Heimspeki Og Leikritun Flashcards
Segðu frá upphafi heimspekinnar
Fyrsta kynslóð grískra heimspekinga leitaði skýringa á heiminum, gerð hans og samsetningu
Grísku heimspekingarnir rannsökuðu skipulega ákveðið viðfangsefni og notuðu niðurstöðurnar til að draga ályktanir af niðurstöðunum
Goðsögulegar skýringar á tilvist og lögmálum alheimsins urðu að víkja fyrir annarskonar skýringum
Hvað þýðir philosophia?
Vinátta við visku
Hver er elsti þekkti heimspekingurinn og hvaðan er hann?
Þales, frá Míletos í Litlu- Asíu
Segðu frá Míletos- spekingunum
Fylgdu í kjölfar Þales í 6. Öld, voru uppteknir af því að eitt eilíft frumefni myndaði undirstöðu alheimsins
Herakleitos frá Efesos taldi eldinn vera grundvallarefnið í heiminum, en taldi þó að allt yrði til vegna hreyfingar en ekki vegna eins frumefnis
Hver færist þungamiðja heimspekiiðjunar eftir blómaskeið Míletos- spekingana?
Yfir til Sikileyja, skólinn þar er kenndur við pýþagóras frá Samos
Hverju voru Pýþagóringarnir mjög uppteknir af?
Af tölum og tvinnuðu saman heimspeki og stærðfræði
Hver er talinn fyristi heimspekingurinn og hvenær var hann uppi?
Anaxagóras, settist að í Aþenu, var uppi á 5. öld f.Kr.
Hverjir voru sófistar?
Samheiti yfir spekingana sem ferðaðist á milli grísku borgríkjanna og kenndu ýmsar greinar á 5.öld f.kr.
Flestir voru afstæðishyggjumenn
Voru mjög umdeildir en sókrates var mesti andmælandi þeirra(vegna afstæðishyggjunnar)
Hver var sókrates?
Var uppi á 5.öld f.kr., bjó og starfaði í Aþenu
Var dæmdur til dauða fyrir trúleysi og fyrir að spilla fyrir ungviðinu
Skrifaði ekki neinar heimildir eftir sig, svo það þarf að styðja við heimildir platons um hann
Taldi að dyggð fælist í þekkingu á hinu góða og að siðferðisþekking manna mótaði hegðun manna
Aðferð hans til að veita viðmælendum sínum þekkingu var að draga fram með spurningum og samræðum dyggðina sem hann taldi byggi innra með hverjum manni
Hver var platón
Uppi á 5. Og 4. Öld f.kr., starfaði í Aþenu Stofnaði akademíu (387f.kr.) Sókrates var lærimeistari hans Kenningar hafa enn áhrif á hugvísindi Kom með frummyndakenninguna
Segðu frá frummyndakenninguni
Byggir á þeirri hugmynd að eðli hlutanna búi ekki í þeim sjálfum heldur í frummyndinni sem þeir endurspegla, sú frummynd stendur utan við þá
Hver var aristóteles
Var uppi á 4. öld, var nemandi í akademíu
Hann var ekki sammála frummyndakenninguni
Taldi að eðli hlutana byggi á þeim sjálfum, þekking á hverjum hlut fengist með þvi að rannsaka hvern hlut fyrir sig og út frá þeim rannsóknum mætti svo draga almennar ályktanir
Segðu frá upphafi leiklistarinnar
Rætur leiklistarinnar liggja í Aþenu og má rekja upphaf hennar til trúarlegra athafna
Tvær gerðir: harmleikurinn(tragedia) og gamanleikurinn (comedia)
Aðal harmleikjaskáldin voru æskýlós, sófókles og evripídes
Aðal gamanleikjaskáldið: aristófanes
Hvað fannst platóni og aristóteles um leikrit?
Platón gagnrýndi harmleikinn fyrir að örva tilfinningar sem góður maður ætti að bæla, sagði leikrit vera eftirlíking af eftirlíkingu
Aristóteles taldi listina koma að ýmsu gagni. Taldi að innlifun áhorfenda í atburði harmleiksins flæði sér vissa hreinsun