Frá Alþýðutryggingum til almannatrygginga Flashcards
Fyrsta frumvarpið um alþýðutryggingar
1887
Lög um styrktarsjóði handa alþýðufólki nr. 29/1890 árið…
1890
Lög um alþýðutryggingar samþykkt (fyrstu lög síns eðlis)
1936
Árið 1936 var komið á..
Almennum tryggingum fyrir borgara og Tryggingastofnun Íslands stofnsett
Frumvarp um almennan ellistyrk
1909
Þrátt fyrir stofnun Lífeyrissjóðs Íslands 1936 var lífeyrir áfram greiddur af…
Sveitarfélögum
Greiðslur frá Lífeyrissjóð Íslands hófust
1946
Jón Blöndal sagði (1942) um alþýðutryggingarnar (1936)
…markar þessi löggjöf án efa eitthvert stærsta sporið í íslenskri félagsmálalöggjöf fyrr og síðar
Ólafur Thors forsætisráðherra ríkisstjórnar sjálfstæðis- og alþýðuflokks sagði árið 1946…
“Ríkisstjórnin hefur með samþykki
þeirra þingmanna, er að henni standa,
ákveðið að komið verði á á næsta ári svo
fullkomnu kerfi almannatrygginga,
sem nái til allrar þjóðarinnar, án tillits til
stétta eða efna-hags að ísland verði á
þessu sviði í fremstu röð
nágrannaþjóðanna.”
Árið 1946 bættist til viðbótar við slysa-, sjúkra-, lífeyris- og atvinnutryggingar
Fjölskyldubætur til barnamargra fjölskyldna, sjúkradagpeningarm slysabætur til alls launafólks, fæðingarstyrkur, ekkjubætur og barnalífeyrir
Greiðsla meðlaga falin Tryggingastofnun ríkisins og stofnuninni var falin yfirstjórn allra sjúkrasamlaga
Aðrar helstu breytingar voru þær að greiðsla elli- og örorkubóta var flutt frá sveitarfélögunum til Tryggingastofnunnar
Lífeyristrygginar skv. 1946 löggjöfinni
Allir 67+ ára fá rétt til ellilífeyris sem er föst upphæð
Þrjú verðlagssvæði
Reglur um skerðingu eftir því sem aðrar tekjur ellilífeyrisþegans hækkuðu
Frestun á töku lífeyris leiddi til 5% hækkunar fyrir hvert ár sem var frestað
Fastur nefskattur var lagður á almenning til að fjármagna lífeyrinn
75% örorkulífeyrir varð jafnhár ellilífeyri
Úthlutun og greiðsla var færð frá sveitarfélögum til Tryggingastofnun ríkisins
Þrjú verðlagssvæði í 1946 löggjöfini
Stærra þéttbýli
Minna þéttbýli
Sveitir
Reglur um skerðingu eftir því sem aðrar tekjur ellilífeyrisþegans hækkuðu
Fyrirmynd frá Nýja Sjálandi
Einkennandi fyrir íslenska löggjöf
1963
Lífeyrir úr sjálfstæðum lífeyrissjóðum skyldi framvegis
vera „viðbótarlífeyrir“ og því ekki lengur skerða hinn almenna
lífeyri almannatrygginga (1974 skylda fyrir launþega; 1980
skylda fyrir alla launþega)
Landið gert að einu verðlagssvæði
1972
lágmarkstekjutrygging fyrir þau sem höfðu aðeins bætur
almannatrygginga til að lifa af- í reynd varð hluti lífeyris
almannatrygginganna þar með aftur tekjutengdur hér á landi
1992
Elli- og örorkulífeyrir (Beveridge-lífeyririnn) á ný tekjutengdur með beinum hætti (lágtekjumiðaður)
Fari aðrar tekjur lífeyrisþega yfir ákveðið mark (til dæmis vegna
atvinnutekna) þá byrjar grunnlífeyririnn að skerðast eftir ákveðnum
reglum og fellur að lokum niður að fullu fari ofangreindar tekjur yfir
visst hámark (aftur líkt Nýja Sjálandi og Ástralíu ólíkt
Norðurlöndunum)
Ellilífeyrir á Íslandi
Rétt til ellilífeyris eiga þeir sem eru 67 ára eða eldri, hafa átt lögheimili hér á landi eða hafa starfað í öðru EES landi í a.m.k. þrjú almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs
Fullan rétt eiga þeir sem hafa verið búsettir hér á landi a.m.k. 40 ár frá 16 til 67 ára
Sé um skemmri tíma um að ræða greiðist í hlutfalli við búsetutíma
Réttindi geta áunnist við 65 ára aldur gegn varanlegri lækkun
Megineinkenni ellilífeyris frá TR
Náði óvenju snemma til meirihluta þjóðarinnar
Lífeyrirsgreiðslur lágar og lægri en í hinum norrænu löndunum
Nútímalegt lífeyriskerfi 1946
Borgaralegur réttur til lágmarks ellilífeyris (citizenship rights-
Beveridge) m/lágtekjumiðun (nema 1960-72)
Svo bætast við einnig atvinnutengd lífeyrissjóðkerfi (work-
related- Bismarck)
Lífeyrissjóðakerfið til viðbótar við lífeyri almannatrygginga
Glósaði á blað
Þrískipt kerfi lífeyristrygginga
Lífeyriskerfi almannatrygginga (gegnumstreymikerfi)
Lífeyrissjóðirnir eru söfnunarsjóðir (byggðir á iðgjöldum starfandi fólks og mótframlagi atvinnurekanda)
Viðbótalífeyrissparnaður (einstaklingsbundinn lífeyrissparnaðarreikningur)
Áskoranir sem felast í því að þjóðir eldast skv. Stefáni Ólafssyni
Færri á vinnualdri > fleiri á eftirlaunaaldri
Atvinnuþátttaka eldri íbúa mikil hérlendis
Lífeyrisgreiðslur hafa hækkað - veita betri tekjuvernd
Örorkulífeyrir
Örorkumat 75% eða meira veitir rétt til greiðslu örorkulífeyris og tengdra greiðslna
- sept 2025 eiga að taka gildi ný lög um örorku- og endurhæfingarlífeyri (starfsgetumat í stað örorkumats, hærri frítekjumörk fyrir endurhæfingarlífeyrisþega og meiri sveigjanleiki varðandi tekjumörk og hluta lífeyri)
Upphaf slysatrygginga
Fyrstu tryggingarnar í flestum iðnríkjunum
1903: Byrjaði sem lög um lífsábyrgð sjómanna á þilskipum
1925: Allir sjómenn, flestir verkamenn (ekki landbúnaðar eða flutninga og samgöngumenn)
1936: Atvinnusjúkdómar koma inn
1947: Hærri bætur og stærri hópar
Slysatryggingar 2024: Hverjir eru tryggðir (5) og fyrir hverju (4)?
Launafólk til og frá vinnu
Íþróttafólk 16+
Iðnnemar
Björgunarfólk
Slysatrygging við heimilisstörf þegar þess er óskað á skattframtali
-Sjúkrakostnaður
-Dagpeningar
-Örorkubætur
-Dánarbætur
Upphaf sjúkratrygginga
1897: Fyrsta frjálsa sjúkrasamlagið stofnað
1911: Lög um sjúkrasamlög (opin fyrir fullhrausta einstaklinga 15-40 ára sem áttu mini hreina eign en 5.000 kr.)
1936: Ákveðið að í hverjum kaupstað skyldi stofna sérstakt sjúkrasamlag (16-67 ára höfðu rétt og skyldu til að vera í samlaginu)
1947: Teknar upp sjúkrabætur (sjúkradagpeningar) greiddir konum og körlum 16-67 ára sem verða fyrir tekjumissi vegna veikinda - giftar konur áttu ekki rétt nema ef mennirnir þeirra gátu ekki séð fyrir þeim (greiðslur hefjast hjá launþegum frá og með 11. veikindadegi en annars frá og með 6. sjúkraviku
1947: Í lögunum er gert ráð fyrir að komið verði á fót almennum heilsugæslustöðvum en framkvæmd laganna var frestað
1951: Hugmyndin um heilsugæslustöð gekk ekki upp og ákveðið að stofna sjúkrasamlög allstaðar og þar með voru allir landsmenn sjúrkratryggðir
1975: Tryggingahlutfall orðið 100%
1990: Sjúkrasamlög lögð niður og starfsemin falin Tryggingastofnun (markmið síðan 1947)
Markmið laga um sjúkratrygginga
Markmið laga um sjúkratrygginga er að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag samkvæmt skilyrðum laganna
Einnig sér stofnunin um samninga við sérfræðinga er varðar heilbrigðisþjónustu
Hverjir eru sjúkratryggðir á Íslandi?
Þeir sem hafa búið í landinu undanfarna 6 mánuði
Þeir sem taka upp búsetu á Íslandi og hafa verið sjúkratryggðir í öðru EES-landi síðustu 6 mánuði og leggja fram staðsetningu
—–Annars er 6 mánaða biðtími
Meginreglur sjúkratrygginga
Allir tryggðir án tillits til efnahags
Hinn tryggði þarf einungis að reiða út fyrir sínum hluta kostnaðar við verk/þjónustu
Undantekning eru tannlæknar
Almannatryggingar greiða eftir ákveðnum reglum, tryggingavernd er því mismunandi
Kostnaðarliðir sem sjúkratryggingar ná til
Hjúkrun í heimahúsum
Fæðing í heimahúsum
Sjúkraflutningar
Sjúkradagpeningar
Sjúkrakostnaður – veikindi og slys erlendis
Brýn meðferð erlendis
Vistgjölf á stofnunum
Styrkur til að kaupa á næringarefnum og sérfæði
Afsláttarkort
Tannlækningar barna og lífeyrisþega
Endurgreiðsla v/læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar
Greiðsla til sérfræðinga
Greiðsla ferðakostnaðar innanlands
Hjálpartæki
Rannsóknir
Sjúklingatrygging lög nr. 111/2000
Bætur fyrir líkamlegt eða geðrænt tjón í tengslum við:
- Rannsóknir
- Sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi
- Aðrar heilbrigðisstofnanir
- Sjúkraflutninga
- Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmann
Greiðslulaun skv. lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007 (12)
Mæðra- og feðralaun
Barnalífeyrir
Barnalífeyrir vegna menntunar
Umönnunargreiðslur
Makabætur og umönnunarbætur
Dánarbætur
Endurhæfingarlífeyrir
Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða
Heimilisuppbót
Frekari uppbætur
Bifreiðahlunnindi
Endurgreiðsla umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf
Tryggingastofnun Íslands sér um framkvæmd…
Almannatrygginga og laga um félagslega aðstoð
Sjúkratryggingar Íslands sjá um framkvæmd…
Laga um sjúkratryggingar og slysatryggingar
Félagsmála- og húsnæðisráðuneytið er yfir starfsemi…
Tryggingastofnun ríkisins
Heilbrigðisráðuneytið er yfir starfsemi…
Sjúkratrygginga Íslands
Lög um atvinnuleysistryggingar nr. 12/1997
Launamenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar, sem verða atvinnulausir, eiga rétt á bótum úr atvinnuleysistryggingasjóði enda séu þeir í atvinnuleit og fullfærir til vinnu
Einstaklingur getur misst bótarétt sinn ef hann er ekki í virkri atvinnuleit
Markmið atvinnuleysisbóta
Að tryggja launamönnum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum tímabundna fjárhagsaðstoð meðan þeir eru að leita sér að nýju starfi eftir að hafa misst fyrra starf sitt
Vinnumálastofnun sér um greiðslu og þjónustu við fólki í atvinnuleit