snögga snertingu til dæmis skynfæri við hársrætur. Önnur senda boð lengur og greina þrýsting. Sársaukaskyn, ertil dæmis þegar menn kitla eða klæja er liklega um að ræða væga ertignu á sársaukanemum í húð.
Varmanemar (hiti og kuldi)
það eru blettir á húðinni sem nema hita en eru ónæmir kulda og svo eru aðrir sem virka öfugt
Sjálfsskyn
Menn skynja nákvæmlega afstöðu líkamshluta án þess að horfa á þá, eins og stöðu lima, hvort fingur eru krepptir eða réttir o.s.frv. Sjálfsskynið tengist einkum nemum í rákóttum vöðvum.
Hvert er hlutverk beina?
Hlutverk beinanna er að halda uppi líkamanum og að veita vöðvum festu,vörn. Beininn mynda blóðfrumur sem er forðageymsla steinefna
Myndun beina?
Myndun beina er í þremur skrefum. 1 eru beinátfrumur sem brjóta niður gömul bein og brjósk. 2 beinmyndunarfrumur þær mynda nýtt bein í stað þess sem beinátfrumurnar eyddu. 3 beinmyndunarfrumurnar breytast í beinfrumur og þær mynda blóðið
Hvað er liðamót?
Liðamót er þar sem 2 eða fleiri bein koma saman, tilgangur liðamóta er að gera líkamanum kleift að hreyfa sig
Hvað er liðpoki?
Utan um liðamót er bandvefshimna
Hvert er hlutverk vöðva?
Hlutverk vöðva er að halda okkur uppi og sjá um hreyfinguna
Hvað eru Sléttir vöðvar?
Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma. Sléttir vöðvar eru yfirleitt ekki viljastýrðir. Þeir finnast í innri líffærum, eins og æðaveggjum, þvagblöðru, hú og kynfærum og stjórna sléttir vöðvar hreyfingu þeirra. Þeir eru yfirleitt ekki taldir með þegar talað erum föðvafjölda.
Hvar er bygging rágrótta vöðva og hlutverk?
Án rágrótta vöðva gætum við ekki hreyft okkur. Þeir eru fastir við beinagrindina okkar og eru því einnig kallaðir beinagrindavövðar. Þegar rágóttir vöðvar dragast saman hreyfa þeir beinin.
Rágóttir vöðvar eru gerðir úr þúsundum staflaga frumna sem kallast vöðvaþræðir, hver vöðvaþráður er aðeins ein fruma en eru þær stútfullar af þynnri strengjum sem kallast vöðvatrefjar. Hver vöðvatrefji inniheldur mörg þúsund vöðvaprótínþræði. Í vöðvaprótínþráðum á uptök hreyfing sér stað í líkamanum. Vöðvaprótínþræðirnir renna yfir hvorn annan þegar vöðvin drekst saman
Hvað geturu sagt mér um hjartavöðvan?
Hjartavöðvin dælir blóði um æðakerfið og er hann ekki viljastýrður. Hormón og taugaboðefni geta breytt samdráttartíðni
Hvað er kynlaus æxlun?
Það eru nokkur afbrigði þekkt af kynlausri æxlun til dæmis; skiptin, gróæxlun og knappskot
hvernig fer skipting fram?
Hún er þekkt hjá t.d. Bakteríum. Amban er dæmi sem fjölgar sér með skiptingu. Þá skiptist kjarninn fyrst í tvo hluta og síðan fruman, þá standa eftir tvær dóttirfrumur sem eru alveg eins og móðurfruman en þær eru aðeins minni en vaxa með tímanum og geta þá skipt sér.
hvernig fer Gróæxlun fram?
Sveppir fjölga sér með gróæxlun, þegar gróin eru orðin fullþroska opnast gróhirslur og þau dreifast með vindi og ef gró lendir á heppilegum stað vex upp nýr einstaklingur
hvernig fer Knappskot fram?
Það er mjög algengt afbrigð af kynlausri æxlun. Þá vex út einhvers konar útskot frá foreldrinu. Þegar það hefur náð ákveðni stærð slitnar afkvæmið frá. Þetta gerist hja t.d. gersveppum
Hvað er Kynæxlun og segðu frá innri og ytri fjóvgun?
Kynæxlun krefst tveggja einstaklinga. Þetta er mun flóknari ferli en í kynlaudri æxlun. Meginatriði kynæxunar er að sáðfruma frjóvgar eggrumu og erfðaefni kynfumunar sameinast í eggfrumunni og úr því verður okfruma sem er fyrsta fruma nýs einstaklings og kallast þetta ferli innri frjóvgun. Hjá froskdýrum og fiskun fer hún fram utan líkama móður. Hjá froskum fer ferlið þannig fram að karldýrið fer uppá bak kvenndýrsins og bæði losa þau bæði kynfrumu sína í vatnið og á þá frjógun sér stað. Ferlið er svipað hjá fiskum þá losa kynin bæði hrogn og svil (egg og sæði) í vatnið og sinda svilin að hrognunum og á þá frjóvgun sér stað
Hvað er frævun?
Frævun er flutningur frjókorna frá kallblómi til kvennblóms
Hvað er frjógun?
Það er ferlið inn í plöntuni þegar frævuninn er búin að eiga sér stað
Gróliður og kynliður?
Kynliður er þegar KK og KVK framleiða kynfrumu. KK framleiðir sáðfrumur
Sem fjúka yfir á kvk, þá verður fróvgun og okfruma myndast. Gróliður vex út frá okfrumuni, meiósa
Fer fram í grólið þá sleppa einlitna gró og verða að nýjum kynlið