Félagsþjónusta sveitarfélaga og hlutverk félagsráðgjafa Flashcards
Sveitarfélög
Sveitarstjórn ber ábyrgð á félagsþjónustu innan sinna marka og skal með skipulagðri þjónustu tryggja framgang laganna
Öll sveitarfélög hafa sömu lagalegu skyldur án tillits til íbúafjölda
Umdæmi í sveitarfélögum
Barnaverndarumdæmi
Lögregluumdæmi
Heilsugæsluumdæmi
Þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum
Rammalög um að í hverju sveitarfélagi er í sjálfsvald sett hvernig þjónustustigið er
Lögin eru almenn - hlutverk sveitarfélaga er að útfæra þjónustuna með því að setja sér reglur
Sveitarfélögin setja sér reglur um fjárhagsaðstoð, stuðningsþjónustu ofl.
Hver fer með yfirstjórn málefna félagsþjónustu?
Félagsmálanefnd
Hvað gerir félagsmálanefnd?
Felur starfsmönnum afgreiðslu ákveðinna mála og skal setja reglur um það sem sveitarstjórn staðfestir
Félagsþjónusta sveitarfélaga
Ætlað að veita velferðarþjónustu frá vöggu til grafar
Sveitarfélag sér um að veita íbúum þjónustu og aðstoð skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum
Markmið laga um félagsþjónustu
Tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar með því að
a) Bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti
b) Tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna
c) Veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og búið við sem mest lífsgæði
d) Grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál
Orð um framkvæmd félagsþjónustunnar
Við framkvæmd félagsþjónustunnar skal þess gætt að hvetja einstaklinginn til
ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar. Um leið skulu við framkvæmd félagsþjónustunnar sköpuð
skilyrði til að einstaklingurinn geti tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Félagsleg þjónusta skal í heild sinni miða að valdeflingu og miðast við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður.
Félagsleg ráðgjöf
Tekur til ráðgjafar á sviði fjármála, húsnæðismála, uppeldismála, skilnaðarmála, forsjár- og umgengismál, ættleiðingarmál
Skal ætíð beitt í eðlilegu samhengi við aðra aðstoð skv. lögum og í samvinnu við aðra þá aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu, svo sem skóla og heilsugæslustöðvar eftir því sem við á
Fjárhagsaðstoð
Handa þeim sem geta ekki séð fyrir sér og sínum án aðstoðar
Sveitarfélög eiga að setja sér reglur í samræmi við 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
Fjárhagsaðstoð er hugsuð til skamms tíma
Stuðningsþjónusta
Markmið að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til að rjúfa félagslega einangrun
Á að efla viðkomandi til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst heima
Sveitarstjórn setur sínar reglur og heimild fyrir gjaldtöku
Málefni barna og ungmenna
Félagsmálanefnd er skylt í samvinnu við foreldra, forráðamenn og aðra þá aðila sem hafa með höndum uppeldi, fræðslu og heilsugæslu barna og ungmenna að gæta velferðar og hagsmuna þeirra í hvívetna
Félagsmálanefnd skal gæta þess að aðbúnaði barna sé ekki áfátt og ekki séu aðstæður í umhverfi barna sem þeim stafar hætta af
Meginmarkmið laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021
Að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana
Þjónusta við aldraða
Sveitarstjórn skal stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má
Tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu þegar hennar er þörf
Skipuleggja félagslega heimaþjónustu, félagsráðgjöf, heimsendingu matar
Tryggja öllum öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarf við hæfi
Markmið þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
Að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess
Þjónustan skal miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að það geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðis lífs á eigin forsendu
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018
Stjórnvöld skulu tryggja að fatlað fólk hafi áhrif á stefnumörkun og ákvörðun er varða málefni þess
Ákvarðanataka skal byggjast á viðeigandi aðlögun þar sem aðgerða er þörf svo að fatlað fólk fái notið réttinda sinna
Reynist þjónustuþörf fatlaðs einstaklings eða þörf fyrir stuðning meiri eða sérhæfðari en svo að henni verði fullnægt innan almenrar þjónustu skal veita
viðbótarþjónustu samkvæmt lögum þessum
Þjónusta samkvæmt lögum þessum kemur til viðbótar þeirri
þjónustu sem veitt er á grundvelli annarra laga en ekki í stað hennar
Húsnæðismál
Tryggja skal eftir því sem kostur er framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna
Félagsmálanefndir skulu sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru
færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda meðan unnið er að varanlegri lausn
Ríki og sveitarfélög
Framkvæmd fyrrgreindra laga getur verið á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga sem gerir þjónustuna flóknari
Í sumum tilvikum geta notendur þurft að leita bæði ríkis og sveitarfélaga s.s. varðandi heimahjúkrun og stuðningsþjónustu
Samband íslenskra sveitarfélaga
Vinnur að eflingu samstarfs íslenskra sveitarfélaga og að hvers konar hagsmunamálum þeirra
Verulegur hluti starfseminnar
felst í hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin gagnvart ríkisvaldinu og öðrum innlendum og erlendum aðilum
Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna til einstakra
mála og hefur því náin samskipti við ríkisstjórn og
Alþingi
Starf félagsráðgjafa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Undirbúningur fyrir stefnumótun sambandsins í félagsþjónustumálum og umsjón með framkvæmd
Miðlun upplýsinga til sveitarfélaga um nýjungar og þróun í félagsþjónustu bæði innanlands og erlendis, einkum í gegnum heimasíðu sambandsins og með skrifum í Sveitarstjórnarmál
Umsjón með undirbúningi og framkvæmd viðburða sambandsins á sviði félagsþjónustu, í samvinnu við rekstrar- og útgáfusvið, svo sem málþinga, ráðstefna og námskeiða
Umsjón með erlendu samstarfi sambandsins á sviði félagsþjónustu
Faglegur ráðgjafi í félagsþjónustumálum fyrir önnur svið sambandsins
Eftirlit og yfirsýn yfir starf nefnda, sem sambandið á aðild að á sviði
félagsþjónustumála, og miðlun upplýsinga um nefndastarf
Félagsráðgjafi í félagsþjónustu: Dreifbýli (4)
Meiri nálægð við pólitíkina
Færri úrræði oft á tíðum
Getur verið einn á vettvangi
Færri mál
Félagsráðgjafi í félagsþjónustu: Þéttbýli (4)
Fjarlægð við pólitíkina
Fleiri úrræði
Stuðningur kollega
Fleiri mál
Margvísleg hlutverk félagsráðgjafa
Sá sem virkjar til þátttöku
Milligöngumaður/sáttasemjari
Samhæfandi
Stjórnandi
Kennari/leiðbeinandi/handleiðari
Miðlari
Samningamaður
Talsmaður
Ráðgjafi
Stuðningsaðili
Meðferðaraðili
Sértæk verkefni félagsráðgjafa
Greining, ráðgjöf og stuðningur
Forvarnir og endurhæfing
Þjónusta við fatlað fólk og aldrað
Einstaklings- og fjölskylduráðgjöf
Aðstoð vegna áfengis- og vímuefnavanda
Hópastarf - meðferðarvinna
Námskeið
Áhersla félagsráðgjafa
Notendaþátttaka og samráð
Sjálfsmat notanda
Jákvæð nálgun
Skilgreina, styðja og hvetja
Nýta nýjustu tækni til ráðgjafar og upplýsingamiðlunar
Fjarráðgjöf
Kostir starfs í félagsráðgjöf í félagsþjónustu
Fjölbreytt og lifandi starf
Sjálfstæði í starfi
Einstaklingsmiðuð nálgun
Veist aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér
Ókostir starfs í félagsráðgjöf í félagsþjónustu
Álagið og hraðinn mikill
Mikill fjöldi mála
Skortur á úrræðum
Ófyrirséð mál sem raska skipulagi dagsins
Félagsráðgjafar grunngildi
Félagsráðgjöfum ber að sýna virðingu fyrir manngildum
og sérstöðu hvers og eins og trú á getu hvers og eins til
að nýta hæfileika sína til fullnustu
Markmið félagsráðgjafans er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti
Félagsráðgjafar hafa mjög breiðan þekkingargrunn á löggjöf, úrræðum, réttindum og skyldum einstaklinga og fjölskyldna
Forsenda þess að hægt sé að veita félagslega ráðgjöf er…
Yfirgripsmikil þekking og skilningur á aðstæðum fólks sem á við félagslega erfiðleika að stríða
Góð og víðtæk þekking á íslenska velferðarkerfinu, úrræði, aðgengi og leiðir
Hlutverk félagsráðgjafa sem málstjóri
Greina félagslegar aðstæður s.s. fjölskyldugerð, samskipti, tengslanet og þroskasögu
Greina atferli og líðan s.s. tilfinningatengsl, hegðunarmynstur og áföll
Greina styrkleika og veikleika s.s. einstaklingnum, innan stórfjölskyldunnar, innan samfélagsins