Frumur/Frumulíffræði Flashcards

1
Q

Lýstu byggingu og hlutverkum frumuhimnu

A

Frumuhimna skilur að innan frumunnar frá ytra umhverfi. Fosfólípíðin mynda tvöfalt lag þar sem vatnsfælnir halar snúa inn hver á móti öðru, en vatnssæknir hausar snúa annaðhvort að millifrumuvökvanum eða frymisvökvanum. Himnan er ekki kyrrstæð heldur seigfljótandi þar sem seigjan er háð hita og ómettuðum fitum. Próteinsameindir, kolvetni og kólesteról eru dreifð á milli lípíðanna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Segðu frá þrem mismunandi aðferðum við flutning efna yfir himnur

A

Virkur flutningur: flutningur úr minni styrk í meiri og krefst því orku.

Óvirkur flutningur: flutningur úr meiri styrk í minni og þarfnast ekki orku. Skiptist í flæði, örvað flæði og osmósu.

  • Flæði: sameindir eru alltaf á hreyfingu og leiðir í það að þær rekast á og hafa áhrif á hreyfingu hverrar annarrar. Eftir smá verpa þær jafn dreifðar og þar sem frumuhimnan er gegndræp hefur himnan ekki áhrif á flæði þeirra þar sem þær flæða í gegnum hana.
  • Örvað flæði: Flutningsprótein hjálpar með flutning efna án orku. Þau eru sérhæfð í að hleypa aðeins einni tiltekinni sameind í gegn. Þegar boðefni binst flutningspróteini breytið próteini um lögun og við það opnast leiðin.
  • Osmósa: Flæði vatns og er óvirkt flæði þar sem flutningsprótein vatns er til staðar í frumuhimnunni.
    Vatn flyst frá þeirri hlið þar sem styrkur frjálsra vatnssameinda er meiri, yfir á þá hlið þar sem hann er minni
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hver er mismunur á dreifkjarnafrumum, dýrafrumum og plöntufrumum?

A

Dreifkjarnafrumur: lífmassi er mikill, 1g af mold = 40 milljón bakteríur. Hafa ekki kjarna með DNA eða umlukt tvöfaldri himnu. Hafa ekki frumulíffæri.

Dýrafrumur: Hafa leysibólur sem gegna hlutverki meltingarfæra. Eru heilkjörnungar, kjarni með DNA og umlukt tvöfaldri himnu. Hafa deilikorn sem finnast eingöngu í dýrasfrumum. Hafa ekki frumuvegg.

Plöntufrumur: Hefur frumuvegg gert úr sellulósa og ver henni skaða. Færar í að mynda glúkósa með ljóstillífun. Hefur grænukorn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er sameiginlegt með ferlum ljóstillífunar og frumuöndunar, og hvað er ólíkt?

A

Við frumuöndun þarf glúkósa og súrefni til að mynda vatn og koltvíoxíð. Meðan Ljóstillífun þarf vatn og koltvíoxíð til að mynda glúkósa og súrefni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly