Almenn Sálfræði kafli 3 Flashcards
Atferlisfræði
Hvernig erfðir og umhverfi stjórna sálfræðilegum eiginleikum
Þróunarsálfræði
Undirgrein sálfræðinnar sem fæst við rannsóknir á því hvernig margvíslegir sálfræðilegir eiginleikar hafa þróast
Náttúruval
Eiginleikar sem auka lífslíkur og fjölgun tegundarinnar munu erfast áfram og þar með verða smátt og smátt algengari
Stökkbreytingar
Tilviljanakennd atvik og slys í afritun DNA við frumuskiptingu
Ályktanir Mendels
Eiginleikar erfast frá foreldrum til afkvæma með sérstökum eindum (genum)
Samsætur
gen í sama genasæti á samsvarandi litningi
Arfhrein
lífvera með tvær eins samsætur (báðar ríkjandi eða báðar víkjandi) er arfhrein gagnvart því geni
Arfblendin
Lífvera með ólíkar samsætur, eina víkjandi og eina ríkjandi
Ríkjandi genasamsæta
kemur fram í svipagerð
Víkjandi genasamsæta
kemur aðeins fram í svipgerð ef genasamsætan frá hinu foreldrinu er einnig víkjandi
Arfgerð
Safn alls erfðaefnis í frumum einstaklings (“uppskrift”) að svipgerð
Svipgerð
Sjáanlegir eiginleikar einstaklings, mótast af arfgerð og umhverfi
Gen
Starfseiningar í kjarnsýruröð litnings sem tengd er stjórnröðum, er umrituð yfir í RNA og ræður gerð einnar eða fleiri peptíðkeðja eða sjálfstætt starfandi RNA sameindar = eru uppskriftir að tilteknum sameindum (prótínum og RNA)
Litningur
Þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumna. Litningar eru gerðir úr kjarnasýrunni DNA og prótínum
Líkamsfruma
Egg og sæðisfrumur, eru einlitna (bara einn litningur úr hverju pari)