Frumu líffæri Flashcards

1
Q

Frumukjarni

A

Í frumukjarna er megnið af DNA-sameindum. DNA-þræðirnir vefjast um histón og mynda þráðaflóka sem nefnist litni og litnið er samanpakkað í einingar sem nefnast litningar. Það eru 23 litninga pör. Það eru líka kjarnakorn þarna sem hafa það hlutverk að snyrta og setja saman RNA-sameindir í netkornin. Það er tvöföld himna umlukt kjarnanum sem hafa smá op sem ensím og RNA komast aðeins í gegnum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Umfrymi og frymisgrind

A

Umfrymi er seigfljótandi vökvi milli kjarna og frumuhimnu þar sem öll frumulíffæri eru.

Frymisgrind er stoðgrind sem hjálpar starfsemi frumunnar. Hún er gerð úr þremur þráðum, örpíplum, milliþráðum og örþráðum, sem hjálpa frumunni að halda lögun sinni og styrkir einnig frumuhimnunna. Þetta er mikilvægt fyrir dýrafrumur þar sem þau hafa ekki frumuvegg. Stjórnar flutningi sameinda innan frumunnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Deilikorn

A

Deilikorn eru tvö í hverri frumu sem eru mynduð úr örpíplum og gegna lykilhlutverki í frumuskiptingu. Í upphafs frumuskiptingar myndast þræðir umluktir þeim sem heita spóluþræðir og sér um að skipta litningum jafnt á milli dótturfrumna. Deilikorn finnast einungis í dýra frumum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Umfrymi: Netkorn og frymisnet

A

Netkorn (ríbósóm) á þátt í myndum próteina og líka í tjáningu genanna í DNA. Þau eru án himnu og eru um dreif í frymisvökvanum.

Frymisnet er net af himnubundnum slöngum og sekkjum. Að hluta til einkennist frymisnetið af netkornum sem liggja á yfirborð þess sem kallast hrjúft frymisnet og þar fer fram próteinframleiðsla. Frymisnet skiptist í slétt og hrjúft þar sem slétt frymisnet hefur ekki netkorn og hefur það þátt í efnaskiptiferlum s.s. myndun stera. Frymisnetið er tengt kjarnahimnunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Umfrymi: Frymisflétta og bólur

A

Flest af afurðum sem verða til í frymisnetinu verður fært yfir í frymisfléttuna sem er eins konar vinnslu-, pökkunar- og dreifingarstöð. Það verða einnig til fjölsykrur. Frymisfléttan er mynduð úr himnubelgjum sem liggja hver ofan á öðrum. Afurðir losna frá frymisfléttunni sem bólur

Bólur eru hjúpaðar himnu sem aðskilur innihaldið frá frymisvökvanum. Bólur verða til þegar þarf að flytja efni, melta þau eða setja þau í geymslu frumunnar. Bólur sem hjálpa efnum að fara út úr frumunni heita seytibólur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Umfrymi: Hvatberar

A

Hvatberar framleiða orku og fer fram tvö meginferli frumuöndunar þar. (sítrónusýruhringurinn og rafeindaflutningskeðjan). Magn af hvatberum í frumum er háð orkunotkun þar sem það eru fleiri hvatberar í vöðvafrumu til dæmis. Þeir hafa ytri og innri himnu og á milli himnnanna er millihimnurýmið. Innri himnan umlykur hvatberamerginn sem geymir ensím, netkorn og sitt eigið DNA. DNAið gerir kleift fyrir þá til að fjölga sér í sama hátt og bakteríur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly