Efni í frumum Flashcards
Hvað er ensím? Útskýrðu hvernig ensím virka
Ensím er prótein sem hvatar (hraðar) efnahvörf eins og t.d. Ljóstillífun, öndun og próteinmyndun. Ensím eyðist ekki í efnahvarfi og getur það verið fjölnota þar sem þegar efnahvörfin eru búin losna þau frá ensíminu og er það því laust aftur. Ensím getur brotið niður sameindir, byggt þær upp og breytt þeim. Það gerist útaf ensím hefur hvarfstöð sem hvarfefnin tengjast við. Ensímvirkni tengjist styrk ensíms, styrk hvarfefnis, sýrustig og hitastig. Ef það breyist mikið s.s. sýrustig og hitastig, getur það eðlissvipt og missir eiginileika sýna. Ensím virka best í háum hita en ekki yfir kjörhitastigið sitt.
Segðu frá helstu flokkum lífrænna stórsameinda (bygging, hlutverk)
Kolvetni - Inniheldur C, H, O. Er orkugjafi eðsa orkuforði í flestum gerðum lífvera, er einnig helsta byggingarefni í plöntum.
Fituefni/Lípíð - Inniheldur C, H, O. Er orkugjafi og forðanæring. Það er byggingarefni eins og t.d. í frumuhimnu. Það er líka hráefni í hormón, leysir upp vituleysanleg vítamín og eru mikilvæg í taugakerfinu.
Prótein - Inniheldur C, H, O, N, S. Aðalbyggingarefni líkamans og er til staðar í öllum gerðum vefja. Gegnir hlutverki boðefna, viðtaka, flutningssameinda og ensíma. Nýtist bæði sem byggingarefni og orkugjafi í fæðu.
Kjarnsýrur - Inniheldur C, H, O, N og P. Mjög stórar lífrænar sameindir og er erfðaefni lífvera s.s. DNA og RNA.
Útskýrðu 1. stigs byggingu próteina
Einföld keðja af ólíkum amínósýrum þar sem röð þeirra skiptir máli. Það ákvarðast af erfðum og er haldið saman með peptíðtengjum.
Útskýrðu 2. stigs byggingu próteina
Einföld keðja breytist í gorma, fellingar eða lykkjur. Það verður til þegar veik tengi myndast milli R-hópa amínósýra á mismunandi svæðum í keðjunni. Algengar byggingargerðir eru:
Alfa-gormur
Beta-fellingar
Slembivafningur
Útskýrðu 3. stigs byggingu próteina.
Það er endanlegt form amínósýrukeðju þar sem það lýsir afstöðunni milli ýmsa hluta annars stigs byggingar próteinsins. Það eru brennisteinsbrýr og veik tengi á milli hliðarhópa amínósýranna (R-hópa) sem gefur próteininu endanlegu þrívíddarmynd sína.
Útskýrðu 4. stigs byggingu próteina.
Það er að finna í próteinum sem eru gerð úr fleiri en einni peptíðkeðju. Dæmi um þetta er hemóglóbín sem samanstendur af fjórum peptíðkeðjum og myndar því fjórðastigs byggingu.
Útskýrðu mun á mettuðum og ómettuðum fituefnum
Mettaðar fitusýrur eru með engin tvítengi og þær finnast aðallega í dýraafurðum s.s. kjöti, eggjum og mjólkurvörum.
Ómettaðar fitusýrur hafa eitt eða fleiri tvítengi og skiptist í einómettuð eða fjölómettuð. Einómettuð fita má finna í ólífuolíu, kjúkling, avókadó og hnetum Fjölómettuð fita er að finna í fiski og jurtaolíum.