Félagsleg vandamál og velferð frá sögulegu sjónarhorni II Flashcards
Otto Von Bismarck (1815-1898)
Kanslari Þýskalands
Kom á almannatryggingum á árunum 1883-1889
Helstu einkenni kerfis Bismarck (6)
Skylduaðild
Iðgjaldagreiðslur atvinnurekenda og hinna vinnandi
Réttindi í samræmi við greiðslur og tengd starfsferli
Hópar sem standa utan vinnumarkaðar takmörkuð réttindi t.d. langtímaatvinnulausnir, innflytjendur, ungt fólk, heimavinnandi sem eiga rétt á lágmarks fjárhagsaðstoð
Enn í dag einkennist þýska kerfið af réttindum í samræmi við iðgjaldagreiðslur
Kerfið hefur haft víðtæk áhrif á velferðarkerfi annara þjóða
William Beveridge (1879-1963)
Ráðgjafi frjálslynda flokksins í velferðarmálum
Beveridge vildi meina að…
…þýska leiðin væri ófær - ekki nóg að veita aðeins vinnandi réttindi
Beveridge skýrslan
Kom út 1942
Einkenni stefnu Beveridge (6)
Áhersla á að allir eigi sama rétt til bóta sem áttu að duga til framfærslu (algildur réttur)
Rökin fyrir því að allir borgarar ættu að eiga sama rétt voru að allir hefðu sömu grunnþarfir
Jafnar iðgjaldagreiðslur (nefskattur)
Benti á að fólk gæti aukið við tryggingar sínar ef það óskaði frekari tryggingar/að viðhalda fyrri tekjum við áföll
Markaðurinn átti að hafa forgang en þar sem hann dygði ekki til átti velferðarkerfið að koma til sögunnar
Skorti skyldi útrýmt
Yfir hvað náði stefna Beveridge?
Kerfið náði til slysa, örorku og atvinnuleysis
Hann lagði seinna til opinbera heilbrigðisþjónustu, fjölskyldubætur, virka atvinnustefnu
Frávik frá áætlun Beveridge?
1959: Tekjutengd iðgjöld og bætur í
eftirlaunakerfinu
1966: Viðbótarlífeyrir
(þarfamiðaður) fyrir lágtekjufólk
1975: Atvinnutengt lífeyrissjóðskerfi
(sbr. Bismarck)
Stefán Ólafsson skiptir þróun almannatrygginga í 5 meginskeið
- Upprunaskeið (-1914)
- Milli heimsstyrjalda (1918-)
- Í kjölfar seinni heimsstyrjaldar (1950)
- Útþensluskeið almannatrygginga (1950-1975)
- Tími endurskoðunar (1980-2000)
- Upprunaskeið (-1914)
Nær allar þjóðir með slysatryggingar fyrir verkafólk, sjúkrasamlög eða skyldu-sjúkratryggingar fyrir verkafólk og einhverskonar framfærslustuðning fyrir aldraða
Ísland: Bótasjóður sjómanna 1903
Styrktarsjóðir handa heilabiluðu og ellihrumu alþýðufólki 1890 og lög um almenna ellistyrktarsjóði 1909
Milli heimsstyrjalda (1918-)
Útfærslu trygginga
Atvinnuleysistryggingar, tryggingar vegna atvinnusjúkdóma, nýir þjóðfélagshópar njóta tryggingagrundavallar öryggisnet fyrir alla/betur ef launagreiðslur falla niður
Ísland: Fyrstu lög um sjúkratryggingar árið 1925
Lög um Alþýðutryggingar 1936 og almannatryggingar 1946
Í kjölfar seinni heimsstyrjaldar (1950)
Víða gerðar umbætur á skipulagi heildstæðra almannatrygginga
Átak í félagsþjónustu á sviði heilbrigðismála, menntamála og húsnæðismála
Ísland: Fyrsta dagheimili fyrir börn stofnað 1924 – fyrsta elliheimilið stofnað 1920
Útþensluskeið almannatrygginga (1950-1975)
Velferðarríkið vex og dafnar, útgjöld vegna velferðarkerfanna aukast, hærri bætur, meiri þjónusta
Ísland: Lífeyrisgreiðslur áfram lágtekjumiðaðar
Tími endurskoðunar (1980-2000)
Stjórnvöld á vesturlöndum leita leiða til að spara og endurskipuleggja þjónustuna
Leitað nýrra leiða til að ná eldri markmiðum sem áfram eru talin mikilvæg
Aukin gagnrýni á félagslegar og hugmyndafræðilegar forsendur almannatrygginga og opinberrar forsjár
Ísland: Ákveðin gagnrýni – talsverð kyrrstaða
Hvað mun einkenna þá tíma sem við nú lifum?
Áherslur á félagslega fjárfestingar
Áherslur á heimsmarkmiðin
Áhrif umhverfismála og lýðfræði: Nýjar áherslur
Aukin alþjóðavæðing
Hnattræn hlýnun skapar nýjar áskoranir
Marvísleg áhrif heimsfaraldurs og samfélagslegra áfalla á velferðarkerfin og hlutverk þeirra
Kerfi þarfagreindrar framfræslu hafa ekki verið lögð af
Í öllum vestrænum velferðarríkjum er einnig til kerfi fjárhagsaðstoðar (oftast á ábyrgð sveitarfélaga)
Aðstoð er miðuð við þarfir, tekið er tillit til fjölskyldustærðar og tekna fjölskyldu og oft skilyrt
Oft vísað til þeirra sem síðasta öryggisnets velferðarkerfisins