Eitranir hjá börnum (TF) Flashcards
Faraldsfræði eitrana í börnum.
Í rannsókn frá árinu 2002 kom fram að á einu ári voru skráðar 871 eitrun í börnum
Eitranir í börnum yngri en 5 ára.
Stærstur hluti eitrunartilfella í þessum aldurshópi.
Setja upp í sig hluti af forvitni og taka því yfirleitt lítinn skammt og aðeins eitt efni.
Hafa abuse í huga hjá börnum sem eru ekki farin að ganga.
Eitranir í unglingum.
Oftast sjálfsvígstilraun eða eiturlyfjaneysla.
Taka yfirleitt stóra skammta og fleira en eitt lyf.
Hærri dánartíðni sbr. litlu börnin (dánartíðni vegna eitrana er þó alm. ekki há).
Hvenær á að beita meðferð?
Hvort eitthvað sé gert og þá hvað byggist á hvaða efni var tekið, hve mikið, hvenær og klínísku ástandi barnsins.
Meðferð á flestum eitrunum er symptomatísk (meðhöndlum sjúklinginn en ekki efnið).
Byrjum á ABC, metum hvort barnið er í lífshættu. Ef öndunardepression/meðvitundarleysi tryggjum við öndunarveg til að forðast aspiration. Getur verið ástæða til að setja upp stóran æðalegg og gefa NaCl/RA í bolus (20 ml/kg ef lost).
Gefum glúkósa ef hypoglycemia.
Ef breytt meðvitund þá þarf að hafa aðrar orsakir í huga s.s. trauma, encephalopathiur og metabólísk vandamál.
Hvaða rannsóknir eru viðeigandi ef grunur um eitrun?
1) Blóðprufur (elektrólýtar)
2) Blóðgös
3) EKG (getur verið lenging á QT)
4) Lungnamynd, Rtg. abdomen
- -> CHIPS (chloral hydrate, heavy metals, iron, phenothiazines, slow release (forðatöflur))
5) Lyfjamælingar
- -> (paracetamól, salicylate, methanol, ethylene glycol, járn, theophylline, lithium, amitryptilin)
Meðferð með magaskoli.
Gert á fyrsta klukkutíma ef lífshættulegt magn hefur verið innbyrt eða ef efnið binst lyfjakolum illa (t.d. alkóhól, einfaldar jónir s.s. járn, lithium, cyanide).
Ef minnkuð meðvitund eða horfinn kokreflex þá er gerð elektív intubation með stórri magasondu og skolað með saltvatni. Gefa kol áður en sondan er fjarlægð ef ábending fyrir því.
Magaskolun fjarlægir aðeins um 30-35% töfluleifa og kemur trúlega ekki að gagni nema á fyrsta klukkutímanum.
Meðferð með kolum (activated charcoal).
Langmikilvægast í meðferð alvarl. eitrana. Hefur þó verið á undanhaldi.
Þarf oft að gefa með magasondu en stundum er hægt að fá börnin til að drekka kolin (sjálfsagt að reyna það).
Paracetamól eitrun. Almennt.
Algengasta lyfjaeitrun í öllum aldurhópum.
Sjaldan banvænt. Ung börn taka yfirleitt of lítinn skammt til að valda eitrun, einnig koma eitrunareinkenni seint fram og því nægur tími til að gefa andefni sem er mjög virkt.
Alls ekki missa af þessu - ef vafi þá mæla!
Metabolismi paracetamóls.
Frásogast fljótt frá meltingarvegi og nær yfirleitt hæstu serum þéttni innan 1,5 klst.
90% er brotið niður í lifur, conjugerað við sulfite eða glucuronide (mettanleg niðurbrotsferli).
5% er brotið niður af cytochrome P450 í lifrartoxískt niðurbrotsefni (N-acetyl-benzoquinoneimine). Því er svo að öllu jöfnu breytt með glutathion í cystein og mercapturic acid sem eru skaðlaus efni.
Við háa skammta af paracetamóli er það í auknum mæli brotið niður af cytochrome P450 og þá safnast lifrartoxíska efnið fyrir, binst við prótein í lifrarfrumum og veldur lifrarnecrosu.
Paracetamól. Lifrartoxískir skammtar.
Meira en 150 mg/kg fyrir börn
Meira en 7 g fyrir fullorðna
Krónískir skammtar geta valdið lifrarskemmdum:
- 100 mg/kg/dag í yfir 3 sólarhringa
- 150 mg/kg/dag í 2 sólarhringa
- 200 mg/kg/dag í sólarhring
Paracetamól eitrun. Fjögur stig.
Stig 1 (12-24 klst.)
GI einkenni s.s. lystarleysi, ógleði/uppköst.
Geta verið lítil einkenni.
Stig 2 (24-48 klst.)
Merki um lifrarbilun koma fram. Hækkun á lifrarprófum og þá sérstaklega PT.
Áframhaldandi og versnandi einkenni frá meltingarfærum.
Stig 3 (72-96 klst.) Mikil hækkun á lifrarensímum. Hugsanlega hypoglycemia, metabolísk acidosa, encephalopathia eða blæðingar secundert við lifrarbilun.
Stig 4 (7-8 dagar) Recovery eða end-organ failure.
Paracetamól eitrun. Rannsóknir.
Ef grunur um toxískan skammt skal mæla serum paracetamól (meira en fjórum tímum eftir inntöku).
Einnig ætti að mæla ASAT, ALAT, PT, amylasa, lípasa og bilirúbín.
————————————————–Ef toxísk blóðþéttni paracetamóls ætti að fylgjast vel með lifrarprófum.
Paracetamól eitrun. Meðferð.
Lyfjakol ef sjúklingur kemur innan klukkustundar.
Mæla serum paracetamól 4 klst. eftir inntöku.
Hefja meðferð með acetylcystein ef:
- Paracetamól þéttni er ofar línu (Venslarit Rumack-Matthew)
- Ef meira en 8 klst. liðnar frá inntöku, hefja meðferð strax og endurskoða þegar lyfjamæling liggur fyrir
- Ef tímasetning inntöku er óviss og styrkur paracetamóls yfir 66 mcmól/l skal hefja meðferð.
Hvað er acetylcystein?
Glutathion precursor. Endurnýjar birgðir líkamans og flýtir þannig fyrir niðurbroti N-acetylbenzo-quinoneimine.
Þarf að hefja meðferð innan 8 klst. frá inntöku til að ná hámarksárangri. Eftir 16 klst. er skaðinn skeður, lítill árangur að gefa lyfið eftir þann tíma (dánartíðni þá um 3,5%).
Járneitrun. Almennt.
Járneitrun er algeng ástæða eitrana í börnum. Járn er oft til á heimilum í fjölvítamíntöflum.
Í eitrunartilfellum þarf að reikna hve mikið “elemental” járn var tekið.
–> Ferrous sulfate 20% elemental járn
–> Ferrous fumarate 33% elemental járn
–> Ferrous gluconate 12% elemental járn