Blóðsjúkdómar í börnum (ÓGJ) Flashcards
Blóðleysi (anemia) skilgreining.
Minnkaður massi RBK eða minnkuð þéttni hemóglóbíns.
Tölum um blóðleysi þegar þéttni hemóglóbíns er meira en tveimur staðalfrávikum neðan við meðaltal fyrir aldur.
Hemóglóbín og MCV breytist eftir aldri, hvernig?
Börn fæðast með hátt hemóglóbín og hátt MCV. Þessi gildi lækka svo skarpt á fyrstu 1-2 árunum en hækka svo eftir það smám saman upp í fullorðinsgildi.
Algengasta orsök anemiu hjá börnum?
Járnskortur langalgengasta orsökin. Þá er MCV oft verulega lágt og RDW (mælikvarði á anisocytosu) hátt.
Eðlilegt blóðstrok.
RBK eiga að vera svipuð að stærð og lymphocytar.
Orsök blóðleysis. Hvað hjálpar okkur að meta hvort blóðleysi stafi af sjúkdómi í beinmerg eða vegna perifer/extrinsic orsakar?
Ef fækkun er í tveimur eða öllum þremur frumulínum eru miklar líkur á að um primert vandamál í beinmerg sé að ræða. Ef aðeins er fækkun í einni frumulínu en hinar tvær alveg eðlilegar er líklegast að starfsemi beinmergs sé eðlileg.
Einkenni blóðleysis.
Ef blóðleysi mikið og skyndilegt þá oft áberandi fölvi. Einkenni vegna minnkaðs súrefnisflutnings eða vegna aukins álags á hjarta- og æðakerfi (t.d. þreyta, tachycardia). Oftast er samband milli einkenna og hemóglóbíngildis.
Mjög oft þróast blóðleysið á löngum tíma hjá börnum og þau hafa mikla aðlögunarhæfni. Geta því verið einkennalaus þrátt fyrir mjög lág hemóglóbíngildi.
Orsakir microcytískar anemiu (MCV
Járnskortur (nutritional, krónísk blæðing) er langalgengasta orsökin. Fylgir oft talsverð lækkun á MCV (50-60).
Aðrar mismunagreiningar:
- Krónísk bólga (aðeins væg lækkun á MCV)
- Thalassemia
- Blýeitrun (krónísk)
Thalassemia og blýeitrun ekki að koma upp í börnum hérlendis en verðum að vera vakandi fyrir þeim mismunagreiningum þegar um börn frá öðrum heimshlutum er að ræða.
Orsakir macrocytískar anemiu (MCV >100).
- Megaloblastískar breytingar í beinmerg vegna B12-skorts eða fólínsýruskorts.
- Aplastísk anemia
- Infiltration í beinmerg (t.d. leukemia)
- Diamond-Blackfan anemia
- Annað (Transient Erythroblastopenia of Childhood o.fl.)
Macrocytískar anemiur eru ekki algengar í börnum. B12- og fólínsýruskortur eru mjög sjaldgæf vandamál í börnum og því bendir hátt MCV hjá þeim oft á vandamál í beinmergnum (rautt flagg!).
Orsakir normocytískrar anemiu.
- Meðfædd hemolýtísk anemia
- Áunnin hemolýtísk anemia
- Blæðing (akút)
- Miltisstækkun
- Sumir krónískir nýrnasjúkdómar
Meðfæddar hemolýtískar anemiur - flokkun.
- Gallar í frumuhimnu RBK (t.d. HS)
- Hemoglóbínopathiur (thalassemia, sickle cell)
- Ensímgallar í RBK (t.d. G6PD skortur)
Áunnar hemolýtískar anemiur - flokkun.
- Immune (Coomb’s jákv.), sjaldgæft en sést helst vegna ABO misræmis hjá nýburum
- Microangiopathic (t.d. HUS, TTP, DIC)
- Með sumum sýkingum
Hemólýsa blóðstrok.
Í hemólýsu sjást oft spherocytar (kúlulaga RBK þar sem vantar central pallor).
Járnskortur skilgreining.
Ekki nægar járnbirgðir til að framleiðsla hemóglóbíns sé óhindruð.
Járnbirgðir líkamans.
65% járns er í hemólgóbíni, daglega losnar um 1% sem er endurnýtt.
Járn er einnig í ýmsum ensímkerfum, öndunarkeðjunni, MTK og fleira.
Járnið er alltaf próteinbundið (t.d. tengt ferritíni eða hemosiderini) þar sem frítt járn er skaðlegt.
Járnbirgðir við fæðingu.
Fullburða börn fæðast með nægar járnbirgðir ca. 75 mg/kg af Fe2+. Fyrirburar fæðast með hlutfallslega jafnmikið.
Veruleg járnskortsanemia móður á meðgöngu getur leitt til anemiu barns við fæðingu - sjaldgæft.
Orsakir járnskortsanemiu hjá börnum.
- Vöxtur.
Börn eru með hlutfallslega meiri járnþörf en fullorðnir. - Ekki nægilegt framboð af járni.
Langalgengasta orsök er skortur á járni í mataræði (1-3 ára sækja mikið í mjólkurmat). Frásogsvandamál eru ekki algeng. - Aukið járntap.
Vegna blæðingar t.d. nefblæðingar, unglingsstelpa með miklar tíðablæðingar osfrv.
Getur verið blæðing frá meltingarvegi.
Á hvaða aldri kemur járnskortur helst fram meðal barna?
Fullburða börn verða að jafnaði ekki járnlaus fyrr en í fyrsta lagi við 4-6 mánaða aldur. Sjaldgæft að börn á brjósti fái járnskortsanemiu (lactoferrin o.fl. í móðurmjólk og allt að 50% járns frásogast).
Aukin hætta á járnskorti á unglingsárum (aukinn vaxtarhraði, tíðablæðingar).
———————————————-
Aukin járnþörf með hraðari vexti:
- Fullburða þurfa 1 mg/kg/dag
- Fyrirburar þurfa 2-4 mg/kg/dag
og eru því oftast settir á járn til að fyrirbyggja járnskort.
Frásog járns.
Frásog járns eykst í súru umhverfi, ýmis efni í fæðu sem hafa áhrif.
Járn úr brjóstamjólk frásogast vel þar sem það er mikið próteinbundið (allt að 50% frásog) en í kúamjólk er lítið járn sem frásogast illa.
Járn tengt heme-hóp (t.d. í kjöti) frásogast betur en non-heme járn.
Glutein enteropathia og aðrir sjúkdómar í slímhúð geta dregið úr frásogi á járni.
Blæðing sem orsök járnskorts hjá börnum.
Blæðing er óalgeng orsök járnskortsanemiu í börnum.
Oftast um að ræða langvarandi seitlblæðingu frá tractus. Getur verið t.d. vegna:
- Mjólkurofnæmis (þau börn fá stundum allergic colitis sem getur blætt)
- Meðf. galla á meltingarvegi (t.d. Meckel’s diverticulum)
- Crohn’s sjúkdóms
- Lyfja (t.d. NSAIDs)
- Sýkinga
Nefblæðingar og tíðablæðingar algengustu orsakir hjá unglingum.